Morgunblaðið - 22.06.1980, Blaðsíða 2
34
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. JÚNÍ 1980
— Þessi fjárhatjsvandi staðar-
ins gerir það illmöfíulefít að nota
hann sem skyldi, en yfir sumar-
mánuðina er mjön mikil eftir-
spurn eftir aðstöðu til ráðstefnu-
ok fundahalds innlendra sem er-
lendra um hvers kyns þjóðmál.
Aðstaðan er takmörkuð vegna
þess að enn er heimavistin aðeins
hálfbyKgð, herbernin aðeins 10, en
kennslurými ok mötuneyti skólans
að öðru leyti miðað við helminKÍ
stærri heimavist. Þessi þrengsli
eru vissulega fjótur um fót og
verða menn oft að snúa frá af
þessum sökum þejíar þeir hygKjast
taka þátt í einhverjum ráðstefn-
um eða fundum.
En ef úr rættist með fjárhat;inn,
hvað er þá efst á óskalistanum af
framkvæmdum?
Staönum lokað?
— Við höfum alla tíð ætlað að
þarna verði komið upp lífrænni
starfsemi. Þarna er t.d. verðmætt
ok vandað bókasafn, sem geyma
verður í kirkjuturni af því að
annað húsnæði er ekki til. Því þarf
að útvega aðstöðu, þá væri hægt
að hjóða fræðimönnum ok lista-
mönnum að dvelja í Skálholti við
störf sín ok þyrfti auðvitað um
leið að auka við safnið og endur-
nýja það. í þessu skyni þarf einnig
að auka við heimavistina o« koma
upp þessu afdrepi fyrir fræði-
menn, og er þetta eitt af því sem
við höfum látið okkur dreyma um.
í Skálholti er gott að dvelja til að
leita sér hvíldar ok endurnær-
injjar, «ott fyrir listamenn og
fræðimenn að sækja þangað inn-
blástur o(i vinna að fræðistörfum
sínum. Þarna er Knænð af heitu
vatni ofí þyrfti að nýta það betur á
marfían vefj, t.d. vantar sundlaufj
tilfinnanlefía og alla íþróttaaö-
stöðu fyrir skólann Of; þannij;
mætti lengi telja. Síðustu árin
hefur Skálholt staðið fyrir sumar-
tónleikum oj; á hverju sumri
streyma þanf;að ferðamenn, inn-
lendir sem erlendir, í tut;þúsunda-
tali. Menn virðast halda að þeir
j;eti Könftið þarna um ok fent;ið
allt fyrir ekkert, við verðum að
hafa kirkjuna opna, sem þýðir að
kosta verður kirkjuvörð, það þarf
að hirða hana og leggja út í
margvíslegan kostnað, sem mót-
taka ferðamanna leiðir af sér.
Kynnisferðir hafa að vísu greitt
nokkuð til staðarins fyrir þjón-
ustu, en þar verður frekari fjár-
veiting að koma til. Ef það verður
ekki hlýtur að koma að því að
seldur verður aðgangur á staðinn
eða honum hreinlega lokað.
Ríkiö haldi lögin
— Fyrsta krafa okkar er sú að
ríkið haldi lögin og leggi fram þá
fjármuni,, sem það hefur skuld-
bundið sig til, en meðan ástandið
breytist ekki er ljóst að ekki
verður um frekari uppbyggingu að
ræða og fremur afturför, og er
lítið hægt að annast um viðhald
allra mannvirkja í Skálholti með
skuldum. Skálholtsskóli hefur að
vísu þokast inn á fjárlög, en þrátt
fyrir það hefur ekki verið sinnt
beiðnum um fjárveitingar til frek-
ari uppbyggingar hans.
