Morgunblaðið - 20.08.1980, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 20.08.1980, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. ÁGÚST 1980 Heildaraukning tekjuskatts: Skattbyrðin 7 milljörð- um hærri en í f járlögum ÁLAGNING tekju- og eignar- skatts á einstaklinga er nú lokið. Fram kemur að álagður tekju- skattur nemur rúmum 64 millj- örðum, en er frá hafa verið dregnar barnabætur persónu- afsláttur til greiðslu sjúkra- tryggingargjalds og útsvars „Enginn vissi um verkföllin44 — segir íslenzkur skipstjóri við komuna frá Póllandi „ÉG VAR í Gdynia i Póllandi þann 8. ágúst. Þegar ég talaði við fólk og sagði frá verkföllum sem geisuðu í landinu þá kom það á daginn að enginn vissi um þau. Fréttir höfðu engar birst í pólsk- um fjölmiðlum." sagði Matthías Matthíasson. skipstjóri á Múla- fossi, skipi Eimskipafélags ís- lands. „Eg hef siglt austur þangað í þrjú ár og allt gekk sinn vanagang í Gdynia. Ekki var að sjá að þar væru nein verkföll og enginn vissi um olguna í Gdansk," sagði Matth- ías ennfremur. nemur álagður tekjuskattur um 45 milljörðum sem er um 54% hækkun á milli ára. í yfirliti frá fjármálaráðuneyt- inu kemur fram að miðað við 87—88% innheimtuhlutfall nemi tekjur ríkissjóðs af tekjuskattin- um rúmum 39 milljörðum, eða einum milljarði meira en ráð var fyrir gert í fjárlögum. í yfirlitinu er þessi niðurstaða túlkuð þannig af fjármálaráðuneytinu, að heild- ar skattbyrði af völdum tekju- skatts haldist óbreytt frá fyrra ári. Það breytir engu um skatt- byrðina hvert áætlað innheimtu- hlutfall verður. Það sem skiptir máli er að heildarálögur tekju- skatts hafa aukist um 7 milljarða umfram fjárlög, nema stjórnvöld geri ráð fyrir því, að menn borgi ekki nema 87% af álögðum skött- unum sínum. Nefndarmenn i aðalsamninganefnd BSRB biða þess að fundur i nefndinni hefjist. Ljósm. Kristján. Aðalsamninganefnd BSRB: Líkur á að samnings- drögin verði samþykkt Skattskrá Vestfjarða: Heildarupphæðin 6,6 milljarðar kr. Hækkunin milli ára um 64% HEILDARUPPHÆÐ opinberra gjalda í Vestfjarðakjördæmi er 6.6 milljarðar kr. í ár og þýðir það hækkun á milli ára upp á 64% Tekjuskattur er 3.3 milljarðar og hefur hann hækkað um 63%, eignarskattur 62 milljónir, sem er rúmlega 100% hækkun, útsvar alls 2.6 milljarðar og er það 70% hækkun á milli ára, en að sögn skattstjóra Vestfjarða, Hreins Sveinssonar, er nú í fyrsta sinn lagt á útsvar í öllum hreppum Vestfjarða og því er hækkunin nokkru meiri en ella. Barnabætur eru 716 millj. kr. og persónuafsláttur til greiðslu út- svars og sjúkratryggingagjalda 211 millj. kr. SEINT í gærkvöldi stóð enn yfir fundur aðalsamninganefndar Bandalags starfsmanna ríkis og hæja, en á fundinum átti að greiða atkvæði um drög að kjara- samningi ríkis og BSRB. Allar líkur voru taldar á að samnings- drögin yrðu samþykkt með tölu- verðum meirihluta en i almenn- um umræðum á fundinum komu fram raddir bæði með og á móti samningsdrogunum. Aðalsamninganefnd BSRB var boðuð saman til fundar klukkan 13.30 í gær en fundur nefndarinn- ar hófst þó ekki fyrr en klukkan 20.30 um kvöldið. Ástæðan var sú að í allan gærdag var 8-manna samninganefnd BSRB á fundi með samninganefnd ríkisins vegna út- færslu á ýmsum atriðum í samn- ingsdrögunum. Mun þar meðal Frystihúsið í Ólafsvík opnar á ný eftir sumarfrí lagt net, einn er með troll en nokkrir búast á síldveiðar í rek- net. Margir fögnuðu sumarfríinu er það hófst, þó má segja að hér sé að sannast hið gamalkveðna að tvisvar verður sá feginn, sem á steininn sest. — Helgi. Tvísýn bjðskák hjá Jóni L. Arnasyni Ólafsvik. 