Morgunblaðið - 12.06.1980, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 12.06.1980, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. JÚNÍ1980 25 Listahátíð: L.A. sýnir Beðið eftir Godot í Iðnó Einn færeysku rækjutojfaranna, sem stunda veiðar á Dohrnbanka. Ljósm. Mbl. Tómas Helgason. Þrjú íslenzk skip á djúp- rækjuveiðum á Dohrnbanka LEIKFÉLAG Akureyrar mun sýna leikritið Beðið eftir Godot eftir Samuel Beckett i Iðnó dag- ana 13., 15. og 16. þ.m. Sýningar þessar eru á vegum Listahátíðar og er uppselt á þær allar. Leikfé- LKwm Mbl. KrÍHtinn Oddur Bjðrnsson, leikstjóri og Svanhildur Jóhannesdóttir, að- stoðarmaður leikstjóra. laginu hefur verið boðið til ír- lands 1,—9. ágúst og mun það sýna leikritið á Becketthátið i Cork. Leikritið Beðið eftir Godot var sýnt af Leikfélagi Reykjavíkur í Iðnó 1960. Einn leikaranna á þeirri sýningu, Árni Tryggvason, leikur með Leikfélagi Ákureyrar nú og fer hann með sama hlut- verk, Estragon. Aðrir leikendur eru Bjarni Steingrímsson, Viðar Eggertsson, Theodór Júlíusson og Laurent Jónsson. Leikstjóri er Oddur Björnsson, leikhússtjóri Leikfélags Akureyrar. Svanhildur Jóhannesdóttir hefur umsjón bún- inga með höndum en er jafnframt aðstoðarmaður leikstjóra. Oddur Björnsson, leikstjóri, segir að uppfærsla leikritsins að þessu sinni sé mjög með öðrum hætti en hjá Leikfélagi Reykjavík- ur á sínum tíma. í formála leikskrár eftir Odd segir m.a. um leikritið: „Um leikritið Beðið eftir Fyrirlestrar um hugleiðslu KVENJÓGINN Ac Maniisha er nú staddur hérlendis á vegum Systra- samtaka Ananda Marga. Mun hann ferðast um landið og halda fyrirlestra um hugleiðslu. Verður fyrsti fyrirlesturinn á fimmtudag að Aðalstræti 16 kl. 20.30, en síðan mun hann flytja fyrirlestra á Akureyri, Húsavík, Egilsstöðum, Seyðisfirði, Norðfirði, Höfn og Vík í Mýrdal. Nýr formaður kjörinn hjá Ljósmæðra- félaginu AÐALFUNDUR Ljósmæðrafé- lags íslands var haldinn 18. maí s.l. að Hótel Esju. Steinunn Finnbogadóttir lét af formannsstörfum eftir níu ára forystu, og er hinn nýkjörni for- maður Vilborg Einarsdóttir. Á næsta ári er áætlað að stéttartal Ljósmæðra komi út, og nefnist það „Ljósmæður á ís- landi". Spannar þetta tal yfir árin 1761 til 1979, eða allt frá fyrstu lærðu ljósmóðurinni. Fræðslu- fundur var haldinn í tengslum við aðalfundinn um „Mæðravernd á íslandi". Godot hef ég fátt eitt að segja utan það sem fram kemur í þessari sýningu. Ég vildi þó leggja áherslu á að leikurinn snýst fyrst og fremst um biðina. Hann endur- speglar umkomuleysi mannlegrar tilveru í guðlausum heimi. Við bíðum eftir Godot, bíðum í von- inni um að hann komi á morgun ... Verkið er m.ö.o. orðið til úr trúarlegum hugsunarhætti, þótt við blasi blákaldur „existensjal- ismi“ tilveru sem endist varla meira en heilasóla. — Samt eru áhrif þessa verks jákvæð. I þessari sýningu höfum við reynt að forðast að þröngva fram skoðunum eða persónulegum skilningi. Við höfum unnið út frá því sem við höfum fundið í textanum, sem hefur reyndar — burt séð frá árangrinum — verið uppspretta óþrjótandi rökræðu og hugmynda. Leikurinn er fullur af músik, ljóði og látbragði í anda þeirra gömlu meistara komedí- unnar. Raunar er heildarbygging verksins meira í ætt við sinfónisk- an strúktúr en hefðbundna dramatiska uppbyggingu." ÞRJÚ islenzk skip stunda um þessar mundir djúprækjuveiðar á Dohrnbanka rétt um 120 sjómil- ur vestur af Bjargi, Dalborg EA, Skarðsvik SH og Bjarni ólafsson AK. Að sögn Guðmundar Kjærne- sted skipherra í stjórnstöð Land- helgisgæzlunnar eru íslenzku skipin við veiðar rétt við miðlín- una milli íslands og Grænlands. Hafa þau lent í nokkrum erfiðleik- um vegna ísreks. Afli hefur verið þokkalegur en beztu rækjumiðin eru Grænlandsmegin við miðlín- una, en á því svæði er íslenzku skipunum ekki heimilt að veiða. Þar eru nú 16—17 færeysk og dönsk skip á veiðum og hafa þau véitt allvel. fylgismanna Alberts Guömundssonar og Brynhildar Jóhannsdóttur viö forsetakjöriö veröur haldinn í íþróttahúsinu, Selfossi fimmtud. 12. júní kl. 21.00. Fundarstjóri: Brynleifur Steingrímsson héraöslæknir. Sigfus Halldórsson skemmtir. Avörp flytja: Sigurður Sigurösson sóknarprestur Sel- fossi, Þorsteinn Matthíasson frv. skóla- stjóri Hveragerði, Siguröur Bjarnason fangavöröur Eyrarbakka, Aðalheiður Bjarnfreösdóttur form. Sóknar. Frú Brynhildur Jóhannsdóttir ávarpar fundinn. Ræða: Albert Guðmundsson alþm. forsetaframbjóðandi. Lúðrasveit Selfoss leikur fyrir fundinn. Allir velkomnir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.