Morgunblaðið - 27.06.1980, Síða 6

Morgunblaðið - 27.06.1980, Síða 6
38 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. JÚNÍ1980 sér verði kalt og að öilum kunni að verða kalt, hún heimtar húsaskjól, eða a.m.k. meira af værðarvoðum — hestburði af værðarvoðum eða hús. Hvar er nú Álafoss og Sigurjón? Talað er um, að hinir dönsku stúdentar vilji hverfa aftur til Reykjavíkur og það samstundis. — En þetta er allt orðum aukið. Ég hitti ljóshærðan kvenstúdent sunnan af eyjunum dönsku. Hún hafði aldrei á ævi sinni legið í tjaldi. Hún kvaðst vilja ganga sér sprett meðan allt væri að komast í samt lag. Hún vildi enga óánægju heyra. Og Svíarnir voru í engum efa um, „at det vilde gá bra“. Þeim fannst alveg ótrúlegt, að nokkur baktería gæti þrifizt í svo hreinu lofti sem í Hvannagjá. Og nú komu heilar lestir af stúdentum með værðarvoðir handa öllum frökenum Morgen- sen. Og þegar ég sneri úr Hvanna- gjá, mætti ég Páli Einarssyni hæstaréttardómara í brekkunni, með stúdentshúfu. Hann ætlaði að vera ungur í annað sinn — og nátta sig, þar sem æskan réði ríkjum. — Liðið var fram yfir miðnætti, er ég sneri aftur í tjaldborgina. — Skvaldur var þá allt úti í tjöldun- um, og einstaka hæg svefnhljóð skiptust á við vellið í spóunum, er svifu yfir Leirurnar í næturkyrrð- inni. Klukkan er að ganga 3. Nú er orðið kyrrt í söiuhverfinu á „kast- alanum". Síðustu símritararnir að fara úr símatjaldinu. Öll af- greiðsla hætt. Allt í lagi. Hvíld og fullkominn friður á að ríkja yfir Þingvöllum í nokkrar klukku- stundir. Þúsundirnar sofa. Klukkan 5V4. Ógleymanlegur morgunn. Ég hafði lánað allar værðarvoðirnar — sem betur fór — og vaknaði liggjandi á legubekk — þ.e.a.s. bekk, sem annars er notaður til þess að sitja á. Ég reyndi að hugsa um allt, sem hlýtt er og yfirvinna hrollinn, en það tókst ekki, svo að ég velti mér af bekknum. Bjart veður. Guði sé lof. Blæja- logn á Þingvallavatni. Sól í Sandey, og skýjarof yfir Skuggabjörgum. Hve oft, óendan- lega oft, skyldu menn, þúsundir, hafa vaknað með hroll á Þingvöll- um? — En hér var skjót heilsubót í vændum. Ég brauzt inn í eitthvert blessað Bjarnheiðartjald, þar sem stóðu „prímusar" í löngum röðum, og konur voru vaknaðar til starfa. gáði til veðurs. Síðan fóru menn að komast á kreik smátt og smátt. Einna fyrstur var Sigfús Einars- son söngstjóri. Hann vildi ganga úr skugga um að allur undirbún- ingur væri í lagi. En í tjaldi 73 svaf maður á sínu græna eyra — svaf eins og sá, sem góða samvizku hefur. Það var Magnús Kjaran. „Góðan daginn Magnús bóndi." Magnús reis upp skjótt. Hann hafði sofið í þrjá tíma og var það lengsti dúr, sem hann hafði lengi fengið. Við tölum um veðrið, þetta allsendis óákveðna atriði í hátíð- ardagskránni, og það eina, sem Magnús átti ekki að sjá um að neinu leyti. Klukkan er að ganga 8. Fólks- straumurinn er byrjaður niður í Almannagjá sem stríð og stöðug elfa, áfram og áfram óslítandi. Margir skunda upp á Leirur með pjönkur sínar, en mæta þá fólksstraumnum ofan að. Hátíðin er að byrja. Nokkrir létu hugfallast Svo sem sjá má