Morgunblaðið - 07.08.1980, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 07.08.1980, Qupperneq 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. ÁGÚST 1980 Bolle í svarbréfi til Steingríms: Síldveiðarnar mál Norðmanna einna Ekkert frekar þeirra einkamál en loðnuveið- arnar okkar segir Steingrímur Hermannsson „ÞESSAR veiðar á 100 þúsund , hektólitrum af Atlantshafs-skandi- navískri síld fyrir norðan 62. breiddarKráðu eru mál Norðmanna einna. Við sjáum enga ástæðu til þess að málið þurfi að koma til kasta norsk-íslenzku fiskveiði- nefndarinnar, scm komið var á fót vegna samkomulaK-sins um Jan Mayen,“ sagði Eyvind Bolle, sjáv- arútvegsráðherra Noregs i samtali við fréttaritara Morgunblaðsins í Osló i gær. Kvaðst Bolle hafa þá um daginn sent Steingrími Her- mannssyni. sjávarútvegsráðherra, svarbréf við mótmælum islenzku rikisstjórnarinnar gegn þeirrar ákvörðunar norsku stjórnarinnar að leyfa sildveiðarnar. „Við höldum fast við þá skoðun, að veiðar úr norsk-islenzka síldarstofninum séu engan veginn mál Norðmanna einna og munum að sjálfsögðu lýsa okkur ósammála þeirri skoðun norsku rikisstjórnarinnar,“ sagði Steingrimur Hermannsson, sjávar- útvegsráðherra, er Mbl. leitaði álits hans á ummælum Bolle, en Steingrímur hafði þá ekki frétt af bréfi norska sjávarútvegsráðherr- ans. „Þessar síldveiðar eru ekkert frekar einkamál Norðmanna en loðnuveiðarnar, nema síður sé,“ sagði Steingrímur. „Norðmenn hafa haldið því fram að loðnuveiðarnar séu ekki einkamál okkar íslendinga og nákvæmlega sömu rökum má beita í síidarmálinu. Þessi síld gekk árvisst á slóðir hér við land og er því tvímælalaust flökkufiskur og við eigum því stórra hagsmuna að gæta í þessu máli. Því hljótum við að mótmæla því, að Norðmenn haldi stofninum niðri með veiðum. Bókstaflega má segja, að ákvörðun norsku ríkisstjórnar- innar sé ekki beinlínis brot á Jan Mayen svæðinu, þar sem norsk- íslenzka síldin er þar ekki nefnd á nafn, heldur almennt talað um flökkustofna á svæðinu. Okkar skoð- un er þó sú, að þessi síldarstofn sé óumdeilanlega slíkur flökkustofn," sagði Steingrímur. I samtalinu við fréttaritara Morg- unblaðsins sagði Eyvind B-lla, að norska ríkisstjórnin skildi áhuga Islendinga á síldinni og sagði hann ekki útilokað, að norsk-íslenzku fiskveiðinefndinni kynni að verða falið að huga nánar að nýtingu síldarstofnsins. Steingrímur Her- mannsson sagði, að út af fyrir sig mætti fagna þessum ummælum Bolle sem eins konar viðurkenningu á hagsmunum íslendinga, en þau skytu þó skökku við framkvæmd norsku ríkisstjórnarinnar. Bolle lagði áherzlu á það, að á fundi norsk-íslenzku fiskveiðinefnd- arinnar í Reykjavík í júní hefði að ósk íslendinga verið rætt um síld- veiðar og hefðu norsku fulltrúarnir þá gert grein fyrir málinu og þeirri fyrirætlan að leyfa veiðar á allt að 100 þúsund hektólítrum, eða um 10.000 tonnum. Segist Bolle í bref- mu til Steingríms leggja áherzlu á, að norska ríkisstjórnin hafi á und- anförnum árum takmarkað síldveið- arnar verulega og bannað algjörlega á síðasta ári. „Þessar takmarkanir hafa reynzt norsku ríkisstjórninni þungar í skauti," segir Bolle. „Og í ár höfum við orðið að koma til móts við kröfur