Morgunblaðið - 01.06.1980, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 01.06.1980, Qupperneq 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. JÚNÍ1980 Rætt við Magnús Sævar Bjarnason skipstjóra „Fiskeríið hefur verið ágætt i heild hjá bátunum hér í vetur,“ sagði Magnús Sævar Bjarnason skipstjóri á Sæbirni ÁR 15, þegar Mbl. hitti hann við Keflavíkur- höfn fyrir skömmu. „Ég byrjaði sjálfur í mars og er ekki ánægður með minn hlut, en þetta er fyrsta vertíðin mín sem skipstjóri. Við fengum 218 tonn fram til mánaðamóta og hefðum auðvitað viljað fá meira. Það var níu daga stopp hjá okkur um hafði veðrið verið misjafnt,“ sagði Magnús. „Mér finnst það alger óþarfi að ' ráðast á þessa einu stétt í landinu, sem er sjómenn og segja henni að hypja sig heim í stoppum og launalausa að auki. Mér finnst þetta ómennskt, eins og raunar kerfið í heild. Launin hjá okkur eru afar léleg, tryggingin er ekki til að lifa af henni. Það lifir enginn af hundrað þúsundum á viku,“ sagði Magnús. „Hvað varðar fiskverðið þá er það þannig að við fáum ekki nóg út úr því. Það hefur aldrei komið nein raunhæf hækkun til sjó- manna undanfarin ár, við höfum aldrei fengið sömu hækkanir og landfólkið. Þó að fiskverðið hækki þá virðist svo vera að matið sé um leið gert stífara, fiskurinn metinn verr en efni standa til, og sjómað- urinn fær því ekki það sem hann á að fá, samkvæmt fiskverðinu," Höfum aldrei fengið sömu hækkanir og landfólkið síðustu mánaðamót og kom það sér illa. Mér finnst óþarfi að stoppa minni bátana, þeir hafa svo litla möguleika á að veiða í janúar og febrúar. Þegar veiðarn- ar voru stöðvaðar um síðustu mánaðamót þá breyttist veðrið auðvitað, það kom gott veður um leið og við hífðum upp, en áður sagði Magnús. „Að vísu fáum við eðlilegt verð út úr fiskinum sem slíkum, en við fáum ekki það verð sem við eigum að fá. við sjáum hækkanir allt í kringum okkur, t.d. á skreið og finnst okkur við fá óeðlilega lítið í okkar hlut.“ „Einnig er félagsleg samstaða sjómanna bágborin sem endranær og gengur því ekki of vel að fá kjörin bætt. Það er nefnilega lítill hluti sem stundar sjóinn að stað- aldri og kemur slíkt niður á félagssamstöðunni. Sjómenn gera ekki nóg sjálfir til að ná fram kjarabótum." „Það er að vísu frekar bjart framundan hjá okkur nú, en við erum að fara á humar á næstunni. Við verðum á þeim veiðum þar til búið er að veiða upp í kvótann, en hanner 2500 tonn. Við erum nú að skipta af fiskitrolli og yfir í humarinn, en við sækjum hann austur undir Hornafjörð og á Eldeyjarsvæðið," sagði Magnús Sævar Bjarnason. Karlalíö frystihússins á kappróðraræfingu. Ljósm. Mbl. Einar. Sjómannalíf á Höfn í Hornafirði Veiðarnar eru stöðvaðar af handahófi — segir Árni Vígkarsson skipstjóri „Ég er ánægður með aflann í vetur og held að menn séu almennt ánægðir á þessu svæði,“ sagði Árni Vígkarsson skipstjóri á Hvalsnesi KE 121, i samtali við Mbl. „Við vorum á línu í janúar og febrúar, á netum í mars og apríl og trolli í þessum mánuði. Nú erum við að fara á humar og erum að gera bátinn kláran á þær veiðar. Aflinn hjá okkur í vetur var þokkalegur, var 416 tonn fjóra fyrstu mánuði ársins, en í þessum mánuði höfum við fengið um 50 tonn í tveimur róðrum," sagði Árni. „Við urðum fyrir því óhappi fyrir stuttu að slíta aftan úr okkur helminginn af veiðarfærunum og notum við því tækifærið til að skipta yfir á humarveiðarnar." „Ég held að kjör manna á minni bátunum séu orðin þokkaleg, það eru fremur fáir á og því skiptast launin í færri staði. Það sem menn hafa mestar áhyggjur af um þessar mundir eru þessi eilífu stopp, þau gera mönnum erfitt fyrir. Stoppin koma yfirleitt á versta tíma, það virðist sem svo að veiðarnar séu stöðvaðar af handa- hófi og stoppin koma á óheppi- legasta tíma. Það virðist heldur ekki tekið tillit til þess hvort fiskurinn sé kominn á hrygn- ingarstig, ég held að það sé bara stoppað eftir dagatali. Ég get nefnt sem dæmi stöðvunina um páskana. Þá var fiskurinn ekki kominn í hrygningu. Hins vegar átti stöðvunin um mánaðamótin apríl/maí rétt á sér, vegna þess að þá var fiskurinn í hrygningu. Þessar eilífu stöðvanir eru auðvit- að erfiðar fyrir mennina á minni bátunum, einnig getur þetta verið hættulegt á marga lund. Menn eru að fara á sjó rétt fyrir lokun í slæmum veðrum til að ná inn veiðarfærunum, það gæti ein- hverntíma farið illa,“ sagði Árni Vígkarsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.