Morgunblaðið - 20.08.1980, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 20.08.1980, Blaðsíða 32
AL’(*LÝSIN(fASÍMINN EH: 22480 Ht#rounl>t«biö Síminn á afgreiöslunni er 83033 JM#r0unbInt>ib MIÐVIKUDAGUR 20. ÁGÚST 1980 Verulegur samdráttur í Atlantshafsflugi Flugleiða: Ameríkuflugiö aftur um ísland KARL Bretaprins kom i gær til landsins og héit siðde«is til Vopna- (jarðar, þar sem hann mun stunda laxveiðar fram ti) mánaðamóta. Áður en hann hélt austur sat hann hádegisverðarboð að Bessastoðum i boði forseta fsiands, Vigdisar Finn- bogadóttur, en meðal rétta á mat- seðlinum voru graflax og skötusel- ur. Myndin var tekin þegar Karl prins kom frá Bessastöðum og var 1 þann veginn að stiga upp í flugvél á leið til Vopnafjarðar. Hér kveður hann Bjarna Pálmarsson. leigubif- reiðarstjóra á BSR. sem ók Karli. Ljósm. Mbl. Kristinn. Fækkað í nokkrar ferðir á viku milli Lux-Islands-New York Chicagóflugið fellt niður „ÞAÐ stendur alls ekki til að leggja niður flug Flugleiða milli Luxemborgar, íslands og Banda- ríkjanna,“ sagði Sigurður Helgason forstjóri Flugleiða i samtali við Morgunblaðið í gær- kvoldi, en það verður fært veru- lega saman og um þessar mund- ir er verið að vinna að því. Ekki er ákveðið hvað margar ferðir verða á viku, en þær verða Tillögur að vetrar- áætlun til afgreiðslu MARKAÐSDEILDARMENN Flugleiða hafa setið á löngum fundum undanfarna daga með forstjóra og framkvæmda- stjórum Flugleiða til þess að ræða hugmvndir Markaðs- deildarinnar á framkvæmd vetraráætlunar. Síðar í vik- unni verður stjórnarfundur Flugleiða til þess að ræða hugmyndir og tillögur Markaðsdeilarinnar og þá verður væntanlega tekin ákvörðun um vetrar- áætlunina. Þá verður á næstunni fundur Flugleiðamanna með fjórum ráðherrum til þess að kynna íslenzkum stjórnvöldum gang mála hjá fyrirtækinu og ástand í rekstri. Verður þar m.a. vænt- anlega rætt um lendingargjöld- in sem Fluleiðamenn töldu ákveðið að leggja ætti niður en samstaða er ekki um meðal ráðherra. Ahrif Hagkaups á Akureyri: Vöruverðið hefur lækkað Á ÞEIM rúmum tveimur mánuð- um sem liðnir eru frá því að Hagkaup opnaði stórverslun sina á Akureyri hefur salan farið jafnt og þétt vaxandi og ekkert bendir til, að á þvi verði breyting. Tilkoma verslunarinnar hefur þegar haft þau áhrif að vöruverð hefur lækkað á Akureyri þar sem samkeppnisaðilar Hagkaups hafa lækkað sin verð. Eina meginástæðuna má rekja til þess að Hagkaup leggur ekki flutningskostnað á vöruverðið, sem hefur þau áhrif, að t.d. lækkar einn líter af Coke um 300. kr. og aðrar vörur í samræmi við það. Sjá nánar um Hagkaup á bls. 16-17. nokkrar og allar í gegn um ísland. Þá verður Chicagoflugið fellt niður og lýkur því í septem- ber. Verður skrifstofu Flugleiða þar lokað, en írska flugfélagið Aer Lingus sem hefur séð um afgreiðslu Flugleiða þar hættir einnig starfsemi sinni þar í haust. Með vetraráætlun Flugleiða verða allar ferðir milli Evrópu og Ameríku með millilendingu á íslandi. Yfirflugið svokallaða með beinu flugi milli Luxemborg- ar og Bandaríkjanna, hófst í byrjun þessa árs og stóð reglu- lega fram eftir vetri, en síðan varð það óreglulegt. Síðastliðinn vetur voru flognar 5 ferðir á viku til New York og 2 ferðir á viku til Chicago. Óráðið er hvort Chi- cagoflug verður tekið aftur upp næsta sumar. „Hekla lækkar róminn“ „Spurning hvort gosið nær sér á strik aftur“ — segir dr. Sigurður Þórarinsson HRAUNRENNSLI í eldstöðvun- um í Heklu minnkaði verulega i gær og í fyrrinótt að sögn dr. Sigurðar Þórarinssonar, jarðfræð- ings, í samtali við Morgunblaðið i gærkvöldi. en