Morgunblaðið - 30.05.1980, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. MAÍ 1980
23
Minning:
Elísabet Elín Arnórs-
dóttir Bartels
Elísabet Bartels var fædd að
Felli í Kollafirði í Strandasýslu
23. jan. 1892.
Foreldrar hennar voru sr. Arn-
ór Árnason, sóknarprestur í
Tröllatunguprestakalli, og fyrri
kona hans, Stefanía Sigríður Stef-
ánsdóttir frá Vatnsnesi hjá
Keflavík.
Sr. Arnór var frá Höfnum á
Skaga. Sr. Arnór var hár maður,
grannur, svipmikill og höfðinglegt
var yfirbragð hans allt, sem bar
vott um mikinn þrótt, starfsorku
og áhuga. Hann var líka þjóð-
kunnur dugnaðar- og forustu-
maður í þjóðmálum og félags-
störfum samhliða embættisstörf-
um sínum. Hann var tvíkvæntur
og báðar konur hans orðlagðar
myndarkonur. Prestsdæturnar
urðu margar, allar fallegar og
glæsilegar og öll börnin með
mesta myndarbrag.
Elísabet Elín, sem þessi orð eru
helguð, var þriðja dóttir hans í
röðinni af fyrri konu börnum. Hún
ólst upp í Bæ í Króksfirði hjá þeim
Ólafi Sigvaldasyni, héraðslækni
þar, og konu hans, Elísabetu
Jónsdóttur prests í Steinnesi.
Báru þær sömu nöfnin, Elísabet
Elín Árnórsdóttir og móðir mín,
Elín Elísabet, og voru uppeldis-
systur. Þær hétu báðar í höfuðið á
læknisfrúnni.
Elísabet Arnórsdóttir fluttist
eftir lát Ólafs læknis með fóst-
urmóður sinni til Reykjavíkur og
bjuggu þær á Bókhlöðustíg 7.
Elísabet giftist 6. ágúst 1918
Martin Bartels bankafulltrúa.
Martin var fæddur í Keflavík 31.
ágúst 1888, sonur þeirra hjóna
Söru og H. J. Bartels verzlunar-
stjóra í Keflavík og síðar kaup-
manns í Reykjavík. Martin varð
stúdent í Reykjavík 1909 og sama
ár starfsmaður í íslandsbanka
hér. Hann fluttist til Kaupmanna-
hafnar 1916 og átti þar heima
síðan. Hann varð fulltrúi í Privat-
banken frá 1923, þar til hann lét
af störfum vegna aldurs. Þau hjón
eignuðust eina dóttur, Söru, sem
gift er Britt Baily, starfsmanni í
utanríkisráðuneytinu í Washing-
Rögnvaldur Kristjáns
son Minningarorð
Okkur er tregt að tjá tilfinn-
ingar okkar við skyndilegt fráfall
vinar og frænda. Söknuður og sorg
togast á. Hitt vegur þó þyngra, að
við fáum ekki máð það úr hugum
okkar, að öll samskipti okkar við
Rögga, en svo var hann kallaður af
systkinum og frændliði öllu, voru
af skærum toga gáska og glettni,
sem allir smituðust af, sem kynnt-
ust honum. Þrátt fyrir mikil ólög í
lífsins ólgusjó, varð aldrei rofin
glaðværð hans og spaugsyrði hans
flugu, þó aðstæður allar væru
fremur til að barma sér yfir.
Ungir að aldri áttum við bræður
sælu- og ánægjustund með honum
og bróður hans, Jóni Hákoni,
stýrimanni, sem fórst með e.s.
Heklu 1941, á fyrsta sjómanna-
deginum, sem ekki var lakari fyrir
þá sök, að hann bar upp á
afmælisdag Rögga og lengi á eftir
fannst okkur þetta tvennt órjúf-
anlegt, sjómannadagurinn og af-
mæli hans. Umhverfi þessa dags
og gáski þessara frænda okkar var
slíkur, að ekkert var ungum
drengjum ofar í huga en að feta í
fótspor þeirra en örlög réðu á
annan veg.
Rögnvaldur Kristjánsson fædd-
ist á Flateyri við Önundarfjörð
hinn 6. júní 1917, yngstur 8 barna
Kristjáns Ásgeirssonar, verzlun-
arstjóra Ásgeirsverzlunar, síðar
hinna Sameinuðu ísl. verzlana á
Flateyri, og konu hans, Þorbjarg-
ar Guðmundsdóttur. Að Rögnvaldi
standa traustar vestfirzkar ættir
bænda og sjómanna úr Inn-Djúpi
og úr Dýrafirði. Að Rögnvaldi
látnum eru nú 4 barna Kristjáns
og Þorbjargar á lifi, ein systir,
Helga, og þrír bræður, þeir Magn-
ús Guðjón, skrifstofustjóri Slipp-
félagsins, Guðmundur, skipamiðl-
ari, og Steinarr, skipstjóri. Á
unglingsárum sínum á Flateyri
komst Röggi strax í snertingu við
sjóinn og virkur og atorkusamur
sjómaður á fiski- og farskipum
var hann í áratugi, allt frá smá-
bátum heima á Flateyri á togur-
um og farskipum til skipsrúms á
stærsta skipi skráðu á íslandi,
þ.e.. síldarbræðsluskipinu Hær-
ingi. Hann þótti einstaklega harð-
fylginn í skiprúmi en jafnframt
með afbrigðum snyrtilegur í allri
umgengni og var eftirsóttur í
skiprúm. Ekki mun glaðlyndi hans
hafa rýrt sess hans, hvar sem
hann var. Hraustmenni var hann
og það var því óvænt, að gigt
skyldi verða hans fylgifiskur strax
við fertugsaldur, sem smám sam-
an dró úr starfsorku hans og
kröftum, svo sjómaðurinn varð að
yfirgefa sín heimkynni og hverfa í
land. Eftir að í land var komið,
varð Rögnvaldur starfsmaður
Eimskips, við uppskipun og í
vörugeymslum og sem vaktmaður
í skipum félagsins.