sjómanna, sem reyndar hljóðuðu upp á helmingi meiri veiði en leyfð er, og leyfa takmarkaðar veiðar. En við setjum algjört veiði- bann til dæmis í fjörðum svo síldarstofninn fái færi á að vaxa og teljum að með því þjónum við einnig áhuga íslendinga á síldinni." Steingrímur Hermannsson sagði við þessu, að reyndin hefði jafnan orðið sú að síldveiðar Norðmanna hefðu farið verulega fram úr þeim kvót- um, sem norska ríkisstjórnin hefði sett og kvaðst hann óttast mjög að veiðarnar nú yrðu að því leytinu til ekki frábrugðnar fyrri vertíðum. í fréttaskeyti sínu tekur fréttarit- ari Morgunblaðsins í Osló, Jan Erik Lauré fram, að íslendingar kalli síldarstofninn norsks-íslenzka síld- arstofninn af því að hann hafi gengið á íslandsmið á sínum tíma. Það hafi þó ekki hent síðustu fimmtán árin og Norðmenn nefni stofninn nú Atlantshafs-skandi- navíska sildarstofninn til að leggja áherzlu á það sjónarmið, að hann sé á engan hátt sérstaklega tengdur íslandi. Sá stærsti í sumar ÞENNAN myndarlega lax, þann stærsta sem Mbl. hefur frétt af í sumar, veiddi Sigrún Guð- mundsdóttir í Soginu fyrir landi Tannastaða á föstudaginn 25. júlí s.l. Laxinn tók minnstu gerð af „Wooden Devon“ og þegar um 20 mínútur voru liðnar af bar- áttunni, strandaði ferlíkið á grynningum og var sótt. Einn krókurinn á gervisílinu var kyrfilega fastur í kjafti laxins, sem var hængur og ekki nýrunn- inn. Sigurður Ármannsson endurskoðandi, eiginmaður Sig- rúnar, var henni til halds og trausts og tók hann mynd þessa er laxinn hafði verið rotaður. Eins og fram hefur komið í Mbl. var laxinn a.m.k. 27 pund, vigtin sem notuð var tók ekki meiri þyngd. Laxinn mældist 110 sentimetrar að lengd. Nægar kjötbirgðir en erfitt að fá kjöt til sölu á höfuðborgarsvæðinu „Fölsun á vísitölunni,“ segir Jón I. Bjarnason hjá Kaupmannasamtökunum MIKILLAR óánægju hefur gætt meðal kaupmanna i Reykjavik vegna þess að I. og II. flokkur kindakjöts, sem rfkisstjórn jók niðurgreiðslur á fyrsta ágúst, eru með öllu ófáanlegir. Samkvæmt upplýsingum sem Morgunblaðið fékk hjá Jóni I. Bjarnasyni hjá Kaupmannasamtökum íslands hafa kaupmenn ekki getað fengið I. og II. flokks kjöt en hins vegar hafi þeir getað fengið nokkuð af III. flokks kjöti. Framleiðsluráð Land- búnaðarins fullyrði hins vegar að þetta kjöt sé til — spurningin sé bara sú hvar það er að finna. Morgunblaðið hafði samband við Vigfús Tómasson hjá Sláturfélagi Suðurlands. Sagði hann að hjá Sláturfélaginu væri lítið til af I. flokks kjöti, dálítið af II. flokki en töluvert af III. flokki. Þessar birgðir myndu trúlega duga til 20. ágúst ef komist yrði hjá hamstri en skömmt- un mun þegar vera byrjuð á I. og II. flokki. „Eftir þann tíma er allt í óvissu — það er Framleiðsluráðs að ákveða hvort málinu verður bjargað með sumarslátrun, en kjöt sem fengið væri eftir þeirri leið yrði óskaplega dýrt“, sagði Vigfús að lokum. Hjá Guðjóni Guðjónssyni, deildar- stjóra í Búvörudeild Sambandsins, fengust þær upplýsingar að hjá Sambandinu væri nær eingöngu til þriðja flokks kjöt og myndu þær birgðir endast út þennan mánuð. Morgunblaðið hafði samband við Gunnar Guðbjartsson formann Framleiðsluráðs landbúnaðarins og var hann