19. áKÚst. í GÆR var Hraðfrystihús ólafs- víkur opnað til vinnslu á ný eftir 4 vikna sumarfrí, en söltunar- stöðvarnar höfðu nokkru skemmra hlé. Togarinn Már landar hér í dag 220 lestum. Fáeinir bátar hafa „ÉG veit ekki vel, hvað á að segja. en held þó. að ég eigi einhverja möguleika," sagði Jón L. Árnason. er Mbl. ræddi við hann í gærkvöldi eftir að skák hans við Ziigler frá Sviss fór öðru sinni í bið eftir 57 leiki. Þeir Kasparov Sovétríkjunum og Neguleschu Rúmeníu voru efstir i gærkvöldi með þrjá vinninga úr fyrstu þremur skákunum og á Jón möguleika að ná þeim með því að vinna Ziigler, en biðskákin verður tefld áfram í fyrramálið. Þeir Kasparov og Neguleschu unnu báðir í gær keppendur, sem voru jafnir þeim eftir tvær umferðir, Kasparov vann McNab frá Skotlandi og Rúmeninn vann Guerra frá Ven- ezuela. Þá gerðu Toro frá Chile og Darzy jafntefli, en þeir voru einnig með tvo vinninga hvor eftir tvær umferðir og eru þá með 2,5 vinninga hvor að loknum þremur umferðum. Dómari þessa heimsmeistaramóts unglinga undir tvítugu er Lothar Schmid, sem var aðaldómari í ein- vígi þeirra Fischers og Spasskys t Reykjavík. Jón Jónsson for- stjóri Ilafrannsókna- stofnunar: Mikið hefur verið gert í samræmi við okkar tillögur FISKIFRÆÐINGAR lögðu til í upphafi árs, að þorskafli færi ekki yfir 300 þúsund tonn á árinu. en nú er hins vegar útlit fyrir, að aflinn verði um eða yfir 400 þúsund tonn. Þá hafa fiski- fræðingar lagt til, að ekki verði veidd nema 45 þúsund tonn af síld við Suðurland i haust. Af hálfu sjávarútvegsráðuneytisins hefur hins vegar verið rætt um 50 þúsund tonna afla. Þá lögðu fiskifræðingar til, að loðnuaflinn í haust og á næstu vetrarvertíð yrði ekki yfir 650 þúsund tonnum. Var þar um frumtillögur þeirra að ræða, sem síðan átti að endurskoða í haust. íslendingar og Norðmenn urðu hins vegar ásáttir um að leyfa veiðar á 775 þúsund tonnum til loka vetrarvertíðar 1981 og koma 15% þess magns í hlut Norð- manna. Morgunblaðið ræddi um þessi mál við Jón Jónsson, forstjóra Hafrannsóknastofnunar og eins og fram kemur í frétt á baksíðu hafa fiskifræðingar ekki breytt tillögum sínum um 300 þúsund Vegur upp á móti því hversu lít- ið hefur verið farið eftir okkur i sambandi við heildaraflann tonna þorskafla í ár og telja veiðar fram yfir það magn seinka upp- byggingu stofnsins. Það verður þó að viðurkennast, að á undanförnum árum hefur mikið verið gert í samræmi við tillögur stofnunarinnar, sagði Jón Jónsson. Ég get nefnt stækkun möskva, sem hefur gert það að verkum, að gjörbreyting hefur orðið á aldursdreifingu þorsks og ýsu í afla. Svæðalokanir og nýjar reglur um lágmarksstærð á fiski hafa sömuleiðis haft mikið að segja og allt hefur þetta stuðlað að því hversu miklu minna er nú veitt af smáfiskinum. Ég vil sérstaklega nefna ýsuna, en það er stofn, sem tekið hefur