Morgunblaðið - 30.05.1980, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. MAÍ1980
17
Frá því að við komum hér
saman fyrir ári síðan, hefur svo
sannarlega sigið á ógæfuhliðina í
rekstri og afkomu hraðfrystiiðn-
aðarins. Er hart til þess að vita,
vegna þess að á sama tíma sem
þessi neikvæða þróun í afkomu á
sér stað, hefur aukning i fram-
leiðslu frystra sjávarafurða aldrei
verið meiri og verðlag afurðanna í
stórum dráttum verið stöðugt.
Orsakanna fyrir erfiðleikunum er
ekki að leita í sjálfum iðnaðinum,
heldur í innri og ytri aðstæðum,
sem eru frystihúsamönnum og
starfsmönnum okkar óvið-
ráðanlegar.
Mikil fram-
leiðsluaukning
Heildarþorskaflinn árið 1979
var 563.000 smálestir og hafði
aukizt um 15,8% frá árinu á
undan. Af þessum afla fóru
349.000 smálestir í frystingu. Var
það 16,5% aukning frá árinu 1978.
Þegar hér er talað um heildar-
þorskaflann er notað sama hug-
takið og Fiskifélag Islands gerir.
Með heildarþorskaflanum er því
átt við þorsk, ýsu, ufsa, löngu,
keilu, steinbít, karfa, skötusel og
spærling í aflanum. Meginhluti
þess afla, sem fer í frystingu er
frystur í hraðfrystihúsum sem eru
annað hvort innan vébanda S.H.,
rúmlega 70 hraðfrystihús, eða
Sjávarafurðadeildar SÍS, um 35
frystihús. Heildarframleiðsla
þessara aðila árið 1979 var 143.602
smálestir og hafði aukizt um
29.432 smálestir eða 25,8% frá
árinu á undan. Af þessu magni
voru 114.342 smálestir fryst fisk-
flök og blokkir. Aukning frá fyrra
ári var 17,9%. Þá er vert að vekja
athygli á því, að það er í fyrsta
skiptið í sögu íslenzks hraðfrysti-
iðnaðar sem framleiðsla fiskflaka
og fiskblokka fer yfir 100.000
smálestir.
Hér er vissulega um mikla
framleiðslu að ræða, sem krefst
góðra markaða, ef unnt á að vera
að selja og afsetja framleiðsluna
með þeim hætti að viðunandi sé. í
þeim efnum koma mörg atriði til
greina, sem óþarft er að tíunda
hér, þótt það geti verið gott til
upprifjunar og skýringa fyrir
aðra, svo sem atriði eins og
fiskveiðistefnan með þar af leið-
andi áhrifum á samsetningu
framleiðslunnar; gæði vörunnar;
markaðsverð; samkeppni o.s.frv.
Áhrif fisk-
veiðistefnu
Vegna margnefndra erfiðleika
er rétt að vekja athygli á því, að
fiskveiðistefna undanfarandi ára
hefur m.a. haft það í för með sér,
að frysting verðminni fiskteg-
unda, sem mun erfiðara er að selja
heldur en þorsk og ýsu, hefur
stórlega aukist með þar af leið-
andi erfiðleikum í birgðamyndun
og sölu. Svo dæmi sé nefnt, þá
jókst framleiðsla SH og SÍS á
karfaflökum og blokkum úr 8.595
smálestum árið 1978 í 15.503
smálestir 1979 eða um 80,4%.
Miðað við árið 1977 er um rúmlega
100% aukningu að ræða. Þá jókst
frysting ufsa um 30% og grálúðu-
flaka og blokka um 87%.
Framleiðsla þorskflaka og
blokka fór í 64.080 smálestir og
jókst um 4,2%.
Mér hefur orðið nokkuð tíðrætt
um framleiðsluna vegna þess að ég
held, að mörgum utan okkar raða
sé ekki alveg ljóst, að þegar stór
stökk eiga sér stað í framleiðsl-
unni, svo ekki sé talað um fram-
leiðslu einstakra tegunda, getur
það haft ákveðna erfiðleika í för
með sér, sem erfitt er undan að
víkja. Á þetta ekki síður við, þegar
við bætist, að efnahagserfiðleikar
hrjá þau lönd, sem við eigum helzt
viðskipti við.
