Morgunblaðið - 20.08.1980, Blaðsíða 1
186. tbl. 68. árg.
MIÐVIKUDAGUR 20. ÁGÚST 1980
Prentsmiðja Morgunblaðsins.
Herjað á búðir '
skæruliða PLO
Washington, París, Tel Aviv, 19. átníst.
AP.
BANDARÍSKA utanríkisráðu-
neytið lýsti í dag áhyggjum
sínum vegna árásar ísraelskra
hersveita á stöðvar Palestinu-
skæruliða í suðurhluta Libanon i
nótt. og tilkynnti að gengið yrði
úr skugga um hvort bandarisk
Skatt-
heimta í
Svíþjóð
aukin
Stokkhólmi, 19. ólfúst. AP.
SÆNSK stjórnvöld ákváðu í
dag að hækka virðisaukaskatt
um 2.83 af hundraði í 23,46 af
hundraði, en hvergi í veröldinni
er virðisaukaskattur hærri.
Einnig hafa stjórnvöld ákveðið
sérstakar skattlagningar á
vissar vörutegundir, og þótt
Thorbjörn Fálldin forsætisráð-
herra hafi vikið sér undan því
að svara hvað í því fælist, er
talið áreiðanlegt að um sé að
ræða álögur á áfengi og tóbaks-
vörur.
Þessar aðgerðir eru liður í
þeim tilraunum stjórnvalda að
sporna við ört versnandi efna-
hagsþróun í Svíþjóð. Gert er
ráð fyrir að þessar aðgerðir
rýri kaupmátt sænskra um sem
svarar 250 milljörðum ís-
lenzkra króna. Sænska þingið
hefur verið kallað sérstaklega
saman næstkomandi mánudag
til að ráða fram úr efnahags-
vandamálum Svía, og verða
tillögur stjórnarinnar að hljóta
samþykki þingsins áður en þær
koma til framkvæmda.
vopn hefðu verið notuð við að-
gerðirnar. Frönsk stjórnvöld
lýstu einnig „kröftugri vanþókn-
un“ á aðgerðunum, sem sagðar
voru ósamrýmanlegar tilraunum
landa Efnahagsbandalags Evr-
ópu (EBE) til að koma á friði í
Miðausturlöndum.
Israelsmenn gáfu þær skýringar
á aðgerðum sínum, að þær væru til
þess gerðar að halda Palestínu-
skæruliðum í varnarstöðu. Að-
gerðirnar hefðu verið þær um-
fangsmestu frá því í marz 1978 er
ísraelar tóku sér stöðu í suður-
hluta Líbanons í þrjá mánuði. í
aðgerðunum nú tóku þátt orrustu-
þotur, fallhlífahermenn og fót-
gönguliðar. Talið er að á milli 40
og 50 skæruliðar hafi fallið, en
þrír ísraelskir hermenn féllu og 12
særðust.
Menachem Begin forsætisráðherra og varnarmálaráðherra tsraels með hermönnum við lok aðgerða
gegn Palestínuskæruliðum í suðurhluta Líbanon á mánudagsmorgun. Simamynd - ap.
Verkföll breiðast
enn út í Póllandi
Gdansk. Bonn, WashinKton. 19. ágúst, AP.
STRÍÐANDI verkamenn í Póllandi
urðu ekki við tilmælum kommún-
istaleiðtogans Edvard Geireks um
að snúa til vinnu i dag, og fregnir
bárust um það frá Póllandi, að
verkföllin breiddust út. Verka-
mennirnir i Leninskipasmíðastöð-
inni i Gdansk. sem myndað hafa 40
manna verkfallsnefnd, itrekuðu
kröfur sínar um viðtækar umbætur
i félagsmálum. stjórnmálum og
efnahagsmálum. Einnig skýrðu
andófsmenn og diplómatar frá þvi,
að lögreglumenn hefðu i dag verið
fluttir um loftbrú til Gdansk þar
sem verkfallsmenn hefðu ekki orð-
ið við kröfum um að yfirgefa
Lenínskipasmíðastöðina.
Formælendur verkfallsmanna
sögðu, að starfsmenn 174 fyrirtækja
á Gdansk-Gdynia-Sopot svæðinu
hefðu lagt niður vinnu. Jafnframt
hermdu heimildir í Varsjá, að verk-
föllin hefðu breiðst til borgarinnar
Stettin, þar sem starfsmenn 12
fyrirtækja hefðu gengið út í dag,
þ.á m. starfsmenn tveggja stórra
skipasmíðastöðva og einnig strætis-
vagnabílstjórar. Ekki liggur ljóst
fyrir hversu margir verkfallsmenn
eru, en áætlað að þeir séu um
100.000 talsins.
Verkföllin hafa raskað verulega
daglegu lífi í Eystrasaltshéruðum
Póllands. Frestað hefur verið opnun
skóla, þar sem verkföllin hafa lamað
almenningssamgöngur. Tekið hefur
Herflutningar ekki
tengdir verkföllum?
BrlttiHfl, Bonn. 19. á>{ÚKt, AP.
FERÐAMENN sem komið hafa til
Svíþjóðar frá Póllandi síðustu
dægur hafa skýrt frá flutningum
62 f arast í
lestarslysi
Varsjá, 19. ágúst. AP.
HLAÐIN flutningalest ók á
farþegalest skammt hjá borginni
Turun í Póllandi i morgun. Að
minsta kosti 62 biðu bana og
margir hlutu slæm meiðsli, að þvi
er pólska fréttastofan PAP skýrði
frá i dag.
Fréttastofan sagði, að svo virtist
sem lestarstjóri flutningalestarinn-
ar hefði virt stöðvunarmerki að
vettugi.