ákaflega fljótt við sér og mest er það vegna stækkunar möskva. í þessu sambandi er því ekki eingöngu um tillögur um há- marksafla að ræða, margt af því sem gert hefur verið, hefur að Dr. Jón Jónsson forstjóri Haf- rannsóknastofnunar. nokkru vegið upp á móti því hversu lítið hefur verið farið eftir okkur í sambandi við heildarafl- ann. Það er ekki alltaf hægt að samræma sjónarmið okkar og stjórnmálamanna, sem eru undir þrýstingi frá sínu fólki. Ég hugsa þó, að ef okkar tillögur hefðu aldrei komið fram um hámarks- afla á t.d. þorski, þá hefði verið farið enn hærra heldur en raunin hefur þó orðið. Hitt er svo annað mál, að það er ekki gaman að vera með svona tillögugerð ár eftir ár, sem síðan er lítið farið eftir. Ég tel því, að stofnunin verði að endurskoða afstöðu sína til þessa ráðgjafa- starfs, en um leið geta þess, að ekki er nokkur vafi á því, að tillögur okkar hafa veitt aðhald. Ég vil nefna, að á sínum tíma studdi Landssamband íslenzkra útgerðarmanna tillögur okkar dyggilega og sá tími er kominn, að menn eru farnir að gera sér grein fyrir því, að það er ekki magnið, sem veiðist á hverjum tíma, sem skiptir öllu máli, sagði Jón Jóns- son að lokum. annars hafa verið fjallað um atvinnuleysisbætur handa opin- berum starfsmönnum, en ágrein- ingur var um túlkun þessa atriðis í samningsdrögunum varðandi starfsfólk sjálfseignarstofnana og bæjarfélaga. Rætt um Rockall á fundum í Genf VIÐRÆÐUR íslendinga um Rockall-svæðið eru hafnar við Færeyinga og Dani á Hafrétt- arráðstefnunni i Genf. Síðar er fyrirhugað að ræða við Breta og íra um þetta mál. Hans G. Andersen hefur verið falið að undirbúa þessar viðræður, en hann er formaður íslenzku sendinefndarinnar í Genf. í gær var haldinn fyrsti formlegi fundurinn í sátta- nefndinni í Jan Mayen-deil- unni, en Elliot Richardson er oddamaður þeirrar nefndar. Hans G. Andersen er fulltrúi íslendinga, en Jens Evensen fulltrúi Norðmanna. í Morgunblaðinu á morgun birtist viðtal við Eyjólf Konráð Jónsson um Rockall-málið. Fundi kaup- lagsnefndar um vísitöluna var frestað FUNDI kauplagsnefndar, sem átti að vera í gær um útreikning vísitölunnar, var frestað þar til i dag. Niðurstöður hagstofustjóra, sem kauplagsncfnd fól að kanna kjötmálið. urðu þær, að enginn hörgull hefði verið á annars og þriðja flokks kjöti og fyrsta flokks kjöt hefði verið til i verzlunum i Reykjavik i einhverju magni fyrstu daga mánaðarins, en verð- upptaka til visitöluútreiknings fór fram 5 fyrstu daga ágústmánaðar. Alþýðusamband Islands sam- þykkti sem kunnugt er, að fyrir- fyndist ekki það kjöt, sem niður- greiða ætti, myndi sambandið ekki samþykkja áhrif niðurgreiðslnanna á vísitöluútreikninginn. Einnig eru skiptar skoðanir innan kauplags- nefndar um það, hvort heimilt sé að taka tillit til hækkana á rafmagni og hitaveitu, sem komu til fram- kvæmda 10. ágúst sl. Litla barnið lærbrotnaði LITLA barnið, sem varð fyrir bifreið ásamt 12 ára systur sinni á Akureyri í fyrradag, slapp betur en á horfðist, að sögn lögreglunnar á Akureyri í gær. Litla barnið, sem er tveggja ára, lærbrotnaði og hlaut einnig meiðsli á höfði og var líðan þess eftir atvikum í gær.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.