af dagskrá Alþingishátíðarinnar hófst hún með guðsþjónustu í Almannagjá, en að henni iokinni gengu menn að Lögbergi til að hlýða á setningu hátíðarinnar. Var ætlunin að mannfjöldinn gengi þangað fylktu liði, hver undir sínum héraðsfána, en nokkuð fór það úrskeiðis þar sem margir þekktu ekki merki Magnús Kjaran framkvæmda- stjóri hátíðarinnar. Fyrsti dagur hátíðarinnar. Fyrsti dagurinn var aðaldagur liátiðarinnar. Dagskráin þann dag var þessi: Dagskráin. Funmtuilafnir 26. júní. Kl. 9 Guðsþjónusta í Almannagjá við Öxarárfoss. 1. Sunginn sálmurinn: Víst ert þú, Jesú, kóngur klár. 2. Bisktip prédikar. 3. Sunginn 6álmurinn: Fuðir andanna. kl. 9V» Liighergsganga: Mcnn safnast saman undir héraðafánum á Völluntim stiðtir af Gróðrar- stoðinni og ganga þaðan í fylkingti til lÁigbergs. Lúðrasveit í farar- hrodtli, |>á konungur, ríkisstjórn og forsetar Alþingis, gestir og al- fiingismenn, biskup og prestar og loks ha'jar- og svslufélög, eftir slaf- rófsröð. kl. 10’*llátíðin hefst: L Þingvallakóriini eyngur: ó, guð vors lands. (Söngstjóri: Sigfús Ein- arsson). 2. lorsætisráðherra setur hátíðina og b>ðtir gesti velkomna. •L kórinn syngur fyrri hluta hátíðarljóðanna. (Söngstjóri: Pall ísólfs- son). kl 11‘j f undur í sameinuðu Al|>ingi: L Konungur kveður Alþingi til funda. 2. Forseti sameinaðs þings flytur hátíðarræðu. Að loknum jiingfundi sunginn síðari hluti hátíðarljóðanna. Kl 13 Máltíð. Kl. 13 Fulltrúar erlendra þinga flytja kveðjur að Lögbergi. Kl 10 - SauiMÍngur. (Söngstjórar: Jón HaililórsRoii og IVill ísólfsson). ‘ 'K'a.Alþingi liefur boð inni. K 21 Llandsglíma. Annar dagur. Dagskrá. Föstudagur 27. júní. kl. 10 Forseti neðri deildar: Minni íslands að Lögbergi. Lcikið á cftir: ó, guð vors lands. kappreiðar undir Ármannsfelli. kl. 12 Þingfundur. kl. 13 Máltíð. kl. 15 Vcstur-íslendingum fagnað að Lögbergi. Forseti efri deildar flytur ávarp. Guðin. (rrímsson dómari flytur kvcðju fyrir hönd Vestur-lslcndinga. M. I .V* Liigsögtunannskjör á Alþingi 930. iSt'.guleg sýning. Lcikstjóri: llaraldur Björnsson). kl. I(»' •» Sumsöngur. (Söugstjórar: Jón Ualldórsson, Páll ísólfsson og Sigfús Einarsson). kl. 13' 2 Kíkisstjórnin hefur boð inni. 16 stúlkur úr lþróttafélagi Reykjavíkur og 16 piltar úr Glímufélaginu Ármanni. (Stjórncndur: Björn Jakohsson og Jón Porsteinsson). kl. 21 Fimleikasýning. Þriðji dagur. Dagskrá: Laugardagur 28. júní. Kl. 9/4 Sérstök ávörp og kveðjur að Lögbergi. Kl. 1114 Þigfundur. Þinglausnir. Kl. 13 Máltíð. Kl. 15 fþróttasamband íslands: Hópsýning. (Stjórnandi: Jón ÞorRteinsson). Kl. 16 Landskórinn. (Samband islenzkra karlakóra. Stjórnandi: Jón HalldórsRon). Kl. 18 Máltíð. Kl. 20 Forsætisráðherra lýsir hátíðinni slitið að Lögbergi. Fimm kaffibollar runnu ljúflega niður. Mikil ógæfa að ekki skuli hafa verið prímusar á Þingvöllum í gamla daga — fyrir þá, sem þá voru uppi. Mér var reikað til Lögbergs. Þar var enginn maður — engin hreyf- ing. — Reykurinn liðaðist upp úr reykháfnum hjá ríkiserfingja Svía í Þingvallabænum. Á Þingvallatúni voru allir í svefni, innlendir sem