Morgunblaðið - 30.05.1980, Page 32
7 Sími á ritstjórn og skrifstofu:
10100
2M*rgunbInliit>
Síminn á afgreiðslunm er
83033
JM*r0unblnbib
FÖSTUDAGUR 30. MAÍ1980
Rússlandsmarkaður:
SH hættir fram-
leiðslu á flökum
ÁKVEÐIÐ var á stjórnaríundi
SH í fyrradají, aó framleiðsla á
fiokum fyrir rússneskan markað
verði stöðvuð frá ojí með 1. júni
eða næstu heltci. Astæðan fyrir
þessu er, að sö>;n (iuðmunduar II.
Garðarssonar. að þeKar er búið
að framleiða á þriðja þúsund
tonn af flokum í umhúðum um-
fram samnin>;a á þennan mark-
að.
Soyézki markaðurinn hefur ver-
ið mjö>; þýðin>;armikill í sölu
frystra karfaflaka. 23. apríl
síðastliðinn gerðu sölumiðstöð
Hraðfrystihúsanna og Sjávaraf-
urðadeild Sambandsins Sovét-
mönnum tilboð um 7500 tonna
viðbótarsölu vegna framleiðslu
þessa árs, en enn hafa ekki borizt
svör frá Rússum við þessu tilboði.
Með tilliti til þessa og allra
aðstæðna taldi stjórn SH sig
knúna til að taka þessa ákvörðun,
sagði Guðmundur H. Garðarsson.
Viðmiðunarvextir hækka um 4%:
Vaxtaaukalán
með 45% vöxtum
SEÐLABANKINN hefur ákveðið
hækkað viðmiðunarkjör vaxta
um 4% þegar á heiidina er litið og
heíur það í för með sér að
verðbótaþáttur vaxta hækkar um
2,5 til 4% eftir tegund lána.
Hæstu vextir eru nú af vaxta-
aukareikningi. sem hundinn er
til 12 mánaða 46%. Af vaxtaauka-
lánum eru heildarvextir nú 45%.
Samkvæmt fréttatilkynningu
Seðlabankans frá í gær verða
vextir frá og með 1. júni þannig:
veltiinnlán 19%, almennt sparifé
35%, 6 mánaða reikningur 36%, 12
mánaða og 10 ára reikningar
37,5%, 3ja mánaða vaxtaauka-
reikningar 40,5%, 12 mánaða
vaxtaaukareikningar 46%. endur-
kaupanleg afurðalán 29%, víxil-
lán, forvextir 34%, hlaupareikn-
ingslán, grunnvextir fyrirfram
36'; , almenn skuldabréf 38%,
vaxtaaukalán 45% vísitölubundin
skuldabréf 2% og vanskilavextir á
mánuði 4,75%.
í fréttatilkynningunni segir: „í
stjórnarsáttmála ríkisstjórnar-
innar er gert ráð fyrir, að opnaðir
verði sparireikningar, þar sem
sparifé njóti fullrar verðtrygg-
ingar, samkvæmt nánari reglum
og í samræmi við möguleika til
útlána. í tilkynningu Seðlabank-
ans, sem birt er í Lögbirtingar-
blaðinu, er svo kveðið á, að
höfuðstóll innlána þessara skuli
fylgja lánskjaravísitölu. Hins veg-
ar er tæknilegum undirbúningi
þessara innlána enn ekki lokið, en
miðað er við, að hægt verði að
taka við innlánum á þessa reikn-
inga ekki síðar en 1. júlí næstkom-
andi.“
ALMANNAVARNAÆFING Á KEFLAVIKURFLUGVELLI
Farþegaþotu með 150 manns innanborðs hlekktist á á Keflavíkurflugvelli og slösuðust um 120 þeirra
þannig að flytja varð þá á sjúkrahús í Keflavík og Reykjavík. Þrátt fyrir að aðeins væri um æfingu að
ræða tóku allir aðilar starf sitt mjög alvarlega og sjúklingarnir voru fluttir úr flugvélinni í
greiningarstöð og þaðan áfram á sjúkrahús. Þessa mynd tók Kristinn Olafsson ljósmyndari
Morgunblaðsins í greiningarstöðinni, sem var í slökkvistöðinni á Keflavíkurflugvelli í gærdag.
