Morgunblaðið - 22.06.1980, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. JÚNÍ 1980
55
Þessi mynd er tekin af Jóni i
fluKtaki á ReykjavikurfluKvelli ok
er hann í aðstoðarfluKmannssæti á
nýrri sjömanna Piper Navajo-vél
foður sins, en véiin er mjóK full-
komin ok m.a. búin jafnþrýstibún-
aði.
Karlakór Hornfirðinga
syngur á Norðurlöndunum
Georg ráðinn að-
alframkvæmda-
stjóri hjá Agli
Georg Tryggvason
maður og fjármálastjóri Vest-
mannaeyjakaupstaðar en hann er
lögfræðingur að mennt.
„Ég hef haft nóg að starfa eftir
að ég hætti sem aðstoðarráðherra,
og það var ærið verk að flokka öll
þau skjöl og bréf, sem höfðu
safnast saman hjá mér meðan ég
gegndi því starfi. Ég kann vel við
þetta nýja starf og það getur verið
gott að skoða fleiri fleti á tilver-
unni, en sjálfur hef ég að mestu
verið bundinn við störf að opin-
berri stjórnsýslu til þessa," sagði
Georg.
10 ára tlug-
maður með
40 flugtíma
að baki
Feðgarnir Jón og Helgi á flugvellinum á Ilöfn í Hornafirði, Piper-vélin í
baksýn. Ljósm. Mbl. Friða Proppé.
JÓN Helgason, sem er aðeins 10 ára að aldri, á nú
þegar að baki 40 flugtíma og er líklega yngstur
hérlendra flugmanna. Ekki hefur hann þó flug-
mannsréttindi, því til þess að hljóta þau, þarf hann
að hafa náð fullra 16 ára aldri.
Jón er sonur hjónanna Jytte Marcher og Helga
Jónssonar en þau reka sameiginlega Flugskóla og
flugþjónustu Helga Jónssonar á Reykjavíkurflug-
velli. Jón hefur verið á kafi í flugvélum og ölu því
sem þeim viðkemur frá því hann man eftir sér og
varla er til sá flugvöllur á landinu sem hann hefur
ekki komið á. Hann er ákveðinn í að taka prófið um
leið og hann nær tilskyldum aldri.
HORNFIRSKIR söngmenn eru
nú í söngför á Norðurlöndunum
en Karlakórinn Jökull á Ilorna-
firði er 7 ára um þessar mundir.
Kórfélagar héidu utan á mánu-
dag og fóru þá til Drammen í
Noregi. þar sem norskir kórar
tóku á móti þeim. Kórinn held-
ur síðan til Hönefoss i Noregi
og þaðan verður haldið til
Finnlands en þar kemur kórinn
fram á miðsumarskemmtun. Að
lokum verður Danmörk heim-
sótt og fyrst farið út á Fjón í
boði kórs þar en einnig heldur
kórinn songskemmtun í Kaup-
mannahofn 26. júni n.k.
Stofnun Karlakórsins Jökuls
má rekja til umræðna á bænda-
fundi 1972. Ári síðar var kórinn
stofnaður, og fyrsti formaður
hans var Benedikt Stefánsson,
bóndi í Hvalsnesi í Lóni. Söng-
stjóri var ráðinn Sigurjón
Bjarnason, og hefur hann stjórn-
að. kórnum frá upphafi. Kórinn
hefur jafnan haldið vortónleika
eftir að hann var stofnaður og
einnig heimsótt nærliggjandi
byggðarlög og sungið þar. I vetur
var ákveðið að með hækkandi sól
og gróandi jörð, legði kórinn
land undir fót og heimsækti
söngbræður á Norðurlöndunum.
Undirleikari kórsins í ferðinni er
Guðlaug Hestnes og fararstjóri
séra Gylfi Jónsson í Bjarnanesi.
I.josm. Kinar.
Kórfélagar í Karlakórnum Jökli á Ilornafirði. Fremst á myndinni eru Sigurjón stjórnandi og Guðlaug
undirleikari en lengst til hægri í öftustu röðinni er fararstjórinn, séra Gylfi Jónsson í Bjarnanesi.
