Morgunblaðið - 07.08.1980, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 07.08.1980, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. ÁGÚST 1980 Leifur Jónsson læknir: Enn um Almannavarnir Lengi getur vont versnað Þegar ég hóf hugleiðingar mín- ar um vissa þætti starfsemi Al- mannavarna í Morgunblaðinu 19.7. síðastliðinn, var mér ljóst að víða er pottur brotinn á því heimili. Eftir svargrein Guðjóns Petersen framkvæmdastjóra í sama blaði 22.7. og ekki síður, eftir lestur skýrslu fulltrúa hans, Haf- þórs Jónssonar í Vísi sama dag, vaknar sú spurning, hvort fyrir- tæki þetta sé ekki beinlínis lífs- hættulegt. Almannavarnir eiga að vera mikilvægur hlekkur í örygg- iskeðju neyðaráætlunar, og eru eina fyrirtækið hérlendis sem er í fullu starfi við skipulagningu þessarar neyðaráætlunar, eða eins og framkvæmdastjórinn segir orð- rétt: „Ég er búinn að berjast fyrir pg starfa að neyðaráætlun fyrir ísland í 9 ár.“ Það kemur því úr hörðustu átt, að Almannavarnir skuli vera sá hlekkur er jafnan brestur er á reynir. Ég leyfði mér í fyrri grein minni að setja út á framkomu Almannavarna í sam- bandi við þrjá atburði er gerst hafa hér á landi síðastliðna 6 mánuði og verða þeir atburðir enn teknir til umfjöllunar hér á eftir. Svargreinar þeirra Almanna- varnamanna gefa þar að auki óendanlegt tilefni til hugleiðinga og verða nokkur atriði tekin fyrir. Ég minntist í grein minni á þá fráleitu hugmynd framkvæmda- stjórans að sitja fyrir bílum þeim er fiuttu slasaða af Mosfellsheiði eftir flugslysin í desember síðast- liðinn og breyta ákvörðunarstað þeirra í blóra við ákvarðanir greiningarlækna á slysstað. Sennilega var þetta gert í góðri trú, eða eins og hann sjálfur segir: „.. .til að þeir (hinir slösuðu) kæmust beint og milliliðalaust í meðferð á skurðstofum spítal- anna“. Þarna er framkvæmda- stjórinn búinn að ákveða, og það án þess að hafa séð hina slösuðu, að alla eigi að skera og það strax. Er hann greinilega undir slæmum áhrifum læknarómana, þar sem læknar standa í hverju horni blóðugir upp fyrir axlir og skera fólk, annað er ekki lækningar. Varðandi umrædda sjúklinga er það að segja að einn af ellefu þurfti á tiltölulega skjótri aðgerð að halda og voru læknar á slysstað fullfærir um að meta það hjálpar- laust. Um þessa atburði segir framkvæmdastjórinn ennfremur orðrétt: „Alla þá gagnrýni sem ég hefi fengið fyrir að gera ráðstaf- anir til að flýta fyrir meðferð hefi ég ekki getað skilið, en kannski voru þeir betur settir bíðandi á göngum." Má af þessum orðum í Kaupmanitahöfn FÆST í BLAÐASÖLUNNI Á JÁRNBRAUTAR- STÖÐINNI skilja að gagnrýni á þessar ráð- stafanir framkvæmdastjórans ha- fi verið töluverð. Þarna kemur og fram sú skoðun framkvæmda- stjórans að þegar læknar þeir, er hafa hina slösuðu fyrir augunum, ákveða meðferðarþörf þá lendi sjúklingarnir í biðstöðu á göngum, meðan framkvæmdastjórinn á sjálfur ekki í vandræðum með að kippa þessum málum í liðinn og það að sjúklingunum óséðum. Síð- an skilur framkvæmdastjórinn ekki alla þá gagnrýni sem hann hefur fengið fyrir tiltækið. Hon- um hefur að sjálfsögðu ekki flogið í hug að hann sé þarna að vasast í hlutum sem hann hefur ekkert vit á. í fyrri grein minni benti ég einnig á að framkvæmdastjórinn á jafnan erfitt með að hafa rétt eftir, er hann lætur í ljós sitt skína í fjölmiðlum. Sem dæmi tók ég frásögn hans í dagblaðinu Tímanum 13.6. 