Morgunblaðið - 07.08.1980, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 07.08.1980, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. ÁGÚST 1980 Flugliðar hjá Flugleiðum íhuga stofnun flugfélags FLUGLIÐAR hjá Flugleiðum h.f. íhuga nú stofnun nýs flug- félags, verði Atlantshafsflug Flugleiða lagt niður eða það flutt úr landi. Að undanförnu hefur verið safnað undirskrift- um undir áskorun til sam- gönguráðherra, um að hann veiti flugliðum eða flugfélagi er þeir kunni að stofna, leyfi til flugrekstrar á Atlantshafsleið- inni, fari svo að grundvallar- breytingar verði á núverandi fyrirkomulagi flugs á þeirri leið. Að undirskriftasöfnun þessari standa flugliðar hjá Flugleiðum, en öllum starfsmönnum fyrir- tækisins stendur til boða að skrifa undir. Morgunblaðið sneri sér í gær til þeirra Baldurs Oddssonar, formanns og Inga Olsens, stjórnarmanns, í Félagi Loftleiðaflugmanna, en þeir kváðu undirskriftasöfnun þessa ekki vera á vegum félagsins eða annarra stéttarfélaga starfs- manna Flugleiða, hér væri um að ræða framtak einstaklinga í hópi starfsmanna. Samkvæmt uppiýsingum er Morgunblaðið hefur aflað sér, hafa undirtektir við undir- skriftasöfnuna verið góðar með- al flugliða, en dræmari meðal annarra starfsmanna Flugleiða. Aðstandendur undirskriftasöfn- unarinnar segja, að verði Atl- antshafsflugið lagt niður, muni tuttugu tlugáhöfnum verða sagt upp. Á DC-8 þotunum er átta manna áhöfn, fimm flugfreyjur, tveir flugmenn og einn flugvél- stjóri. Samtals misstu því um 160 flugliðar vinnu sína, yrði 20 áhöfnum sagt upp. Þá segja aðstandendur undirskriftasöfn- unarinnar, að óhjákvæmilega yrði að segja upp flugvirkjum, starfsfólki á skrifstofum og í afgreiðslu og um samdrátt yrði að ræða í bílaleigu og hótel- rekstri, erfiðleikar yrðu á rekstri dýrra bókunartalva og svo framvegis. Þá myndi niður- felling Atlantshafsflugsins einnig þýða samdrátt í starf- semi margvíslegra þjónustufyrirtækja víða um land, er byggja á ferðamönnum, svo sem hótela, matsölustaða og 3 verslana, einnig minni flugfé- laga, langferðabíla og fleiri að- ila. Hér sé um svo stórt þjóð- hagslegt spursmál að ræða, auk hagsmuna flugliðanna sjálfra er missa myndu vinnu sína, að ekki sé unnt að horfa aðgerðarlaus á. Heimildarmenn Morgun- blaðsins segja, að undirskrifta- söfnunin eigi að sýna ráða- mönnum og stjórnendum Flug- leiða, hve alvarlegum augum starfsfólk fyrirtækisins líti á málið, auk þess sem full aivara sé að baki um stofnun flugfé- lags, reynist það nauðsynlegt. Um rekstur slíks félags eru þegar sagðar hafa farið fram viðræður við fjársterka ein- staklinga og fyrirtæki, jafnvel hafi verið rætt við skipafélög í þessu sambandi. „Þegar þú þarft að kippa í gang hjá vini þínum" SHELL SUPER PUJS Olían,sem ereins og sniðin fyrir íslenskar aðstæður! Nýja fjölþykktarolían frá Shell tekur langt fram þeim kröfum, sem bifreiöaframleið- endur hafa sett um gæði og endingu olíu fyrir nýjustu gerðir bílvéla. Shell Super Plus myndar níðsterka húð, sem verndar slitfleti vélarinnar allan eðli- legan notkunartíma olíunnar. Vél varin með Super Plus endist lengur og þarfn- ast síður viðhalds. Eiginleikar Shell Super Plus hæfa tíðum hitasveiflum íslenskrar veðráttu. Fjöl- þykktareiginleikar Super Plus gera gangsetningu auðvelda í kulda, og veita hámarksvernd við mesta álag, t.d. þegar Einkaumboð fyrir „SHELL" vörur kippa þarf í gang hjá kunningja. Sérstök bætiefni Shell Super Plus gefa olíunni styrk og þol til þess að standast mikinn þrýsting og hita, sem myndast í nýjustu bílvélum. Super Plus vinnur verk sitt betur og lengur en nokkur önnur Shell olía hefur áður gert. Olíufélagið Skeljungur h.f.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.