Morgunblaðið - 12.06.1980, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 12.06.1980, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. JÚNÍ1980 21 Ghotbzadeh fundar með sósíalistum Óaló, 11. iúní — AP. UTANRIKISRÁÐHERRA írans, Sadeq Ghotbzadeh, kom i dag til Ósló, þar sem hann mun eiga viðræður við ýmsa leiðtoga jafn- aðarmanna, en Aljþjóðasamband jafnaðarmanna mun halda þar fund næstu tvo daga. Ghotbzadeh gaf engar yfirlýsingar til fréttamanna á flugvellinum en honum var strax ekið inní borg- ina með vopnuðu fylgdarliði. Hópur mótmælenda var á flug- vellinum þegar ráðherrann kom og héldu þeir á spjöldum þar sem á stóð: „Stöðvið ógnarstjórnina í íran“. Willy Brandt, forseti Alþjóða- sambandsins, var spurður að því hvort hann ætti von á að lausn fengist á gíslamálinu þegar hann hittir Ghotbzadeh í kvöld og hann sagðist vera hóflega bjartsýnn á það. Austurríski kanslarinn, Bruno Kreisky, sagðist vona að Ghotbzadeh kæmi ekki svo langt að nema hann hefði eitthvað mikilvægt að segja. Eitri úðað á skóla í Kabúl Moskva, 10. iúni. AP. MÓTÞRÓAÖFL úðuðu eit- urgasi á fjörutíu nemend- Símasamband úr lofti ChicaK<>. 11. júní — AP. BANDARÍSKA flugfélagið, Unit- ed Airlines, tilkynnti í dag að frá og með morgundeginum yrði boðið upp á simaþjónustu i einni af DC-þotum félagsins. Farþegar geta þá hringt í ákveðið númer í flugvélinni og fengið samband við næstu símstöð á jörðu niðri. Þaðan má svo hringja hvert sem óskað er. Kostnaður við hverja hringingu er 10 dollarar fyrir utan síma- kostnað á jörðu niðri. ur og kennara i skóla einum í Kabúl fyrr í vik- unni, segir í fregn sovésku fréttastofunnar Tass frá Afganistan. Árásinni er ekki lýst í smáatrið- um og er aðeins greint svo frá að fórnarlömbunum hafi verið gefin neyðaraðstoð á sjúkrahúsi. Segir Tass að tilræðið hafi verið gert aðeins degi eftir að eitur var sett í drykkjarvatn sama skóla og „sex- tíu nemendum og kennurum varð meint af.“ Að sögn hinnar opinberu af- gönsku fréttastofu, Bakhtar, var markmiðið með árásinni, að „ógna fólki og gera áróðursöflum heims- valdasinna kleift að básúna yfir heimsbyggðina „upplausnar- ástand" í Kabúl." Ghotbzadeh Veður Akursyri 10 þoka Amsterdam 20 skýjaft Aþena 31 léttskýjaft Barcelona 21 skýjað Berlín 25 rigning BrUtsel 23 léttskýjað Chtcago 14 léttskýjað Feneyjar vantar Frankfurt 22 léttskýjaft Genf 21 léttskýjað Heteinki 26 sólskin Jerúsalem 34 sólskin Jóhannesarborg 19 léttakýjaó Kaupmannahöfn 27 léttskýjaft Las Palmas 22 hélfskýjaft Lissabon 23 sólskin London 19 skýjaft Los Angeles 26 léttskýjað Madríd 25 léttskýjað Malaga 19 þoka Mallorca 26 skýjað Miami 29 rigning Moskva 30 léttskýjað New York 19 skýjaft Ósló 25 léttskýjað París 21 skýjað Reykjavík 8 þoka Rio de Janeiro 31 léttskýjað Rómaborg 21 léttskýjað Stokkhólmur 25 léttskýjaft Tel Aviv 28 sólskin Tókýó 26 skýjað Vancouver 18 sólskin Vínarborg 23 skýjaft Finnland: Barátta gegn verðbólg- unni aðalmarkmið ríkisstjórnarinnar Frá Harry Granberg fréttaritara Mbl. í Finnlandi FINNSKA ríkisstjórnin gerði sl. fimmtudag grein fyrir aðalatriðum i fjárhagsáætlun stjórnarinnar fyrir næsta ár. Fyrirfram hafði almennt verið búist við margra daga umræðu um áætlunina en þær stóðu aöeins i fáeina klukkutíma. Athi Pekkala fjármálaráðherra lagði í umræðunum aðaláhersiuna á baráttuna gegri verðbólgunni. „Ef okkur mistekst í þeirri bar- áttu veikist samkeppnisaðstaða okkar sem getur leitt til minnkandi eftirspurnar eftir okkar helstu'út- flutningsvörum," sagði Pekkala. Fyrri aðgerðir ríkisstjórnarinnar gegn verðbólgunni voru gagnrýndar í þinginu. Jafnaðarmenn og Alþýðu- demókratar létu á ný í ljós óánægju sína með tvö prósent gengishækkun sem að þeirra