1980 af skiptingu mögulegra innlagnarsjúklinga milli spítala eftir flugslysaæfing- una miklu á Keflavíkurflugvelli þann 29.5. í blaðagrein þessari segir framkvæmdastjórinn að „meira en tvisvar sinnum fleiri hefðu verið sendir á Borgarspítal- ann en á Landspítala og Landakot til samans". Ekki „nennir" hann að ræða tölur í þessu sambandi og er mér ljúft og skylt að bæta úr þessu. Skiptingin var í áður- nefndri röð 32,22 og 16. Sam- kvæmt stærðfræði Almannavarna er þá 32 orðnir meira en 76 og leyfði ég mér að kalla þetta hagræðingu á tölum og lái mér hver sem vill. Þriðja atriðið er ég minntist á í fyrri grein minni var sú staðhæf- ing að fjölmiðlar voru boðaðir suður á Keflavíkurflugvöll fyrir væntanlega nauðlendingu Fokker- vélarinnar 18.6. síðastl. og það með það góðum fyrirvara að þeir sem boðaðir voru fengu að upplifa nauðlendinguna meðan Borgar- spítalinn og þar með Slysadeildin gleymdist alveg. Skýringar framkvæmdastjórans og ekki síður fulltrúa hans í Morgunblaðinu og Vísi 22. júlí eru einkar athyglisverðar. Þessir menn gera ekki nokkurn grein- armun á áætlunum og alvöru, æfingum og raunveruleika. Ekki efa ég að neyðaráætlun fram- kvæmdastjórans sé hið fegursta plagg enda virðist það hafa gengið í augun á Sameinuðu þjóðunum, en meira um það síðar. I framkvæmdinni stenst þessi áætlun hinsvegar illa og snúum okkur nú að skýrslu fulltrúans af atburðarásinni. Þar segir meðal annars: Kl. 19.12: Almannavörn- um ríkisins (bakvaktarmanni) berst tilkynning frá fréttastofu útvarpsins um að Fokker-flugvél hyggi á nauðlendingu í Reykjavík og var spurt um viðbúnað Al- mannavarna í því sambandi. Kl. 19.47: Hafin útboðun samkvæmt hópslysaáætlun Keflavíkurflug- vallar um talstöð og síma. Og enn segir fulltrúinn: „Þar sem undir- ritaður sá um útboðun á talstöð getur hann staðfest að þar sem Borgarspítalinn svaraði ekki þrátt SAMBAND norðlenskra kvenna hélt aðalfund sinn dag- ana 10. —11. júní sl. i Varma- hlíð i Skagafirði. f samhandinu eru sjö sýslu- sambönd kvenfélaganna á Norðurlandi, og mættu form- enn og fulltrúar frá þeim öllum á fundinum. Þar voru flutt þrjú framsögu- og fræðsluerindi um kennslu í fyrir ítrekuð köll þá var haft samband um síma 81200 og fengið samband við Slysadeild, þar voru atburðir kynntir og óskað eftir viðbragðsstöðu af hálfu Borgar- spítala." Þar sem enginn á Slysadeild Borgarspítalans kannast við um- rætt símtal frá Almannavörnum, verður fullyrðing um slíkt símtal að skoðast sem vafasöm í meira lagi og benda til að fleira sé óhreint í máli þessu. En skoðum nú nánar hvernig neyðarkerfi full- trúans er í framkvæmd. Kl. 20.03 nauðlenti flugvélin, en þegar kl. 18.18, þ.e. nær tveim tímum fyrr, var ljóst að flugvélin kom ekki niður þriðja hjólinu og fór síðan að hringsóla til að brenna bensíni fyrir væntanlega nauðlendingu. Hvernig frétta svo Almannavarn- ir af fyrirhugaðri nauðlendingu? Jú, fréttastofa útvarpsins hringir og spyr um viðbúnað. Frá þessu skýra framkvæmdastjóri og full- trúi svo sem ekkert væri sjálf- sagðara. Er þetta það upplýsinga- kerfi sem neyðaráætlanir Al- mannavarna byggist á, þessi mik- ilvægi hlekkur í útboði sjúkra- húsa? Hvað hefði gerst ef útvarpið hefði ekki hringt? Hefði þá starfs- lið Almannavarna lesið fréttirnar í dagblöðum næsta dag? „Þetta var utan vinnutíma," segir fram- kvæmdastjórinn. Já, að hugsa sér að slys og nauðlendingar þurfi að gerast á skrifstofutíma til að Almannavarnir séu hlutgengar. En áfram með smjörið. Hver voru svo viðbrögð Almannavarna? 