Morgunblaðið - 22.06.1980, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 22.06.1980, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. JÚNÍ1980 37 „Næg og góð dagvistar- heimili fyr- ir öll börn“ STOFNFUNDUR foreldra- samtaka barna á dagheimilum og leikskólum í Reykjavík var haldinn að Sunnuborg. Sól- heimum 19. hinn 22. mai sl. Fundurinn lýsti yfir fullum stuðningi við barnaárskröfur A.S.Í. í væntanlegum kjara- samningum og skorar á samn- inganefnd A.S.Í. að víkja hvergi frá áðurmótuðum kröfum. For- eldrasamtökin viðurkenna kröf- ur starfsfólks á dagvistarheim- ilum, að hækka þurfi laun til muna og nauðsynlegt sé að fóstrur fái ákveðinn undirbún- ingstíma viðurkenndan, sem verði m.a. nýttur til aukins samstarfs við foreldra. Fundur- inn lýsti yfir ánægju sinni með loforð ríkisstjórnar og borgar- stjórnar um stórátak í byggingu og rekstri dagvistarheimila. Á fundinum voru einnig sam- þykkt lög og stefnumarkmið samtakanna, og tilnefndir full- trúar í Framkvæmdanefnd For- eldrasamtakanna. Aðalfulltrúar eru: Kristín Magnúsdóttir, Hamraborg, Elín Edda Árna- dóttir, Dyngjuborg og Erla Gunnarsdóttir á Grænuborg. Varafulltrúar: Guðrún Gunn- arsdóttir Múlaborg, Guðbjörg Halldórsdóttir Ösp, og Guðbjörg Sigurðard. Hagaborg. Kjörorð samtakanna er „Næg og góð dagvistarheimili fyrir öll börn.“ honum vel; sem gamanvísnas- öngvari er hann orðinn sígildur. Lárus Ingólfsson er sjaldgæfl- ega skemmtilegur maður í góðum hópi, hefur leiftrandi frásagnarg- áfu og er sjóður af spaugiiegum sögum. Eiginlega dygði ekki að gefa út bók sem héti Sögurnar hans Lassa, menn þurfa að heyra hann sjálfan segja þær með sín fjörlega tónfalli og oft skrigilega orðavali. Lárus hefur átt við heilsuleysi að stríða að undanförnu og því hefur hann minna verið á fjölun- um en áður. Mín afmælisósk er sú að hann hressist brátt og taki við að skemmta okkur og gleðja á ný með list sinni. Sveinn Einarsson. búningateikningum; má ég bara nefna nýlegt dæmi: María Stúart, eða þá ýmis íslensku verkin. En Lárus á marga strengi á sinni hörpu. í Kaupmannahöfn var hann við leiklistarnám m.a. hjá engum ómerkari kennara en Holger Gabrielsen og eitthvað lék hann úti, en hér heima er hann búinn að vera á sviðinu í bráðum hálfa öld. Margra hlutverka má minnast, ekki síst kátlegra, því að þar á Lárus þennan sjaldgæfa neista, en honum er heldur ekki varnað alvörunnar. Má ég nefna tvö dæmi um þessar tvær hliðar: Frosch í Leðurblökunni og Arngr- ímur holdsveiki í Fjalla-Eyvindi. Tónnæmi Lárusar og frumlegt skopskyn hafa ekki síður dugað Verið velkomin STUÐNINGSMENN Lárus Ingólfsson — Afmæliskveðja Einn af ágætustu listamönnum hins íslenska leikhúss, Lárus Ing- ólfsson, er 75 ára í dag. Hann er fæddur hér í Reykja- vík, fór ungur í listnám hjá Guðmundi Thorsteinssyni og Rík- harði Jónssyni, hélt síðan utan, nam leikmynda- og búningagerð í Kaupmannahöfn, sömuleiðis tísk- uteikningar og starfaði að hvoru tveggja, m.a. var hann fastur starfsmaður á Konunglega leik- húsinu og gerði þar sína fyrstu sjálfstæðu leikmynd, það var Galdra-Lotfi 1931; gerði síðan leikmyndir fyrir fleiri leikhús í Höfn. 1933 kom Lárus heim og réðst til starfa hjá Leikfélagi Reykja- víkur. Gerði síðan leikmyndir og teiknaði búninga fyrir flestar sýn- ingar Leikfélagsins í hálfan annan áratug. Við opnun Þjóðleikhússins réðst Lárus til starfa þar og var fyrirleikmyndateiknari hússins í 25 ár eða þar til fyrir 5 árum er hann lét af störfum fyrir aldurs sakir. Það fer því líkum að starf Lárusar á sínu sviði er gríðarlega mikið að vöxtum. Enginn íslensk- ur listamaður mun hafa búið út jafn margar leiksýningar og stundum finnst manni eins og afköst hans hafi verið með ólík- indum. En nú er magn ekki nema einn mælikvarði, annar er gæði, mun sumun þykja sem meira skipti. Mörg sviðsverk Lárusar Ingólfssonar eru í hóði þess besta sem gert hefur verið af þeim toga hér á landi. Þessar myndir eru mjög fjölbreytilegar, verkin auð- vitað ólík og lausnirnar ólíkar; hið persónulega birtist þar í næml- eika og hreinleika, sem stundum var nánast barnslegur og tær, í öruggu handbragði og valdi á mörgum stíltegundum. Lárus var frumherji og bar lengi höfuð og herðar yfir þá sem við leikmynd- agerð fengust á íslandi. Og spurn- ing er hvort hann hefur enn þann dag í dag fundið sinn jafningja í KOSNINGAHAríÐ stuóningsmanna Guólaugs Þoivaldssonar i LAUGARDALSHÖLL mánudag 23.júni kl.21 Lúðrasveit Reykjavíkur leikur á sviði frá kl. 20.30. Stjórnandi Eyjólfur Melsted. DAGSKRÁ: Kl. 21.00 Hátíðin sett: Jón Sigurbjömsson. Ávörp: Ásgeir Pétursson, bæjarfógeti. Auður Auðuns, fv. alþingismaður. Eiður Guðnason, alþingismaður. Eysteinn Jónsson, fv. ráðherra. Margrét Margeirsdóttir, félagsráðgjafi. Ólafur H. Jónsson, handknattleiksmaður. Séra Ólafur Skúlason, dómprófastur. Sigurjón Pétursson, forseti borgarstjómar. Steinunn Sigurðardóttir, bankamaður. Guðlaugur Þorvaldsson og Kristín Kristinsdóttir. Einsöngur: Guðrún Tómasdóttir Undirieikari: Ólafur Vignir Albertsson Kvartett: Elín Sigurvinsdóttir, Friðbjöm G. Jónsson, Halldór Vilhelmsson og Ruth Magnúsdóttir. Undirleikari: Ólafur Vignir Albertsson Karlakór Reykjavíkur, stjómandi Páll P. Pálsson. 18 manna hljómsveit „BIG BAND“ leikur: Stjómandi Reynir Sigurðsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.