Morgunblaðið - 22.06.1980, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 22.06.1980, Blaðsíða 6
38 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. JÚNÍ1980 Ungur Parísarbúi í góöri vellaunaóri stöóu, á ekki í mörg hús aó venda, et hann œtlar aö stofna heimili. Verö á húsnsaöi í heimsborginni er oröið svo svimandi hátt, aö einungis ríkt fólk hefur efni á aó eiga þar íbúö ellegar fólk meó svo lágar tekjur, að þaó geti fengið lán fyrir atbeina ríkisins, en samt látiö enda ná saman. Veró fyrir hvern fermetra af nýbyggóu húsnœöi í París hækkaöi á síöasta ári um 27% og er nú oróiö rúmlega hálf milljón ísl. króna. Samkvæmt upplýsingum frá frönsku banka er útilokaö fyrir fólk aö sækja um veölán til kaupa á 100 fermetra, fjögurra herbergja íbúó, nema þaó hafi innan vió hálfa milljón í tekjur á ári. Byggingariðnaðurinn í París hefur dregizt mjög saman og þar komast aöeins 3 þúsund íbúðir í gagniö nú í sumar. Þá hafa gamlar íbúóir stórhækkað í veröi vegna verðbólgu og samdráttar í byggingu íbúóarhúsnæöis og er nú verö á gömlum íbúöum litlu lægra en verö á nýjum. Húsnæöi í 16. hverfi, er liggur milli árinnar Signu og Bologne skógar, þar sem efnaöar millistóttafjölskyldur hafa lengi hreiöraö um sig, er nú oróió alltof dýrt fyrir aöra en forríka menn. Fasteignasalar segja, aö gagnvart þeim, sem þverskallast viö aó flytjast út í úthverfi, sé öll Parísarborg orðin eitt allsherjar 16. hverfi. íbúöir uppi í hanabjálkum í lítt eftirsóttum hvefum hafa rokið út við geypiverði. En þaó er ekki aðeins húsnæöi í París, sem stígur í verói. Þaö er ekki lengur nein lausn fólgin í því að flytjast suöur á bóginn til Miöjaröarhafsborganna Nissa og Marseille, því aö þar hefur verö á íbúöarhúsnæði einnig hækkaó svipað og í París. Ástandió í París á sór m.a. þær orsakir, aö Giscard forseti stöövaói áætlun Pompidous heitins um byggingu nýtízku íbúöarhúsnæðis í borginni. Giscard vildi draga úr aukningu íbúafjölda í borginni og fleiri skýjakljúfar samkvæmt áætlun Pompidous munu ekki rísa af grunni. Afleiöingarnar eru m.a. þær, aó fátt er um úrræöi í húsnæðismálum. Aó sönnu hefur þessi stefnubreyting haft þær afleióingar aö borgin er aftur aó fá sitt gamalkunna og hlýlega svipmót. En afleióingarnar eru líka þær, aö leigjendur hafa hrakizt á brott, því aó þeir hafa ekki bolmagn til aó greiöa stórhækkaöa húsaleigu af völdum húsnæöiseklu. Ríkisstjórnin reynir aö koma í veg fyrir þaó, aó verkafólk flytjist í stórhópum á brott úr borginni, með því aó hafa eftirlit meö húsaleigu á 400.000 íbúöum og bjóöa húseigendum aóstoö viö endurnýjun á húsnæóinu gegn því aó leigugjald veröi ekki látið hækka úr hófi. Parísarbúar eru að vísu ánægóir meó, aó borgin þeirra er smám saman aö veróa þægilegri og meira í anda fornra frægöardaga. En um leið óttast þeir, aö hún veröi aöeins borg ríka fólksins og þeirra sem tókst aó koma sór þar fyrir, áöur en verðlagið tók aö hækka. —ROBIN SMYTH Miðjarðar- hafið er mor- Miðjarðarhafið hefur lengi ver- ið talið ein mesta forarvilpa ver- aldar, en nú eru uppi ráðagerðir um að gera þar gagngera hreins- un. Næsta áratug er ætlunin að verja fjárhæðum, er skipta þús- undum milljarða til þess að stemma stigu við mengun á hafinu og við strendur þess. Átján ríki eiga lönd að Miðjarð- arhafi, og þar af samþykktu 15 að taka höndum saman um þessa ráðagerð. Egyptaland, Sýrland og Albanía vildu ekki taka þátt í framkvæmdinni. Um langt árabil hefur verið leitað hófanna um samstöðu ríkjanna að þessu, en að áliti sérfræðinga, er nauðsynlegt að hefjast handa þegar í stað, að öðrum kosti kann svo að fara, að allt líf í hafinu deyi út. Milljónir ferðamanna dvelja ár- lega við strendur Miðjarðarhafs- ins í orlofum. Víða er mengunin orðin svo mikil, að ferðamanna- iðnaðurinn hefur staðið í stað. Ríkin 15 hafa sett sér það markmið að úr menguninni verði dregið um 85%. Einkum á að ráðast gegn því, að alls konar úrgangsefnum úr iðnaði, olíu svo og lífrænum efnum verði tak- markalaust veitt út í hafið. Mengunin í Miðjarðarhafi hefur aukizt með ári hverju. Fiskstofn- um hefur fækkað, sjúkdómar auk- izt og víða er