mati er allt of lítil hækkun. Stjórnarandstaðan gagn- rýndi stjórnina einnig fyrir að beita ekki meiri hörku í baráttunni við verðbólguna. Stjórnin mun ætla að miða fjár- hagsáætlun sína við að stemma stigu við versnandi viðskiptajöfnuði. Ekki mun þó vera nauðsynlegt að grípa til róttækra aðgerða fyrr en á næsta ári. Þá hefur ríkisstjórnin lofað að hækka ekki söluskattinn, að iðnað- urinn fái í eitt ár í viðbót að kaupa tæki án þess að greiða af þeim söluskatt og að hækka ekki aðra skatta „að verulegu leyti". Reagan: Lofar að víkja ef ellin ágerist New York, ll.júni, AP. RONALD Reagan, sem yrði elzti forseti i sögu Bandarikjanna næði hann kjöri, hefur látið hafa eftir sér að fari svo að hann hreppi hnossið muni hann gang- ast undir læknisathugun reglu- lega og segja samstundis af sér embætti láti ellimörkin til sin segja.Fréttin kom fram í New York Times í dag. Ríkisstjórinn fyrrverandi skýrði blaðinu frá að hann væri eins sprækur og fyrir tuttugu árum og hefði í rauninni „aldrei liðið bet- ur.“ Sex læknar hafa gefið Reagan vottorð um það að hann sé stál- hraustur, en geta þess að heyrn hans hafi lítillega hrakað. ■ ■■ ERLENT 20 ára afmælis EFTA minnst í Stokkhólmi: Útflutningur Islendinga til EFTA-ogEBE-landa hefur auk- ist um 417% frá inngöngunni UM þessar mundir stendur yfir i Saltsjöbaden, rétt utan við Stokk- hólm i Svíþjóð, afmælisfundur EFTA, Friverzlunarsamtaka Evrópu, en 20 ár voru liðin frá stofnun þeirra 3. mai s.l., en þann dag 1960 var Stokkhólmssamn- ingurinn svokallaði undirritað- ur. íslendingar gengu síðan i samtökin tíu árum eftir stofnun þeirra og lauk aðlögunartiman- um um síðustu áramót, þ.e. nú eiga íslenzkir framleiðendur að keppa á jafnréttisgrundvelli við erlenda starfsfélaga sina eins og alkunna er. Aðalmarkmið sam- takanna hefur ætið verið að greiða fyrir frjálsum viðskiptum þjóða i milli og þvi hlýtur sú spurning að vakna á þessum timamótum, hvernig til hafi tek- ist, bæði hvað varðar samtökin sjálf og þátt tslendinga þar að. Aðild íslands mjög jákvæð Varðandi okkur íslendinga er óhætt að svara því til, að aðild okkar hefur verið jákvæð. Margt hefur áunnist, en þyngst vegur sjálfsagt sú staðreynd, að með aðildinni að EFTA og síðar meir fríverzlunarsamningum við EBE, Efnahagsbandalag Evrópu, hefur opnast einn stærsti og auðugasti markaður heimsins fyrir útflutn- ingsvörur okkar, því í ríkjum EFTA og EBE búa um 300 millj- ónir manna. Þessi markaður hefur að vísu ekki verið nýttur til hlýtar. en möguleikarnir eru fyllilega fyrir hendi. Stofnun EFTA happadrjúgt spor Hvað varðar samtökin sjálf virðist það vera mál manna frá öllum aðildarríkjunum að vel hafi til tekist og stofnun samtakanna hafi verið happadrjúgt spor. í samtölum, sem undirritaður hefur átt við marga fulltrúa aðildarríkja samtakanna og starfsmenn þeirra, hefur komið fram það álit, að væru samtökin ekki til, myndi ríkja upplausnarástand í viðskipt- um ríkja í milli í Evrópu. Þjóðartekjur hafa aukist um 6% á ári frá inngöngu Ef litið er nánar á ástand mála hér á landi þennan síðasta áratug, þ.e. aðlögunartímann að EFTA, kemur í ljós, að þjóðartekjur hafa að meðaltali aukist um 6% á ári, sem er vel fyrir ofan meðallag hinna norrænu landa. Þá er ísland nánast einasta landið í Vestur- Evrópu, sem hefur sloppið í gegn- um þennan áratug, sem hefur verið mjög erfiður fyrir flestar þjóðir frá efnahagslegu sjónar- miði, án þess að til kæmi stórfellt atvinnuleysi. Heildartekjur á hvern landsmann námu á árinu 1978 um 9.100 Bandarkjadollurum, en á þessu sama ári voru aðeins þrjú EFTA-lönd með betri frammistöðu, þ.e. Sviss, Noregur og Svíþjóð. Það þýðir hins vegar ekki að líta framhjá hinni hlið