16 mín. fyrir nauðlendingu var hlaupið í talstöð og æpt út í loftið í von um að einhver hlustaði. Fólk, sem stendur báðum fótum á jörð- inni, hefði lyft símtóli og hringt þessa 2 km leið milli stjórnstöðvar Almannavarna og Borgarspítal- ans, sérstaklega er grunur lék á að enginn hlustaði á talstöðina. Þetta hafa Almannavarnir séð eftir að KONA SEM var farþegi í bifreið á leið um Borgarfjörð var á laugar- dagsmorgun flutt á sjúkrahúsið á Akranesi, eftir að bifreiðin hafði lent á brúarstöpli við Gufuá. Auk konunnar var ökumaður í bifreið- heimilisfræðum, málefni aldr- aðra, og heimilisiðnaði. Mörg fleiri málefni voru rædd á fund- inum, svo sem garðyrkja, bind- indismál, orlofsmál húsmæðra og námskeiðahald, og margar ályktanir og ákvarðanir sam- þykktar. Undanfarin tvö ár hefur stað- ið yfir söfnun á vegum sam- ég reit fyrri grein mína og ætla nú að bjarga sér á hundavaði með áðurnefndum fullyrðingum um símtal við slysadeild, sem aldrei átti sér stað. Fulltrúinn kveður Almanna- varnir ekki hafa boðað fjölmiðla suður á völl, og er það trúlega rétt því að sá aðili, er það gerði, hafði auðsjáanlega fréttaþjónustu sína í lagi. Væri nú ekki ráð að hafa uppi á þessum afkastamikla aðila og láta hann í framtíðinni koma boðum samtímis til fjölmiðla og sjúkrahúsa þegar voveiflegir hlut- ir eins og þessi eru yfirvofandi. Væri þá hægt að slá tvær flugur í einu höggi. Annarsvegar hafa við- búnað þá sjaldan stóratburðir gera boð á undan sér og hinsvegar að losa Almannavarnir undan þeirri milliliðastarfsemi sem þær ekki eru færar um að sinna, þ.e. losa sig við veika hlekkinn í keðjunni. Fulltrúinn segir mig vilja Almannavarnir feigar, þetta eru dæmigerð viðbrögð fólks sem hvorki tekur ábendingum né játar mistök og getur því ekkert lært. Mistökin eru til þess að læra af þeim, en því aðeins er það hægt að þau séu viðurkennd. Fulltrúinn þykist heldur betur hafa komið höggi á mig og segir dæmigert fyrir málflutning minn, er ég í fyrri greininni kvað hafa verið á þriðja tug innanborðs í Fokker- vélinni, en hann segir farþega hafa verið 16 og áhöfn 3. í dagblaði las ég á sínum tíma að farþegar hefðu verið 19, en jafnan skal hafa það sem sannara reynist og biðst ég að sjálfsögðu afsökun- ar á þesum mistökum mínum. Af skrifum fulltrúans má ráða að öllu skipti hvort innanborðs voru 19 eða 22. Mér finnst á hinn bóginn mergurinn málsins vera líf og öryggi þessa fólks burtséð frá höfðatölu. Snúum okkur nú aftur að fram- kvæmdastjóranum. Hann spyr í grein sinni: „Af hverju minnist þú ekki á jákvæða þætti?" og til að koma mér á sporið otar hann fram óskabarni sínu, þráðlausa fjar- skiptakerfinu. Maður hefði að óreyndu haldið að framkvæmda- stjórinn forðaðist að nefna fjar- skiptakerfi eftir það sem á undan er gengið, en hver man ekki fjarskiptaringulreiðina í sam- bandi við slysið á Mosfellsheiði er öllu sló saman og enginn skilaboð komust á leiðarenda? Þegar er búið að minnast á árangurinn af þráðlausu útkalli í sambandi við Fokker-nauðlendinguna, þegar ekki náðist samband tveggja kíló- metra leið innan bæjar. Síðan hefur framkvæmdastjór- inn bein í nefinu til að fullyrða að með þessu kerfi komist spítalarnir inni, en hann mun hafa sloppið ómeiddur. Meiðsli konunnar munu ekki hafa verið mjög alvarlegs eðlis, en þó skrámaðist hún nokkuð og skarst í andliti. bandsins, til endurhæfingar- stöðvar lamaðra og