íslendingar og ekki hvað sízt SH
og fyrirtæki hennar erlendis, eru
orðnir allstórir aðilar í sölu
frystra sjávarafurða á helztu fisk-
mörkuðum heims, einkum þó í
Bandaríkjunum. Heildarútflutn-
ingur landsmanna á frystum sjáv-
arafurðum árið 1979 var 142.111
smálestir að verðmæti 108 millj-
arðar króna. Miðað við verðmæti
var hlutdeild frystra sjávarafurða
38,8% í heildarútflutningnum, en
hafði verið 37,7% árið áður.
Útflutningur S.H. 1979 var
100.243 smálestir, að verðmæti
76,6 milljarðar króna.
Skaðsemi
verðbólgu
Þrátt fyrir mikla framleiðslu,
aukinn útflutning og tiltölulega
góð markaðsverð, hefur hrað-
frystiiðnaðurinn líklegast aldrei
staðið frammi fyrir jafnmiklum
erfiðleikum og nú. Þetta er vissu-
lega furðuleg staða, en öllum
skiljanleg er til þekkja. Hinsvegar
eru þeir alltof margir sem skilja
ekki í hverju þessi hryggilega
niðurstaða er fólgin. Er því rétt að
rekja orsakir þessa.
Fyrst er til að taka hinar
innlendu. Verðbólgan. Þessi ógn-
valdur sem stöðugt vofir yfir
Frá aðalfundi Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna í gær. Við stjórnarborðið sitja frá vinstri: Guðmundur H.
Garðarson, biaðafulltrúi, Ágúst Flygenring, Gunnar Guðjónsson, stjórnarformaður, Jón Páil Halldórsson
fundarstjóri. í ræðustól er Eyjólfur Isfeld Eyjólfsson, forstjóri.
Versnandi staða í sölu
frystra sjávarafurða
Ræða Gunnars
Guðjónssonar
formanns stjórn-
ar Sölumiðstöðv-
ar Hraðfrysti-
húsanna á aðal-
fundinum í gær
íslenzku efnahags- og atvinnulífi,
hefur nú færzt á það stig, að
illviðráðanlegt er. Það gildir at-
vinnureksturinn einu, hvort
stjórnmálamenn þrátta um það,
hvort framreiknuð verðbólga í ár
er 52%, 63% eða yfir 70%. Það,
sem skiptir máli að menn geri sér
grein fyrir er, að verðbólga sem er
tvöfalt, þrefalt og fjórfalt meiri,
svo ekki sé talað um hærra
margfeldi en verðbólga eða verð-
þróun helztu viðskiptaríkja, hlýt-
ur að koma útflutningsatvinnu-
vegum landsmanna á kaldan
klaka fyrr en síðar.
Gengissig eða gengisbreytingar
eru skammgóður vermir í landi
víxlhækkana kaupgjalds og verð-
lags, þriðja hvern mánuð, þar sem
verbólgan er komin í 50—70% á
ári.
í þessu felst m.a. vandi útflutn-
ingsatvinnuveganna. Aukinn afli
og meiri framleiðsla getur gert
stöðuna enn verri vegna þess að
góðir markaðir fyrir sjávarafurðir
eru ekki ótakmarkaðir og útilokað
er að erlend söluverð geti hækkað
í takt við innlenda verðbólgu. Auk
þéss sem aukin framleiðsla og
framboð annars staðar frá krefst
breyttrar samsetningar sem er
íslenzkum hraðfrystiiðnaði
óhagstæðari og hefur í reynd
sömu áhrif og um verðhækkanir
væri að ræða. Þar við bætist að
mikil hætta er á, að áður hagstæð-
ir markaðir kunni að lokast.
Mættum við því þakka fyrir að
núverandi verð haldist, svo ekki sé
meira sagt.
