Morgunblaðið - 07.08.1980, Side 17

Morgunblaðið - 07.08.1980, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. ÁGÚST 1980 17 Kvikmyndun á „Punktur punkt- ur komma strik“ hálfnuð „Þögn, upptakan er aö hefjast.“ Og snögglega komst dauöaþögn á hópinn sem rétt áöur haföi ætlaö allt aö æra. Blaöamaður Morgunblaösins er staddur á æfingu, þegar verið er aö kvikmynda lokaatriöi í kvikmyndina „Punktur punktur komma strik", sem gerö er eftir samnefndri sögu Péturs Gunnassonar. Þaö er þriðjudagskvöld, og æfingin fer fram á Strandgöt- unni í Hafnarfirðinum. Sunnanverðri götunni hefur veriö lokað og gamla sjoppan er full af tæknimönnum og leikurum, sem í þetta skipti eiga aö vera unglingar hangandi í sjoppu. Þaö er auöséö á klæðnaðinum aö þetta á aö gerast í þann mund sem bítlaæðið fræga gekk yfir. Eins og margir eflaust muna fjallar skáldsagan um dreng aö nafni Andri og hans uppvaxtarár. Andri er áhrifagjörn og feimin persóna, en gæti vel átt sér staö í raunveruleikanum í dag. Eftir aö Punktur punktur komma strik kom út sendi Pétur Gunnarsson frá sér aðra bók sem nefnist „Ég um mig frá mér til mín“, og er hún framhald af Punkti punkti. Pétur situr nú enn viö skriftir, og er von á þriöju bókinni bráölega. Gamall str»tisvagn haföi veriö fenginn og geröur allur upp, en aöeins þeim megin sem nota átti hann. Því sem m.a. þurfti aö breyta var aö vagninn var hannaður fyrir hægri umferð, en í myndinni ó aö vera vinstri umferö. „Andri er ekki ýkja ákveðinn og kannski hægt að kalla hann rolu“ Andri, sem í rauninni heitir Hallur Helgason, stóö fyrir utan sjopp- una og var niöurlútur og dapur á svlp. Blaöamaöur vék sér aö honum og spuröi af hverju hann væri svo dapur. — Ég verö aö lifa mig inn í hlutverkiö og í augnablikinu er ég aö reyna aö vera á barmi ör- væntingarinnar. Vinstúlka mín í myndinni er mikiö slösuö. — Hvernig fékkst þú hlutverk- iö? — Þaö var prófaö í skólanum í kvikmyndina og svo var ég bara vallnn. — Veistu af hverju þú varst endilega valinn? — Nei, segir Hallur og brosir, en ég fæ aö vita þaö eftir tökurnar. — Hefuröu leikið eitthvaö áö- ur? — í Veiöiferöinni lék ég Jón, og svo lék ég líka í rokkóperunni Gulldrengirnir sem sýnd var hér í Flensborg. — Hvaða álit hefurðu á Andra? Finnst þér þú þurfa aö breyta þér mikið til aö geta verið Andri? — Andri er aö mínu áliti ósköp venjulegur unglingur. Hann er meö „komplexa" út af ýmsu sem skiptir í raun og veru engu máli. Hann er ekki ýkja ákveöinn og kannski hægt aö kalla hann rolu, en samt er þetta aöallega feimni held ég. Sjálfur er ég ekki eins feiminn og Andri. Hann er einnig í allt ööruvísi aðstæðum hvaö mig snertir, gagnvart foreldrum og systkinum. Ég hugsa aö ég sé alveg jafn sveitalegur og hann og kannski meira. — Ef þú mættir ráöa Andra, myndiröu breyta honum? — Já ég myndi setja Andra í slipp, eða þ.e.a.s. láta hann í allsherjar endurbætur. — Hyggstu kannski leggja leikarastörf fyrir þig í framtíö- inni? — Þaö er aldrei aö vita, þar sem þetta hefur nú gengiö svo vel fram til þessa. Til að byrja meö stefni ég í stúdentinn. — Er þessi myndataka frábrugðin hinum myndunum sem þú hefur leikiö í? — Já, þaö er eiginlega hægt Þaö er ekki hægt aö sjá á svipnum á Andra aö hann sé á barmi örvæntingarinnar aö segja þaö. Tímasetningin er allt ööruvísi og þaö kostar alls konar aukavinnu, þ.e.a.s. myndin gerist á svo mörgum árum. Andrea Salomonsson leikur