Svo sem fyrr er nefnt hafa
velunnarar Skálholts á Norður-
löndum lagt fram fé til byggingar
bæði kirkjunnar og skólans og
margir Islendingar hafa einnig
lagt sitt af mörkum. Nefndi bisk-
up nöfn þeirra Ludvigs Storr,
norska prestsins Haralds Hope,
Snorra Sigfússonar fyrrum náms-
stjóra, Jóns Þorbergssonar á
Laxamýri og ekkju Gísla J. John-
sen, Önnu Elísabetu Ólafsdóttur.
Margir stuðn-
ingsmenn
— Þannig hefur Skálholt átt
marga vini innanlands sem utan
og á öllum að vera kunnugt
hvílíkar gersemar útlendingar
hafa gefið til staðarins, og af
Norðurlandaþjóðunum eru Norð-
menn og Danir í sérflokki. Þá
hefur þjóðhátíðarsjóður tvisvar
lagt fram fjármagn, samtals 2,5
m.kr., til að hægt verði að stunda
frekari fornleifarannsóknir, sem
er þakkarvert, en rannsaka þyrfti
frá grunni staðarrústir, sem eru
nærri óhreyfðar ennþá. Væri
ánægjulegt ef hægt væri að ganga
þannig frá minjum hér, að menn
gengju frá einni vistarverunni í
aðra, skóla og kirkju og gætu
upplifað nokkuð af því starfi, sem
hér var um aldir.
Þá var biskup spurður álits á
hugsanlegu biskupssetri í Skál-
holti:
Skálholt fái
sinn biskup
— Við höfum stefnt að því að
byggja upp þennan stað, festa
hann í sessi í vitund þjóðarinnar
og styrkja og glæða tilfinningu
manna fyrir helgi staðarins og
möguleikum hans, en við höfum
ekki látið okkur detta í hug að
ráðstafa öllu í Skálholti til fram-
búðar og látum framtíðinni eftir
sinn hluta. En það er kominn tími
til þess að Skálholt fái sinn
Biskup Islands hr. SÍKurhjörn Einarsson.
Sr. Ilcimir Stcinsson rcktor Skálholtsskóla (t.h.) ok Svcinhjörn Finnsson staðarráðs-
maður.
Sr. Guðmundur Óli ólaísson (t.h.) og sr. ArnKrímur
Jónsson tfrípa í hcyskap. cn sr. Guðmundur cr mikill
hcstamaður.
biskup, að vígslubiskup sitji í
Skálholti hinu forna og Norðlend-
ingar fái sinn stól að nýju á
Hólum, en frá kirkjuþingi liggur
fyrir frumvarp um skipan vígslu-
biskups fyrir Suðurland með bú-
setu í Skálholti og aukið verksvið,
en þetta er mál sem Skálholtsfé-
lagið hafði á stefnuskrá sinni. í
fyrstunni var þessi hugmynd tabú,
en síðan þótti ýmsum ekki minna
duga en að flytja biskup íslands í
Skálholt. Það var ekki raunhæf
hugmynd. En það ætti ekki að
dragast lengi úr þessu að tillögur
þær, sem kirkjuþing hefur síðast
samþykkt um þetta, verði teknar
til greina og framkvæmdar.
Prestssetur að lögum
í desember 1963 fluttist núver-
andi sóknarprestur, sr. Guðmund-
ur Óli Ólafsson, í Skálholt, en þá
hafði ekki setið þar prestur í 167
ár, eða frá því Hannes biskup dó
árið 1796. Skálholt var annexía og
sókninni þjónað frá Torfastöðum
eða Ólafsvöllum. En í kjölfar
aukins áhuga á Skálholti, m.a.
