Morgunblaðið - 07.08.1980, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 07.08.1980, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. ÁGÚST 1980 29 konar skurðaðgerðir, þegar með þarf. • Furðuleg vanþekking Er næsta furðulegt, ef því fólki, sem gegnir forystustörfum í ís- lenskum dýraverndunarmálum, er ókunnugt um þetta, sem nálega hvert mannsbarn í landinu veit.“ • Hlutdrægni í poppþáttum R.S. skrifar: „Mér finnst alveg ferlegt hvað útvarpið er hlutdrægt þegar nýjar plötur koma út á íslandi. Ég á við það, að platan ísbjarnarblús með Bubba Morthens er ekkert spiluð, en plöturnar með Pálma Gunn- arssyni og Þú og ég eru kynntar rækilega aftur og aftur í popp- þáttunum. Þó að Bubbi sé nýgræðingur í bransanum og ekki kominn í poppklíkuna enn þá, er hans músik það besta sem heyrst hefur á íslandi í 10 ár eða meira. Meira að segja aumingjar eins og B.A. Robertson eru með aumari músik en sjálfir Bee Gees eru kynntir aftur á bak og áfram (aðallega af einum poppþáttarstjórnanda í út- varpi og sjónvarpi), en á Bubba er ekki minnst. Kynnið Bubba svo að fólkið fái að vita hvað er best á markaðnum í dag! Niður með diskótekið og lummurnar!" • Bötnuðu lífs- kjörin „eystra“? Húsmóðir skrifar: „Nú þegar fréttirnar snúast aðallega um valdatöku hersins í Bólivíu, langar mig til að biðja t.d. síðdegisblöðin að rifja upp söguna af því, hvernig kommúnistarnir í leppríkjunum fóru að því að af- henda þessar þjóðir til eilífrar kúgunar Rússa, og hvað almenn- ingi í þessum löndum hefur græðst á landráðum kommúnist- anna. Það voru löglega kosnar stjórnir í þessum löndum. En hvernig fór fyrir formönnum bændaflokkanna? Mig minnir að margir þeirra misstu höfuð sín. Og voru ekki margir settir í fangelsi? Urðu lífskjörin betri og verkalýðsforustan sterkari og gat gætt hagsmuna fólksins eins og hún á að gera þegar saman koma hagsmunir þeirra sem kaupa vilja vinnuaflið og þeirra sem vilja selja það. • Friðarhugsjón ólympíuleikanna Ég man ekki eftir þvi að friðarsinnarnir á Þjóðviljanum hefðu neitt út á þetta atferli að setja. Það varð aftur á móti hagkvæmt fyrir Rússa að geta blóðmjólkað þessar landbúnaðar- þjóðir, því að matarskortur er í dag í Rússlandi ekki minni en á dögum keisaranna, og var fróðlegt að heyra söguna, sem fréttamaður útvarpsins í Moskvu hafði eftir ungu stúlkunni. Þurfti útvarpið endilega að senda sérstakan mann á okkar kostnað á þessa endemis Ólympíuleika? Þessir Ólympíu- leikar eru þeir fyrstu og -vonandi þeir síðustu, þar sem gestgjafarn- ir byrja á því að brytja niður sárasaklausa þjóð til að sýna heiminum, hvað mikils þeir meta friðarhugsjón Ólympíuleikanna og ! frelsi annarra þjóða. Slökunar- 1 stefna Rússa birtist í þessum ! aðgerðum í sínu skærasta ljósi. Hún hefur reyndar aldrei sést fyrr. Þeir hefðu getað látið komm- únistana í Afganistan vinna fyrir sig, þangað til leikarnir væru afstaðnir, því að kommúnistarnir vinna alls staðar fyrir þá, og er Island þar ekki undan skilið. • Við gerumst ekki griðníðingar Ég held að Noregur hafi farið rétt að og þessir peningar sem eyðast í Moskvu væru betur komn- ir til að styrkja íþróttirnar hér, því að það vantar peningar þar eins og í sinfóníuhljómsveitina og fleira. Norðmenn vita það líka, að ef við færum úr NATO, yrði Noregur næsta Afganistan. Þjóðin á að segja þetta við þessa sem kalla sig þá einu sönnu friðarsinna: „Látið fyrst leggja niður Varsjárbandalagið og þá skulum við fara úr NATO, en fyrr ekki, því að það er meira frelsi í NATÓ-ríkjunum, auk þess förum við ekki að gerast griðníðingar við frjálsar þjóðir." Þessir hringdu . . . • 111 meðferð á dýrum A.Á hringdi og lýsti hneyksl- un sinni á meðferð hrossa í girðingu Fáks í Geldinganesi. — Þarna er ekki deigan dropa að hafa fyrir hestana og þeir eru að reyna að svala þorstanum með því að sleikja þarann í fjörunni, en eins og allir vita er sjór slæmur við þorsta. Eitt hrossanna hefur augsýnilega fest sig í gjótu og síðan drepist úr hungri á löngum tíma. Fáksmenn hafa á sínum snærum smala, sem eiga að fara þarna um tvisvar í viku, en það SKÁK Umsjón: Margeir Pétursson Á alþjóðlegu skákmóti í Baku í Sovétríkjunum í ár kom þessi staða upp í skák þeirra Kasp- arovs, Sovétríkjunum, sem hafði hvítt og átti leik, og Csom, Ung- verjalandi. 