Morgunblaðið - 22.06.1980, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 22.06.1980, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. JÚNÍ 1980 45 Fjölmennt skátamót í Krýsuvík UM SÍÐUSTU helgi stóð skátafé- lagið Hraunbúar i Hafnarfirði fyrir vormóti skáta. Er þetta í 40. skipti sem slíkt mót er haldið. Síðdegis á fimmtudag 5. júní fóru skátar að flýkkjast að mót- stað. Voru sumir langt að komnir svo sem skátar frá Sauðárkróki frá skátafélaginu Eilífsbúum. í glansandi sólskini var svo unnið að ýmsum útilegu og tjald- búðarstörfum næstu daga. Undir- búningur á staðnum hafði verið mikill af hálfu skáta úr Hafnar- firði og komu eldri skátar sér- staklega úr St. Georgs gildinu til aðstoðar. Landsvæðið sem skát- arnir fengu til afnota var allt girt. Var ákveðið að planta 2000 trjá- plöntum meðan á skátamótinu stóð. Var þessum verkefnum vel tekið af hinum ungu skátum sem voru þarna í meirihluta. Margir að fara í sína fyrstu útilegu. UM 600 skátar tóku þátt í mótinu auk töluverðs fjölda að- standenda og gamalla skáta, sem dvöldu í fjölskyldubúðum. A laugardag var tekið á móti gestum og komu margir til að sjá hvernig skátar starfa í tjaldbúð- um. Um kvöldið var stærsti varðeld- urinn og voru þar um 1000 manns samankomnir, þá afhenti Páll Gíslason skátahöfðingi Eiríki Jó- hannessyni úr Hraunbúum eitt æðsta heiðursmerki skáta Skáta- kveðjuna, en Eiríkur hefur verið starfandi skáti af óþreytandi sam- viskusemi og alúð yfir 30 ára tímabil og var honum af öllum þökkuð þessi mikilvægu störf í þágu skátahreyfingarinnar. Hafnfirskir skátar hugsa sér að koma upp fjölbreyttri aðstöðu til tjaldbúðastarfa og útiveru í Krýsuvík og ætla að rækta landið svo að það verði ennþá fegurra en það er nú. Mótstjórn skipuöu nú: Albert Kristinsson, Jón Kr. Jóhannesson, Egill Strange, Ásgeir Úlfarsson, Þorvaldur Hallgrímsson, Lárus J. Guðmundsson, Sigurður Bald- vinsson og Ingólfur Arnarson. Var það allra mál að skátamótið hefði tekist hið besta og allir héldu heim með góðar minningar um glaðvært útilíf í fallegu um- hverfi og góðu veðri. PG Styrkveitingar úr Dansk-ís- lenska sjóðnum DANSK-íslenski sjóðurinn helur ákveðið á fundi. sem nýlega var haldinn i Kaupmannahöfn. að veita nokkra styrki til að efla menning- arleg samskipti landanna og vis- indastarfsemi. Upphæð þessara styrkja nemur alls 15.500 d.kr. Eftirtaldir aðilar hlutu styrk. 1. Styrkir til eflingar menningar- legra samskipta. d.kr Guðmundur Ásgeirsson 500.- Thor Rögnvaldsson 500.- Elín Rafnsdóttir 500.- Hákon Leifsson 500.- Auður Hauksdóttir 500,- Anders P. Pedersen 3000.- 2. í vísindalegum tilgangi. Islensk-danskur orðabókarsjóður til ljósprentunarútgáfu á íslensk- danskri orðabók d.kr. 10.000.- Danska sendiráðið Reykjavik 11. júní 1980 Páll Gíslason skátahöfðingi afhendir Eiriki Jóhannessyni Skátakveðj- Frá gróðursetningunni á skátamótinu. una. SKEMMTILEG SUMARHÚS Eitt mun örugglega henta yður It\ ■ 'I ./ : >U, ■; •< 50m2 ""'('oiAiti, v- 38m2 Nú getum við bodid úrval glæsilegra sumarhúsa í öllum stærdum, sem þér getið fengið á ýmsum byggingarstigum. En vinsælust eru frágengin hús, því þá er allt innifalið og ekkert annað eftir en að flytja inn. Kynnið ykkur verð og gæði húsanna, því að hér er um einstakt tækifæri að ræða. LAND UNDIR SUMARHÚS Félög og fvrirtæki ættu að athuga að við getum boðið stórt land undir sumarhús á fallegum stað við Laugarvatn. Sumarhúsasmíði Jóns Smiðjuvegur 42, sími 71810 — Jón: 75642 - Sölumaður: Kristján Ásdal, sími 81476.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.