Morgunblaðið - 27.06.1980, Side 15

Morgunblaðið - 27.06.1980, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 27. JÚNÍ1980 4 7 ALMNG hið f orna eftir Sigurð Nordal prófessor og íslensk menning 930 - Hátíðarblað - 1930 Z6. lúní Fulluclðl IslanAs ulðurhtnl ll fónlnn ðrrginn að hún ð 9Hðrnarrððlnu 1. ðesember 1Q18 íaaf o I ð a r p r e n ts m i fl i a h.f., Reyhiauíh — 1930 MorKunblaðið gaf út sérstakt hátiðarblað er út kom 26. júni og var 80 bls. að stærö. Var i blaðinu ritað um alla helztu atvinnuvegi þjóðarinnar og rifjuð upp saga þess og bókmenntir af mönnum er vel þekktu til málanna. Grein Sigurðar Nordals er tekin hér beint úr hátiðarblaðinu. Þegar þess er gætt, að flestailir meiri háttar menn þjóðarinnar og auk þess fjöldi annara manna, oft svö að þúsundum hefir skipt, riðu til Alþingis á hverju sumri, og sumir þeirra voru alt að sex vikum í ferðinni („úr Fljótsdal eru 17 dagleiðir á Þingvöll,“ segir í Hrafnkels sögu), — þá liggur í augum uppi, hvílíkur meginþáttur þingið forna var í lífi íslendinga. Það var ekki einungis löggjafar- samkoma og dómþing, heldur líka þjóðfundur, þjóðhátíð og þjóð- háskóli. Þó að uppsaga og rétting laganna, málaferli og dómstörf væri umgerð og þungamiðja þingsins, fór því fjarri, að allir væri önnum kafnir við þau störf, enda var nógu öðru að sinna. Höfðingjar sóttu hverir aðra að máli til liðsbóna og ráðagerða. Þeir gengu á einmæli út í hraun, upp í Almannagjá, upp á efri gjárbrún. Þeir sátu að drykkju í búðum sínum við spakleg ölmál og gamanrúnir. Þeir gátu orðið alda- vinir, þó að þeir sæjust aldrei nema á Alþingi. Ungar höfðingja- dætur fjölmentu til þingsins, sátu á palli í búðum feðra sinna og biðu biðla, eða gengu í flokkum um þingstaðinn, hlustuðu á tölur manna eða horfðu á leika. Ungir menn þreyttu með sjer íþróttir. Var metnaður mikill milli fjórð- unga og leikarnir sóttir af kappi. „Það gerist eitt sumar á alþingi, að í Fangabrekku gengust menn að sveitum, Norðlendingar og Vestfirðingar," segir i Víga-Glúms sögu. Fróðir menn spurðust frjetta og báru sig saman um sögur og ættvísi. Var varla sá fróðleikur um íslensk efni, er eigi mátti nema þar sem slíkt mannval var saman komið. En fregnir utan úr löndum brast heldur ekki. Þingið var einmitt á þeim tíma, sem sigling var mest til landsins, og skamt til þingstaðarins frá sumum helstu lendingarstöðum farmanna, Eyrum og höfnunum við Faxaflóa. Á þinginu var hinn besti kostur fyrir þá menn, sem utan höfðu farið, að hitta frændur og vini, segja frá frama sínum og afrekum og sýna skartklæði þau og góða gripi, er þeir höfðu eignast í utanförinni. Með þessum hætti bárust frjettir frá útlöndum greiðlega til Alþingis og þaðan út um alt land. Menn voru fúsir að heyra tíðindi. Þegar Magnús bisk- up Einarsson kom utan frá vígslu (1134), tók hann land í Eyjafirði, en reið þegar til þings. En er menn vissu, að hann var kominn, hurfu allir frá dómum og heim til kirkju. „En biskup gekk síðan út á hlaðið fyrir kirkju og sagði þá öllum mönnum þau tíðindi, er gjörst höfðu í Noregi, meðan hann var utan, og þótti öllum mönnum mikils um vert málsnilli hans og skörungsskap." (Hungurvaka). Menn sögðu og frá eldri tíðindum. Halldór Snorrason sagði á mörg- um þingum útfararsögu sína til Miklagarðs með Haraldi harð- ráða, svo að maður einn nam hana og skemti síðar með henni hirð konungs og honum sjálfum. Fanst konungi mikið til um, hve