Morgunblaðið - 27.06.1980, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 27.06.1980, Qupperneq 10
42 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. JÚNÍ 1980 t tjaldi vift G-götu 70 á Leirunum (Ljósm. Guftm. Þórðarson) og ungur tjaldbúi slekkur þorstann (Ljósm. Svavar Hjaltested). 1930 Úr Klippimyndasafn- inu eftir Þórunni Elfu Mottó: Ef ort eg gæti unaðsbrag um æsku — horfið — vor og samið við hann ljúflingslag, hve létt mér yrði um spor. Sú gleði á sér geymdan sjóð, er gríp eg stundum til, þá einhug gædd var ðll vor þjóð, eg um það sögu þyl. Þ.E.M. Hálf öld! Heil mannsævi fyrr á tímum, þeir, sem lengur lifðu voru slitin gamalmenni. Vissulega voru til undantekningar, en er ekki sagt, að undantekningar staðfesti regluna? Fyrir hartnær hálfri öld var samin dagbók, skáldsaga þó, síðar gefin út. Vorið hlær, undirtitill: Dætur Reykjavíkur 1930. Þar seg- ir frá allstórum hópi fólks, sem lifði dýrðardaga þetta ógleyman- lega vor. Fjör og ferskleiki ein- kenndi hina yngri, hófsöm gleði hina eldri. Öldin sjálf var á blómaskeiði, vart þrítug, eldhress, eins og nú er komizt að orði. Svala Egiisson, sem dagbókina skráði, hét því á afmælisdegi sínum, 20. júní, þetta vor (þá myndug) að gerast rithöfundur. (Til áherzlu slegið í borðið, 7913.) Aður hafði hún gert nokkrar fingraæfingar, en þau ritverk sín bar hún á bál á morgni afmælis- dagsins. Þarfur hlutur miðstöðv- arketill! Hér eftir skyldi hún bregðast Þórunn Elfa rithöfundur. við af alvöru og einbeitni, læra til verka, ferðast, dveljast erlendis til að víkka sjóndeildarhring sinn og líta land sitt, þjóð og sögu úr fjarlægð. Hleypa heimdraganum. Það gefur auga leið, að slík ákvörðun hefur meinleg áhrif á ástamálin, hvað þá hjónabandið. En samt... „Himneska léttlyndi ...! Æska, vor og Alþingishátíð! Með þessum orðum endar Svala dagbók sína 24. júní 1930. Hún hefur leikið sér að eldi, til þess að launa æskuvini sínum og biðli rauðan belg fyrir gráan, það hefur komið illa við hana, að sjá Svein Haraldsson í glöðum og innilegum Guðsþjónustan í Almanna- gjá i upphafi hátiðarinnar. Biskup Jón Helgason i ræðustól vinstra megin. LjÓNin. Ól. Magnússon. samræðum við unga, danska stúd- ínu, er komin var til Reykjavíkur til að taka þátt í norrænu stúd- entamóti og hátíðahaldinu á Þing- völlum. í hefndarhug íþættum afbrýði- semi gengur Svala fyrir augunum á Sveini inn í híbýli eins mesta glaumgosa og kvennatöfrara bæj- arins. (Datt mér ekki í hug að þú mundir gizka á ...) Þau höfðu hitzt rétt við húsdyr hans í sama mund og Sveinn gengur fram hjá með dömu sinni. Þegar Sveinn hefur áttað sig, tekur hann hús á flagaranum, lætur sem hann ætli að mölbrjóta hurð, og með því móti kemst hann inn. Hann hótar Svölu því að draga hana út á hárinu, ef hún fylgi honum ekki sjálfviljug. í miðri rimmu úti á götu hleypur Svala frá Sveini, en dauðsér eftir því og við bætist slysni, sem fær mjög á hana. Hið himneska léttlyndi sigrar og gleð- in yfir þessu þrennu: æsku, vori og Alþingishátíð. Eru það fegraðar minningar, er glæða þetta sagnfræga vor lita- dýrð og léttum hlátrum, sem eyða hverri misklíð? Svo mikið er víst, að birta þessara vordaga dvín ekki — aldrei. Þegar ég minnist Alþingishátíð- arvorsins, lít yfir hálfrar aldar skeið, langan farinn veg, vaknar hjá mér sú spurning: „Höfum við gengið til góðs, götuna fram eftir veg?“ Fjarri er mér að gera lítið úr þeim margvíslegu og stórfenglegu framförum, sem færa okkur æ nær háþróunarlöndum. Við höfum lært að virkja orku úr iðrum jarðar og fallvötnum. Við höfum varizt vasklega ágengni á fiski- miðin. Veiðiþjófnaður lands- manna sjálfra alveg, eða því sem næst alveg úr sögunni. Nú mun flestum gleymd sú „Amma“, sem notuð var í dulmáli í sambandi við beztu veiðisvæðin og landhelgis- gæzluna. „Fangs er von af frekum úlfi.“ Talsvert var greiðandi fyrir aðvörun: „Amma veik“, „Ömmu versnar". Líflegri voru skeytin: „Ömmu að batna", „Amma bráð- hress". Líklega eina amman, sem Islendingar hafa haft óvéfengjan- lega ástæðu til að skammast sín fyrir. Þá er vert að geta þeirrar vélvæðingar heimilanna, sem spara ómælt vinnuafl. Hún jókst til muna við það að „blessað stríðið" lagði „gull í lófa karls, karls" og breytti því í hluti, sem við höfum gerst æ háðari. A stríðsárunum og síðan hefur fjölbreytni atvinnulífsins aukizt og konur hafa flykkzt út á vinnu- markaðinn til að afla sér gulls í lófa og breyta því í það, sem brýnast var, betri húsakynni, full- komnari heimili, eða það, sem þær munaði í, að ógleymdum, einatt óhóflegum, eyðslueyri fyrir börn- in. Með aukinni vélvæðingu heimil- anna og breyttum starfsháttum, lokaðri heimilum, lagðist smám saman niður starfsstétt, er nefnd- ist vinnukonur. Raunar voru stúlkur fyrir 1930 orðnar óánægð- ar með þetta starfsheiti, fannst ambáttakeimur af því, þær vildu láta segja, að þær „þénuðu í húsi“. Farið var að skrifa þær í opinber-

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.