Morgunblaðið - 07.08.1980, Qupperneq 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. ÁGÚST 1980
vl
MORÖdK/
KArFINÚ
@ (5f?i
Ég hef aldrei áður séð krana með
sultardropa.
I*ú þarft ekki að leita að lykla-
kippunni — mamma opnar!
Er þetta nú ekki fulllangt genKÍð
— fyrir veiðimann?
Ósannindum
vísað á bug
BRIDGE
Umsjón: Páll Bergsson
Að setja sig í spor félaxa síns
ok hjálpa honum í vörninni er án
alls vafa eitt besta heilræði, sem
ha'Kt er að Kefa áhuKasömum
spilurum. Enda þótti það á sínum
tima besta ábendinKÍn, sem fram
kom i heilræðasamkeppni Bols-
fyrirtækisins á sinum tima. Ilér
er K<>tt dæmi.
Norður gaf, a—v á hættu.
Norður
S. KDG102
H. ÁG62
T. K42
L. D
Austur
S. Á973
H. 107
T. 7
L. Á86432
i. 84
I. KD984
'. G9863
,. K
Norður hóf sagnir með 1 spaða,
austur saKði pass, suður 2 hjörtu,
sem norður hækkaði beint í 4
hjörtu. Útspil laufgosi.
Fyrsta slaginn tók austur með
ásnum og hann sá í hvelli, að
vestur varð að eiga tígulásinn.
Hann spilaði því einspilinu og
vonaðist til að fá að trompa í
næsta slag. Reyndar gat vestur
hæglega tekið á ásinn og spilað
aftur tígli. En dæmið var bara
ekki svo einfalt. Þegar suður lét
áttuna var alveg eins líklegt, að
austur hefði spilað hærra spilinu
af tveim tíglum. Hann var sem sé
í vafa, vissi ekki hvor var betri,
brúnn eða rauður og valdi vitlaust.
I von um að austur ætti hjartak-
óng valdi vestur að láta tíuna.
Hefði sú verið raunin gat austur
spilað aftur tígli og síðan trompað
þriðja tígulinn. En þegar austur
fékk seinna á spaðaásinn átti
hann hvorki tígul né tromp og
sagnhafi gat ómögulega komist
hjá að vinna sitt spil.
Eftir spilið var austur ekki
sáttur við, að vestur skyldi ekki
leyfa tígultrompunina. En hann sá
brátt og skildi aðstöðu vesturs. Og
stuttu seinna var málið komið á
hreint. Austur hefði betur tekið á
spaðaásinn áður en hann spilaði
einspilinu. Þá gat vestur ekki
verið í vafa. Fjórði slagurinn varð
að fást með tígultrompun.
Vestur
S. 65
H. 53
T. ÁD105
L. G10975
COSPER
Svanlaug Löve skrifar:
„Ósæmilegar árásir á íslenska
dýralækna hafa um allangt skeið
tíðkast í dagblöðunum. í það er
látið skína, að þeir annist sín störf
ekki nema að takmörkuðu leyti,
þannig að smádýrin verði þar
mjög útundan og lítið annað sé
gert en að deyða þau, þegar þau
verða veik. Slík sé þjónusta dýra-
lækna í þeim efnum.
• Daninn bjargaði
í neyð
Grein af þessu tagi birtist í
Þjóðviljanum nú í byrjun ágúst-
mánaðar, eftir Jórunni Sörensen.
Er framangreindum/ullyrðingum
haldið þar fram. Hins vegar er
farið mjög lofsamlegum orðum
um danskan dýralækni, sem nú
starfar við Dýraspítala Watsons.
Er getið allmargra atvika varð-
andi smádýrin, þar sem þessi sami
læknir hafi bjargað í neyðartil-
fellum og þannig komið í veg fyrir
að lóga þyrfti dýrunum. Er að
sjálfsögðu gott eitt um þetta að
segja.
• íslenskir dýra-
læknar ávallt
reiðubúnir
En það eru ósannindi, sem ég vil
ekki láta ómótmælt, að íslenskir
dýralæknar séu lítt eða ekki fáan-
legir til að sinna smádýrunum í
veikindatilfellum og leggi vart
annað til slíkra mála en að dýrin
séu deydd. Sem formanni Katta-
vinafélagsins er mér mál þetta
allvel kunnugt, því að ég hef verið
svo lánsöm að njóta læknisþjón-
ustu og velvildar þessara manna.
Þar sem kettir hafa jafnan fylgt
mér um ævina, hef ég um áratugi
notið hjálpar íslenskra dýralækna
og er reynsla mín af þeim slík, að
ekki verður á betra kosið. Hvort
sem ég hef þurft að leita til þeirra
á nóttu eða degi, hafa þeir jafnan
verið reiðubúnir til hjálpar smá-
dýrunum. Og reynsla mín er sú, að
þeir séu mjög vel færir í sínu
starfi og leysi vel af hendi hvers
Ljóðabók
Þorsteins Sveinssonar
Nýkomin er út falleg ljóða-
bók eftir Þorstein Sveinsson
lögmann, sem hann nefnir
Gengin spor. í bók þessari
kennir margra grasa, því að
þarna er að finna sýnishorn
af ljóðum hans frá því að
hann var unglingur og allt til
þessa dags. Þarna er að finna
ástaróð hins unga manns,
gamanvísur, afmælisljóð og
brot af trúarreynslu þrosk-
aðs hugar, svo að eitthvað sé
nefnt.
Bókin er öll mjög læsileg,
Ijóðin auðskilin, ekki hjúpuð
í neinn myrkvið, eins og
sumum skáldum er títt að
búa ljóð sín í, heldur hrein og
tær. Oft er slegið á létta
strengi, en þar er jafnan
græskulaust gaman á ferð.
Já, yrkisefnin eru marg-
vísleg. Ég kem niður á ljóð,
sem heitir Borgin mín, ef til
vill er nafn bókarinnar tengt
þessu ljóði.
„Þú borg, sem geymir gleymdu
sporin mín
og grófst í strætin gleði mína
og sorg.
Þitt barn er ég. já, barn sem
leitar þin
þótt baði regn og sól þin slitnu
torg.“
Það er mér gleðiefni að
finna, hve ylur trúarinnar er
vermandi í þeim ljóðum, sem
Þorsteinn slær á þá strengi í.
í ljóði, sem nefnist Jólin 1972
er þetta stef:
Já, bænir minar blessar þú i
kvöld
og berð mér Ijós og yl frá þinni
sól,
sem meinin læknar manna öld
af öld
þvi marga huggar ljóssins
dýrðar jól.“
Þorsteinn er mikill félags-
hyggjumaður og hefir tekið
þátt í margvíslegum félags-
störfum. Bera Ijóð hans því
vitni. En það, sem einkennir
ljóð hans ef til vill allra mest
er það, að góður andi og
göfugur svífur þar yfir vötn-
Þorsteinn Sveinsson
um, og óhætt er að segja, að
mörg ljóðanna byggja upp,
en éngin rífa niður. Að ytra
útliti er ljóðabókin einkar vel
úr garði gerð, raunar óvenju-
lega smekkleg. Rósa Ingólfs-
dóttir hefur hannað hana og
myndskreytt. Bókin er ekki
seld í bókabúðum, en fáein
eintök eru enn til hjá höf-
undi.
Ragnar Fjalar Lárusson.