Betu, sem á aö vera „ofboösleg pæja“ og bíða þess að einhver gæi komi og „kássist upp á hana“. „Myndi ekki nenna að greiða mér svona að staðaldri“ Andrea Salomonsson sem er fimmtán ára, leikur Betu, sem á aö vera „ofboösleg pæja“ og biöa eftir því í sjoppunni aö einhver strákur komi og „kássist upp á hana“. Hvernig fékkst þú hlutverkiö, Andrea? — Ég var hjá vinkonu minni og þar var fólk sem vildi endilega fá mig í þetta. Annars bý ég í Svíþjóö og er bara hérna í sumarfrfi. — Hvernig líst þér á hlutverk- iö? Bara vel, en aldrei myndi ég nenna að greiða mér svona aö staöaldri. Ef maöur heföi veriö uppi á þessum tíma heföi maöur ekkert gert annaö en aö greiöa sér. — En fötin, heldurðu aö þú myndir vilja ganga svona dags daglega? — Nei, þaö held ég ekki. Dýrasti liðurinn við myndina eru launagreiöslurnar og kostnaður við leikarana. Áætlaður kostnaður við myndina nemur 100 millj. kr. ÞORSTEINN Jónsson sem er yfirmaöurinn á staönum sagði aöspuröur aö kostnaöurinn við myndina næmi um 100 milljónum króna eöa þaö væri a.m.k. áætl- aöur kostnaöur viö hana. Þessi kvikmyndataka er hálfnuö og hefur fram til þessa gengið mjög vel, en í allt veröum viö í sjö vikur aö kvikmynda. — Hver er dýrasti liöurinn viö myndina? — Ætli þaö séu ekki launa- greiöslurnar og kostnaöur leikar- anna. — Er miklu breytt í handritinu frá bókinni? — Já, töluveröu hefur veriö breytt, en ég hef átt fulla sam- vinnu viö Pétur í því sambandi. Og eins og ég sagöi áöan, hefur allt gengið mjög vel, og leikararnir og starfsfólkiö veriö mjög samvinnuþýtt. Ég væri alveg til í að láta kalla mig Dodda alltaf. „Þar gat ég alveg rifið kjaft eins og ég vildi“ EFTIR Strandgötunni kemur strákur hjólandi á fullri ferö. „Doddi er miklu meiri töffari en Andri“ Einar Hjaltason heitir sá sem nú tekur viö hlutverki Dodda af Hafsteini. Hann sagðist hafa ver- iö aö skemmta sér um verzlun- armannahelgina í Galtalæk, og Þessi strákur heitir Hafsteinn Ingimundarson og lék Dodda þegar hann var lítill, en hans hlutverki er nú lokið og stærri eöa réttara sagt eldri strákur tekinn viö. — Hvernig er að leika Dodda? — Það er alveg ágætt. Hann er dálítill prakkari og rífur ofsa- legan kjaft. Hann er dálítið skemmtileg persóna. — Breytast krakkar eitthvaö gagnvart þér þegar þú ert farinn að leika í kvikmynd? — Já sumir. Stundum er hringt heim til mín og spurt hvort Doddi sé heima. En ég væri alveg til í aö láta kalla mig Dodda alltaf. — Hvenær var skemmtilegast aö leika Dodda? — Þaö var lang skemmtileg- ast þegar ég var í afmælinu. Þar gat ég bara alveg rifiö kjaft eins og ég vildi. Þaö var sko gaman. — Saknaröu ekki fólksins hérna? — Jú dálítiö, en þaö er ágætt aö koma svona í heimsókn. — Fékkstu gott kaup fyrir þetta? — Já alveg ágætt. Ég ætla aö láta þaö á vaxtaaukareikning þegar ég fæ þaö. — Gætiröu hugsað þér aö gerast leikari í framtíðinni? — Þaö getur vel verið aö ég gæti hugsaö mér aö veröa leik- ari. þá heföi sér boöist hlutverkiö. Þó hann heföi veriö í fastri vinnu fyrir hjá kaupfélaginu í Hafnar- firöi, heföi hann hætt þar strax, því þetta væri svo spennandi. — Hvernig er Doddi núna? — Hann er góöur vinur Andra. Doddi er hress og að sumu leyti held ég betri karakter. Einnig er hann miklu meiri töffari en Andri. Texti Guðbjörg Guðmundsdóttir Ljósm. RAX Doddi er hress og að sumu leyti betri „karakter“.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.