Morgunblaðið - 30.05.1980, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 30.05.1980, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. MAÍ 1980 Um 5000 manns viöriðnir almannavarna- æfingu á Keflavíkurflugvelli: 150 manns bjargað úr brennandi farþegaþotu UM þrjúleytið í gærdag barst slökkviliðinu á Keflavíkur- flugvelli kall um að farþexa- þotu með 150 manns innan- borðs hefði hlekkst á í iendingu á brautarcnda. begar voru Kerðar nauðsynlegar ráðstafan- ir og slökkviliðsmenn fóru á staðinn. Auk þeirra var svo allt tiltækt sjúkralið og þeir sem falla undir hjálparstarf sam- kvæmt almannavarnaplani fyr- FRAMLEIÐSLURÁÐ landbúnað- arins samþykkti i síðustu viku að hækka gjald af innveginni mjólk til verðjöfnunarsjóðs um 6 krón- ur á lítra frá 1. maí síðastliðnum. Ennfremur var ákveðið að út- flutningsgjald, sem tekið hefur verið af innveginni mjólk hækki frá 1. júní úr 16 krónum í 28 krónur á lítra. Þá var jafnframt samþykkt að verja 500 milljónum króna af láni, sem Framleiðsluráð fékk til að greiða með útfluttum mjólkurafurðum, þannig að ekki ir flugvöllinn kallaðir til. Þeg- ar til átti að taka var þarna um að ræða æfingu á hcildarplani Almannavarna ríkisins fyrir Keflavíkurflugvöll, en eigi að síður var haidið áfram eins og um venjulegt slys væri að ræða. Til gamans má geta þess að alls munu um 5000 manns hafa tengst æfingunni á einhvern hátt. Hjálparlið fór þegar inn í vélina til að aðstoða þá slösuðu og koma þurfi að koma til frekari inn- heimtu í útflutningssjóð af mjólk en nú hefur verið ákveðið. Gert er ráð fyrir að að 28 króna gjaldið skerði útborgunarhlutfall bænda frá 1. júní. Þá er þess einnig að geta að Framleiðsluráð ákvað að undanþiggja eftirtalin mjólkursamlög framleiðslukvóta á mjólk á árinu 1980: Mjólkursam- lagi Patreksfjarðar, Mjólkursam- lagi Þórshafnar, Mjólkursamlagi Djúpavogs, Mjólkursamlagi ísa- fjarðar og Mjólkursamlagi Kaup- félagsins Fram á Norðfirði. þeim út. í millitíðinni var svo haft samband við Almannavarnir Suð- urnesja* og óskað eftir aðstoð þeirra. Þær höfðu síðan samband við lögreglu og slökkvilið á nær- liggjandi svæðum, auk þess sem beðið var um sjúkrabifreiðar allra björgunarsveita á svæðinu. Þegar hinir slösuðu komust undir bert loft var þeim fyrst í skyndingu komið um 30 metra frá vélinni til að koma í veg fyrir slys. Þaðan voru þeir svo fluttir í um 150 metra fjarlægð þar sem frum- greining á þeim fór fram og voru þar að verki sjúkraliðar frá sjúkrahúsinu á Keflavíkurflug- velli. Eftir frumgreiningu voru þeir fluttir í forgangsröð í slökkvi- stöðina, þar sem lokagreining og umbúnaður fór fram, áður en þeir voru fluttir á hin aðskiljanlegu sjúkrahús í Reykjavík og Keflavík, en um þá greiningu sáu læknar frá sjúkrahúsinu á flugvellinum með aðstoð lækna frá Keflavík og Reykjavík, sem komu fljótlega á staðinn. Að sögn þeirra sem að æfing- unni stóðu, þ.e. Varnarliðsins og Almannavarna ríkisins, tókst hún vonum framar, sérstaklega þegar það er haft í huga, að þetta var í fyrsta sinn sem allt planið var prófað. Einu verulegu vandkvæðin voru þau að sjúkrabílarnir sem fluttu síðustu sjúklingana lentu í miklum umferðarerfiðleikum milli Hafnarfjarðar og Reykja- víkur. Nánar verður skýrt frá æfingunni síðar. Ú tf lutningsgjald af m jólk hækkað úr 16 í 28 krónur 500 milljónir til að lækka út- flutningsgjald af kindakjöti FRAMLEIÐSLURÁÐ landbúnað- arins hefur ákveðið að verja 500 milljón krónum af láni, sem það fékk til þess að greiða með útfluttu kindakjöti. Þannig er hægt. segir í fréttabréfi upplýs- ingaþjónustu landbúnaðarins. að lakka gjaldið, sem innhcimt verður hjá bændum. Innheimtar verða 200 krónur af hverju kg af dilkakjöti á þessu verðlagsári og 100 krónur af ær- og hrútakjöti. Þá hefur Framleiðsluráðið ákveðið að aðskilja uppgjör á kvóta fyrir mjólk, nautgripakjöt og sauðfjárafurðir. Þurfa bændur nú að tilkynna fyrir 1. september óski þeir tilfærslu á framleiðslu milli búgreina