Morgunblaðið - 22.06.1980, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 22.06.1980, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. JÚNÍ 1980 63 Aðalfund- ur Presta- félags Islands MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi fréttatilkynning frá Prestafélagi íslands. Prestafélag íslands heldur aðal- fund sinn mánudaginn 23. júní n.k. og hefst hann kl. 2 síðdegis í Safnaðarheimili Bústaðakirkju. A dagskrá eru venjuleg aðalfund- arstörf, en nýmæli er það, að kirkjumálaráðherra, Friðjón Þórðarson mun koma á fundinn og flytja ávarp, auk þess sem hann og Baldur Möller ráðuneytisstjóri munu kynna sér viðhorf presta og ræða við þá. Er mikil óánægja í stéttinni með það, að sum ákvæði aðalkjarasamnings ríkisins við opinbera starfsmenn eru ekki lát- in ná yfir sóknarpresta, og einnig finnst prestum það óréttlátt, að þeir einir ríkisstarfsmanna séu látnir standa straum af rekstri embætta sinna og skrifstofuhaldi. Á fundinum munu ýmsar starf- andi nefndir gefa skýrslu, og verður þar m.a. fjallað um mál fyrrverandi sóknarpresta, um embættisbúnað presta og útgáfu á hugvekjum þeirra. Þá verður rætt um Kirkjuritið og ritnefnd þess gefur skýrslu sína. Auk sóknarpresta og prest- vígðra starfsmanna kirkjunnar eru fyrrverandi prestar og guðfræðikandidatar í Prestafélagi Islands og sækja fundi þess. Formaður Prestafélags íslands er séra Ólafur Skúlason, dómpróf- astur. Hefur hann lýst því yfir að hann gefi ekki kost á sér til endurkjörs. Hann hefur verið formaður félagsins síðastliðin sex ár og í stjórn hefur hann setið í áratug. Áskorun á rík- isstjórn og Alþingi um brúun Hólsár Sýslunefnd Rangárvallasýslu hélt aðalfund að Skógum undir Eyjafjöllum. dagana 11. til 13. júní sl. Á þessum fundi komu mörg hagsmunamál til umræðu, og má þar helst nefna málefni sauðfjárveikivarna. en ljóst er að efla þarf varnir sýslunnar. Sam- þykkt var á fundinum að senda inn á hvert heimili sýslunnar bækling til kynningar á nauðsyn varna í þessum efnum. Á fundinum var samþykkt að fela sýslumanni og starfsliði bygg- ingarfulltrúa Suðurlands, að vinna að tillögum um nýskipan byggingareftirlits í sýslunni eftir tilkomu nýrra laga. Um vegamál var sú samþykkt gerð að skora á Alþingi og ríkisstjórn að hlutast til um að Hólsá verði brúuð, þar sem beinust er lína milli Þykkva- bæjar og Vestur-Landeyjahrepps. Að lokum var svo samþykkt að kjósa í nefnd þá Böðvar Bragason sýslumann, Albert Jóhannsson oddvita og Eggert Haukdal al- þingismann og oddvita, sem eiga að hafa það markmið að styðja Vestur-Skaftfellinga við fram- gang þess, að hafnargerð við Dyrhólaey verði að veruleika. f KAUPMENN- VERSLUNARSTJÓRAR AVEXTIR IKUKHAR appelsínur, epli rauð, epli græn, grapealdin, sítrónur, perur, vatnsmelónur, gular melónur, krisuber, ananas, bananar. EGGERT KRISTJANSSON HF Sundagörðum 4, sími 85300 i Ferðalán -léttari greíðslubyrði! Sýndu fyrirhyggju i fjármálum og vertu með i Spariveltunni. Ef þú ert einn hinna mörgu, sem láta sig dreyma um ferðalag í sumarleyfinu, þá ættirðu að kynna þér hvað Spariveita Samvinnubankans getur gert til að láta draum ^ þinn rætast. Það er engin ástæða til að láta fjárhagsáhyggjur spilla ánægj- unni af annars skemmtilegu ferðalagi. Hagnýttu þér þá augljósu kosti, sem Sparivelta Samvinnubankans hefur fram að bjóða. Með þátttöku í Spariveltunni getur þú létt þér greiðslubyrðina verulega og notið ferðarinnar fullkomiega og áhyggjulaust. Þátttaka í Spariveltunni er sjálfsögð ráðstöfun til að mæta vaxandi greiðslu- byrði í hvaða mynd sem er, um leið og markviss spamaður stuðlar að aðhaldi og ráð- deildarsemi í fjármálum. Komdu við í bankanum og fáðu þér eintak af nýja upplýsingabæklingnum um Spariveltuna, sem liggur frammi í öllum afgreiðslum bankans. Vertu með i Spariveltunni og lánið er ekki langt undan! Samvinnubankinn og útibú um land allt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.