fyrst spurður hversu mikið væri til af kjöti í landinu og hvernig stæði á því að kjöt fengist ekki í verzlanir í Reykjavík. „Það eru til birgðir sem ættu að endast fram yfir miðjan september og jafnvel lengur. I. og II. flokkur kindakjöts er á þrotum í Reykjavík en mikið er til af þessu kjöti út um landið en mjög erfiðlega hefur gengið að fá það hingað til Reykjavíkur. Þetta kjöt er í eigu kaupfélaga og einkaaðila og eru þeir að sjálfsögðu alls ekki skyldugir að láta það af hendi." I samtali sem Morgunblaðið átti við Jón I. Bjarnason hjá Kaup- mannasamtökunum sagði hann með- al annars að ekki væri annað sjáanlegt en að ríkisstjórnin væri að falsa vísitöluna með því að greiða niður kjöt sem hvergi væri til nema á pappírunum — „I. og II. flokkur eru ef til vill til úti á landi — nema það hafi allt verið flútt út“, sagði Jón, „en hér í Reykjavík er það ófáanlegt. Fólki á Reykjavíkursvæð- inu nýtast aðeins niðurgreiðslurnar á III. flokks kindakjöti, — sem kannski er talið nógu gott í það, en niðurgreiðslur á I. og II. flokks kindakjöti fer það alveg á mis við. Þessar niðurgreiðslur fara engu að síður inn í vísitölu — þetta kalla ég að vísitalan sé fölsuð“, sagði Jón að lokum. Gunnar Guðbjartsson var spurður hvernig stæði á því að verið væri að greiða niður kjöt, sem ekki væri til, eða hvort hér væri um fölsun á vísitölunni að ræða. „Það er alls ekki verið að greiða niður vöru sem ekki er til, því nóg er til af III. flokks kindakjöti í verzlunum í Reykjavík. Verðbreytingin vegna niðurgreiðsl- unnar 1. ágúst er sú sama á alla gæðaflokka — það er eins með kjöt og aðra vöru, að fólki nýtast aðeins niðurgreiðslur á þeim vörutegundum sem það kaupir. Hér er því alls ekki um fölsun á vísitölunni að ræða. Við höfum flutt úr landi 4347 tonn af I. og II. flokks kindakjöti í ár eða 119 tonnum minna en í fyrra. — Við munum gera allt sem í okkar valdi stendur til að fá I. og II. flokks kjöt sent hingað til Reykjavíkur utan af landi en ég get ekki sagt, að svo stöddu, hvenær það getur orðið“, sagði Gunnar að lokum. Álagningarseðlarn- ir finnast ekki Dr. Richard Beck. Akurcyrl, B. áxúst 1980. ÁLAGNINGARSEÐLAR margra Akureyringa virðast hafa gufað Dr. Richard Beck látinn DR. RICHARD Beck, fyrrver- andi ræðismaður íslands i Norður-Dakótafylki 1 Bandarikj- unum andaðist hinn 20. júli síðastliðinn, i Victoria, British Columbia i Kanada. Hann var jarðsettur hinn 24. júlí. Richard Beck fæddist þann 9. júní árið 1897 að Svínaskálastekk í Helgustaðahreppi í Suður-Múla- sýslu, sonur hjónanna Hans Kjartans Beck og Þórunnar V. Vigfúsdóttur. Richard varð stúd- ent frá Menntaskólanum í Reykja- vík árið 1920, en fluttist ári síðar til Winnipeg ásamt móður sinni. Hann lauk M.A. prófi í enskum og norrænum fræðum frá Cornell- háskóla í New York árið 1924. Hann var kennari og prófessor í tungumálum og bókmenntum við fjölmargar menntastofnanir, svo sem við háskóla í Minnesota, Pennsylvaníu og Norður-Dakóta. Hann var um langt árabil í fyrirsvari íslendinga í Vestur- heimi, hann var heiðursgestur íslensku ríkisstjórnarinnar á lýð- veldishátíðinni 1944, og honum var margvíslegur sómi sýndur af íslenskum stjórnvöldum og