Morgunblaðið - 20.08.1980, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 20.08.1980, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. ÁGÚST 1980 Sími 11475 / | ■ i Snjoskriðan Rock Hudton Mia Farrow Frabær, ný stórslysamynd tekin i hinu hrífandi umhverfi Klettafjall- anna. Islenskur texti. Sýnd kl. 5, 7 og 9. InnlAmsvlAnkipli Ifid fil lisnwvidwkipljs BUNAÐARBANKI ' ÍSLANDS KIENZLE Úr og klukkur hjá fagmanninum. MYNDAMÓTHF. PRENTMYNDAGERÐ ADALSTRÆTI • SlMAR: 17152-I73S5 Þríhjólið Sýning í Lindarbæ fimmtu- dagskvöld. Miöasala í Lindarbæ daglega kl. 5—7. Sími 21971. SÍKfí Hitamælar SfiiyiollgEflgjiyir Vesturgötu 16, sími 13280. Gallabuxur nýkomnar verð kr. 9.750,- Terylenebuxur kr. 11.000- og ódýft? D*vsur kr. 5.950.- Skyrtur 5.950,- o.fl. odýrt. Andrés Skólavöröustíg 22. Okkur vantar duglegar stúlkur og stráka Vesturbær: Hjaröarhagi Austurbær: Samtún Hringið í síma 35408 pfofgtsnfrliKftUk Jónas Sólmunds- son húsgagnasmíða meistari - 75 ára Jónas Sólmundsson er 75 ára í dag. I rauninni er það fáránlegt, að fara að skrifa afmælisgrein um ekki eldri mann. enda efa ég ekki að Jónas kann mér litlar þakkir fyrir, þar sem hann er síungur í anda og ferskari og opnari fyrir hverskyns nýjungum en margur yngri maðurinn, jafnvel þótt ára- tugir skilji á milli. Staðreynd er það engu að síður. Jónas er fæddur í Reykjavík 20. ágúst 1905. Foreldrar hans voru hjónin Guðrún S. Teitsdóttir og Sólmundur Kristjánsson, trésmið- ur. Það að faðirinn var lærður trésmiður og afinn, Kristján Teitsson, trésmiður og rokka- draujari, sem svo var nefnt, hefur eflaust átt sinn þátt í, að Jónas hóf nám í húsgagnasmíði hjá Jóni Halldórssyni og co, sem hann lauk 1926. Lífshlaup Jónasar hefur verið æði viðburðarríkt, sem vænta má af eldhuga sem honum. Leið hans lá til Þýzkalands, þar sem hann lagði stund á framhaldsnám í húsgagna- og innanhúsarkitektúr. Hlaut hann að námi loknu réttindi sem „Werkmeister und Technik- er“. Að því búnu lá leiðin heim og stofnaði hann við þriðja mann smíðastofuna Reyni árið 1930. Ekki fór allt sem skildi, því verkstæði þeirra brann árið 1937 og skildust þá leiðir og Jónas stofnaði eigið fyrirtæki sama ár, sem hann hefur rekið allar götur síðan undir nafnin Smíðastofa Jónasar Sólmundssonar. Á þessu ári eru því liðin 50 ár síðan Jónas hóf sjálfstæðan atvinnurekstur. Öllum er til þekkja, er kunnur hinn farsæli ferill, sem hann hefur átt í rekstri smíðastofu sinnar. Snemma vaknaði hans listræan eðli og ungur lagði hann stund á listmálun. Hefur hann fengið hina beztu dóma fyrir myndir sínar. Fyrir fáum árum voru nokkrar þeirra dregnar fram, er Jónas tók þátt í samsýningu, sem Iðnaðar- mannafélagið gekkst fyrir. Fékk hann þar góða dóma og m.a. sagði Valtýr Pétursson í gagnrýni sinni í Morgunblaðinu: „Það fer ekki á milli mála, að þar hefur gott efni í fjörugan málara farið í vaskinn. Þessar fáu myndir hans á sýning- unni sanna þessa fullyrðingu mína.“ Hvað um það. Það mun hafa verið í Þýzkalandi, sem hann tók þá örlagaríku ákvörðun, að helga sig iðngrein sinni heilshugar. Jón- as hefur þess í stað haldið tryggð við listagyðjuna og á í dag fágæt- lega gott málverkasafn. Jónas hefur ekki farið troðnar slóðir um dagana. Hvorki í sínu starfi né í daglega lífinu. Oft hefur hann orðið samferðamönnum sín- um ráðgáta. Lífsgátuna hefur hann gjarnan reynt að ieysa, er stund gefst í næði frá daglegum störfum. Laxveiði er honum hug- leikin og er hann einkar laginn við þá íþrótt, sem og annað er hann tekur sér fyrir hendur. Þau eiga það sameiginlegt bleikja í Kalbaksvík á Ströndum og Jónas að vera óútreiknanleg. Það eru margar stundirnar, sem við höfum átt í Kaldbaksvík og furðað okkur á hegðun bleikjunn- ar eða öðru hátterni hennar. Ýmsar hávísindalegar skýringar hefur Jónas þá jafnan á reiðum höndum, þar sem hann situr á bakkanum og tottar pípuna. Hug- myndir hans þá, lýsa betur hans frjóu hugsun, en margt annað. Nú er mál að linni. Ég get nú varla endað þessi orð, án þess að þakka Jónasi fyrir allar ánægjustundirnar, sem hann hef- ur veitt mér. Einkum þegar hann hefur látið gamminn geysa um listir, menn og málefni. Ekkert er honum óviðkomandi. Ég óska þeim hjónunum Elínu og Jónasi til hamingju með dag- inn. Heimir Lárusson. Afmæliskveðja frá Félagi Hús- gagna- og Innanhússarkitekta Þegar FHI