Morgunblaðið - 01.06.1980, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 01.06.1980, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. JÚNÍ1980 19 „Hef yndi af veiðiskap, hvort sem um er að ræða fugl eða fisk,“ segir Skarphéðinn. Sjósókn er baktería. Þrettán ára byrjaði ég á sjó og hef alltaf verið sjóveikur. Var á sjónum í 25 ár og fór síðan að vinna í Sementsverk- smiðjunni og er núna í þessu. — Af hverju sækir sjóveikur maður sjó? „Ég hef oft spurt sjálfan mig þess sama. Ég held að skýringar- innar sé að leita í veiðináttúru mannsins. Ég hef aldrei tollað í neinni vinnu nema veiðiskap. Hef Að taka tæknina í sína þjónustu... yndi af veiðum, hvort sem um er að ræða fugl eða fisk. En ég veiði aldrei að þarflausu, það finnst mér ömurlegt og lítilfjörlegt. Meira að segja greiði ég krabbann úr netinu. Það er aldrei að vita nema við verðum að veiða hann seinna." Ertu hjátrúarfullur? „Allir veiðimenn eru hjátrúar- fullir. Byrja aldrei veiðar á mánu- dögum eða miðvikudögum. Síðast liðin fimm ár hef ég ekki verið með trossu númer 13. Þrjú árin þar á undan tapaði ég henni alltaf." „Sóknin hefur aukist gífurlega í grásleppuna á síðustu árum. Og þó að það sé kaldhæðnislegt að segja það, að þá var eins og það gerðist þegar stjórnvöld fóru að auglýsa takmarkanir og leyfisveitingar. Þá sótti fjöldinn um og allir leggja sín 80 net. Jafnframt hefur verð- lagning hrogna breyst mikið. Fyrir tíu árum fengum við 2 tonn af þorski fyrir eina tunnu af hrognum, en nú þurfum við tæp- lega 4 tunnur af hrognum fyrir 2 tonn af þorski. Þetta er alvarlegt mál með verðið á heimsmarkaði og ég held að við ættum að hætta að veiða í eitt ár, til að ná því upp. Útlitið fyrir okkur smábátaeig- endur er ekki gott um þessar mundir. Þó að við getum verið á grásleppu hluta ársins, þá verðum við að hafa möguleika á fleiru. Afstaða stjórnvalda er óskiljan- leg, að leyfðar skuli auknar veiðar með snurvoð hér í flóanum. Snurvoðarveiðar eyðileggja alla möguleika á handfæraveiðum til dæmis. Tilraunaveiðar hafa verið leyfðar í Garðsjó og nú ríkir algjör ördeyða þar. Snurvoðin eyðileggur botninn og lífsskilyrðin þar. Röksemdin fyrir því að leyfa þessar veiðar er að kolastofninn er ónýttur. En ég spyr hvort það sé réttlætanlegt að skrapa upp botn- inn og eyðileggja þar með aðra möguleika, sem gefa meira af sér, fyrir lítt verðmætan kola.“ Rætt við Skarphéðinn Árnason, grásleppukarl „Ég fer síðastur og kem fyrst- ur að landi,“ sagði Skarphéðinn Árnason, grásleppukarl á Akra- nesi, þegar hann var inntur eftir hvernig veiðarnar gengju. „Ástæðan er sú, að ég var að láta smíða nýjan 5 tonna plastbát fyrir mig með góðum útbúnaði og þetta er allt annað líf. í bátnum er 74 hö vél, þeim finnst sumum hún vera alltof stór, en ég byggi það á reynslu minni sem vélstjóra. Þá þarf aldrei að keyra vélina á fullu og þar af leiðandi er slitið miklu minna. Menn eru alltof mikið gefnir fyrir að keyra vélar í botn, en það hefur í för með sér hlutfallslega miklu meiri olíu- notkun. Báturinn er útbúinn með spili til að draga netin. Þetta er algjör nýjung og fyrsta spil sinnar gerðar, sem sett er í íslenzkan bát. Aðstaðan hjá okkur um borð hefur gjörbreyst við þetta og mikill sparnaður á tíma og vinnuafli. Mér er nær að halda að þetta verði komið í flesta litlu bátana eftir tvö til þrjú ár. Það þýðir ekki annað en að taka tæknina í sína þjónustu. Síðastliðin 15 ár hef ég stundað grásleppuveiðar og síðustu sjö árin verið við þetta meira og minna. Þó að veiðitíminn sjálfur sé ekki langur þá fer drjúgur tími í að útbúa veiðarfæri. Það sem gildir í veiðiskap er að hafa góð veiðarfæri og spara ekki við sig í þeim efnum. Grásleppuveiðarnar hafa breyst mikið á þessum tíma. Þetta var voðaleg vinna fyrstu árin. Árabáturinn, sem ég byrjaði á er nú orðinn 46 ára og enn í notkun. Hann var smíðaður af Gísla bátasmið á Bíldudal. Lagt af stað í róður í fyrstu geislum morgunsólarinnar. MYNDAMOT HF. PRENTMYNDAGERÐ AÐALSTRÆTI 6 SlMAR: 17152-17355 Uppþvottavélin | a n w • Vandvirk. I • Sparneytin. SIEMENS SMITH & NORLAND HF., Nóatúni 4, sími 28300. TOPP Litsjonvarpstæki á veröi sem á sér ekki hliðstæöu Engir milliliðir. Árt ábyrgð — 3 ár á myndlampa. taakin koma í gámum beint trá Iramleiðanda. Ekta viðarkassi Paliaander- Teck- Hnota SJÚNVARPSVIRKINN ARNARBAKKA 2 Ur ^ 71640 Verzlið beint við tagmanninn, það tryggir örugga þjónustu. 22“ 642.000,- Staðgr. 609.000 26“ 718.500.- Staögr. 685.500 X-. BYGGINGAVORUVERSLUN KÓPAV0GS ^ mn TiWfflíf— .. aðsetu«s^iptl —XXXXXX^ __^,irnaösetvai AUGLYSINGASTOFA KRlSTlNAR 10 34 ¥

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.