Morgunblaðið - 12.06.1980, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 12.06.1980, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 12. JÚNÍ 1980 43 r Hreinn og Oskar verða í sviðsljósinu á Reykjavíkurleikunum í frjálsum iþróttum er fram fara 19. júni. Reykjavíkurleikarnir í frjálsum á næstunni HINIR árlegu Reykjavíkurleikar í frjálsum íþróttum fara fram 19. júní næstkomandi og verða þeir að venju á Laugardalsvellinum. Eins og áður, verður boðið upp á að skoða nokkra erlenda kepp- endur. Eitthvað verður af Rússum á leikunum, en á þessu stigi veit enginn hvaða fólk það verður. Rússar eru yfirleitt ekkert að flýta sér með slíkar yfirlýsingar. Hins vegar verða tveir sterkir kastarar frá Kanada og er eink- um annar þeirra kunnur. Það er Bishop Dolegiewicz, en hann hef- ur varpað kúlunni 20,85 metra. Er kappinn Kanadameistari. Dol- igiewicz er einnig liðtækur i kringlukasti, hefur kastað lengst 65,32 metra. Hinn Kanadamaðurinn er af ítölsku bergi brotinn og heitir Bruno Pauletto. Hann á best 20,38 í kúlu, þannig að ekki er ólíklegt að fjórir keppendur varpi kúlunni yfir 20 metra, en þeir Hreinn Halldórsson og Óskar Jakobsson verða báðir meðal keppenda. Allir vita hvað Hreinn er fær um á góðum degi og framfarir Óskars í kúluvarpi hafa verið stórstígar að undanförnu, þannig rauf hann 20 metra múrinn fyrir skömmu. Sá árangur skipaði honum á bekk með fremstu kúluvörpurum ver- aldar. Það verður gaman að fylgj- ast með þeim Hreini og Óskari í Laugardalnum, þar eru á ferðinni menn í fremstu röð í sínum greinum. Haukar slegnir út NOKKRIR leikir fóru fram í bikarkeppni KSÍ i gærkvöldi og fara úrslit þeirra hér á eftir: Víðir Garði— Stjarnan 2—1 (1—0). Mörk Víðis skoruðu þeir Tómas Þorsteinsson og Þorsteinn Einarsson, mark Stjörnunnar skoraði Agnar Ágústsson. ÍBÍ sigraði lið Óðins á Mela- vellinum 3—1, staðan í hálfleik var 2—1. Á Kaplakrikavelli urðu þau óvæntu úrslit að Víkingur frá Ólafsvík sigraði lið Hauka örugg- lega 3—1. Mörk Víkings skoruðu Hilmar Gunnarsson tvö og Logi Úlfljótsson 1. Á Sauðárkróki léku Tindastóll og Dagsbrún sigraði Tindastól 7—3, staðan í hálfleik var 2—0 fyrir Tindastól. Mörk Tindastóls skoruðu Óskar G. Björnsson 3, Sigurfinnur Sigurjónsson 2, Karl Ólafsson og Þórhallur Ásmunds- son 1 mark hvor. Mörk Dagsbrún- ar skoruðu Björgvin 2 og Valdi- mar Freysson 1. Leikur Fylkis og Reynis frá Sandgerði var framlengdur en liðin léku á Laugardalsvelli. Eftir venjulegan leiktíma var staðan jöfn 1—1, en í framlengingunni náði Fylkir að skora og tryggja sér sigur 2—1. Mörk Fylkis skoruðu Guðmundur og Ásbjörn. Mark Reynis skoraði Ómar Björnsson. Efling og KA frá Akureyri léku að Laugum og sigraði KA 9—0. Staðan í hálfleik var 6—0. Mörk KA skoruðu Óskar Ingimundarson 2, Gunnar Gíslason 2, Elmar Geirsson 2, Eyjólfur tvö úr víta- spyrnum, og Jóhann Jakobsson 1. Á Siglufirði léku KS og HSÞ—Bliði og sigraði KS 2—1, fyrir KS skoruðu Björn Sveinsson og Þórhallur Benediktsson. Fyrir HSÞ skoraði Jónas Skúlason. Á Húsavík léku Völsungar og Þór og eftir framlengingu og tvær vítaspyrnukeppnir var staðan jöfn 8-8. - Þ.R. Greenwood velur lið sitt gegn Belgum Enski landsliðseinvaldurinn Ron Greenwood valdi í gær þá 11 leikmenn sem eiga að byrja leikinn gegn Belgum í lokakeppni Evrópukeppni landsliða á Italíu í kvöld. Er að það sjá sterkasta lið sem Englendingar geta teflt fram. Liðið er þannig skipað: Ray Clemence stendur í marki. Bakverðir verða Ken Sanson og Phil Neal. Miðverðir Phil Thompson og Dave Watson Tengiliðir Kevin Keegan, Trevor Brooking. Steve Coppell og Ray Wilkins. Og íramherjar verða þeir Tony Woodcock og Dave Johnson. Varamenn verða Terry McDermott, Ray Kennedy, Peter Shilton, Paul Mariner og Trevor Cherry. V-Þjóðverjar sigruðu Tékka í slökum leik Reploge golf- mót í kvöld í KVÖLD fara fram tvö opin golfmót, annað á Hvaleyrarholts- velli en hitt á Nesvelli. Leiknar verða 18 holur. Keppnin hefst kl. 19.00. Rúmenar lögöu Sovétmenn MIKIL handknattleikskeppni fer þessa daga fram á Spáni og eru fimm lið er taka þátt i ólympiu- leikunum meðal þátttakenda. 