hann var þá nýkom- inn úr rannsóknarleiðangri kringum Heklu. „Aðfaranótt þrið- judags,“ sagði dr. Sigurður. „var fjör í einstaka gig, aðallega á norðaustursprungunni, en með morgninum fór þetta allt að minnka i báða enda. Drunur mátti þó heyra til hádegis í suðvestur- gígnum en siðan lækkaði hann róminn. Þessi hegðun í gosinu er eðlileg fyrir Heklu, því venjulega hefur dregið mjög úr Heklugosum strax eftir fyrstu dagana, en nú er það hins vegar spurningin um það hvort þetta lognast hægt og ró- lega út af eða nær sér á strik aftur eins og t.d. i Heklugosinu 1947. Þá dró verulega úr gosinu á þriðja degi, en siðan eftir liðlega eina viku náði það sér aftur á strik og stóð i 13 mánuði. Nú getur það hangið á horriminni i nokkra daga áður en framvindan skýrist, en hraunrennsli er ennþá. Sprungan nú er heldur lengri en í gosinu 1947 og því getur hún hafa losað sig við heldur meira magn af hrauni, en rennslið hefur verið þúsu.ndir teningsmetra á sek. þegar það var mest. Það á eftir að mæla hraunmagnið og sama er um ösku- magnið, en það er nú heldur meira en 1970. í gosinu 1947 var það hins vegar mun meira, en úr þessu þarf ekki að reikna með miklu öskufalli. Þó gæti sáldrast yfir þá bæi sem næst liggja. Það er því ómögulegt að segja hvað verður í Heklu næstu daga en t.d. í gosinu 1845 dró verulega úr því á fyrstu dögum áður en það tók síðan kipp. Það virðist vera nokkuð reglulegur háttur Heklugosa." Surtsey og Sæljón seldu í Englandi SURTSEY frá Vestmannaeyjum og Sæljón frá Eskifirði lönduðu afla sinum i Bretlandi i gær. Surtsey seldi 49.9 tonn í Fleetwood fyrir 31.3 milljónir króna, meðal- verð 627 krónur. Sæljón seldi 60.8 tonn í Hull fyrir 34.1 milljón, meðalverð á kíló 560 krónur. Unnur Ólafsdóttir, veðurfræð- ingur á Veðurstofu íslands sagði að litlar fréttir hefðu borist af ösku- falli í gær en þó hefði örlítið öskufall mælst á Siglunesi. Að öðru leyti hefði ösku- og vikurfall frá Heklu fram að þessu mest orðið norður og norð-austur af Heklu. Á Norðurlandi hefði öskufallið orðið á svæðinu milli Eyjafjarðar og Skagafjarðar og þá mest á afrétt- unum og innst í dölum. Unnur sagði að í gær hefði vindátt snúist heldur meira í norðvestur en lítil aska virtist hafa komið upp í gosinu í gær. Örlítið sást votta fyrir öskufalli á stöku stað í uppsveitum Árnessýslu í gærmorg- un en það var þó vart merkjanlegt og þegar tók að rigna sáust engin merki um ösku á þessum slóðum. Fram kom hjá Unni að gert væri ráð fyrir að vindur yrði frekar hægur í nótt, en snérist meira í norður á morgun. Jón Jónsson forstjóri Hafrannsóknarstofnunar: Höfum ekki hvikað frá 300 þús. toiuia markinu — VIÐ LÖGÐUM til í upphafi ársins, að þorskafli færi ekki yfir 300 þúsund tonn i ár og frá þeirri tillögu okkar höfum við ekki hvikað, sagði Jón Jónsson, forstjóri Hafrann- sóknastofnunar, í samtali við Morgunblaðið, er hann var spurður álits á þvi að nú er útlit fyrir, að þorskaflinn verði ekki undir 400 þúsund tonnum. — 300 þúsund tonnin teljum við rétta viðmiðun og það er sá valkostur, sem við teljum æski- legastan. Þeim mun meira, sem tekið er úr stofninum umfram 300 þúsund tonn, seinkar upp- byggingu hryggningarstofnsins að sama skapi. Það er síðan pólitísk ákvörðun hvað menn vilja vera lengi að byggja upp þennan stofn, sagði Jón Jóns- í viðtalinu kom fram, að Jón telur eigi að síður talsvert hafa áunnizt á síðustu árum og nefndi hann í því sambandi m.a. breytta möskvastærð og svæða- lokanir, sem hefðu verndað smáfiskinn. Sjá nánar á blaðsinu 2.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.