Morgunblaðið - 07.08.1980, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. ÁGÚST 1980
PLO gengur á
milli í Líbanon
Beirut 6. átníst AP.
SKÆRULIÐAR Palestínumanna
sögðust i dag ætla aö gripa i
taumana í stríðinu, sem geisar á
milli fylgismanna íraka og Irana
í Libanon. Tilkynningin kom i
kjölfar frétta um brottnám og
morð á klerki úr röðum shita í
Khomeini
úthrópaður
sem villu-
trúarmaður
Rahat. Marokkó 6. ágúst — AP
ÆÐSTARÁÐ marokkanskra
presta og guðfræðinga úthrópaði
i dag Ayatollah Khomeini sem
villutrúarmann og guðiastara.
Ráðið hvatti alla múhameðstrú-
armenn til að „rísa sem einn
maður gegn Khomeini, sem hefði
drýgt þá höfuðsynd að rugla
saman guði almáttugum og dauð-
legum manni og taka sér, i krafti
þess, völd sem skaparanum ein-
um bæru“.
Klerkarnir vísuðu til yfirlýs-
ingar, sem Khomeini á að hafa
látið frá sér fara nýlega, þar sem
hann segir, að „öllum spámönnun-
um, að Múhameð ekki undanskild-
um, hafi mistekist ætlunarverk
sitt vegna þess að þeir hafi ekki
komið á alheimsfriði. Það megi þó
enn takast, en aðeins spámanni
sem enn er ókominn".
Suður-Líbanon og sprengingar á
skrifstofum dagblaðs í Beirut.
Sameiginleg nefnd Frelsissam-
taka Palestínumanna og vinstri-
sinnaðra stuðningsmanna þeirra í
Líbanon kom saman í gærkvöldi
til að ræða versnandi ástand í
þeim hluta Líbanons, sem mú-
hameðstrúarmenn byggja. Ákveð-
ið var að koma á fót herafla til að
halda aftur af fylgismönnum
íraka og írana og gefa þeim
tækifæri til að leggja niður vopn.
150 manns hafa fallið í átökum
þessara fylkinga og ráðist hefur
verið á sendiráð ríkjanna og
skrifstofur flugfélaga.
PLO-samtökin, sem eiga vingott
við hvorutveggja, íraka og Irani,
óttast að vaxandi ókyrrð í Líban-
on, sem er þeirra helsta bækistöð,
verði vatn á myllu kristinna fal-
angista, sem hafa lýst yfir stríði á
hendur Palestínumönnum í Líban-
on.
Siles myndar
útlagastjórn
La Paz, Bóliviu 6. ágúst AP.
FYRRVERANDI forseti Bólivíu,
Hernan Siles Zuazo, tilkynnti i
dag myndun útlagastjórnar og
lýsti þvi yfir að hann væri rétt-
kjörinn forseti þjóðarinnar.
Herstjórnin í Bólivíu kom í dag í
veg fyrir öll fjarskipti við umheim-
inn í gegnum fjarrita og gervitungl
og innanríkisráðherrann sagði frá
því að tveir fréttamenn hefðu verið
handteknir, gefið að sök að hafa
sent „falskar fréttir" úr landi.
Ungfrú ísland, Unnur Steinsson, ásamt ungfrú Hawaii,
Simone Rerere Overman, í skoðunarferð í Manila þar sem
þær keppa i fegurðarsamkeppninni Miss Young Interna-
tional 17. ágúst.
Reyndi að
synda yfir
Ermarsund
— í f jötrum
Dover, Enjflandi 6. ágúst — AP
AMERISKUR ofurhugi,
sem gerði sér vonir um að
verða fyrstur manna til að
synda yfir Ermasund
bundinn á höndum og fót-
um varð að gefast upp í
dag eftir aðeins fjögurra
mílna sund.
Sundmaðurinn, sem tilraunina
gerði, heitir Alan Jones og er frá
San Diego í Kaliforníu. Áður en
hann lagði í hann, sagði hann, að
hann vonaðist til að geta, með
þessu uppátæki sínu, hvatt aðra
unga Bandaríkjamenn til dáða og
„aukið þeim trú á mannlegum
mætti". Ermarsundssundfélagið
lét sér þó fátt um finnast og taldi
að hér væri aðeins um ódýra
auglýsingabrellu að ræða.
Herstjórnin herðir
tökin i Suður-Kóreu
Kínverjar hætta við
opinbera heimsókn
Nýju-Delhi 6. ágúst AP
KÍNVERSKI utanríkisráðherr-
ann, Huang Hua, hefur frestað
um óákveðinn tima heimsókn
sinni til Indlands, sem ráðgerð
var síðar á þessu ári. í tilkynn-
ingu kinversku stjórnarinnar
segir að ástæðan sé sú, að ráð-
herrann sé „önnum kafinn“.
í indversku dagblaði segir hins
vegar, að Kínverjar vilji á þennan
hátt láta i ljós óánægju sina með
viðurkenningu Indverja á stjórn
Heng Samrins í Kambódíu, sem
þeir segja að muni skaða stöðu
Indverja meðal hlutlausra ríkja.
