Morgunblaðið - 21.08.1980, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 21.08.1980, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. ÁGÚST 1980 13 Hjónin Ola Aadnegárd <>k María RaKnarsdóttir. Þess má Keta að Ola Fjölskyldan öll saman komin á sjötuKsafmœli Ola 5. júlí sl. er skyldur Walter Mondaie varaforseta Bandaríkjanna. Ola Aadnegárd á Sauðárkróki sjötugur: f fJk i. Gerðist rekdiirðir á Reynistað Árið 1937 fluttist hingað 27 ára gamall Norðmaður og gerðist refahirðir hjá Jóni Sig- urðssyni alþingismanni á Reynistað í Skagafirði. Þessi maður heitir Ola Aadnagárd. hann ílengd- ist hér og býr nú á Sauð- árkróki eftir langt ævi- starf. Ola varð sjötugur fyrr í sumar og þá komu afkomendur hans og teng- dabörn saman, en fjöl- skyldan telur nærri 50 manns. Blaðamaður Morg- unblaðsins heimsótti Ola á dögunum og ræddi við hann um uppvaxtarár hans í Noregi og dvölina hér á íslandi. Vildi ekki nýta óðalsréttinn Hvar ert þú fæddur og alinn upp? — Eg er fæddur í Halling- dalnum í Noregi, en hann liggur á milli Osló og Bergen. Faðir minn var bóndi þannig að ég er fæddur og uppalinn i sveit. Við vorum að mestu leyti með geitur, svolítið af kúm, en kindur áttum við engar. Annars var þetta ágætis jörð og þarna var mikil veðursæld allan ársins hring. Sóttir þú þá sveitaskóla? — Já, við vorum 15—16 krakk- ar sem sóttum sama sveitaskólann í ein sjö ár, en að því námi loknu sótti ég framhaldsnámskeið í Drammen einn vetur. Stóð aldrei til að verða bóndi? — Sannleikurinn er sá, að þrátt fyrir að ég væri meira og minna á æskustöðvum mínum þar til ég fluttist úr landi, þá langaði mig aldrei til að verða bóndi. Sam- kvæmt öllum hefðum átti ég að verða bóndi, ég var elsti sonurinn og átti þar með óðalsréttinn, sem ég vildi ekki nýta mér. Þegar pabbi dó tók yngsta systir mín við búinu ásamt manni sínum og hafa þau búið þar allar götur síðan, en hún lést fyrir örfáum árum. Hvað olli því, að þú fórst til íslands? — Ég býst við að það hafi verið ævintýraþrá, ég hafði unnið ýmis störf heima í Noregi og meðal þeirra var refahirðing. Eg setti auglýsingu í blað þar sem ég óskaði eftir starfi sem refahirðir, innanlands eða utan. Það tilboð, sem mér leist best á, var frá íslandi, nánar tiltekið frá Jóni á Reynistað, sem þá var með refabú. Ég réðist til hans 27 ára gamall og hef frá þeim degi búið á Islandi. Hvernig var svo vistin fyrstu árin? — Það var mjög gott að vera á Reynistað, en á þessum árum var Jón á kafi í stjórnmálum og því var mjög gestkvæmt á Reynistað og oft líflegt. Jón rak þetta refabú í félagi með Eysteini Bjarnasyni á Sauðárkróki, en hann var sonur Bjarna frá Vogi. Við refabúið starfaði ég í fjögur ár, en þá hættu þeir félagar með búið, en á þessum árum var mjög erfitt um vik í rekstri sem þessum, aðallega vegna ýmiss konar boða og banna, sem gerðu rekstur erfiðan. Ég keypti reyndar hlut Jóns og var í félagi með Eysteini í eitt ár, en þá hættum við alveg og ég fluttist til Sauðárkróks. Eini lögreglumað- urinn í Skaga- fjarðarsýslu Hvernig var atvinnuástandið á Sauðárkróki í þá tíð? — Það var ólíkt því sem nú gerist, þá var þetta mest tilfall- andi vinna tengd smábátaútgerð. Maður varð því oft að leita burt eftir vinnu á þessum árum, t.d. var ég í Ingólfsfirði við síldarbræðslu, eitt og hálft ár á Skagaströnd við verksmiðjubyggingu og nokkra mánuði í Reykjavík við byggingu Faxaverksmiðjunnar sem svo var kölluð, en það var síldar- og fiskimjölsverksmiðja úti á Granda. Ég hætti að leita burt til vinnu þegar ég varð lögregluþjónn árið 1959. Maður átti ekki um margt að velja, fjölskyldan var orðin fjöl- menn svo að maður varð að leggja hart að sér til að framfleyta sér og sínum. Konan mín María Ragn- arsdóttir var mér mikil stoð alla tíð og hélt heimilinu saman af myndarbrag. Hvað eigið þið mörg börn? — Þau eru 12, þar af eru 11 gift og barnabörnin eru orðin 25, þannig að þetta er orðin býsna stór fjölskylda. Hvernig líkaði þér að starfa sem lögregluþjónn? — Þetta var ágætt starf, ég var eini lögregluþjónninn í sýslunni en þó gat ég fengið aðstoðarmenn mér til liðveislu þegar mikið gekk á, t.d. á samkomum hér í sveitinni. Ég átti alltaf ánægjuleg sam- skipti við Skagfirðinga meðan ég var í lögreglunni og t.d. voru börnin hérna á Króknum sérstakir vinir mínir. Ég starfaði í lögregl- unni til ársins 1966, en þá fór ég að vinna ýmiss konar vinnu í sambandi við frystihúsið. Hvað vinnur þú við núna? — Ég vinn hálfan daginn á skrifstofu frystihússins Skjaldar en skrifstofuvinnu byrjaði ég að vinna eftir að ég veiktist ’68, en þá varð að taka af annarri löppinni á mér vegna blóðtappa. Það er því konan sem vinnur fullan vinnudag eins og hún hefur alltaf gert, en hún vinnur í frystihúsinu. Eru mörg barnanna ennþá hér á Sauðárkróki? — Já, þau búa mörg hér á Króknum og einnig í sveitunum í kring. Það var því auðvelt um vik að smala öllum saman, þegar ég varð sjötugur, en mér þótti þó engu að síður einskær heppni, að við gátum fengið öll börnin og barnabörnin á einn stað, því það getur oft verið erfitt að koma saman í nútímaþjóðfélagi hrað- ans. - F.F. Á ferd um Skagafjörð/ Texti: Friörik Friöriksson Studmannaplöturnar Sufnar-árSýrlandl ogiTwolí nélðjtu:^átlTTkord&J fstenökfaip-' pbpptöhttstar ti kiMwír ;a4tf fe^VejiíI,; Iradíerurplötur fáet. fhj ^eodyrfútgofcra^ samen. véfröi vdrsluritJnárumifainehalK. M- ■* * & -r’tt i, f r'

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.