1 fyrstu leikjum mótsins sigraði Sviss lið Spánar með 19 mörkum gegn 15. Staðan i hálfleik var 9—8. Rúmenia sigraði Sovétríkin óvænt 19—17, staðan i hálfleik var 9—8, fyrir Rúmeniu. Á öðr- um keppnisdegi sigraði Rúmenia Spán 23—19, og Júgóslavia sigr- aði Sviss 27—16. Arsenal keypti Allen ARSENAL hefur fest kaup á Clive Ailen, hinum marksækna miðherja nágrannaliðsins QPR. í gær átti að visu eftir að ganga frá minnstu smáatriðunum i samningunum, en búið var að semja um ailt sem verulegu máli skipti. Borgar Arsenal eina mill- jón sterlingspunda fyrir hinn 19 ára gamla Allen. • Albert Guðmundsson Val — verður hann næsti atvinnumað- ur Islendinga í knattspyrnu? Albert þreifar fvrir sér í Kanada HINN kunni og bráðsnjalli knattspyrnumaður Albert Guð- mundsson úr Val dvelur nú um þessar mundir i Kanada. Albert fór út siðastliðinn sunnudag gagngert til þess að kynna sér aðstæður hjá félagi því er Guð- geir Leifsson lék með á sinum tíma, Edmonton Driliers. Ljóst er að Albert getur ekki gert neinn samning núna þar sem mitt keppnistimabil stendur yf- ir hér á landi. En ýmisiegt bendir til þess að hann sé að þreifa fyrir sér með atvinnu- mennsku i knattspyrnu, hvort sem það verður i Kanada eða i Evrópu. Alhert er i mjög góðri æfingu um þessar mundir og hefur sýnt stórleiki með Val i Ísiandsmótinu sem nú stendur yfir. Albert mun vera væntan- legur heim á sunnudag og mun leika með liði Vals i næsta leik þess sem er á móti Þrótti á mánudag. _ j»k Kist skoraði fyrir Holland úr víti EVRÓPUKEPPNI landsliða í knattspyrnu hófst á Ítalíu í gærkvöldi. Átta lið taka þátt i úrslitakeppninni og er þeim skipt í tvo riðla. í A-riðli leika Tékkar, V-Þjóðverjar, Grikkir og Hollendingar. í B-riðli leika Belgar, Englendingar, Spánverjar og ítalir. Fyrstu leikirnir fóru fram i gær eins og áður sagði og sigruðu Grikkir 1—0. Leikur Vestur-Þjóðverja og Tékka vakti mikil vonbrigði fyrir það hversu illa hann var leikinn af hálfu beggja liða. Mikið var um miðjuþóf og sterkan varnarleik allan leikinn þó alveg sérstaklega af hálfu Tékka sem greinilega óttuðust hið sterka þýska lið sem margir telja að sigri í keppninni að þessu sinni. Það var Karl Heinz Rummenigge sem tókst að skora eina mark leiksins með skalla á 56. - mínútu. Kom markið eftir góða fyrirgjöf frá Hanzi Muller. Að sögn fréttaskeyta var markið það eina sem gladdi augu þeirra 15.000 áhorfenda sem á leikinn horfðu. Og svo rammt kvað við að þeir voru farnir að láta óánægju sína í ljós löngu áður en leiknum lauk með bauli og ólátum. Tékkar áttu reyndar mjög gott tækifæri á að jafna leikinn á 58. mínútu en miðframherji þeirra Zdenek Nehoda spyrnti framhjá markinu af fjögurra metra færi. Bestu leikmenn þýska liðsins þóttu vera þeir Rummenigge, Manfred Kaltz og Kalr Heins Foerster. Liðin sem léku voru skipuð þess- um leikmönnum. Tékkóslóvakía: Jaroslav Netolicka, Josef Barmos, Ladislas Jurkemik, Anton Andros, Koloman Goegh, Frantisek Stambacher, Jan Kozak, Antonin Panenka, Miroslav Gajdusek, (67th Marian Masny), Zdenek Nehoda, Ladislav Vizek. Vestur-Þýzkaland: Harald Schu- macher, Manfred Kalts, Bernhard Cullamnn, Karl Heinz Foertesr, Bernard Dietz, Hans Peter Brieg- el, Ben Foerster (60th Felix Mag- ath), Karl Heins Rumenigge, Hans Mueller, Klaus Allofs, Uli Stielike. í Napoli léku Hollendingar og Grikkir, komu Grikkir mjög á óvart í leiknum með því að leika vel skipulagða sóknarknattspyrnu, en þrátt fyrir það sigruðu Hol- lendingar í leiknum og voru sterkari aðilinn. Mark hollenska liðsins kom úr vítaspyrnu á 65. mínútu leiksins. Markvörður gríska liðsins Vassilios Konstan- tinou braut illa á Dick Nanninga inn í vítateignum, markakóngur- inn Kees Kist skoraði svo auð- veldlega úr vítaspyrnunni. Rétt fyrir leikslok átti miðvallarspilari Kapsis dauðafæri en hörkuskalli hans hafnaði í þverslánni og Hollendingar sluppu með skrekk- inn. í kvöld leika í Torino Englend- ingar og Belgar og í Milano mætast lið Ítalíu og Spánverja. • Kevin Keegan fyrirliði enska landsliðsins leiðir sína menn á móti Belgum i kvöld. Keegan telur að enska liðið eigi góða möguleika á að sigra i Evrópukeppninni i ár. Hann telur að leikur liðsins á sunnudag á móti ítaliu skeri úr um hvort liðanna leikur úrslitaleikinn, þá væntanlega á móti hollenska landsliðinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.