Morgunblaðið - 12.06.1980, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 12.06.1980, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. JÚNÍ1980 „Hefði aklrei gerst ef aðbúnaður væri boðlegur" • Lenin-leikvanKurinn i Moskvu, þar sem iþróttafólkið mun bitast um verðlaunin. En leikarnir verða varla svipur hjá sjón, ýmsar af helstu iþróttaþjóðum heims ætia að sitja heima af pólitískum ástæðum. — segir Þráinn Hafsteinsson tugþrautarmaöur sem sleit liöbönd í Laugardal um daginn „ÞAÐ VAR illa gengið frá þessu inni á velli og ég er ekki sá fyrsti sem lendi i þessu. Ég veit um eina þrjá fjóra sem hafa meitt sig illa og verið frá keppni i lengri og skemmri tima,“ sagði Þráinn Hafsteinsson í viðtaii við Mbl., en hann varð fyrir því mikla óláni að slita liðbónd á ökkla í stang- arstökkinu á meistaramótinu i tugþraut um daginn. Þráinn verður i gifsi fram til 20. júli og má þvi segja, að þeim átta mánuðum sem hann hefur æft af kappi i Bandarikjunum hafi hann kastað á glæ. „Ég var í stangarstökksatrenn- unni er ég fékk skyndilega mót- vind og varð að hætta við stökkið. Ég fór engu að síður eina 3 metra upp í loftið, datt aftur fyrir mig og svolítið útá hlið. Þar sem ég lenti hefðu átt að vera dýnur, svo er alls staðar þar sem keppt er. En þarna voru aðeins litlir svampkuhbar og ég fór hreinlega fram hjá þeim og lenti með skell á jörðinni. Til að bæta gráu ofan á svart, var ekki til einn einasti íspoki á vellinum. Ég hef alltaf borið með mér eigin íspoka ef óhapp ætti sér stað, en ég er svo nýkominn heim frá Bandaríkjunum, að ég hafði enn ekki fengið tækifæri til að ná mér í einn,“ sagði Þráinn svekktur. „Ég held að svona sé ófyrirgef- anlegt, ég veit að þeir eiga nægan svamp á vellinum til þess að verja keppendur slysum og það á ekki að þekkjast að ekki séu til kælipokar á keppnisstöðum. Þetta hefði aldrei komið fyrir ef skikkanlega hefði verið gengið frá þessu,“ bætti Þráinn við. Þráinn tjáði Mbl. að lokum, að hann yrði hugsanlega eitthvað lítillega með í haust, en hann yrði að byrja að byggja sig upp frá grunni á nýjan leik. „Ég hafði ekki útilokað möguleikann á að komast í 01- ympíuliðið, ég er búinn að ná 7266 stigum í tugþraut. Ég vil ekki segja að meiðslin hafi svipt mig sæti í liðinu, en ég gerði mér vonir. Ég get hætt að hugsa um það núna,“ sagði Þráinn, sem stefnir að því að hefja nám við háskólann í Berkeley um áramót- in. — gg. Þráinn Hafsteinsson ásamt unnustu sinni Þórdisi Gisladóttur sem er kunn frjálsiþróttakona. þjóðir ætla sitja heima 54 að Nú styttist óóum í að ólympiuleikarnir í Moskvu hefjist. Þann 19. júli mun setningarathöfnin fara fram. Frá íslandi fara 10 iþróttamenn en ekki hefur enn verið ákveðið hverjir það verða. Reiknað er þó með því að fjórir frjálsiþróttamenn verði valdir. Fjórir lyftingamenn og tveir júdómenn. En þetta er ekki ákveðið. Það mun setja mikið mark á leikana i ár að 54 þjóðir ætla að sitja heima. Hafa hætt við þátttöku vegna yfirgangs- og árásarstefnu Sovétrikjanna. Meðal þeirra þjóða sem hætt hafa við þátttöku eru Bandaríkin, Vestur-Þýskaland, Kanada og Japan. Þessar þjóðir hafa á undanförn- um Olympiuleikum sópað til sín verðlaunum. Frjálsiþróttakeppnin verður sviplitil án íþróttamannanna frá þessum rikjum, og f ofanálag mætir ekki iþróttafólk