með tilkomu Skálholtsfélagsins,
og með setningu nýrra presta-
kallalaga, er Skálholt gert að
prestssetri, og áður en presturinn
settist þar að, bjó hann á Torfa-
stöðum. Séra Guðmundur Óli er
beðinn að greina nokkuð frá safn-
aðarlífi í Skálholti:
— Þetta voru skemmtileg ár,
söfnuðurinn ungur og hér var
mikið um ungt fólk og börnin
mörg. Messuhald hafði legið niðri
lengi, en var þó búið að taka upp
að nýju hér áður en ég kom. Áður
en nýja kirkjan var bvggð, var
fyrst messað í gamaili kirkju, sem
hér stoð og síðar í kjallara húss-
ins, sem síðar varð íbúðarhús
prestsins, segir sóknarpresturinn
og ræðir síðan um Skálholt í
víðara samhengi:
Heilög jörö
— Það er oft talað um heilaga
jörð og spyrja má hvað Guð vilji
með slíkan stað gera. Heilög jörð
er þar sem Guð hefur talað við
menn, og hefur það ekki einmitt
gerzt hér? Ég svara því játandi,
það hefur gerzt í íslenzkri sögu og
með sérstæðum hætti að Guð
talar til kristinna manna á þess-
um stað fremur en annars staðar
og má minna á upphaf kristni-
boðssögunnar þegar Þangbrandur
kemur hingað. Hér hefur staðið
kirkja frá upphafi kristnitökunn-
ar og er núverandi altari byggt á
undirstöðum gamla altarisins, og
við það altari hafa heyrzt oftar en
nokkru sinni þessi orð — þetta er
minn líkami og sáttmálablóðið —
9g þannig hefur Guð opinberað sig
íslendingum hérna.
Geturðu lýst nokkrum þáttum í
starfi þínu sem sóknarprestur
hér?
— Sem sóknarprestur hér lít ég
á hlutverk mitt að bera ábyrgð á
því helgihaldi sem fram fer í
kirkjunni og predikun. Hlutverk
mitt er að standa fyrir helgihaldi,
sem hæfir staðnum. Hér hefur
verið messað nær alla sunnudaga
á sumrin og flesta aðra sunnudaga
ársins og oft fleiri en ein messa á
dag. Þetta hefur nánast komið af
sjálfu sér. Stundum hefur verið
talað um að fella niður messu, en
þá er kannski kominn einhver
hópur ferðamanna eða annarra,
og við allt helgihald hér hafa mjög
margir komið við sögu, miklu
fleiri en aðeins sóknarpresturinn.
Stóri messudagur
— Til dæmis skal þess getið, að
strax þegar Þjóðkirkjan tók við
staðnum, var haldið hér námskeið
fyrir söngstjóra og organista, sem
varð reyndar fyrirboði að öðru og
meira. Stóð fyrir því dr. Róbert
Abraham Ottósson, þáverandi
söngmálastjóri Þjóðkirkjunnar,
og hefur Haukur Guðlaugsson,
núverandi söngmálastjóri, haldið
því starfi hans áfram. En Róbert
heitinn stofnaði Skálholtskórinn,
sem fyrst söng við vígslu kirkj-
unnar. Fannst honum meiri fram-
tíð í því að stofna strax kór en að
fá aðkomumenn til að annast
sönginn við vígsluna, og var stór-
kostlegt að fá að fylgjast með
þeirri sköpun. Róbert gerði þær
kröfur til kirkjusöngs, sem ekki
hafa fallið niður síðan, og hann
hvarf yfir í gregoríanskan kirkju-
söng í þessu brautryðjendaverki
sínu hér. Margt af því sem Róbert
lét flytja hér, setur nú svip sinn á
hverja einustu hátíðarmessu í
kirkjum landsins. Tónlist hefur
líka blómstrað hér, og síðustu árin
hafa þær Helga Ingólfsdóttir og
Manuela Wiesler staðið að sumar-
tónleikum, sem hefur verið mjög
skemmtilegt framtak. Þá hélt sr.
Sigurður Pálsson vígslubiskup í
mörg ár námskeið um tíðasöng, og
hér hefur einnig komið við sögu sr.
Arngrímur Jónsson. Hafa þeir t.d.
allir aðstoðað og borið uppi Stóra
messudag, sem hér hefur verið
haldinn í nokkur ár á hverju
sumri.
