Morgunblaðið - 07.08.1980, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. ÁGÚST 1980
11
Kvennréttindaráðstefna SÞ
NÚ ER lokið ráðstefnu Sameinuðu Þjóðanna í
Kaupmannahöfn, um réttinda- og hagsmunamál
kvenna. Þar átti að gera grein fyrir úttekt á því
hvernig réttindamálum kvenna hefur miðað síð&n á
kvennaráðstefnunni í Mexíkó 1975.
í fréttatilkynningu frá ís-
lensku sendinefndinni segir að
það sé einróma álit hennar að
við afgreiðslu framkvæmda-
áætlunarinnar og í miklum
hluta umræðna á ráðstefn-
unni, hafi málefni kvenna beð-
ið lægri hlut fyrir ofurkappi
þeirra þjóða, sem — eins og í
Mexíkó — voru fyrirfram
ákveðnar í að gera hana að
vettvangi ágreiningsmála, sem
aðrir telja að beri að leysa á
öðrum vettvangi.
Fyrir ráðstefnuna tóku
Norðurlöndin upp samstarf sin
í milli og fjölluðu um drög að
framkvæmdaáætluninni sem
undirbúningsnefnd SÞ lagði
misrétti, „apartheid" og aðrar
undirokunarstefnur. Hitt er í
grein um aðstoð við Palestínu-
konur, sem þingheimur hefði
tvímælalaust stutt, ef ekki
hefði jafnframt verið þar gert
ráð fyrir „pólitískum" stuðn-
ingi við PLO. ísland greiddi
atkvæði gegn fyrrnefnda at-
riðinu, en sat hjá við af-
greiðslu þess síðarnefnda,"
segir í fréttatilkynningunni.
Töluverðar deilur urðu um
afgreiðslu þessara mála.
Margar tilraunir voru gerðar
til þess að samstaða næðist,
„en fundarsköp voru misnot-
uð,“ eins og Lise Östergárd,
Málefni kvenna biðu lægri
hlut fyrir pólitísku málþófi
Sendinefndir arabarikjanna og
fleiri landa ganga hér af fundi
ráðstefnu SÞ um kvenréttinda-
mál, þegar Jihar, eiginkona
Sadats forseta Egyptalands, hóf
mál sitt á fyrsta degi ráðstefn-
unnar.
fram. Á meðan á ráðstefnunni
stóð voru starfandi tvær
nefndir sem unnu að samræm-
ingu tillagna á þinginu, þannig
að sem best samstaða næðist.
„Um tvö atriði náðist þó
ekki samkomulag. Hið fyrra er
í inngangi framkvæmdaáætl-
unarinnar, þar sem zíonismi,
frelsishreyfing gyðinga, er
lögð að jöfnu við kynþátta-
ráðherra og forseti ráðstefn-
unnar komst að orði, svo að
úrslitin hlutu að verða þau
sem PLO og aðrir fulltrúar
arabaþjóða stefndu að. Var
áætlunin afgreidd með 94 at-
kvæðum gegn 4, en 22 ríki sátu
hjá, þar á meðal ísland.
í sérstakri bókun þar sem
ísland gerði grein fyrir afstöðu
sinni segir m.a. „Sendinefnd
íslands þykir leitt að sjá að í
annað sinn, fyrst í Mexíkó og
nú í Kaupmannahöfn, er verið
að nota kvennaráðstefnu Sam-
einuðu Þjóðanna á pólitískan
hátt með því að taka fyrir mál,
sem að okkar mati ber að
fjalla um á allsherjarþingi
SÞ.“ Þá er harmað að ekki
skuli hafa verið hægt að sam-
þykkja framkvæmdaáætlun-
ina einróma og látinn er í ljós
efi um að ástæða sé til að
sækja þriðju ráðstefnuna af
þessari tegund.
Auk framkvæmdaáætlunar-
innar voru samþykktar fjöl-
margar ályktanir um einstök
mál og málefni einstakra
þjóða, sem ættu að létta bar-
áttuna gegn misrétti því, sem
konur eru víða beittar.
Við setningu ráðstefnunnar
afhentu konur frá Norðurlönd-
unum Kurt Waldheim, fram-
kvæmdastjóra SÞ, ákall um
frið, undirritað af sjö þúsund
konum. Á meðan ráðstefnunni
stóð undirritaði Einar Ágústs-
son, fyrir Islands hönd, sátt-
mála SÞ um afnám hverskyns
misréttis gagnvart konum.
Samnorræn
könnun á
samgöngum
í dreifbýli
í FRÉTT frá samgönguráðu-
neytinu segir, að unnið sé að
könnun á vegum Norrænu emb-
ættisnefndarinnar, um sam-
göngur í dreifbýli á Norður-
löndunum. Verkefni nefndar-
innar er að finna leiðir til þess
að bæta samgöngur á dreifbýl-
issvæðum og hefur nefndin sett
sér það markmið að kanna
ólíkar samgöngulausnir í fyrir-
fram ákveðnu samfélagsformi
og reyna slíkar lausnir á til-
raunasvæðum á Norðurlöndun-
um fimm. Valin hafa verið
fimm tilraunasvæði, eitt i
hverju Norðurlandanna. ís-
lenska tilraunasvæðið er
Norður-Þingeyjarsýsla.
Áður en hægt verður að gera
þá samgöngutilraun sem til
stendur þarf að afla upplýsinga
um ferðaþarfir íbúa tilrauna-
svæðisins, og stóð sú könnun
vikuna 27. júlí til 2. ágúst.
Ferðakönnun þessari er skipt í
tvo meginhluta. Annars vegar er
um að ræða ferðadagbók, þar
sem þátttakendur eru beðnir að
skrá niður ferðir sínar umrædda
viku og hins vegar upplýsinga-
öflun, þar sem leitað er álits
íbúa viðkomandi svæðis á þeirri
samgönguþjónustu, sem fyrir
hendi er, bæði innan svæðisins
og til og frá því. Af þessu tilefni
hafa verið sendir könnunarseðl-
ar á hvert heimili í N-Þingeyj-
arsýslu.
Formaður íslenska vinnu-
hópsins er Sigtryggur Þorláks-
son, bóndi Svalbarði í Þistilfirði.
ÚTSÖLUSTAÐIR: Karnabær Laugavegi 66- Karnabær Glæsibæ
Eyjabær Vestmannaeyjum - Hornabær Hornafirði -Eplið Akranesi - Eplið Isafirði -Cesar Akureyri
Component Car Stereo • ■
kilometrum a undan
W:
I
r" ?■
Þegar kemur að hljomgæðum
hafa PIONEER bíltækin þá yfirburði,
að við getum fullyrt að þau eru mörgL...
kílómetrum á undan öðrum bíltækjum.
W120
ÖfÖPIONCECEn
loiniMmrnl Iar Slrmi
HLJÓMTÆKJADEILD
KARNABÆR
LAUGAVEG 66 SÍMI 25999