ástandi svo háska- legt, að líf í hafinu virðist vera að lognast út af. — Ef stórt olíuflutningaskip strandaði og 200.000 tonn af hrá- olíu streymdu út í Miðjarðarhafið, er ekki að spyrja að leikslokum, — segir í spænska vikuritinu E1 Pais Semanal. Hér eru aðeins rakin nokkur dæmi um það, sem á sér stað við Miðjarðarhafið: ★ Árlega rennur mikið af olíuúr- gangsefnum þangað, og allt að 6000.000 tonn af hreinni olíu. ★ Meðfram ströndinni Costa Azul fara árlega út í sjó 450 tonn af lífrænum úrgangsefnum á hvern ferkílómetra að jafnaði. Þetta er líka þéttbýlasta svæðið við Miðjarðarhafið. ★ Rannsóknaskipið Atlantis 11 hefur fundið 500 ltra af tjöru á hvern kvaðratkílómetra við Suður-Ítalíu. ★ Við ýmis stórfljót, t.d. Rhone í Frakklandi, Pó á Ítalíu og Ebro á Spáni, eru kjarnorkuver og stór iðnfyrirtæki. Úrgangsefnin fara beint út í árnar og þær bera þau með sér út í Miðjarð- arhafið. ★ Sums staðar við Miðjarðarhaf er kvikasilfursmagn í fiski tvisvar til fimm sinnum meira en leyfilegt er samkvæmt regl- um alþjóðaheilbrigðismála- stofnunarinnar. ★ Spænska tímaritið Ciudadano lét nýlega framkvæma rann- sókn er leiddi í ljós, að við ýmsar strendur Miðjarðarhafs- ins er tífalt meira af sýklum en eðlilegt er talið. Sérfræðingar hafa komizt að raun um, að taugaveiki- og kóleru- faraldur á oft rætur að rekja til mengunar í Miðjarðarhafinu. Til dæmis þar um má taka kólerufar- aldurinn á Ítalíu á miðjum síðasta áratug, þar sem skaðvaldurinn reyndist vera skelfiskur úr Napolíflóa. Ýmsir aðrir sjúkdóm- ar, þ.á.m. húðsjúkdómar, hafa reynzt stafa af menguninni í Miðjarðarhafi Margvíslegar ástæður liggja til þess, að Miðjarðarhafið er orðið svo mengað sem raun ber vitni. Þeir sem stunda iðnrekstur þar í grennd kæra sig kollótta um umhverfisvernd. Olíuflutninga- skip losa þar úrgangsefni í stórum stíl án þess að nokkur verði var við. Þá hafa hótel víða sprottið upp eins og gorkúlur, án þess að gerðar hafi verið viðunandi ráð- stafanir í holræsamálum. Ferðamönnum þykir mengun þessi að sönnu mjög hvimleið og margir forðast Miðjarðarhafið vegna hennar. Þeir sem þar búa eiga erfiðara um vik. En verst er aðstaða sjómanna. Fiskveiðar ganga verr með hverju árinu sem líður. I raun réttri er hér um að ræða vistfræðilega keðjuverkun, sem á sér stað á mörgum stöðum. Svif og smáfiskur mengast af blýi, kvika- silfri og öðrum eiturefnum. Sumir drepast, en stærri fiskar éta aðra, sem annað hvort drepast eða menga út frá sér, og þannig koll af kolli, þar til mengaður fiskur er orðið daglegt brauð þeirra manna, sem við Miðjarðarhafið búa. En nú á sem sé að gera tilraun til að hreinsa Miðjarðarhafið. Samþykktir í umhverfisvernd- armálum verða víðtækari og reynt verður að hafa eftirlit með því sem losað verður í hafið. Sem fyrr segir munu ríkin 15 öll verja stórum fjárfúlgum til verksins og haldnir verða reglulegir fundir. Menn virðast loks hafa gert sér ljóst, hversu mikið er í húfi. — Jan Erik Smilden. AFGANISTAN Skæruliðar í hellismunna: viðbjóösleg grimmd á báða bóga. Kjósa sjálfs- morð fremur en uppgjöf Rússar „kjósa sjálfsmorð fremur en uppgjöf“. Ekki reynir á Genfarsáttmálann um meðferð stríðsfanga í stríðinu í Afganistan milli Kabúl-stjórnarinn- ar, sem Rússar styðja. og íslamskra uppreisnarmanna. Bandariskur sérfrseðingur í mál- efnum Afganistan, Louis Dupress prófessor. segir: „Hvorugur aðili tekur yfirleitt fanga. Uppreisnar- mennirnir skjóta rússneska her- menn og hermenn afgönsku stjórn- arinnar umsvifalaust, og þá sjaldan þeir taka Rússa til fanga. lífláta þeir hann innan fárra daga. Uppreisnarmaður, sem sér fram á að verða tekinn fanginn. kýs heldur að deyja í bardaga. en að láta óvinina ná sér á iífi. Heiður af- gansks ættflokks krefst þess, að félagar hans í skæruliðahópnum leggi líf sitt að veði til að bjarga honum. Grimmdarleg manndráp hafa alltaf tíðkast meðal ættflokkanna í Afganistan. Árið 1842, í fyrsta Afganstríðinu, drápu Afganir 4000 breska og indverska hermenn og fjölskyldur þeirra á undanhaldinu frá Kabúl í austurátt á leið þangað sem nú er Pakistan.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.