Morgunblaðið - 01.06.1980, Qupperneq 37

Morgunblaðið - 01.06.1980, Qupperneq 37
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 1. JÚNÍ1980 37 Þetta gerðist 1* * . juni______ 1978 — Sýrlendingar gera innrás í Líbanon. 1973 — Konungdæmi afnumið í Grikklandi. 1958 — Charles de Gaulle hershöfð- ingi verður forsætisráðherra Frakklands. 1943 — Enski leikarinn Leslie How- ard ferst í árás þýzkrar flugvélar, 1932 — Franz von Papen myndar ríkisstjórn í Þýzkalandi. 1883 — Frakkar hefja stríð gegn Madagaskar. 1879 — Franski keisaraprinsinn fellur í herferð gegn Zulumönnum. 1857 — Brezki sjóherinn eyðir kínverskum flota á Kínahafi. 1835 — Otto I tekur við völdum í Grikklandi. 1794 — Sigur Breta á Frökkum í sjóorrustunni við Ushant („Glorious First of June“). 1733 — Danir fá yfirráð yfir St. Croix (Santa Cruz), V-Indíum. 1695 — Glæsilegur sigur pólska hersins á Tartörum. 1694 — Frakkar gera innrás í Spán; brezkur floti til Barcelona. 1671 — Tyrkir segja Pólverjum stríð á hendur. 1664 — Stríð brýzt út milli Englend- inga og Hollendinga. 1562 — Ferdinand keisari I og Suleiman I Tyrkjasoldán semja vopnahlé. 1533 — Anna Boleyn krýnd drottn- ing af Englandi. 1524 — Bændauppreisnin í Suður- Þýzkalandi hefst. Afmæli — John Drinkwater, brezkt skáld (1882—1937) — John Masef- ield, enskt skáld (1878—1967) — Brigham Young, bandarískur mor- mónaleiðtogi (1801—1877) — Mik- hail Glunka, rússneskt tónskáld (1804—1857) — Ottó I Grikkjakon- ungur (1815-1867) Andlát - 1968 Helen Keller. Innlent — 1976 Óslóarsamningurinn — 1479 Hafnarháskóli vígður — 1822 Timburgjaldi aflétt — 1850 Þjóðfundi frestað árlangt — 1861 Auglýsing konungs um lausn fjár- hagsmálsins — 1862 f. Þorgils gjall- andi — 1880 Búnaðarskóli tekur til starfa í Ólafsdal — 1962 Lög um launajafnrétti — 1974 Samningar um veiðitakmarkanir Belga taka gildi — 1974 Fjórir fórust í lítilli flugvél í Dölum. Orð dagsins — Sá sem kann gerir, sá sem kann ekki kennir — George Bernard Shaw, írskættaður rithöf- undur (1856—1950). Þetta geróist 2. júní 1979 — Heimsókn Jóhannesar Páls páfa II til Póllands; fyrsta heimsókn páfa til kommúnistaríkis. 1969 — Arekstur ástralska flugvéla- móðurskipsins „Melbourne" og bandaríska tundurspillisins „Frank E. Evans"; 74 fórust. 1966 — Fyrsta mjúka lending bandarísks geimfars á tunglinu — Fimm ára átökum Indónesíu og Malaysíu lýkur. 1896 — Marconi fær einkaleyfi á þráðlausum síma. 1895 — Japanir fá Formósu frá Kínverjum. 1864 — Grikkir fá Korfu. 1815 — Napoleon gefur út frjáls- lynda stjórnarskrá í Frakklandi. 1771 — Rússar leggja undir sig Krím. 1675 — Stjórnarbylting á Spáni og Don Juan fær völdin. 1622 — Gústaf Adolf af Svíþjóð og Sigismund af Póllandi semja vopna- hlé. 1567 — Irski uppreisnarmaðurinn Shane 0‘Neil, jarl af Tyrone, ráðinn af dögum. Afmæli. Jóhann Sobieski, konungur af Póllandi (1624-1698) - Thomas Hardy, enskur rithöfundur (1840— 1928) — Edward Elgar, enskt tón- skáld (1857—1934) — Konstantín fv. Grikkjakonungur (1940—) — Charl- es Conrad bandarískur geimfari (1930). Andlát. 1882 Giuseppe Garibaldi, frelsisleiðtogi. Innlent. 1934 Jarðskjálftinn mikli á Dalvík — 1957 Hrafnista afhent til afnota. — 1975 Stjórnmálasamband við Breta aftur tekið upp. Orð dagsins. Ef við hefðum ekki ríkisstjórnina, hefðum við ekkert til að hlæja að í Frakklandi — Nicholas Chamfort, franskur rithöfundur (1741-1794). Einar Hálfdánarson Skiptaprósentan á að vera sú sama hjá öllum „Það hefur gengið vel hjá okkur í vetur. Meðalhluturinn er um 400 þúsund eftir túrinn,“ sagði Einar Hálfdánarson stýri- maður á skuttogaranum Dag- stjörnunni Ke 9, en Dagstjarnan var ný lögst að, þegar blm. kom um borð. „Kjörin hjá okkur eru góð, en maður er samt ekki ánægður með fiskverðið. Það hækkar ekki í samræmi við laun landfólksins, við höfum dregist aftur úr í því efni,“ sagði Einar. „Við höfum verið á skrapi síðustu tvær veiðiferðir og verðum það trúlega mestan part sumars- ins. Við fiskuðum ágætlega í — segir Einar Hálfdánarson þessum túr og erum nú að fara í 2ja sólarhringa frí. Yfirleitt eru fríin ekki nema 30 tímar en við fáum 36 tíma hér vegna sjávar- fallanna." „Helsta áhyggjuefni mitt, hvað kjaramál varðar, eru lífeyris- sjóðsmálin. Mér finnst allt of lítið tekið af okkur í lífeyrissjóð og þyí hljótum við að fá lítið þegar við hættum. Eina leiðin til að ráða bót á þessu er að hækka greiðslur okkar og jafnframt útgerðarinnar. Fyrirkomulagið hjá okkur er þannig að við greiðum vissa upp- hæð á hvern skráðan dag. Ég heíd að það sé heppilegra fyrirkomulag eins og er á stóru togurunum, en þar er greidd viss upphæð af allri þénustunni í lífeyrissjóð," sagði Einar. „Mér finnst þetta brýnt mál, það verður að hugsa eitthvað fram í tímann." „Ég held að sjómenn verði að fara að gera eitthvað í kjaramál- unum og finnst mér það brýnt að við fáum sömu skiptaprósentu og Vestfirðingar. Hún á að vera sú sama hjá öllum,“ sagði Einar Hálfdánarson. kr. 69.500. kr. 159.500. FISHER toppurinn i dag í wm V t! y MT-6360 TR-3000 EQ-3000 FM-2331 CC-3000 BA-6000 CR-4170 Samtals MT-6225 TR-3000 EQ-3000 FM-2121 CA-2030 CR-4120 Samtals Plötuspilari Timer Tónsviðsjafnari Tuner Formagnari Kraftmagnari Kassettutæki Plötuspilari Timer Tónsviðsjafnari Tuner Magnari Kassettutæki BORGARTÚN118 REYKJAVÍK SlMI 27099 Þetta eru aðeins tvö dæmi Að sjálfsögðu eru möguleikarnir miklu fleiri frá FISHER

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.