Morgunblaðið - 20.08.1980, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 20.08.1980, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. ÁGÚST 1980 United steinlá en Liverpool náði stigi I>lonuinl»Iníiií» LIVERPOOL. ensku mcistararn- ir, nádu í sti){ í Coventry (0—0), er nokkrir leikir fóru fram í ensku knattspyrnunni í gær- kvöldi. Á sama tíma tapaði Manchester United á útivelli fyrir Úlfunum, George Berry skoraði þar sigurmarkið tveimur mínútum fyrir leikslok. Úrslit annarra leikja f 1. deild urðu þessi: Arsenal — Southampton 1:1 Palace — Tottenham 3:4 Ipswich — Brighton 2:0 Middlesbr. — Leeds 3:0 Everton — Leicester 1:0 Frank Stapelton skoraði mark Arsenal, en Graham Baker svar- aði með fallegu langskoti. John Wark skoraði úr vítaspyrnu og kom Ipswich á bragðið gegn Brighton. Eric Gates bætti öðru marki við. Mesta fjörið var í leik Palace og Tottenham. Þar var Palace-leikmaðurinn Vince Hil- aire rekinn af leikvelli fyrir að hrinda dómara leiksins um koll er honum mislíkaði dómgæslan. Meðal markaskorara voru Steve Archiebald og Garth Crookes (2) fyrir Tottenham, en Hilaire hafði skorað a.m.k. eitt mark fyrir Palace áður en hann fékk flugmið- ann. í annarri deild var það markverðast, að 17 ára nýliði frá QPR, Wayne Ferredy, skoraði tvívegis gegn Bristol Rovers. QPR vann 4—0. iirrBDiira Dortmund tapaði Nokkrir leikir fóru fram í þýsku deildarkeppninni í gærkvöldi og má þar nefna, að Borussia Dort- mund. lið Atla Eðvaldssonar, tapaði 3—5 i hörkufjörugum leik gegn meistaraliðinu Bayern Munchen. Því miður tókst Mbl. ekki að grafa upp hvort Atli skoraði í leiknum, en sem kunn- ugt er skoraði hann i sinum fyrsta leik fyrir fáum dögum. Oddný Árnadóttir ÍR (tv) og Helga Halldórsdóttir KR settu svip á Bikarkeppni FRÍ eins og aðrar frjálsiþróttakeppnir í sumar. bær voru duglegar við að safna stigum fyrir félög sin, Helga sigraði i fimm greinum og Oddný varð i öðru sæti i þremur greinum, auk þess sem þær hlupu í boðhlaupunum. en ÍR sigraði i þeim báðum. \ ■?>4 ,Þegar þú þarft að kippa í gang hjá vini þínum“ SHELL SUPER PUUS Olían,sem er eins og sniðin fyrir íslenskar adstæöur! Nýja fjölþykktarolían frá Shell tekur langt fram þeim kröfum, sem bifreiðaframleið- endur hafa sett um gæði og endingu olíu fyrir nýjustu gerðir bílvéla. Shell Super Plus myndar níðsterka húð, sem verndar slitfleti vélarinnar allan eðli- legan notkunartíma olíunnar. Vél varin með Super Plus endist lengur og þarfn- ast síður viðhalds. Eiginleikar Shell Super Plus hæfa tíðum hitasveiflum íslenskrar veðráttu. Fjöl- þykktareiginleikar Super Plus gera gangsetningu.auðvelda í kulda, og veita hámarksvernd við mesta álag, t.d. þegar kippa þarf í gang hjá kunningja. Sérstök bætiefni Shell Super Plus gefa olíunni styrk og þol til þess að standast mikinn þrýsting og hita, sem myndast í nýjustu bílvélum. Super Plus vinnur verk sitt betur og lengur en nokkur önnur Shell olía hefur áður gert. Olíufélagið Skeljungur h.f. Einkaumboð fyrir ,,SHELL“ vörur MOTOR O/Li ■ --m É&W.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.