Seoul, 6. ágúst, AP.
TALSMAÐUR Suður-Kóreu-
stjórnar sagði í dag, að hand-
teknir hefðu verið 16,599 manns,
sem hann lýsti sem glæpa-
mönnum, lausingjalýð og fjár-
hættuspilurum. i sérstökum að-
gerðum stjórnvalda til að „upp-
ræta þjóðfélagsmein“.
Talsmaður þjóðaröryggisnefnd-
ar herstjórnarinnar sagði, að mál
hinna handteknu færu fyrir her-
dómstól. Flestir yrðu látnir sæta
fjögurra vikna „endurhæfingu" en
aðrir yrðu sendir í nauðungar-
vinnu í sex mánuði, allt eftir því
hve afbrotin væru alvarleg. Þjóð-
aröryggisnefndin var sett á lagg-
irnar í júní sl. eftir uppþotin sem
urðu í Kwangju þar sem 189
manns biðu bana.
Suður-kóreanskur herdómstóll
dæmdi í dag 30 námumenn í
fangelsi, allt frá hálfu öðru ári til
fimm ára, vegna verkfallsóeirða í
apríl sl. í óeirðunum féll einn
lögreglumaður og 60 aðrir særðust
þegar verkfallsmenn réðust á
lögreglustöð og bækistöðvar
námafyrirtækisins.
Amnesty International, sem
hefur verið meinað að kanna
sannleiksgildi frétta um miklar
handtökur og pyntingar á pólitísk-
um föngum, skoraði í dag á
s-kóreönsku stjórnina að reka af
sér slyðruorðið og leysa úr haldi
alla samviskufanga. Talsmaður
samtakanna sagði að þetta væri í
fyrsta sinn um „margra, margra
ára skeið" sem sendinefnd frá
samtökunum hefði verið meinað
að koma til einhvers ríkis.
Diplómatar handteknir
Litmyndir
eru okkar
sérgrein!
UMBOÐSMENN UM ALLT LAND
':■/ HANS PETERSEN HF
BANKASTRÆTI
S: 20313
GLÆSIBÆ
S: 82S90
AUSTURVERI
S: 36161
Berlin 5. áxúst. AP.
VESTUR þýzkur dómstóll gaf í
dag út handtökuskipun á hendur
tveimur diplómötum frá írak.
sem grunaðir eru um morðtil-
ræði, og fyrir að hafa i fórum
sínum án leyfis sprengjuefni og
skotvopn.
Lögreglan skýrði frá því að hér
ættu í hlut fyrsti sendiráðsritari
við sendiráð íraks í Berlín og
bifreiðastjóri þess. Þeir voru
handteknir til bráðabirgða
skömmu fyrir helgi eftir að hafa
afhent þriðja aðila tösku með
mjög hættulegu sprengiefni og
byssum. Segir lögreglan að þeir
hafi ætlað að varpa sprengju inn á
fund hjá kúrdískum stúdentum og
hefðu getað orsakað dauða 35
manna.
Skákmenn stof na
nefnd til stuðn-
ings Korchnoi
Amsterdam, 6. ágúst — AP.
STÓRMEISTARAR I skák og baráttumenn fyrir auknum
mannréttindum hafa stofnað alþjóðlega nefnd til stuðnings
sovéska stórmeistaranum Viktor Korchnoi sem hefur barist fyrir
því að kona hans og sonur fái að fara frá Sovétríkjunum, að þvi
er haft er eftir hollenskum félaga i nefndinni.
Hella Rottenberg, ritari hol-
lensku deildarinnar, sagði að
nefndin hygðist krefjast þess við
sovésk stjórnvöld með hjálp
skáksambanda um allan heim,
stjórnmálamanna og þinga, að
þau leystu Igor, son Korchnois,
úr fangelsi og leyfðu honum og
móður hans að yfirgefa Sovét-
ríkin.
Korchnoi bað um hæli á Vest-
urlöndum á árinu 1976 og býr nú
í Sviss. Bellu konu hans og syni
hans hefur verið neitað um
brottfararleyfi og því borið við,
að hann ætti eftir að gegna
herþjónustu. Igor, sonur Korch-
nois, fór í felur til að sleppa við
herþjónustuna en var handtek-
inn á siðasta ári og sendur í
fangabúðir.
„Mál Korchnoi-fjölskyldunnar
er einkennandi fyrir hefndarað-
gerðir rússneskra stjórnvalda
gegn skyldmennum þeirra sem
lúta ekki vilja yfirvaldanna í
einu og öllu,“ sagði frú Rotten-
berg.
Hella Rottenberg sagði, að
frumkvæðið að nefndinni hefðu
haft ýmsir þekktir skákmenn,
þ.á m. fyrrv. heimsmeistari, Max
Euwe frá Hollandi, tékkneski
stórmeistarinn Ludek Pachman,
sem er í útlegð, og bandariski
stórmeistarinn Walter S.
Browne. Fyrir bandarísku deild-
inni er Michael Sztein og þeirri
vestur-þýsku Evgeny Gabovich,
sovéskur stærðfræðingur sem er
í útlegð og býr nú í Múnchen.