umfram 10%. Framleiðsla á nautgripakjöti skerðir ekki kvóta fyrir mjólk og kindakjöt, ef hún fer ekki umfram 20% af meðalframleiðslu naut- gripakjöts viðmiðunarárin 1976 til 1978 hjá hverjum framleiðanda. Þegar ákveðið var að setja kvóta á framleiðsluna, þá var gert ráð fyrir að kvóti fyrir mjólk myndi miðast við almanaksárið 1980, en aftur á móti yrði kvótinn reikn- aður á sauðfjárafurðum í haust. Nú hefur Framleiðsluráðið ákveð- ið að láta fara fram athugun á því, hvort hagkvæmt sé að miða lok hvers kvótatímabils við 31. ágúst, þannig að nýtt kvótatímabil í mjólkurframleiðslu hefjist 1. sept- ember 1980. Fjórir góðir að vestan, aliir fæddir í Ilnífsdal og allir eru þcir stjórnarformenn í frystihúsum, frá vinstri: Guðmundur M. Jónsson Ilraðfrystihúsinu Norðurtanga á ísafirði, Guðmundur Guðmundsson íshúsfélagi ísfirðinga. Guðfinnur Einarsson, Hraðfrystihúsi Holungarvíkur og Jóakim Pálsson Ilraðfrystihúsi Ilnífsdals. (Ljósm. ói. K. Mag.) Albert Guðmundsson á fundi með framkvæmdanefnd stuðnings- manna sinna á Dalvík. Talið frá vinstri: Hallgrímur Antonsson, Símon J. Ellertsson, Steingrímur Þorsteinsson, María Snorradóttir og Sigga Georgsdóttir. Guðlaugur með fundi á Akureyri og víðar norðan lands STUÐNINGSMENN Guðlaugs Þorvaldssonar héldu fund í Sjálfstæðishúsinu á Akureyri á sunnudaginn. Tryggvi Gíslason, skólameist- ari, flutti ávarp á fundinum. Gunnar Ragnars, forstjóri Slippstöðvarinnar, var fundar- stjóri. Aðrir, sem ávörp fluttu, voru Jón Helgason, formaður verkalýðsfélagsins Einingar, frú Guðríður Eiríksdóttir og Stein- dór Steindórsson fyrrum skóla- meistari. í ræðu sinni rakti Guðlaugur fyrst för sína daginn áður um Suður-Þingeyjarsýslu. Þar hélt hann alls átta fundi sama daginn. Síðan voru tveir fundir haldnir í Mývatnssveit, í Hafralækjarskóla og loks var haldinn fundur á laugardagskvöldið á Hótel Húsa- vík. — Forseti íslands þarf að vera eins konar sameiningartákn þjóð- arinnar, sagði Guðlaugur. Hann á að hamla gegn innbyrðis sundr- ungu meðal landsmanna og efla samkennd þeirra. Hann á að stuðla eftir mætti að því að þjóðin sé ein heild en skiptist ekki í stríðandi hópa. Fundinum lauk með því að allir stóðu á fætur og sungu ættjarð- arljóð. (Úr fréttatilkynningu). Guðlaugur Þorvaldsson og Kristin við komuna til Akureyrar. Pétur á fundi í Hafnarfirði PÉTUR J. Thorsteinsson og stuðningsfólk hans héldu al- mennan kynningarfund i Bæj- arbíói í Hafnarfirði í gær- kvöldi, miðvikudagskvöld. Um 300 manns sóttu fundinn. Fundarstjóri var Stefán Jóns- son, fyrrverandi forseti bæjar- stjórnar Hafnarfjarðar. Pétur J. Thorsteinsson flutti ávarp í upphafi fundarins og skýrði viðhorf sín til forsetaemb- ættisins og sagði jafnframt frá starfsferli sínum í stórum drátt- um. Skýrði Pétur þá einnig frá skyldum sendiherra, kynnum sínum af embættismönnum ann- arra þjóða, og víðtæku starfssviði í þágu íslensku þjóðarinnar. Á eftir Pétri flutti Eiríkur Pálsson forstjóri ræðu. Oddný Thorsteinsson flutti því næst ávarp. Hún rakti að nokkru starfssvið sendiherrafrúar og skýrði viðhorf sín til starfans, en Oddný hefur staðið við hlið manns síns í fjórum þjóðlöndum, Sovétríkjunum, Frakklandi, Þýskalandi og Bandaríkjunum. Hún lagði áherslu á mikilvægi landkynningarþáttar starfans, og nefndi dæmi þar að lútandi. Guðrún Egilson blaðamaður flutti ræðu og síðastur ræðu- manna var séra Sigurður H. Guðmundsson. I lok fundarins svaraði Pétur Thorsteinsson fjölmörgum spurningum af ýmsu tagi. (Úr fréttatilkynningu). Stuðningsmenn Vigdísar: Opið hús í Lindarbæ STUÐNINGSMENN Vigdís- Greint verður frá kosninga- ar Finnbogadóttur í starfinu og fulltrúar starfshópa Reykjavík hafa ákveðið að veita upplýsingar og skrá sjálf- hafa opið hús í Lindarbæ á boðaliða til ýmissa starfa. Veit- sjómannadaginn 1. júní og ingar verða á staðnum. næstu sunnudaga á eftir milli klukkan 3 og 6 síðdegis. (Ur fréttatilkynningu).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.