málsins. Verð- bólgan hefur ruðst áfram hér á landi allan áratuginn frá árinu 1971, þegar hún var aðeins í kringum 3%, en á síðasta ári náði hún algjöru hámarki, fór vel yfir 50%. Ástæður þessa er m.a. að finna í síhækkandi eldsneytis- verði, sem hefur gert landsmönn- um erfitt um vik. Þá hafa við- skiptakjör íslands sífellt verið að versna á undanförnum árum. Ekki er heldur hægt að líta framhjá þeirri staðreynd að þjóðarfram- leiðsla minnkaði nokkuð á síðasta ári og spáð er enn frekari minnk- un á þessu ári. Samningarnir EBE happ Eins og getið hefur verið um hafa skapast ákveðin tengsl milli EFTA og EBE. Árið 1972 undirrit- uðu samtökin gagnkvæman frí- verzlunarsamning sín á milli og verður að telja það happ á þessum tíma. Árið eftir varð mikill efna- hagslegur samdráttur í heiminum, eða 1973 þegar olíuverð fjórfaldað- ist á heimsmarkaði. Hefði þá verið mun erfiðara að ná þessum samn- ingum. Allt frá þessum tíma hefur fríverzlunin átt í vök að verjast vegna efnahagsvandræða, en eigi að síður haldið velli. Alþjóðasam- starf hefrir komið þar verulega til hjálpar. Samstarf á vegum EBE, EFTA, OECD, GATT og Alþjóða- gjaldeyrissjóðsins hefur átt veiga- mikinn þátt í því að koma í veg fyrir, að nýjar og frekari hömlur hafi verið settar á alþjóðavið- skipti, sem hefði aukið enn á þann mikla efnahagsvanda, sem er við að glíma. í sambandi við samningana milli EFTA og EBE á sínum tíma, en hvert ríki EFTA gerði sér- samning við EBE, er rétt að taka fram, að þar var ekki einungis unnið að hagsmunum íslenzks iðnaðar, þ.e. fríverzlun með iðnað- arvörur, heldur var þar ennfremur fjallað um fríverzlun á sjávaraf- urðum. Þess ber þó að geta, að þessi góði markaður hefur engan veginn verið nýttur til fulls. A síðasta áratug, þ.e. aðlögun- artímanum að EFTÁ, hefur út- flutningur íslendinga til landa í EFTA og EBE aukist gífurlega. 1969, árið áður en íslendingar gengu í EFTA, nam heildarút- flutningurinn til þessara landa 57 milljónum Bandaríkjadollara, en árið 1978 nam hann um 238 milljónum Bandaríkjadollara, eða hafði aukist um 417%. Innflutn- ingurinn var árið 1969 að verð- mæti um 74 milljónir Bandaríkja- dollara, en árið 1978 var verðmæti hans um 469 milljónir Bandaríkja- dollara, eða hafði aukist um 532%. Þessar tölur sýna svo ekki verður um villzt hversu viðskiptin við löndin í EFTA og EBE eru okkur mikilvæg. Skiptar skoðanir i upphafi Þegar umræður stóðu sem hæst hér á landi 1969, um hvort rétt væri fyrir íslendinga að óska eftir aðild, voru skoðanir mjög skiptar. Sérstaklega voru iðnrekendur á báðum áttum, töldu reyndar margir úr þeirra röðum einsýnt, að fjölmargar iðngreinar myndu hreinlega leggjast niður. í kjölfar þess kæmi svo auðvitað illræmt atvinnuleysi. Þetta gerðist ekki. Nokkrar viðræður fóru fram milli stjórnvalda og Félags íslenzkra iðnrekenda og varð niðurstaðan sú, að iðnrekendur samþykktu aðildina, eftir að þeim voru gefin EFTA-loforðin svonefndu. Hafa sneitt hjá Parkinsonslögmálinu Til gamans má svo geta þess, að það er álit manna, að EFTA hafi blessunarlega tekist að sneiða hjá áhrifum Parkinsonslögmálsins, þ.e. starfsfólk samtakanna er í lágmarki, sömuleiðis skriffinnsk- an. Charles Miiller, framkvæmda- stjóri EFTA, sagði m.a. í samtali við Mbl., er það var á ferð í Genf 8.1. vetur, að gæfa EFTA væri sú, að þar réði pólitíkin ekki ríkjum, stjórnendur samtakanna gætu einfaldlega valið starfsmenn sína eftir verðleikum, en þyrftu ekki að fara eftir einhverjum pólitískum geðþótta misviturra stjórnmála- manna. Innan EFTA starfa í dag auk íslendinga, Austurríkismenn, Finnar, Norðmenn, Portúgalir, Svíar og Svisslendingar. — sb.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.