Margir koma
við sögu
— Á Stóra messudegi eru jafn-
an mínar beztu stundir og hefur
mér sjaldan liðið betur en einmitt
þá. Stóri messudagur er þannig til
kominn, að mér fannst slæmt að
hér skyldi fólk streyma út og inn
virka sem helga daga, án þess að
komast í nokkra snertingu við
staðinn og helgihald. Mér datt því
í hug að fá sr. Sigurð Pálsson til
að útbúa messu sem staðið gæti
daglangt. Niðurstaðan varð þó sú,
að við skyldum halda margar
messur með ýmsu sniði sama
daginn, og hefur þetta nú verið
gert einn sunnudag í ágúst á
hverju ári síðustu 8—9 árin. Sum-
ir eru frábitnir því að hafa
altarissakramentið um hönd svo
oft sama daginn, en ég get ekki
fundið neitt athugavert við það og
tel, að menn eigi ekki að setja sig
úr færi við að koma að borði
Drottins þegar t»kifæri gefst. Og
enn vil ég minnast þess, að margir
hafa komið hér við sögu og tekið
þátt í þessu starfi öllu, þótt ég hafi
nefnt aðeins fáa, en þessum er ég
öllum skuldbundinn.
I Skálholti eru einnig sumar-
búðir og hafa þær verið reknar
með hvíldum í allmörg ár. Nú er
unnið að nokkrum breytingum á
húsnæði þeirra og er sr. Guð-
mundur Oli inntur nánar eftir
þeim:
Orlofsaðstaða
í sumarbúðum
— Með breytingum á húsnæði
sumarbúðanna er stefnt að því, að
þar verði fremur orlofsaðstaða
fyrir fjölskyldur, t.d. starfsfólk
kirkjunnar og aðra, en okkur er
ljóst, að mikil eftirspurn er eftir
þess konar aðstöðu og húsnæði
fyrir hvers kyns námskeiða- og
fundahald. Hér hafa lengi verið
reknar sumarbúðir með hefð-
bundnu sniði og börn dvalið hér
yfir sumarið, en aðstæðurnar eru
sennilega heppilegri fyrir orlofs-
búðir. Skipuð hefur verið sumar-
búðanefnd aðila í héraðinu og er
henni ætlað að sjá um reksturinn í
nokkurri samvinnu við Æskulýðs-
starf þjóðkirkjunnar.
— Skálholt hefur alltaf með
vissum hætti verið vonarland, þar
sem skráð er sagan um samskipti
Guðs og manna, baráttusaga. Og
hér má segja að kristniboð hafi
átt sína vígstöð. Sumarið 1973
kom hingað einn ávöxtur íslenzks
kristniboðsstarfs í Eþíópíu, Barr-
isha Hunde, til að vitja þessa
gamla staðar og má segja, að þar
með hafi þúsund ára hringur
kristniboðssögunnar lokast. Marg-
ir af forráðamönnum íslenzks
kristniboðsstarfs hafa líka borið
kærleika til Skálholts og mætti
nefna þá Jóhann Hannesson, Ólaf
Ólafsson og Bjarna Eyjólfsson.
Hér var í fyrra fyrsta norræna
kristniboðsmótið á landinu og
leiddi það til stofnunar íslenzks
kristniboðsfélags. Annars hefur
kristniboð oftast verið hálf-
gerð hornreka í kirkjulífinu og
okkur vantar tilfinnanlega
kristniboðsskóla, okkur vantar
aukið starf að útgáfu á kristnum
fræðum og það vantar presta-
skóla, því guðfræðideildin er
fremur vísindalegur prestaskóli,
sem vantar alla „praktík", eins og
sagt er, og það er ekki ný
hugmynd að hér verði rekin þess
konar starfsemi. Þannig mætti
lengi nefna ýmsar vonir, sem
bundnar eru við Skálholt og mætti
e.t.v. að síðustu fjalla um Skálholt
sem biskupssetur.