Sjá nánar „150 manns bjargað úr brennandi farþegaþotu" bls. 18.
Gunnar Guðjónsson í ræðu á aðalfundi SH:
Sölur eru hægari og kaup-
endur kippa að sér höndum
FRAM kom á aðalfundi Sölu-
miðstöðvar hraðfrystihúsanna,
sem hófst í Reykjavík í gær, að
við mikla erfiðleika er að glíma í
hraðfrystiiðnaði hérlendis. Gunn-
Sáttanefnd
skipuð
GUNNAR Thoroddsen forsætisráð-
herra skýrði Mbl. frá því í gær, að
ríkisstjórnin hefði skipað fjögurra
manna sáttanefnd til að vinna með
sáttasemjara ríkisins að lausn
kjaradeilu ASÍ og VSÍ, en ASÍ
óskaði eftir skipan slíkrar nefndar.
Sáttanefndina skipa; Geir Gunn-
arsson alþingismaður, Gestur Jóns-
son lögmaður, dr. Gunnar Schram,
prófessor, og Jón Þorsteinsson hrl.
ar Guðjónsson formaður stjórnar
SH sagði m.a. að hart væri til
þess að vita hversu mjög hefði
sigið á ógæfuhliðina á síðastliðnu
ári, á sama tíma og aukning i
framleiðslu frystra sjávarafurða
hefði aldrei verið meiri og verð-
lag afurðanna verið tiltölulega
stöðugt. Sagði Gunnar að orsak-
anna væri ekki að Ieita i sjálfum
iðnaðinum. heldur „í innri og ytri
aðstæðum, sem eru frystihúsa-
mönnum og starfsmönnum okkar
óviðkomandi".
Sagði Gunnar að íslendingar
ættu við ramman reip að draga í
samkeppni á helztu fiskmörkuðum
heims vegna framboðs fisks ann-
ars staðar frá, auk þess sem
sjávarútvegur og fiskiðnaður
helztu keppinauta væri ríkis-
Samninganefnd ASÍ:
Reiðubúin að ræða taxtaflokk-
un en hafnar kjarnasamningi
SAMNINGANEFND Alþýðusam-
bands íslands lýsti sig í gær
reiðubúna til viðræðna við vinnu-
veitendur um heildartaxtaflokkun,
enda tefji það ekki almenna sam-
ningsgerð og nefndin tekur sér-
staklega fram. að slíkar viðræður
fari fram í samvinnu við sérsam-
bönd og félög innan ASÍ. Hins
vegar hafnar nefndin „alfarið"
hugmyndum Vinnuveitendasam
bands íslands um siðari hluta
kjarnasamnings þess. sem VSÍ hef
ur kynnt á þeim forsendum. að í
honum felist stórskert félagsleg
réttindi.
í fréttatilkynningu frá ASÍ, sem
Morgunblaðinu barst í gær, scgir
m.a. um heildartaxtaflokkun: „Ljóst
er, að slík flokkun getur ekki náð til
allra starfshópa og afbrigða. Samn-
inganefndin samþykkir að fela við-
ræðunefnd ASI að fara með viðræð-
ur við atvinnurekendur í samvinnu
við sérsambönd og einstök félög um
þetta efni, þannig að fulltrúar
þeirra starfi með nefndinni eftir því
sem þörf krefur. Jafnframt ítrekar
samninganefndin, að samningsrétt-
urinn um skipan fólks í launaflokka
er hjá hinum einstöku félögum.
Samninganefndin áréttar kröfur
sambandsins um almenna kaup-
hækkun og traustara og réttlátara
vísitölukerfi."