Fyrir um það bil 20 árum varð
Rögnvaldur fyrir alvarlegu höfuð-
slysi, sem olli varanlegri og sívax-
andi örorku, svo að hin síðari ár
gat hann engum störfum sinnt —
öryrki. Slík tilvera er alltaf nöt-
urleg, en þá eins og áður átti
glaðsinni hans leik og hann bar
sig áfram, eins og sjómaðurinn,
sem kom heim glaður og kátur
eftir ævintýraríka ferð utan úr
heimi.
Rögnvaldur kvæntist eftirlif-
andi konu sinni, Svövu Guð-
mundsdóttur, hinn 20.11. 1940 og
eignuðust þau eina dóttur barna,
Guðlaugu Bertu, sem fædd er 18.8.
1942. Mikið jafnræði var ávallt
með þeim hjónum og nutu þau
stuðnings hvort af öðru. Guðlaug
hefur reynzt foreldrum sínum
hinn mesti haukur í horni í
erfiðleikum þeirra en sjúkdómar
hafa undanfarið mikið hrjáð
Svövu. Börn Guðlaugar, fimm að
tölu, veittu Rögnvaldi mikla
ánægju enda var hann með af-
brigðum barngóður og fengum við
bræður, systur okkar og önnur
systra- og bræðrabörn hans stór-
an skerf af hjartahlýju hans.
Fyrir þetta allt og miklu meira
viljum við nú að leiðarlokum
þakka Rögga og biðjum honum og
öllum ástvinum hans blessunar
Guðs.
Sigurður Þ. Guðmundsson
Gylfi Guðmundsson
bet hrein listakona, allt varð að
sælgæti, sem hún hafði handa
milli, en þó að hún meðal annars
gengi i fínan húsmæðraskóla í
Kaupmannahöfn hefur þetta verið
meðfædd gáfa hennar sjálfrar.
„Endurminningin merlar æ í
mánasilfri, hvað sem var.“
Þau hjónin Elísabet og Martin
skilja eftir þennan töfrablæ, sem
stórskáldið talar um, þegar þau
eru farin. Því þegar komið var inn
úr dyrum þeirra í Njalsgade var
stórborgin horfin, en komið inn í
íslenzkt umhverfi. Friður og ró-
semi ilmuðu þar eins og í íslenzkri
heiðríkju og sólskini. Og þar var
talað um íslenzk málefni, þegar
þjóðfélagið var ómengað. Viðmót
og veitingar komu frá hjartanu.
Og með þessi áhrif fór maður burt
frá þeim hjónum. Þessi hughrif
merla æ, þótt hjónin séu nú farin.
Blessuð sé minning þeirra.
Blessaðar séu sólskinsstundirnar
mörgu á heimili þeirra.
Samúðarkveðjur flytum vér
Söru, dóttur þeirra, tengdasyni og
og fjölskyldu. Þá skal minnst
eftirlifandi systkina Elísabetar,
tengdafólks hennar og allra vina
fyrr og síðar.
Ok seinna. þar sem engin telur ár.
»K aldrei falla nokkur harmatár.
mun herra tímans. hjartans faAir vor.
úr hausti timans Kjöra eilift vor.
II.A.
Jón Thorarensen.
ton. Þau eiga 4 syni, sem nú eru
uppkomnir.
Martin Bartels var orðlagður
heiðursmaður. Hann vann mikið
að málum íslendinga í Kaup-
mannahöfn, meir en nokkur annar
þar í borg. Hann var formaður
Islendingafélagsins í Kaupmanna-
höfn í samfleytt 19 ár. Hann var
lengi í stjórn Dansk-ísl. félagsins.
Hann var heiðursfélagi íslend-
ingafélagsins og sæmdur Fálka-
orðunni fyrir ótal störf fyrir
íslendinga þar ytra. Hann var
forstöðumaður íslenzkra háskóla-
borgara eftir lát Sigfúsar Blöndal.
Þá var Martin iíka heiðursfélagi
Karlakórs Reykjavíkur og fleira
mætti upp telja.
Það eru blíðar og bjartar minn-
ingar, sem við fjölskyldan eigum
um þau Bartelshjónin. Elísabet
Bartels var ein af stærstu arineld-
um ættfólksins. Ég minnist henn-
ar fyrst, þegar ég kom í heimsókn
til afasystur minnar, sem var
fósturmóðir hennar. Komu þá oft
við slík tækifæri snilldarlega
gerðar vísur hjá Herdísi ömmu
minni. Beta, eins og við kölluðum
hana, hafði þennan gullfallega
vöxt frá föður sínum. Hún var
alltaf mjög vel klædd og þegar þar
við bættist, að allt yfirbragð
hennar og fas var með ágætum, þá
var það ekki undur, þótt hún ætti
marga aðdáendur á þeim tímum.
Einn kennari minn í Mennta-
skólanum sagði við mig seinna:
„Það var afleitt að missa hana úr
landinu."
En allt fór þetta eftir beinni og
bjartri braut, því Elísabet eignað-
ist í einu orði sagt ágætismann,
þar sem Martin var og gagnkvæm
ást, virðing og skyldurækni lýsti
þeim alla tíð.
Gestkvæmt var alltaf á heimili
þeirra, því gestrisni og hjarta-
hlýja voru þar heimilisljósin.
Fyrst og fremst voru þar íslend-
ingar seint og snemma, bæði í mat
og drykk. í matargerð var Elísa-