Ríkisstyrktir
keppinautar
Islendingar eiga við ramman
reip að draga í samkeppninni á
helstu fiskmörkuðum heims vegna
framboðs fisks annars staðar frá,
auk þess sem sjávarútvegur og
fiskiðnaður helztu keppinauta
okkar er styrktur með opinberum
fjárframlögum er nema milljörð-
um króna. Samkvæmt norskum
upplýsingum mun ríkisframlag til
norsks sjávarútvegs og fiskiðnað-
ar verða um 1.350 milljónir
norskra króna eða um 123 millj-
arðar íslenzkra króna í ár. Ríkis-
stjórnir fleiri Evrópulanda
styrkja þessar atvinnugreinar
með háum fjárframlögum, beint
eða óbeint. Þá er með aðgerðum
stjórnvalda í Kanada unnið skipu-
lega að því að endurreisa útgerð
og fiskiðnað á austurströnd
Norður-Ameríku. Þetta eru þeir
aðilar, sem eru hörðustu keppi-
nautar íslendinga á fiskmörkuð-
um Evrópu og Ameríku. í þessu
sambandi kemur upp í huga minn,
að stundum heyrast þær raddir
sem segja, að íslendingar þurfi að
losa sig við markaðina í Austur-
Evrópu, sérstaklega Sovétríkin.
Þetta er á miklum miskilningi
byggt. Staðreyndin er sú, að
íslendingar þurfa á öllum þeim
mörkuðum að halda, sem þeir hafa
nú, ef atvinna og lífskjör eiga að
haldast á núverandi stigi.
Versnandi staða
í Banda-
ríkjunum
Miklir efnahagsörðugleikar eru
í ýmsum helztu markaðslöndum
okkar fyrir frystar sjávarafurðir.
Hefur það þegar haft neikvæð
áhrif á útflutning frysts fisks frá
íslandi. Árið 1979 var verðbólgan í
Bandaríkjunum 13,3%, sem er
talið mikið þar í landi, þar sem
árlegar verðbreytingar hafa verið
á bilinu 3—8% í áraraðir. Af
opinberum bandarískum stofnun-
um er álitið, að þessi 13% verð-
bólga sl. ár, hafi haft í för með sér
rúmlega 5% kaupmáttarsamdrátt
hjá almenningi.
í ár er útlitið enn verra. í
upphafi ársins var áætlað að
verðbólgan gæti farið í 18% við
óbreyttar aðstæður. Staða dollar-
ans hefur verið veik undanfarin ár
og er enn óstöðug. Forvextir hafa
því hækkað mikið í Bandaríkjun-
um og voru komnir í yfir 20% um
tíma, en hafa lækkað nokkuð að
undanförnu.
Meiriháttar samdráttar hefur
því gætt víða í bandarísku at-
vinnulífi með þar af leiðandi
minni framleiðslu og sölum s.s. í
bifreiðaiðnaðinum og byggingar-
iðnaðinum, sem eru meðal stærstu
atvinnugreina þar í landi. At-
vinnuleysi eykst.
Þá eru miklir erfiðleikar í
bandarískum fiskiðnaði og veit-
ingahúsarekstri. Á síðustu mán-
uðum hefur mörgum fiskiðnaðar-
verksmiðjum verið lokað og aðrar
unnið með hálfum afköstum.
Áhrif vaxtakjara eru mjög snar
þáttur í þeim erfiðleikum sem
bandarískt atvinnulíf á við að
glíma. Og gildir hið sama um
fyrirtæki íslendinga í Bandaríkj-
unum.
Ég ræði þetta svona ítarlega nú
vegna þess, að nauðsynlegt er að
það komi sem skýrast fram, að
söluerfiðleikar okkar í Bandaríkj-
unum síðustu mánuði, er ekkert
einangrað fyrirbæri. Þetta er hluti
í almennri samdráttarþróun „rec-
ession", sem erfitt er að segja
fyrir um, hvenær muni ná há-
marki sínu.
Á öðrum mikilvægum markaði,
Bretlandi, er nú 22% verðbólga.
