Morgunblaðið - 30.05.1980, Qupperneq 30

Morgunblaðið - 30.05.1980, Qupperneq 30
X \ 30 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 30. MAÍ1980 Undankeppni HM í knattspyrnu Island mætir Wales á mánudag í fyrsta leik sínum í 3. riðli Á blaðamannafundi sem KSÍ boðaði til í gærdag var landslið Geirsson, Sigurður Halldórsson, Islands sem leikur á móti Wales á mánudag tilkynnt. Er 16 manna Trausti Haraldsson. Á miðjunni hópurinn skipaður eftirtóldum landsleikjafjöldi viðkomandi): i leikmönnum (fyrir aftan er landsleikir leika Atli Eðvaldsson, Guðmundur Þorbjörnsson, Karl Þórðarson og Janus Guðlaugsson. Framlínu- Þorsteinn Ólafsson IFK Göteborg 13 menn verða þeir Pétur Pétursson Guðmundur Baldursson Fram 0 og Arnór Guðjohnsen. Við útilok- Atli Eðvaldsson Valur 17 urn ekki þann möguleika að Janus Arnór Guðjohnsen Lokeren 2 verði bakvörður og að Ólafur Árni Sveinsson ÍA 25 Júlíusson leiki á miðjunni. Dýri Guðmundsson Valur 4 Leikurinn á mánudag verður Janus Guðlaugsson Fortuna Köln 14 fyrsti leikur íslands í undan- Karl Þórðarson La Louviere 9 keppni heimsmeistarakeppninnar Guðmundur Þorbjörnsson Valur 17 1982. Islendingar eru með í undan- Pétur Pétursson Feyenoord 9 keppninni í fjórða sinn og sem Ólafur Júlíusson IBK 15 fyrr eru andstæðingarnir ekki af Marteinn Geirsson Fram 45 lakari taginu. Ísland er í þriðja Sævar Jónsson Valur 0 riðli ásamt Tékkum, Sovét- Pétur Ormslev Fram 1 mönnum, Tyrkjum og Wales. Sigurður Ilalldórsson í A 0 Forsala aðgöngumiða á lands- Trausti Haraldsson Fram 4 leiknum verður í dag við Útvegs- Guðni Kjartansson landsliðs- þjálfari sagði jafnframt að leikað- ferðin 4—4—2 yrði notuð. Ekki var byrjunarliðið tilkynnt en líklegustu 11 eru þessir leikmenn að mati Mbl: Þorsteinn Ólafsson verður í markinu. Öftustu vörn skipa Sævar Jónsson, Marteinn íslands (í sölutjaldinu góða) frá kl. 12.00 til 18.00. Og á mánudag frá kl. 9.00 á Laugar- dalsvellinum. - ÞR. „Bjartsýnn á góðan árangur í leiknum" - segir Guðni Kjartansson landsliðsþjálfari - Ég er bjartsýnn á góðan árangur í leiknum á móti Wales sagði Guðni Kjartansson lands- liðsþjálfari er Mbl. ræddi við hann í gærdag. Við erum með allgott lið núna sem er svipað að styrkleika og undanfarin ár. Eitt aðalatriðið er að leikmenn nái allir sem einn að vinna vel saman og berjist vel. Atvinnumennirnir sem verða með í leiknum ná ekki að vinna leikinn upp á eigin spýtur. Nái liðið góðri samvinnu er ég sannfærður um að viðun- andi úrslit fást í leiknum. Leikmenn verða að vera mjög vakandi fyrir því í leiknum að reyna að nýta sér innköst og hornspyrnur til marktækifæra líkt og gerðist í landsleiknum á móti Noregi. Okkur hefur ekki gengið alltof vel að skora mörk og verðum því að nýta þannig mögu- leika. Liðið mun leika 4—4—2 en ég mun leggja á það ríka áherslu að leika opinn og skemmtilegan leik. Ekki varnarleik, nema að vissu marki þegar þeir eru með boltann en um leið og við höfum hann verður sótt af kappi, sagði Guðni. Ég hef ekki fengið miklar upplýsingar um lið Wales, en skoða af því filmu í dag. Mér sýnist í fljótu bragði að íslenska landsliðið eigi að hafa góða mögu- leika í leiknum á mánudag. Og það er von mín að áhorfendur komi til með að styðja vel við bakið á okkur með hvatningarhrópum, það hjálpar ávallt mikið, sagði landsliðsþjálfarinn að lokum. • Karl Þórðarson hcfur sýnt hörkugóða leiki með liði sínu La Louviere í Belgíu að sögn kunn- ugra og aldrei verið betri. Verður fróðlegt að sjá hvort að honum tekst að hrella Walesbúa með leikni sinni og yfirferð. Leikir íslands gegn Wales Samskipti milli íslands og Wales á knattspyrnusviðinu hafa verið lítil í gegnum árin. Á árinu 1977 léku þjóðirnar tvo landsleiki í undankeppni Evrópukeppni unglingalandsliða (16 — 18 ára) og lauk þeim þannig að jafntefli varð í Reykjavik 1 —1, en í Wales sigraði Island með 1—0. Árið 1966 kom hingað til lands til landsleiks, áhugamanna- landslið Wales og léku þjóðirnar landsleik á Laugardalsvellinum 15. ágúst. Lauk leiknum með jafntefli 3—3 og voru það þeir Hermann Gunnarsson, Val, Jón Jóhannsson ÍBK, sem skoruðu mörkin, en þeir voru báðir að leika sinn fyrsta