frá Kenya en þeir eiga marga af bestu millivega- og langhlaupurum i heiminum i dag. Þá er hætt við að sundkeppnin verði ekki burðug en þar hafa Bandaríkjamenn átt flesta af- reksmenn á verðlaunapallinum á síðustu leikum. Japanir hafa átt fimleikafólk í fremstu röð og Afreksmenn á Ólympíuleikum ÓLYMPÍULEIKARNIR í Moskvu hefjast 19. júli. Þar sem fjölmargar þjóðir hafa dregið sig til baka úr keppninni má búast við því að leikarnir verði ekki svipur hjá sjón. En á ólympiuári er ekki úr vegi að rif ja upp afrek á undanförnum leikum og mun á íþróttasíðu Mbl. birtast mynda- söguflokkur um afreksmenn á undanförnum leikum. jafnan unnið til fjölda verðlauna í þeirri grein ásamt júdó. Það má því búast við því að Austanjárn- tjaldsríkin eigi nokkuð greiðan aðgang að verðlaunapallinum í ár. Fjölmargar frétta- og sjón- varpsstöðvar um allan heim hafa ákveðið að draga mjög úr fréttum af leikunum og eins mun verða sjónvarpað mun minna en ráð var gert fyrir. Eftirfarandi þjóðir munu taka þátt í ólympíuleikunum í Moskvu í sumar. Afganistan, Alsír, Angola, Ástr- alía, Austurríki, Belgía, Benin, Botswana, Búlgaría, Cameroon, Kongó, Kúba, Kýpur, Tékkósló- vakia, Danmörk, Austur-Þýzka- land, Ekvador, Eþíópía, Finnland, Frakkland, Bretland, Grikkland, Grenada, Guatemala, Guyana, Ungverjaland, ísland, Indland, írak, írland, Ítalía, Jamaica, Kuw- ait, Laos, Líbanon, Lesotho, Líbýa, Luxemburg, Madagaskar, Malí, Malta, Mexíkó, Mongólía, Mozam- bík, Holland, Nicaragua, Nigería, Panama, Perú, Pólland, Portúgal, Rúmenía, San Marino, Senegal, Seychelles eyjar, Sierra Leone, Spánn, Sri Lanka, Svíþjóð, Sviss Sýrland, Tanzanía, Trinidad og Tobago, Sovétríkin, Venezuela, Víetnam, Júgóslavía, Zambía, Zimbabwe. Eftirfarandi þjóðir senda ekki íþróttafólk til leikanna til að mótmæla árásarstefnu Sovét- ríkjanna. Albanía, Antigua, Argentína, Bahamaeyjar, Barbados, Belize, Bermunda, Bolivía, Kanada, Cay- man-eyjar, Mið-Afríkulýðveldið, Chad, Chile, Kína, Egyptaland, E1 Salvador, Fijieyjar, Gambía, Haiti, Honduras, Hong Kong, Indonesía, íran, ísrael, Kenya, Líbería, Lichtenstein, Malawi, Malaysia, Mauritania, Mauritius, Mónakó, Marokkó, Hollenzku eyj- arnar, Noregur, Pakistan, Papua Nýju Guinea, Paraguay, Filipseyj- ar, Saudi Arabía, Singapore, Som- alía, Suður-Kórea, Sudan, Swazi- land, Taiwan, Thailand, Uganda, Bandaríkin, Uruguay, Jómfrúreyj- ar, Vestur-Þýzkaland, Zaire. þr THEQ99LYMPIANS I by TœWW-öirV' /nt SUOIOS flSrrttcíSa //b/tórrAoe-rry cur#«Mr Sa*. sso nfl //•J~/ Fer/S W/WM// TSt'/SjÁfl - S'f.irs,t e;*A.rn,ose,-ric Ac aaaa o/tfl rr/t (A sfA . /reeo/ e*rs/ þ<j/ter ae</» A»»> /rofl //o/nsr AuflSet-Di.eea / i/H/j> os ' aflf OAoDOA. •///t//r, /A/MV4 SSo /flD iVAW r'/i-t.D //rv/ s/s/t t //fr/A/A/t. / /oo/rt oo 2oo/n J/c / . /ne/Þsc/ t/o/no / sec- fÝ/tt/t S/flt/A j/e/S/S/1/l A L*/«c/n/i//ry / Ro/nflOo/ta- /qco . ner/r *revpr/ s/s/A e/c //Z /rt/OA Á ie/s a/sa / A/ec/soo/us t/í oaroo/sý es .//</// e/f/ntsr 'f/J/S( / c/e astaal/o - AOA//J/A . Fa/ / -roe.ro /96l/ f/fl/t oerrr. sAA/rA/uesA oó/J as> /tfl Sest.ao sa./S Aj/þsecpAr) Steo/t t t/oo /n o s /os/fl /neD </. GOLC/O, /soesrp ff/r1 f/SGA / SO/SJ tTASO/ -ren/tT /rf/nfl TflV/rr eoej fl/t/fi O HMMVOK NCWVAPCHS TPL

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.