erlendir — og gat manni heyrzt sem fólk svæfi þar „á alls konar tungumál- um“. En kl. 7 kom Tryggvi Þórhalls- son forsætisráðherra út á hlað og sveitar sinnar og fyrirætianin hafði ekki verið kynnt nógsam- lega. Fundur var haldinn í sam- einuðu þingi fyrir hádegið og flutti þar Asgeir Ásgeirsson for- seti þess aðalræðuna, og sungin voru hátíðaljóðin undir stjórn höfundar, Páls ísólfssonar, en Davíð Stefánsson orti, eins og fyrr er komið fram. Átján fulltrúar erlendra þinga fluttu kveðjur að Lögbergi og gerðu það flestir á ensku nema Norðurlandabúarnir, sem töluðu móðurmál sitt. Finn- inn mælti þó á íslenzka tungu og var fáni hvers lands dreginn að húni um leið og fulltrúinn flutti ávarp sitt. Um kl. 17 var veður nokkuð tekið að spillast, en eigi að síður var fluttur ráðgerður sam- söngur Karlakórs KFUM og Þing- vallakórs undir stjórn Sigfúsar Einarssonar. Stormur og rigning náðu sér nú verulega upp og varð til þess að Íslandsglímunni, sem ráðgerð hafði verið kl. 21, var frestað til næsta dags. Alþingi hélt í Valhöll boð fyrir um 500- 600 boðsgesti og aðra. Segir Magn- ús Jónsson m.a. um þetta fyrsta kvöld hátíðarinnar: „Leituðu menn til tjalda sinna, enda var matmálstími kominn og úr tjöld- unum þótti ekki fýsilegt að fara. Ríkisstjórnin 1930 á þing- palli á Þingvöllum, frá vinstri: Jónas Jónsson. Tryggvi bórhallsson og Einar Árna- SOIl. Ljósm. Loftur (lUÚmundsson. Þau sviptust til af rokinu og rigningin buldi á þeim. En menn létu það lítt á sig fá og heyrðist víða söngur og glaðvært skraf. Nokkrir létu þó hugfallast og þustu að bifreiðastæðinu til þess að fá far til Reykjavíkur. Varð þar þröng mikil og komust færri að en vildu. Um miðnætti lygndi og stytti upp. Hafði þá snjóað í fjöll í hretinu. Þótti veðurglöggum mönnum það góðs viti og varð það orð að sönnu." Á öðrum degi hátíðar flutti Benedikt Sveinsson forseti neðri deildar Alþingis minni íslands að Lögbergi. Síðan komu saman þar fulltrúar Norðurlandaþjóðanna til að undirrita gerðardómssamn- inga, og eftir þá athöfn voru leiknir þjóðsöngvar landanna. Þá hófst strax fundur í sameinuðu þingi og tekið fyrir eina málið sem afgreitt var á Þingvöllum, tillaga til þingsályktunar um milliríkja- samninga, að Alþingi álykti að samþykkja gerðardómssamninga þá sem undirritaðir höfðu verið skömmu áður. Fjörugt þjóðlíf Síðdegis var efnt til sögulegrar sýningar og var henni valinn staður þar sem ætlað er að Lögrétta hafi verið til forna. Var þar látið fara fram lögsögu- mannskjör hið fyrsta og stjórnaði uppfærslu þess Haraldur Björns- son og prófessorarnir ólafur Lár- usson og Sigurður Nordal sömdu ræðurnar, er goðarnir héldu við það tækifæri. Leikendur voru alls 37, lögsögumaður ásamt 36 goðum. Um kvöldið voru fimleikasýn- ingar. Enn grípum við í bók Magnúsar Jónssonar, þar sem hann segir frá kvöldi annars dags hátíðarinnar: „En engum þótti þá framorðið og hófst nú hið fjörugasta „þjóð- líf“ á hátíðarsvæðinu. Á íþrótta- pallinum mikla var dans stiginn af hundruðum eða líklega þúsund- um manna, ös var í öllum tjöldum, söngur í