fatlaðra á Akureyri. Hafa safnast á þess- um tveim árum samtals kr. 3555 þús. Öll norðlensku sýslusam- böndin hafa tekið þátt í þessari söfnun. Hefir þetta fé verið afhent til Sjáflsbjargar á Akur- eyri. Fundurinn var haldinn í boði kvenfélaganna í Skagafirði. Samband norðlenskra Á sjúkrahús eftir að hafa ekið á brúarstólpa í langþráð fjarskiptasamband við slysstaði á öllu Suðvesturlandi. Það hefur löngum verið góð regla að minnast ekki á snöru í hengds manns húsi, en þegar sá hengdi fitjar sjálfur upp á um- ræðuefninu kastar fyrst tólfunum. Með einum litlum 10 milljónum ætlar framkvæmdastjórinn síðan að koma á fjarskiptasambandi við slysstaði á landinu öllu. Það er ekki ónýtt fyrir skattgreiðendur að lesa um þessar kraftaverka- lækningar sömu daga og skatt- seðlarnir berast. Ekki væri ónýtt að fá upplýsingar um kostnað við rekstur Almannavarna. Væri ekki ástæða til að húsbændur Al- mannavarna gerðu úttekt á því hvort fengur er í að hafa Ál- mannavarnir svo sem þær eru reknar í dag eða ekki? Ég vil ekki Almannavarnir feigar, en mér finnst það með öllu óviðunandi að heilbrigðisþjónusta í landinu svo og allir þeir aðilar aðrir sem byggja-upp margumtalaða örygg- iskeðju, geti ekki starfað eðlilega vegna sandkassaleikaraskapar framkvæmdastjórans. Hann er upp með sér af því að Sameinuðu þjóðirnar vilji fá mann frá Almannavörnum Is- lands til skipulagsstarfa í Suður- Kyrrahafi. Mér finnst það lítil huggun að Suður-Kyrrahafsbúar skuli vera enn verr á vegi staddir en við Islendingar hvað almanna- vörnum viðkemur. Sú hugsun ger- ist og mjög áleitin hvort við séum i raun aflögufærir. Framkvæmda- stjórinn segir á einum stað í hinni frjóu grein sinni að ég skýli mér á bak við nafn Slysadeildar Borg- arspítalans. Þetta mun eitthvað hafa ruglast í kolli hans, ég skrifaði undir fullu nafni og til aðgreiningar frá alnöfnum mínum tilgreindi ég einnig vinnustað, ég er nefnilega ekki heimsfrægur eins og hann t.d., er ég viss um að Sameinuðu þjóðirnar hafa aldrei heyrt mín getið. Ég hefi nú í tveim blaðagreinum gerst svo djarfur að véfengja ágæti opinberrar stofnunar og hafa tveir starfsmenn hennar fyrir bragðið valið mér hin verstu lýsingarorð. Framkvæmdastjórinn segir sið- ferðilegan flöt skrifa minna svo lágan að hann dæmir mig fyrir alþjóð. Heilagar kýr virðast þann- ig víðar tii en á Indlandi og læt ég óhræddur alþjóð dæma milli okkar. Skrif framkvæmdastjórans gefa tilefni til endalausra bolla- legginga en hér verður látið staðar numið að sinni. Slysadeild Borgarspítalans Leifur Jónsson, læknir. Leiðrétting I Morgunblaðinu í gær urðu þau mistök að fyrirlestur próf- essors Sigurðar Þórarinssonar er sagður vera í gær. Hið rétta er að fyrirlestur Sigurðar er í dag kl. 20.30 í Norræna húsinu. Eru viðkomandi beðnir velvirð- ingar á þessum mistökum. Leiðrétting Umsækjendur um Seljasókn í Breiðholti prédika í Bústaða- kirkju tvo næstu sunnudaga, sr. Valgeir Ástráðsson sunnudaginn 10. ágúst og sr. Úlfar Guð- mundsson sunnudaginn 17. ág- úst, en í blaðinu í gær víxluðust dagarnir, þegar sagt var frá prédikunum þeirra. kvenna Fengu fundarkonur þar hinar ágætustu viðtökur og nutu mik- illar gestrisni og fegurðar hér- aðsins í blíðu veðri. Stjórn Sambands norðlenskra kvenna skipa, Elín Aradóttir, Brún, formaður, Sigríður Haf- stað, Tjörn, ritari og Guðbjörg Bjarnadóttir, Akureyri, gjald- keri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.