rjett var frá sagt. Þau Gunnar á Hlíðar- enda og Hallgerður langbrók kyntust fyrst með þeim hætti, að hún gekk til hans á Alþingi, er hann var nýkominn utan, og spurði hann tíðinda úr ferðum hans. Á þessum hálfa mánuði milli voranna og heyanna, þegar nóttin er björt sem dagur og veður að öllum jafnaði þurt og milt, var sem þjóðín varpaði af sjer öllum búsáhyggjum og lyfti lífi sínu á æðra stig í svalandi fjallalofti hins fagra og tigulega þingstaðar. Fornmenning Islendinga, sem í einu er frábær að sjálfstæði og víðsýni, ber menjar hvors tveggja, fjölbreyttrar reynslu og mikillar einveru. Á aðra hlið eru utanfarir Eitt dagskráratriða Alþing- ishátíðarinnar var söguleg sýning þar sem sýnt var lög- sögumannskjör á Alþingi til forna. Var Sigurður einn höfundá sýningarinnar. til margra landa og þjóða, víking, kaupfarir og dvöl við hirðir kon- unga. Hins vegar fásinnið í strjál- bygðum sveitum, langir vetur og langar kvöldvökur. En Alþingi tengir þessar andstæður saman. Þeir, sem riðið höfðu til þings síðasta sumar og ætluðu þangað aftur að sumri, fundu ekki dofa einangrunarinnar færast yfir sig, því að inn í hana var ofið minningum frá síðasta þingi og tilhlökkun til næsta þings. Þeim var hugfró að rifja upp þessar minningar, og með þeim hætti lagði bjarma af þinginu líka til þeirra, sem heima höfðu setið. W.P.Ker hefir einu sinni gert þá laukrjettu athugun, að líf Islend- inga í fornöld hafi verið líkara því, að þeir ætti heima í borg en strjálbygðu landi. Norðlendingar og Sunnlendingar, Austfirðingar og Vestfirðingar vissu eins mikil deili hverir á öðrum og íbúarnir í útjöðrum Aþenuborgar eða Flór- enz vissu um samborgara sína. í andlegu lífi Islendinga skapaði Alþingi samskipun og samneyti, sem er furðanlega andstætt hinni stjórnarfarslegu tvístrun. Islend- ingar áttu í fornöld samfelda og sjálfstæða menningu, skýra hugs- un og sjálfsvitund, sem vekur undrun og aðdáun nútíðarmanna á svipaðan hátt og fornmenning Grikkja. í sagnalist og sagnaritun er ekki um einangraða höfunda eða einangraða skóla að ræða, heldur eina og sömu stefnu um land alt, sem ræður vísindaaðferð- um, list og stíl og tekur hvarvetna svipuðum breytingum á sama tíma. Þetta er því að þakka, að þjóðin átti sér höfudstad, þar sem Alþingi var. Það var einmitt slíka höfuðstaði, sem germanskar þjóð- ir skorti á fyrri hluta miðalda, til þess að menning þeirra þroskaðist og nyti sín. Höfuðstaður er sem heili manns i samanburði við hinar dreifðu taugastöðvar í lægri dýrum. Hann skapar þjóðinni sjálfsvitund, gefur menningunni heildarsvið. Höfuðstaður Islend- inga hinn forni, var að vísu ekki reistur úr steini, nema þeir hamraveggir, sem náttúran lagði til. Hann var ekki annað en búðatóftir, sem gerðar voru byggi- legar um stundar sakir, með því að tjalda þær með vaðmálum. Og hann stóð ekki nema hálfan mán- uð á ári. En frægðin fer ekki eftir langlifi. Hann var sönn ímynd þjóðlífsins, allar stjettir áttu þar ítök, frá lögsögumanni og alsherj- argoða til sverðskriða og ölgerð- armanns, frá spekingnum og fræðimanninum til ribbaldans og sakamannsins. Væri tíminn skammur, var hann tvöfaldaður með því að vaka bjarta nóttina með. Væri hann alt of stuttur, meðan hann var að líða, var hann því lengri í minningunni, oft og einatt viðburðaríkari og fyrirferð- armeiri en allir hinir mánuðir ársins til samans.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.