Morgunblaðið - 20.08.1980, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 20.08.1980, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. ÁGÚST 1980 atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna Hveragerði Umboðsmaður óskast til að annast dreifingu og innheimtu fyrir Morgunblaðið í Hvera- gerði. Uppl. hjá umboðsmanni í síma 4389 og hjá afgr. í Reykjavík sími 83033. Skrifstofustörf Opinber stofnun óskar að ráða í eftirfarandi störf: 1. Vélritun 2. Almenn skrifstofustörf, afgreiðslu o.fl. 3. Almenn skrifstofustörf með megináherslu á útreikning og meðferð tölvugagna. Æskileg menntun stúdentspróf eöa sam- bærilegt. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist Morgunblaðinu fyrir 22. ágúst merktar „L — 4052“. Rafmagnstækni- fræðingur með 4ra ára reynslu í stað- og fjarstýribúnaöi rafveitna og með háspennuréttindi, óskar eftir vinnu. Tilboð sendist vinsamlegast til Mbl. fyrir 28. ágúst merkt: „RAF — 4451“. Óskum eftir að ráða laghentan mann á verkstæði okkar. Upplýsingar hjá verkstjóra. Tréval h/f, Nýbýlavegi 4, Kópavogi. Lyfsöluleyfi er forseti íslands veitir Lyfsöluleyfi Holts apóteks, Reykjavík, er auglýst laust til umsóknar. Umsóknir sendist landlækni, Arnarhvoli, fyrir 1. október 1980. Lyfsöluleyfið veitist frá 1. janúar 1981. Samkvæmt heimild í 32. gr. lyfsölulaga nr. 30/1963 er verðandi lyfsala gert að kaupa húsnæði, áhöld og innréttingar, þar með talinn tölvubúnað, sem er í uppsetningu, og vörubirgöir apóteksins. Heilbrigðis- og tryggingamáiaráöuneytiö 19. ágúst 1980. Verkamenn Verkamenn óskast strax, mikil vinna. Upplýsingar í síma 50877. Loftorka s.f. Ábyggileg og reglusöm stúlka óskast til afgreiðslustarfa nú þegar. G. Ólafsson & Sandholt, Laugavegi 36. Framtíðarstarf Aöstoöarmaður óskast í bakarí, framtíðar- starf. Góð laun fyrir góðan mann. Uppl. í sima 41588 frá kl. 1—5. Bílstjórar Heildverslun óskar eftir traustum og reglu- sömum manni til útkeyrslu og lagerstarfa. Tilboð með upplýsingum um fyrri störf sendist afgreiöslu blaösins merkt: „Framtíðar- starf — 4456.“ Bakari Pöntunarfélag Eskfirðinga, Eskifirði óskar að ráða bakara sem fyrst. Upplýsingar veitir kaupfélagsstjórinn í síma 6200 Eskifirði. PÖNTUNARFÉLAG ESKFIRÐINGA PÓST- OG SÍMAMÁLASTOFNUNIN óskar að ráða talsímaverði um sex mánaða skeið til starfa hjá talsam- bandi við útlönd. Gerðar eru kröfur til all nokkurrar 'tungu- málakunnáttu. Nánari upplýsingar verða veittar hjá starfs- mannadeild. Snyrting — pökkun Getum bætt við vönu fólki við snyrtingu og pökkun. Unnið er eftir bónuskerfi. Mötuneyti og akstur til og frá vinnu. Uppl. hjá yfirverkstjóra á staðnum. Hraðfrystistöðin í Reykjavík h/f, Mýrargötu 26. Rafmagnsveitur ríkisins óska .að ráða rafvirkja til verkstjórnar við línuvinnu með aðsetri í Ólafsvík. Nánari upplýsingar hjá Rafmagnsveitum ríkisins, Laugavegi 118, Reykjavík. Skóverzlun — Starfskraftur óskast frá kl. 2—6 frá 1. september. Ekki yngri en 35 ára. Uppl. um aldur, menntun og fyrri störf sendist Mbl. fyrir mánudagskvöld merkt: „Skóverzlun — 4454“. 1—2 kennara vantar að Héraösskólanum á Reykjum. Æskilegar kennslugreinar danska og raungreinar. Uppl. gefur skólastjórinn í síma 95-1000 og 95-1001. Járniðnaðarmenn Óskum eftir að ráða vélvirkja, rennismiði og aðstoðarmenn. Mötuneyti á staðnum. Vélaverkstæði Sig. Sveinbjörnssonar h.f., Arnarvogi, Garðabæ. Sími 52850. Afgreiðslustúlka óskast. Vinnutími frá kl. 12—6. Æskilegur aldur 20—35 ára. Uppl. á staönum frá 10—12 á fimmtudag. RIIZIIIl HAFNARSTRÆTI 15 Lagermaður Innflutnings- og smásölufyrirtæki óskar að ráða starfskraft til almennrar lagerstarfa. Við leitum eftir starfskrafti sem er ábyggilegur, röskur, samviskusamur og töluglöggur. Uppl. um aldur, menntun og fyrri störf sendist augld. Mbl. merkt: „Lagermaöur — 4603.“ Höfðinglegar gjafir til styrktarfélags vangefinna NÝLEGA afhenti Kiwan- isklúbburinn Elliði höfð- injdegar gjafir til sambýl- is Styrktarfélajís vanjjef- inna í Auðarstræti í Reykjavík. Hér er um að ræða húsKögn og litasjónvarp. alls að verðmæti tæpar tvær milljónir króna. Stefnt er að því að taka sam- býlið í notkun í september mán- uði, en þar munu dveljast 12—14 manns. Tvívegis áður hefur klúbburinn afhent góðar gjafir til heimila félagsins, ýmis konar íþróttatæki til Lyngássheimilisins og þjálfun- artæki til heimilis, sem félagið hefur í smíðum við Stjörnugróf í Reykjavík. Styrktarfélag vangefinna þakkar Kiwanismönnum í Elliða allar þessar góðu gjafir og þann hlýja hug til málefna félagsins, er að baki býr. Þorvaldur Kjartansson. for- seti Elliða. afhendir fram- kvæmdastjóra Styrktarfé- lagsins gjafirnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.