landsleik. Þá skoraði núverandi formaður KSÍ, Ellert B. Schram eitt markanna, en þetta var hans 13. landsleikur. Annars var það athyglisvert með þennan leik, að í liði íslands voru átta nýliðar, en liðið var þannig skipað og er talan í sviga fyrir aftan nafn hvers leikmanns landsleikjafjöldi hans fyrir leikinn: Einar Guðleifsson ÍA (0), Ársæll Kjartansson KR (0), Árni Njálsson Val (17) fyrirliði á íeikvelli, Magnús Torfason ÍBK (0), Sigurður Albertsson ÍBK (0), Anton Bjarnason Fram (0), Reynir Jónasson Val (0), Hermann Gunnarsson Val (0), Jón Jóhannsson ÍBK (0), Ellert B. Schram KR (12) og Gunnar Felixson KR (6). Að þessu sinni mættum við atvinnumönnum Wales, en þeir eru allir brautreyndir knattspyrnumenn sem velflestir leika með sterkum liðum á Englandi. ísland stillir líka upp sterku liði og ólíkt reynslumeira, en árið 1966. Nú eru í liði Islands nokkrir atvinnuknattspýrnumenn sem hafa getið sér gott orð í Evrópskri knattspyrnu og vakið þar á sér verðskuldaða athygli. Við hlið þeirra eru svo okkar sterkustu og reyndustu áhugamenn. Það er því ekki af ástæðulausu, sem við bíðum spenntir úrslitanna í leiknum á mánudag. • Þessir fjórir verða í sviðsljósinu gegn Walcs. Mynd þessi er annars tekin á leikvanginum í Bern í Sviss á síðasta ári. Þetta eru þeir Guðmundur Þorbjörnsson, Arnór Guðjohnsen, sem leikur sinn þriðja landsleik. Marteinn Geirsson, sem setur nýtt landsleikjamet og loks Þorsteinn Ólafsson, AÍK Gautaborg. ísland tekur þátt í HM-keppninni í fjórða skipti ÍSLENDINGAR taka nú i fjórða skipti þátt í heimsmeistarakeppninni i knattspyrnu. en þetta er í 12. skiptið, sem slík keppni fer fram. Það var íranskur maður. Hcnri Delaunay, sem átti hugmyndina að þessari keppni og bar fram tillögu um hana á stjórnarfundi FÍFA árið 1927. Tillagan var samþykkt á stjórnarfundi FÍFA sem haldinn var í Amsterdam árið 1928 með 25 atkvæðum gegn 5. Hcimsmeistarakeppnin fór fyrst fram í Uruguay árið 1930 og síðan á fjögra ára fresti til 1938. Næstu ár fer keppnin ekki fram vegna heimsstyrjaldarinnar, en aítur er hún haldin árið 1950 og áfram siðan. Þessar þjóðir hafa orðið heimsmeistarar í knattspyrnu frá byrjun: 1930 Uruguay 1958 Brasilía 1934 Ítalía 1962 Brasilía 1938 Ítalía 1966 England 1950 Uraguay 1970 Brasilía 1954 V-Þýskaland 1974 V-Þýskaland 1978 Argentína íslendingar tóku fyrst þátt í heimsmeistarakeppninni árið 1957 og léku þá í riðli með Belgum og Frökkum. Úrslit einstakra leikja urðu sem hér segir: ísland — Belgía 3—8 í Brússel ísland — Belgía 2—5 í Rvík ísland — Frakkland 0—8 í Nantes ísland — Frakkland 1—5 Næst eru íslendingar með í undankeppninni vegna keppninnar árið 1974 og fóru leikirriir fram á árunum 1972 og 1973, en þá var leikið í riðli með Belgum, Hollendingum og Norðmönnum. Úrslit einstakra leikja urðu sem hér segir: ísland — Belgía 0—4 í Liege ísland — Noregur 0—4 í Rvík ísland — Belgía 0—4 í Brúgge ísland — Holland 0—4 í Amsterd. Island — Noregur 1—4 í Stavanger ísland — Holland 1—8 í Deventer í þriðja sinn eru íslendingar með í undankeppninni vegna keppninnar sem fram fór í Argentínu árið 1978 og fóru leikirnir fram á árunum 1976 og 1977 og aftur erum við í riðli með Belgum og Hollendingum auk Norður Ira. Úrslit leikja okkar urðu sem hér segir: ísland — Belgía 0—1 í Rvík ísland — Holland 1—4 í Nijmegen |sland — Holland 0—1 í Rvík ísland — Belgía 0—4 í Brússel ísland — N. írland 1—0 í Rvík ísland — N. Irland 0—2 í Belfast. ísland hefur því til þessa leikið alls 16 leiki í undankeppni HM. Unnið einn leik, tapað 15 leikjum og skorað 10 mörk gegn 67. • Janus Guðlaugsson mun vænt- anlega leika stórt hlutverk með landsliðinu. Ilann hefur náð sér af þeim meiðslum sem hrjáðu hann mikinn hluta vetrar. Janus vakti athygli Þjóðverja þegar hann lék með liði sínu á annað borð, meira að segja Dusseldorf gerði um hann fyrirspurnir. • Markamaskínan mikla Pétur Pétursson verður á fullri ferð, en hlutvcrk hans verður erfitt. Pét- ur er hins vegar orðinn svo sleipur framherji, að bóka má næstum að hann fái a.m.k. 1—3 tækifæri til þess að bomba knett- inum i netið.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.