var stofnað fyrir 25 árum þótti þeim er að félagsstofn- unni stóðu sjálfsagt og eðlilegt að bjóða Jónasi Sólmundssyni að gerast stofnfélagi, en hann hafði þá rekið húsgagnavinnustofu hér í Reykjavík í 20—30 ár. Jónas þáði þetta boð, þeim sem að félags- stofnuninni unnu til ánægju og töldu þeir það heillavænlegt hinu væntanlega félagi að svo þraut- reyndur og vandvirkur fagmaður sem Jónas er skyldi gerast stofn- félagi þessa fámenna félags, en stofnendur voru aðeins 7 að tölu. Farþegaeftirlit hefur verið stór- aukið á flugvöllum i Florida i Bandaríkjunum eftir að met var sett í flugránum á daginn þegar þrem flugvéium var rænt sama daginn og tilraun gerð til að ræna þeirri f jórðu á sunnudag. Fulltrúi bandaríska flugmálaeft- irlitsins sagði að bæði einkenn- isklæddir og óeinkennisklæddir lögreglumenn yrðu nú meðal far- þega á ýmsum flugleiðum frá Flor- ida og nokkrum borgum í fleiri ríkjum, en þessi aðferð til að stemma stigu við flugránum hefði verið notuð áður og gefið góða raun. Tveir menn, báðir kúbanskir flóttamenn, voru handteknir á al- þjóðaflugvellinum í Miami eftir að bensínbrúsar höfðu fundist á þeim, en þeir höfðu ætlað að laumast með þá út í flugvélina. Annar maður, Hér verður æviatriða Jónasar lítt getið, heldur stiklað lauslega á því er varðar fagmannsferilinn. Eftir að hafa lært húsgagna- smíði hér í Reykjavík hélt Jónas til Þýskalands til náms í hús- gagna- og innreítingateikningu og öðrum hagnýtum fræðum sem iðn hans varðaði. Fljótlega eftir heimkomuna 1928 stofnsetti hann, ásamt fleir- um, Smíðastofuna Reyni sem var til húsa á Vatnsstíg 3 hér í Reykjavík. En í því húsi hafa ýmsir aðilar rekið húsgagnavinnu- stofur um mislangan tíma. Enda var húsið byggt af eljumanninum Jónatan Þorsteinssyni húsgagna- smið og rak hann þar mjög myndarlega húsgagnavinnustofu og verslun í mörg ár. Það mun enn vera í minni margra eldri manna í iðngreininni og annarra, að fyrir tilstuðlan Smíðastofunnar Reynis barst hingað ferskur og áður óþekktur andblær, hvað varðaði form og framleiðsluaðferðir húsgagna og híbýlainnréttinga. Hér var sem sagt á ferðinni hinn svonefndi Funkisstíll sem var að festa rætur í Evrópu og þá sérstaklega í Þýskalandi. Þessir einföldu og vönduðu munir, sem Jónas og félagar framleiddu í Reyni, vöktu strax verðskuldaða athygli og urðu fljótt til eftirbreytni fyrir aðra fagmenn. Enda ekki vanþörf á breytingu eins og húsgagna- framleiðslu var þá háttað. Síðustu áratugina hefur Jónas rekið fyrirtæki sitt að Sólvalla- götu 48. Hann hefur auðvitað sjálfur teiknað mikið af því sem þar hefur verið smíðað, en að sjálfsögðu einnig unnið mikið eftir teikningum annarra húsgagna- arkitekta. Fyrir það samstarf vilj- um við félagarnir færa Jónasi bestu þakkir á þessum tímamót- um, því ávallt höfum við talið það góðan endi þegar ákveðið hafði verið, hvort sem um útboð var að ræða eða ekki, að smíða ætti hlutina sem við höfðum teiknað á smiðastofu Jónasar. Við vissum að þar var verkið í góðum höndum. Við óskum Jónasi til hamingju með afmælið. Megi hann eiga enn margar stundir við teikniborðið, hefilbekkinn eða málaratrönurn- ar, sem við vitum að einnig hafa stytt honum stundir með góðum árangri. Félagar í Félagi Húsgagna- og innanhússarkitekta. sem sést hafði á tali við Kúbubúana tvo, var einnig færður í varðhald en sleppt stuttu síðar, án ákæru. Síðastliðna viku hefur sex banda- rískum flugvélum verið rænt af óánægðum flóttamönnum frá Kúbu, sem vilja snúa heim aftur. Bandaríska stjórnin hefur marg- sinnis óskað eftir því við Kúbu- stjórn, að hún leyfi þeim flótta- mönnum, sem komu til Bandaríkj- anna á bátum og vilja nú snúa aftur heim, að koma. Þær tilraunir hafa allar verið árangurslausar. Þotu hlekktist á á Arlanda Stokkhólmi lS.áKiist AF. JÚGÓSLAVNESK Boeing 707 þota með 86 farþega innanborðs hlekktist á í lendingu á Arlanda- flugvellinum í Stokkhólmi. Þotan fór út af flugbrautinni. Enginn farþega slasaðist í óhappinu og orsakir þess eru ókunnar. AUGLÝSINGASTOFA MYIMDAMÓTA Aóalstræti 6 sími 25810 ÞURRKADUR HARÐVIÐUR Eigum fyrirliggjandi á mjög hagstæöu verði þurrkað TEAK, RED MERANTI og ABACHI. Einnig þurrkað OREGON PINE og PITCH PINE. PÁLL ÞORGEIRSSON &C0, Ármúla 27. — Símar 34000 og 86100. Farþegaeftirlit aukið í Florida

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.