Ljósm. Kmilia
Feðgin fögnuðu
UM síðustu helgi og á 17. júni
var fjölmenni saman komið á
Akuieyri til að fagna 100 ára
afmali norðlenska skólans og
nýstúdentum. Feðgin á mynd-
inni fögnuðu í senn afmæli og
nýjum áfanga eins og Mennta-
skólinn á Akureyri. Séra Sig-
urður K. Guðmundsson prest-
ur á Grenjaðarstað fagnaði að
þessu sinni 10 ára stúdcntsaf-
madi en dóttirin. Steinunn
Sigurðardóttir, lauk í vor
stúdentsprófi frá M.A. Þó
skólalífið hafi tekið verulegum
breytingum á siðustu 10 árum
eins og annað í þjóðfélaginu,
eiga þau sjálfsagt eins og fleiri
GEORG Tryggvason, fyrrverandi
aðstoðarmaður Magnúsar H.
Magnússonar. heilbrigðis- og fé-
lagsmálaráðherra. hefur vcrið
ráðinn aðalframkvæmdastjóri
Egils Vilhjálmssonar h.f. Jafn-
framt hefur sú breyting verið
gerð á skipulagi fyrirtækisins að
Sigurður Egilsson verður nú
framkvæmdastjóri fjármálasviðs
og Matthías Guðmundsson fram-
kvæmdastjóri rekstrarsviðs.
„Þeir, em taka að sér störf
aðstoðarráðherra ganga vitanlega
að því að starfinu geti lokið
snögglega," sagði Georg, „en að-
staða manna getur verið misjöfn.
Sumir koma úr föstum stöðum,
sem þeir geta haldið opnum með-
an þeir gegna starfi aðstoðarráð-
herra og lenda því ekki út á
köldum klakanum."
Georg sagði, að hann hefði rétt
nýlega verið fluttur til lands frá
Vestmannaeyjum, þegar hann
réðst sem aðstoðarmaður Magnús-
ar. í Eyjum var Georg bæjarlög-
Fékk bók í
verðlaun frá
Islandsvini á
Nýja-Sjálandi
GYLFI Zoéga náði bestum
árangri á grunnskólaprófi
í Hagaskóla vorið 1979, og
í vetur stundaði hann nám
í Menntaskólanum í
Reykjavík. Það var því
farið að fyrnast yfir
grunnskólaprófið, þegar
Birgir Möller, forsetarit-
ari hringdi í hann og bar
honum þau skilaboð, að
hann ætti að mæta á
skrifstofu forseta íslands
til að veita viðtöku bóka-
gjöf vegna árangurs hans
á grunnskólaprófinu.
Reyndist þarna vera um
Nýr hæsta-
réttarlög-
maður
NÝLEGA fékk Tómas Gunn-
arsson leyfi til málflutnings
fyrir Hæstarétti. Tómas er
fæddur í Reykjavík árið 1937 og
lauk prófi í lögfræði frá Háskóla
íslands 1963. Að loknu námi
varð hann fulltrúi í fjármála-
ráðuneytinu og síðar starfaði
hann hjá rannsóknardeild ríkis-
skattstjóra. Á árunum 1967 til
1969 starfaði hann hjá endur-
skoðunardeild S.Í.S. en prófi sem
löggiltur endurskoðandi lauk
hann í desember 1969 og prófi í
viðskiptafræðum við Háskóla ís-
lands vorið 1971. Frá 1970 hefur
Tómas rekið lögmanns- og end-
urskoðunarskrifstofu í Reykja-
vík.
ógleymanlegar gleðistundir úr
skólanum. Steinunni varð ein-
mitt að orði í viðtali við
Morgunblaðið á fimmtudag.
að það væri helst sér leiddist
að vera búin.
að ræða bókagjöf íslands-
vinarins, H. Zonderop frá
Nýja-Sjálandi og var það
fögur litmyndabók um
Nýja-Sjáland. Myndin var
Ljósm. Emilía.
tekin, þegar Gylfi veitti
bókinni viðtöku úr hendi
dr. Kristjáns Eldjárns,
forseta Islands, fyrir
skemntstu.
ffclk f
fréttum