28. Rf5! - Rf7, 29. Hxh7! og Csom gafst upp. gera þeir bara ekki. Þarna er hræið búið að liggja afskiptalaust dögum saman. Það minnsta sem hægt væri að gera er að dysja það. En mér finnst Fáksmenn yfirleitt ekki geta verið þekktir fyrir annan eins aðbúnað og hrossin eiga að búa við þarna. HÖGNI HREKKVÍSI Pétur Pétursson þulur: Baggahestar og stjörnufákar Það ætti nú að vera ljóst, að baggahestar BSRB og ASÍ eru ekki neinir mótorfákar sem blússað er á milli kjarasamninga, Sólstöðu- samninga og Vetrarkvíða. Það er ekki einu sinni farið að tylla undir þá skeifum, þar sem þeir standa í réttinni. Þeir safna bara hófskeggi þar sem þeir skipta um fótstöðu og stynja undir reiðingnum. Enn verð- ur bið á því að sáttfús Brekkubónd- inn beri út koffortin með félags- málapökkum handa „hálfopinber- um gamalmennum og tómthúsfólki og búi um sendinguna á klakkan- um. Ef baggahestarnir hneggja í áttina að Tómasarhaga, eða strekkja í Herðubreiðarlindir, þá er ógnað með Sultarfit og Haldi. Þótt góðviljaðir fríþenkjarar, ... Þormar og aðrir bjartsýnismenn mæni á Vonarskarð og búist við lummum og sultutaui á engjarnar þá sést ekkert við sjóndeildarhring, nema melgrasskúfurinn harði. Og þó. — Gamlir Gjaldheimtu- jálkar, skeiðuðu í hlað, milli pistils og guðspjalls, í tveggjaforsetablíð- umblæ, og höfðu farið Sprengisand tvisvar og báðar Fjallabaksleiðir, án þess að blása úr nös. Þeir létu sig ekki muna um eina salíbunu niður Leggjabrjót fyrir góðan mál- stað, og hristu af sér skuldabagg- ana við seinni blessun. Ragnar í Höskuldarkoti var ekki seinn að setja IBM-inn á fullt og stilla „peningalaunum í hóf“, eins og orkumálaráðherrann, sem leiðir út, kallar það. Og um leið og nýi forsetinn þrumaði um „sverð og skjöld", hafði fjármálaráðherrann hirt öll opinber gjöld, og það án þess að senda áður út álagningar- seðla, eða birta skattskrána. Það var bara eins og í lögum unga fólksins, þegar táningarnir senda kveðjurnar: „Þú mátt eiga afgang- inn, ef nokkur verður." Pétur Pétursson Það var margur sem hristi launaumslagið sitt um mánaða- mótin, en heyrði ekki annað hringla en klukkusláttin í Dóm- kirkju höfðingjanna, sem enn einu sinni höfðu búist í nýju fötin keisarans og fóru að syngja niður- talningarsönginn: Ein bóla á tungu, engin á morgun. Svo var farið að steikja sér nýjar verð- hækkanir á mínútugrillinu, leiða stjörnufáka á stall og skoða flösku- skeyti. En landbúnaðarráðherrann hélt áfram niðurgreiðslu og greiddi og greiddi, norður og niður „sitt gullhár furðusítt". Hann hlýtur að enda með „permanenti“ ef þannig heldur áfram. Hinir gengu bara með „uppsett" í tilefni af seinustu hækkunum. Og orkumálaráðherr- ann, sem vantar jarðsamband, seg- ir að „peningalaunahækkunum verði að stilla í hóf“ og bíða uns búið sé að veiða Lagarfljótsorminn. Pétur Pétursson þulur. Lítil leiðrétting: Sundlaugin á Akureyri og M.A. FYRIR langa löngu ætlaði ég að vera búin að skrifa fáeinar línur til leiðréttingar ummæla Rögnu Jóns- dóttur formanns Nemendasam- bands M.A., en viðtal við hana birtist í Morgunblaðinu í júní sl. (held ég). Þar segir á einum stað: „Þegar við vorum í 5. bekk vorum við í sundkennslu í Svarfaðardal, því þá var engin sundlaug komin á Akureyri". Þetta er ekki rétt. Ragna varð stúdent frá M.A. 1936 og hefir því verið í 5. bekk veturinn 1934 —35. Sjálf lærði ég að synda í lauginni á Akúreyri sumarið 1932 og þá var sundlaugin alls ekki ný. Ég hefi ekki flett því upp, hvenær hún var byggð, en það er a.m.k. staðreynd, að kennsla var í fullum gangi í lauginni þetta sumar. Að vísu var enn malarbotn í henni og hún var köld, svo að smátelpur skældu af sársauka, þegar kalda vatnið snerti viðkvæmt hörundið, en maður lét sig hafa það!! Mér fannst rett að leiðrétta þetta. Sundkennsla í köldu útilaug- inni okkar á Akureyri hefir eflaust ekki þótt henta fyrir menntskæl- inga um hávetur, og því verið farið út í Svarfaðardal, en þar var komin innilaug með mun heitara vatni. Það er sennilega þetta, sem Ragna hefir átt við, en ekki munað, að laugin á Akureyri var til á þessum tíma. Anna Snorradóttir. Margrét Olafsdóttir frá Kolbeinsá — Kveðja Það er ekki ætlunin með þessum línum að skrifa venjulega minn- ingargrein, heldur fáein kveðjuorð að leiðarlokum. Ég þakka hjartan- lega allar samverustundirnar okkar, ástúð ömmu minnar og umhyggju í minn garð alla tíð. Það var alltaf jafngott að koma til hennar, innileikinn og hlýjan í móttökunum var alltaf söm, og ástfóstrið, sem hún tók við lang- ömmudrenginn litla gleymist ekki. Það var eins og jafnan birti yfir henni, þegar fundum þeirra bar saman, þótt hún væri þá oft sárþjáð. Og þegar ég nú rifja upp kynni okkar, finn ég best hve bjart er yfir þeim í minningunni, og ég kveð Margréti ömmu mína með innilegri þökk fyrir samveru- stundirnar. Unnur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.