gjám og hrauni. Alls staðar var iðandi lífið þessa fögru vornótt. Það var eins og hátíða- blærinn hefði altekið hvern mann og enginn gerði mun dags og nætur. Það kom miðnætti og tók að elda aftur. En enginn sinnti því. Sólin kom upp og tók að verma að nýju og áfram hélt sama líf og fjör. Dalalæðan færðist niður með Ármannsfelli, en áður en varði eyddist hún fyrir síauknu geislaflóði sólarinnar. Ekki var síður líf og fjör í tjaldborginni á Leirunum. Það var ekki sofandi höfuðborg. Úr hverju tjaldi virtist koma eitthvert hljóð, skraf eða söngur, en í samkomutjöldum voru samkomur haldnar og ræður fluttar í stríðum straumum, vísum og kveðlingum rigndi. Það var eins og fjötrar hefðu brostið og bönd öll losnað af íslendingum. Þeir voru þjóð, sem var að skemmta sér, þjóð á hátíð, þjóð án ágrein- ingsmála, sátt og samlynd, glöð og reif. Einhvern tíma undir morgun- inn eða um morguninn munu menn þó hafa fleygt sér út af til svefns." Fyrsta dagskráratriði síðasta daginn voru sérstök ávörp og kveðjur að Lögbergi, en síðan fóru fram þinglausnir. Eftir hádegi sýndi hópur íþróttafólks undir stjórn Jóns Þorsteinssonar og annar sem Hermann Stefánsson stýrði. Þá söng landskórinn undir stjórn Jóns Halldórssonar er stjórnaði Karlakór KFUM, elsta kórnum þá. En auk hans skipuðu landskórinn Karlakór Reykjavík- ur, Karlakórinn Geysir á Akur- eyri, Karlakór ísafjarðar, Karla- kórinn Vísir í Siglufirði og Stúd- entakórinn. Síðasta dagskrárat- riðið fór fram kl. 20 á laugardags- kvöld, en þá sleit Tryggvi Þór- hallsson forsætisráðherra hátíð- inni. Áður hafði Kristján Al- bertsson flutt ræðu fyrir minni Einars Benediktssonar. En þótt hátíðinni sjálfri væri lokið, var á sunnudeginum haldið þar kveðju- boð, í Reykjavík voru síðar afhent- ar gjafir frá erlendum ríkjum á samkomu í Alþingishúsinu, og ýmislegt fleira gerðist þar af merkum atburðum er tengja mátti hátíðinni vegna komu hinna er- lendu gesta. En hér verður látið staðar numið, með lokaorðum Magnúsar Jónssonar um síðasta kvöldið á Þingvöllum, þegar dagskránni lauk, laugardags- kvöldið 28. júní: Kvöldið Þegar mannfjöldinn kom úr Almannagjá eftir hátíðarslitin var eins og öll bönd losnuðu. Menn dreifðust víðsvegar um vellina og fjöldi streymdi til tjaldanna með háværu skrafi og söng. Fjöldi hélt til íþróttapallsins og hóf dans. Aðrir hófu bændaglímur hingað og þangað. Éins og oft vill verða eftir hlýjan dag fór að rigna með kvöldinu, og gerðust margir heim- fúsir til Reykjavíkur. Varð þá enn þröng við bifreiðastæðið, og var nú akstur gefinn alveg frjáls. Fór fjöldi fólks til Reykjavíkur um kvöldið og nóttina alla, og sá þó varla högg á vatni lengi vel. Héraðasamkomur voru í öllum stórtjöldum á Leirunum og heyrð- ust þaðan söngvar miklir og há- værir hlátrar og mannamál. Það var eins og öllum létti þegar hátíðinni var slitið. Það hafði tekizt að halda þessa hátíð — og tekizt vel — hér á Þingvöllum, undir beru lofti. Það var teflt djarft, en það tókst. Alþingishátíðin var liðinn við- burður.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.