Edvard Gierek, leiðtogi kommún-
istaflokksins og Edward Babiuch,
forsætisráðherra ferðuðust á slys-
stað til að skoða vegsummerki.
sovézkra og pólskra hersveita i
norðurhluta Póllands að undan-
förnu. Sérfræðingar Natóríkja
sögðu i dag, að ekki væri hægt að
merkja nein tengsl milli þessara
herflutninga og verkfallanna i
Póllandi. svo virtist sem yfirvöld i
Varsjá hefðu enn öll ráð i sinum
höndum.
Franz Josef Strauss kanzlaraefni
Kristilega Sósíalistabandalagsins
(CSU) sagði í dag, að Vestur-
Þjóðverjar ættu að hætta allri
frekari fyrirgreiðslu við Pólverja,
ef yfirvöld í Varsjá yrðu ekki við
kröfum verkfallsmanna. Strauss
sagði, að Helmut Schmidt kanzlari
hefði á sínum tíma samið af sér, er
hann hefði samþykkt lánafyrir-
greiðslur til handa Pólverjum.
Embættismenn í Varsjá hefðu við-
urkennt, að gjaldeyrisskuldir Pól-
verja næmu a.m.k. 17 milljörðum
dollara, og að sérfræðingar utan
Póllands gizkuðu á að upphæðin
væri enn meiri. „Með fullum skiln-
ingi á efnahagsvanda Pólverja,
verð ég samt sem áður að spyrja,
hvort það sé skylda okkar að
fjármagna endurreisn kommún-
istasamfélagsins," sagði Strauss.
verið fyrir sölu benzíns til bifreiða-
eigenda vegna þverrandi benzín-
birgða. Verkfallsmenn hvöttu í dag
starfsfólk í brauðgerðum og raf-
orkuverum að leggja ekki niður'
vinnu, svo ekki verði meiri röskun á
daglegu lífi.
Þriggja manna sendinefnd verk-
fallsmanna afhenti Jerzy Kolodzi-
ejski héraðsstjóra í Eystrasaltshér-
aði í dag skjal þar sem þess er m.a.
krafist að yfirvöld hefji þegar í stað
beinar samningaviðræður við verk-
fallsmenn. Nefnd undir forsæti Tad-
euz Pyka aðstoðarforsætisráðherra
hefur verið send til Gdansk vegna
verkfallanna, en nefndin hefur enn
ekki hitt fulltrúa verkfallsmanna.
Leiðtogi verkfallsmanna í Len-
ínskipasmíðastöðinni, Lech Walesa,
sagði í dag, að helzta baráttumál
félaga hans væri að leyfð yrði
stofnun frjálsra verkalýðsfélaga,
„sem óháð væru Kommúnista-
flokknum og stjórnvöldum. Verkföll
eru líklega dýrasta samningaleiðin,
en ef þjóðarbúskapurinn á að dafna,
eru frjáls verkalýðsfélög nauðsyn-
leg,“ sagði Lech Walesa.
Henryk Jablonski forseti Póllands
blandaði sér í dag í verkfallsmálin
og hvatti verkfallsmenn að snúa
aftur til vinnu. Varaði hann við því,
„að þjóðarheill væri í húfi“ ef
verkföllin mögnuðust og drægjust á
langinn. Hann sagði að stjórnvöld
hefðu skilning og þolinmæði gagn-
vart margvíslegum lífsskoðunum al-
mennings, „en að lögum og reglu
yrði að halda".
Bylting
kæfð
Líbýu
/
1
Tripólí, 19. ágúst. AP.
ARABÍSKIR diplómatar i Mar-
okkó skýrðu frá því í dag, að
stórfylki i Libýuher hefði án
árangurs reynt að bylta stjórn
Khadafys fyrr i mánuðinum, en
fregnunum hefur verið visað á bug
af opinberri hálfu i Libýu.
Diplómatarnir sögðu að um 400
manns hefðu fallið í bardögum í
byltingartilrauninni á Tobruksvæð-
inu við landamæri Egyptalands, og
að fjöldi manna hefði flúið til
Egyptalands eftir að tilraunin mis-
heppnaðist. Einnig hafa farið fregn-
ir af missætti í herjum Líbýu, og að
komið hafi til átaka milli andstæðra
afla.
Bandaríkjamenn fá
flotastöð í Sómalíu
WashinKton. 19. ágÚHt AP.
BANDARÍKJASTJÓRN er i þann
veginn að ná samkomulagi við
yfirvöld i Sómaliu um staðsetningu
herstöðva i Sómaliu, og munu
Bandarikjamenn þá standa betur
að vigi ef til ófriðar kemur við
Persaflóann. að þvi er haft hefur
verið eftir embættismönnum.
Með samkomulaginu fá Banda-
ríkjamenn m.a. afnot af flotastöð-
inni í Berbera við Adenflóa, en um
flóann fer stór hluti olíuflutninga til
Bandaríkjanna og V-Evrópu. Flota-
stöðin í Berbera var á sínum tíma
reist fyrir sovézka flotann.
Hætt er við, að sögn kunnugra, að
samkomulagið kunni að draga
Bandaríkin inn í deilur Sómalíu og
Eþíópíu út af Ogaden eyðimörkinni.
Búist er við, að til að tryggja
samkomulagið, verði Bandaríkja-
stjórn að reiða af hendi 25 milljónir
dollara á ári í ofanálag við efna-
hagsaðstoð sem Bandaríkin veita
Sómalíu, en á þessu ári nemur hún
77 milljónum dollara og 50 milljón-
um dollara á því næsta.