Síðan segir: „Samninganefndin
vísar alfarið á bug þeim hugmynd-
um VSÍ um stórskert félagsleg
réttindi, sem fram koma í síðari
hluta tillagna þeirra um kjarna-
samning. Jafnframt ítrekar samn-
inganefndin vilja sinn til þess að
gera rammasamning um eftirtalin
atriði á grundvelli þeirrar kröfu-
gerðar, sem samþykkt var á kjaram-
álaráðstefnu ASI 11.01.’80.“ Síðan er
tíunduð eftirfarandi upptalning: at-
vinnuleysistryggingar, fæðingarorl-
of, orlof, innheimta í sjúkra- og
orlofssjóði, afnám eftirvinnu, stjórn
lífeyrissjóða, slysatryggingar,
breytingar á ákvæðum laga um rétt
verkafólks til uppsagnarfrests frá.
störfum og til launa vegna sjúkdóms
og slysaforfalla, trúnaðarmenn og
farandverkafólk.
styrktur. Þá nefndi Gunnar efna-
hagsörðugleika í ýmsum helztu
markaðslöndunum og nefndi sér-
staklega verðbólgu í Bandaríkjun-
um, sem hefði haft í för með sér
meiri háttar samdrátt í banda-
rísku atvinnulífi og sagði, að á
síðustu mánuðum hefði mörgum
fiskiðnaðarverksmiðjum verið lok-
að og aðrar unnið með hálfum
afköstum.
Gunnar ræddi einnig um verð-
bólgu hérlendis og sagði „að bjáti
eitthvað verulega á á helztu mörk-
uðum hlyti stöðvun í útgerð og
fiskiðnaði að blasa við. Það gleym-
ist ýmsum stundum, að eftir því
sem verðbólgan eykst, verður
hraði viðskiptanna að aukast. Ytri
skilyrði eru ekki lengur fyrir
hendi til að mæta þessu“. Síðan
sagði Gunnar: „Sölur erlendis eru
hægari og kaupendur hafa kippt
að sér hendinni."
Sjá nánar miðsíAu blaðsins þar sem
ræða Gunnars Guðjónssonar er birt í
heild.
Finnsk kona forstjóri
Norræna húsins?
SAMKVÆMT upplýsingum, sem
Mbl. hefur aflað sér, verður finnsk
kona, Ann Sandelin, næsti forstjóri
Norræna hússins. Enn hefur ekki
verið gengið frá ráðningunni cnd-
anlega, cn stjórn Norræna hússins
mun hafa mælt með ráðningu Ann
Sandelin.
Hún er listfræðingur að mennt og
er listráðunautur við menningar-
miðstöðina á Haneholmen í Hels-
inki. Undanfarið hefur hún verið
settur forstöðumaður
menningarmiðstöðvarinnar, þar sem
forstjóri stofnunarinnar gegnir nú
starfi menntamálaráðherra í Finn-
landi. Ann Sandelin er gift Borgari
Garðarssyni leikara.
Fjármálaráðherra:
Undirbýr nú gagn-
tilboð til BSRB
„ÉG er með gagntilboð í undirhún-
ingi og mun leggja tillögur þar um
fyrir ríkisstjórnina fljótlega," sagði
Ragnar Arnalds. fjármálaráðherra,
er Mbl. spurði hann í gær, hvort
einhver hreyfing væri á viðræðum
við BSRB um kaupliði samninga.
Fjármálaráðherra neitaði að svara
spurningum um efni þessa gagntil-
boðs.
„Það er stefna ríkisstjórnarinnar,
að samningar takist við BSRB sem
fyrst og helzt ekki síðar en í næsta
mánuði,“ sagði fjármálaráðherra.
Hann sagði það vafalaust að til
samkomulags hefði þokazt í viðræð-
um um ýms hagsmuna- og réttinda-
mál, og nú þegar þingi væri lokið
myndi hann beita sér fyrir því að
samningaviðræður við BSRB færu
fram af fullum krafti.