Morgunblaðið - 20.08.1980, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 20.08.1980, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. ÁGÚST 1980 3 Oskufall niður í byggð á Norðurlandi Landmanna- og Gnúpverjaafréttir verst farnir á Suðurlandi „ÁSTANDIÐ er e.t.v. ekki eins slæmt sunnanlands og haldið var i fyrstu, en þó er ljóst, að verulegar skemmdir hafa orðið á gróðri á sunnanverðum Landmannaafrétti og sunnanverðum Holtamanna- afrétti. Þá höfum við spurnir af miklu öskufalli á afréttum i Skagafirði, austan Eyvindarstað- arheiðar. á Hofsafrétt og Silfra- staðaafrétt" sagði Sveinn Run- ólfsson landgræðslustjóri i viðtali við Mbl. i gær. bá ræddi Mbl. einnig við Egil Bjarnason ráðu- naut á Sauðárkróki og fólk i hreppum nálægum gossvæðinu og birtast þau viðtöl hér á eftir. ÖSKUFALLIÐ ALVEG NIÐUR í BYGGÐ „Aska hefur fallið á Hofsafrétt, Silfrastaðaafrétt og hluta af Eyvind- arstaðaheiði og alveg niður í byggð inn af Skagafirði, þe. niður fyrir Goðdali í Vesturdal og að Keldulandi í Austurdal" sagði Egill Bjarnason ráðunautur á Sauðárkróki. „Þetta er mun meira öskufali en var 1970 hér fyrir norðan, en þá var askan ekki efnagreind og vorið eftir varð vart óvenjulega mikils lambadauða í norðanverðum Skagafirði. Þá sagði Egilll að fé hefði runnið stanzlaust niður í byggð síðan á sunnudag og verið væri að rétta það sem hefði skilað sér. MIKIÐ AF FÉNU ILLA Á SIG KOMIÐ „Landmannaafréttur er illa farinn fyrir framan, en við vitum lítið um ástandið fyrir innan. Féð var rekið fram á Galtalæk í gær og það er verið að draga það í sundur í dag“ sagði Margrét Erlendsdóttir að Saurbæ í Holtum. „Þetta var um þúsund fjár og var mikið af því illa á sig komið. Það æddi um dauðhrætt og fleygði sér niður, enda orðið sárfætt svo úr blæddi.“ Margrét sagði að fé þettá yrði tekið í heimahaga og yfirleitt væri nægt beitarland. „Þetta er þó aðeins um þúsund fjár, því á innri afréttin- um eru fjögur til fimm þúsund og við vitum næsta lítið um ástand þess. Það verður reynt að fara þangað á morgun, ef ekki tekst að komast í dag,“ sagði hún í lokin. RÉTTAÐÁ FIMMTUDAGINN Gnúpverjaafréttur er illa farinn að framanverðu og haglaust var þar í gær, er við fórum inn eftir, en ég verð að segja að ástandið er nokkru betra en ég átti von á“ sagði Jón Ólafsson í Eystri-Geldingarholti. „Þetta er ekki meira en svo að það ætti að jafna sig á næsta sumri, og það hefur ekkert fallið á Þjórsár- heiðum.“ Hann sagði mest allt fé, eða um 7 þúsund, búið að skila sér sjálft, en þeir hefðu komið með nokkur hundruð í gær og hefði féð verið sett í girt hólf neðan við Stöng í Þjórsárdal. Réttað verður í Skaft- holtsrétt á fimmtudag og féð flutt heim í haga og tún. MIKIÐ AF FÉNU KOMIÐ AÐ GIRÐINGU Menn voru einnig á ferðinni á Hrunamannaafrétt í fyrradag og sagði Daníel Guðmundsson oddviti á Efra-Seli í gær, að nokkur aska væri fyrir innan miðjan afrétt og smá- vottur framar, en frá Fosslæk og vestur úr væri svæðið þakið. Hann sagði féð hafa verið á harðahlaupum og mikið af því væri komið að girðingu, en það væri ekki illa haldið. „Þetta er mest hræðsla og eins eru grös farin að falla þarna innar og þá skilar það sér sjálfkrafa“ sagði hann. „ENGIN YFIR VOFANDI HÆTTA“ Sigríður Stefánsdóttir í Bræðra- tungu sagði, að farið hefði verið inn á Biskupstungnaafrétt í fyrradag. „Það var töluverð aska austan til og vestan í Kerlingarfjöllum og fyrir Hofsjökli, en lítið á Furuvöllum og alls ekkert á framafréttinum. Féð var yfirleitt á hreyfingu, en það standa ekki til smalanir að svo komnu máli og ég held að það sé engin yfirvofandi hætta“. „SLEPPUM A.M.K. ENN“ Þóristunguafrétt nýta tveir til þrír aðilar úr Djúpárhreppi og einnig Áshreppingar að sögn Ólafs Sigurðssonar Hábæ, en hann er hreppstjóri Djúpárhrepps. „Við fór- um inn á afrétt í gær og þetta er ekkert sem orð er á gerandi. Vikur- inn hefur farið á milli virkjananna en ekki snert jörðu í Tungunum. — Við sleppum a.m.k. enn, en erum auðvitað í viðbragðsstöðu“. Þá sagð- ist Ólafur hafa litla trú á að Hekla væri búin að ljúka sér af, — það væri þá eitthvað nýtt. Ljósm. Sig. Sigm. Fé af Gnúpverjaafrétti rekið til byggða. Loftur Eiriksson bóndi i Steinsholti er hér að reka féð við leitarmannakofann i Ilólaskógi. hvílíkur munur Ajax þvottaefni losar úr bletti og óhreinindi strax í forþvotti. Það er sama hvort um er að ræða hvítan, mislitan eða mjög viðkvæman þvott, sama hvaða hitastig er notað eða þvotta- stilling. Með Ajax skilar árangurinn sér í tandurhreinum <$g ______i__i i blettalausum þvotti \ja\ lagfrcvdandi þvottaefni fVrirailan þ\ott skilar tandurhreinu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.