menntastofnunum. Eftir Richard liggja fjölmörg ritverk, svo sem ljóðmæli, frásagnir og fræðirit. Richard Beck var tvíkvæntur og lifði hann báðar konur sínar, sem voru af íslenskum ættum. upp á dularfuilan hátt, en nú er verið að grafast fyrir um hvernig á þvi geti staðiö. Þeir skattþegar sem i hlut eiga telja þó of snemmt og óhyggilegt að fagna skattleysi sinu. Hér er um að ræða þá gjaldendur sem búa við þær götur á Akureyri er bera upphafsstafina L til Æ. Álagningarseðlarnir hafa ekki bor- izt þeim í hendur og ekkert hefur til þeirra spurst. Guðmundur Gunnarsson fulltrúi á Skattstofu Norðurlands eystra sagði í dag, að fyrst hefði verið talið, að þeir hefðu tafizt í pósti, en nú væri ljóst að svo væri ekki. Sennilegast væri að seðlarnir hefðu aldrei verið áritaðir af einhvers konar vangá eða bilun. Reikni- stofnun bankanna hefði tekið að sér verkið, vegna mikils álags og annríkis hjá Skýrsluvélum ríkisins og Reykjavíkurborgar og talið væri hugsanlegt að tölvan hefði hætt áritun þegar hún var komin að götunöfnunum, sem byrjuðu á L. - SVP. Stefán hættir við Rússlandsf ör vegna fóðurbætisskattsins Á almennum bændafundi, sem Búnaðarsamband Eyjafjarðar efndi til að Freyvangi s.l. þriðju- dagskvöld. kom til hvassra orða- skipta milli Pálma Jónssonar land- búnaðarráðherra og Inga Tryggvasonar, formanns Fram- leiðsluráðs landbúnaðarins, ann- ars vegar og ýmissa forystumanna bænda hins vegar vegna álagn- ingar 200% fóðurbætisskatts. Eyfirðingarnir skírskotuðu til þess, að þeir hefðu þegar gert ráðstafanir til þess að draga úr framleiðslunni, bæði með því að fækka gripum og minnka fóðurbæt- isgjöf áður en fóðurbætisskatturinn var á lagður. Þeir gagnrýndu mjög þau ummæli landbúnaðarráðherra, að fóðurbætisskatturinn gæfi svig- rúm til að leggja kvótakerfið niður og töldu að það hefði ekki dugað sem skyldi vegna þess að engin alvara hefði fylgt framkvæmd þess. Stefán Valgeirsson alþingismað- ur Framsóknarflokksins spurði ráð- herra af þessu tilefni hvort hann héldi að hægt væri að stjórna landbúnaðarframleiðslunni með fóðurbætisskatti einum saman og skírskotaði til þess, að útflutnings- vandi sauðfjárframleiðslunnar væri ekki minni en mjólkurframleiðsl- unnar þrátt fyrir allt. Þar vantaði átta milljarða en sex milljarða í mjólkinni. Stefán Valgeirsson sagði enn- fremur að þrír stjórnmálaflokkar a.m.k. hefðu á stefnuskrá að bænd- ur skyldu hafa svipuð laun og aðrar stéttir. Þess vegna væru eyfirzkir bændur reiðir og sárir útaf því hvernig málin hefðu þróast. — Það er ekki óeðlilegt þótt bændum, sem eru nú í miklum fjárhagslegum erfiðleikum, finnist töluvert að sér þrengt, eftir að hafa fækkað grip- unum, með svo hátt verðjöfnunar- gjald og fóðurbætisskattinn að auki, sagði hann. Ef uppi eru ráðagerðir um að leggja niður kvótakerfið en halda skattinum er áreiðanlegt að ekki gengur allt hljóðalaust fyrir sig. í framhaldi af þessu kvaðst alþingismaðurinn hafa ráðgert för til Rússlands um næstu mánaðamót en eftir ummæli ráðherra kvaðst hann verða að hætta við þá för, til þess að geta barist fyrir hagsmun- um eyfirzkra bænda á stéttarsam- bandsfundinum í haust.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.