Morgunblaðið - 30.05.1980, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. MAÍ1980
25
fclk í
fréttum
+ Fregnir sunnan frá Rómaborg herma að
leikstjórinn og rithöfundurinn Dario Fo og kona
hans, leikkonan Franca Rame, hafi ekki fengið
vegabréfsáritun í sendiráði Bandaríkjanna þar í
borg. Ástæðan er sögð vera sú að „dregið hefði til
tíðinda í sendiráðinu“, er þar bar á góma aðild
hjónanna að samtökunum „Rauða hjálpin“.
+ Tvö heimskunn tennispör
kepptu um daginn í London, að
viðstöddum 3000 áhorfendum, til
ágóða fyrir góðgerðarstarfsemi.
Pörin sem leiddu saman hesta
sína, en íþróttaprcssan hafði
sagt að þessi keppni skipti hreint
engu máli voru Svíinn Björn
Borg og unnusta hans, hin rúm-
enska Mariana Simonescu og
brezk bandariska tennisparið
John Lloyd og kona hans Chris.
— Þau báru sigurorð af hinum
frækna Birni Borg, með all-
nokkrum yfirburðum. — Voru
John og Chris svo ánægð með
árangurinn að þau töldu sig
örugg um að vera meðal þátttak-
cnda á Wimbledon-tennismóti á
næsta ári.
— Kærasta Björns var
sögð hafa verið í einhverju áber-
andi óstuði, en Björn er aftur á
móti kunnastur fyrir tennissigra
sína í einliðaleik. Myndin er af
John þar sem hann kyssir konu
sína, í fögnuði yfir sigrinum yfir
tennis-jötninum sænska.
Þau bökuðu
Björn og Mariönu
Yrkisefnið
er sambúð-
in við Lee
+ Michelle Triola Marvin, er
fyrrum sambýliskona kvik-
myndaleikarans Lee Marvin.
Skilnaðarmál þeirra var mjög í
fréttum á síðasta ári. Hún er
aftur komin í fréttirnar í blöð-
um vestra. Hún hefur „fundið
nýjan flöt“ á sjálfri sér. — Því
nú kemur i ljós, að hún mun
ekki eiga neitt bágt með að
skrifa eða halda fyrirlestra. —
„Yrkisefnið“ er reynslan, sem
hún hlaut i sambúðinni við
hinn fræga kvikmyndaleikara.
Hún tekur málið þeim tökum
að leggja út af því sambandi
við jafnréttisbaráttu banda-
riskra kvenna.
Michelle Triola er nú 47 ára.
Hún er fyrrum söngvari. Hún
bjó með Lee kallinum i sex ár
og tók þá ættarnafn hans, með
löglegum hætti. — Þegar upp
úr sambúðinni slitnaði gerði
hún fjárkröfur á hendur Lee
Marvin að upphæð nær tvær
milljónir dollara. Hún fékk 104
þús. dali í sinn hlut.
Lafði Evrópakeppnin
+ Vera má að um það sé
almennt vitneskja, að hafinn
sé undirbúningur að fegurðar-
samkeppni suður i Frakklandi
í septembermánuði n.k. Sú
fegurðarsamkeppni er ekki
háð „i lambakjöts-aldursflokk-
unum“, heldur mæta þar til
keppni giftar konur, sem
keppa um titilinn „Lafði Evr-
ópa“.
— Hér er ein væntan-
legra þátttakenda. franska
leikkonan Christine Haydar,
sem kjörin hefur verið „Lafði
Frakkland 1980“, — svo sem
reyndar má sjá af borðanum.
— Evrópukeppnin á að fara
fram í franska bænum Cham-
onix.
Ómannúðlegar
hrefnuveiðar
stöðvaðar?
FYRIR fundi Alþjóðahval-
veiðiráðsins í Brighton i
sumar liggur tillaga um að
banna hrefnuveiðar með þeim
aðferðum sem íslendingar
nota, vegna þess að þær þykja
of grimmiiegar og ómannúð-
legar.
Þetta kemur m.a. fram í
viðtali við dr. Sidney Holt á bls.
Alltí
helgar-
matinn
allar vörur á vörumarkaðsverði,
opið til kl. 20 föstud.
og 9—12 laugard.
Vörumarkaðurinn hl.
Ármúla 1A. Húsgagna og heimilisd. S-86-112
4 í blaðinu í dag. En hann á
sæti í vísindanefnd Alþjóða-
hvalveiðiráðsins.
Þá kemur fram í viðtali við
hann og dr. Sylvíu Earle, að
íslendingar hafa engar nýjar
upplýsingar lagt fram um hvali
á fundum ráðsins síðan 1974,
þrátt fyrir ítarlegar beiðnir um
það, sagst ekkert nýtt hafa
fram að færa. Ög hafa ráðs-
menn því ákveðið að hér eftir
verði að vera um vísindalegar
rannsóknir að ræða hér eða
engar, sem teknar eru til
greina.
Dagur trésins í
Reykjavík
31. maí
Reykvíkingar eru hvattir til
að koma til gróðursetningar á trjáplöntum
laugardaginn 31. maíkl. 13.15.
Hver og einn komi á þann stað sem næstur er
heimili hans. Sérstök athygli er vakin á því að
ennfremur vantar fólk til gróðursetningar við
Suðurlandsveg austan Rauðavatns. Hver og
einn hafi með sér verkfæri eftir getu, skóflur,
haka, fötur og hjólbörur. Svæðin sem plantað
verður á eru þessi:
í Árbæjarhverfi:
a. Milli Bæjarháls og Hraunbæjar,
b. viö Árbæjarkirkju og
c. svæði íþróttafélagsins Fylkis.
f Fella- og Hólahverfi:
Svonefnd Grænagróf í hlíðinni
austan við Suðurfell og Keilufell.
f Seljahverfi:
Svonefnd Bláskógasvæði upp af
Stekkjarbakka við gróðrarstöð
Alaska.
Vogar, Kleppsholt og Langholt:
a. Viö Steinahlíð meðfram Elliða-
vogi.
b. svæöið milli Elliðavogar og
Njörvasunds og
c. Þróttarsvæóið viö Holtaveg.
í Laugarneshverfi:
a. Meðfram Sundlaugavegi milli
Laugalækjar og Dalbrautar,
b. við Laugarneskirkju og
c. við hús öryrkjabandalagsins
meðfram Kringlumýrarbraut.
EFÞAÐERFRÉTT-
NÆMTÞÁERÞAÐÍ
MORGUNBLAÐINU