Afleiðingar hennar eru mjög
neikvæðar á kaupgetu fólks og
kemur fram í minnkaðri neyzlu
m.a. á fiski. Þetta hefur sín áhrif á
okkar stöðu, auk þess sem mikið
framboð hefur verið á ferskum
fiski frá nálægari fiskimiðum.
Verðbólga og verðhækkanir á
matvælum í fyrrgreindum löndum
og víðar koma með fullum þunga á
allan almenning m.a. vegna þess
að í þessum löndum er ekki stuðzt
við kaupgjaldsvísitölur til að
mæta slíku. Enda er slíkt afar
hæpið með tilliti til neikvæðra
áhrifa víxlhækkana kaupgjalds og
verðlags eins og við íslendingar
höfum bitra reynslu af.
Laun og hráefni
80% útgjalda
Að lokum vil ég víkja nokkrum
orðum að stöðu hraðfrystiiðnaðar-
ins í dag. í byrjun árs var
frystingin rekin með tapi, séu allir
kostnaðarliðir teknir inn í mynd-
ina eins og þeir raunverulega eru.
Á ég þar m.a. við, að vextir séu
reiknaðir að fullu inn í reksturs-
grundvöllinn. Þrátt fyrir ákveðið
gengissig síðustu mánuði er um
verulegan halla að ræða í fryst-
ingunni.
Nú stöndum við hinn 1. júní n.k.
frammi fyrir 11.6% hækkun á öllu
kaupgjaldi og sjómenn krefjast
16% fiskverðshækkunar. Þessir
tveir útgjaldaliðir, laun og
hráefni, eru um 80% af heildar-
kostnaði framleiðslunnar.
Lágt áætlað eru vaxtaútgjöld
frystihúsanna um um 10%. Þá eru
eftir um 10% fyrir umbúðum og
nauðsynlegri framlegð. Umbúða-
kostnaður er um 3%. Þá eru eftir
7% upp í framlegð, sem talið er
nauðsynlegt að þurfi að vera yfir
22% svo viðunandi sé, ef ekki á að
ganga á þessa atvinnugrein og
eyðileggja hana á örfáum árum.
Af þessum helztu atriðum um
útgjöld frystihúsanna sem dregin
eru fram með þeim hætti, að
öllum ætti að vera auðskiljanlegt
sézt, að það er enginn grundvöllur
fyrir launa- og hráefnishækkanir,
né neinar aðrar hækkanir á út-
gjöldum hraðfrystiiðnaðarins.
Þeir aðilar, sem knýja þessar
kostnaðarhækkanir í gegn eða
hleypa þeim athugasemdalaust
áfram, eru annað hvort að fram-
kalla stöðvun í fiskvinnslu eða
verulega gengisfellingu. Það er
harmsefni, að þeir sem ábyrgð
bera í þessum atvinnurekstri skuli
þurfa mörgum sinnum á ári að
vara við því, að því eru takmörk
sett, hvað unnt er að leggja á
íslenzka atvinnuvegi. Því miður
hafa menn látið þetta sem vind
um eyru þjóta. Er því nú komið
sem komið er.
Verðbólgan er á svo háu stigi, að
bjáti eitthvað verulega á á helztu
mörkuðum, hlýtur stöðvun í út-
gerð og fiskiðnaði að blasa við.
Það gleymist ýmsum stundum, að
eftir því sem verðbólgan eykst,
verður hraði viðskiptanna að
aukast. Ytri skilyrði eru ekki
lengur fyrir hendi til að mæta
þessu, svo sem fyrr hefur verið
rakið í þessari ræðu. Sölur erlend-
is eru hægari og kaupendur hafa
kippt að sér hendinni. I þessari
stöðu verður ekki lengur undan
því vikizt, að útflutningsatvinnu-
vegirnir fái að fullu bættar allar
kostnaðarhækkanir, bæði þær sem
þegar eru komnar, óbættar, og
þær sem framundan eru.
Verði það ekki gert, verður ekki
við framleiðendur að sakast, ef
illa fer.