Morgunblaðið - 21.08.1980, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 21.08.1980, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. ÁGÚST 1980 39 Axel tryggði Fram sigur Fram varð í gærkvöldi íslands- meistari i handknattleik utan- húss er liðið sigraði KR með 20 mörkum gegn 19 eftir æsispenn- andi og jafnan leik. Það var Axel Axelsson sem tryggði Fram sigur er hann skoraði sigurmarkið þegar um 5 sekúndur voru til leiksloka. Framan af fyrri hálfleiknum hafði lið KR-inga ávallf frum- kvæðið í leiknum og lék þá vel. Umtíma var staðan 10—5 KR í vil. Staðan í hálfleik var 12—9 fyrir KR. í síðari hálfleiknum sigu Framarar á og tókst að jafna metin og síðustu 15 mínútur leiksins var jafnt á öllum tölum, en lið KR var þó oftast fyrra til að skora. Á síðustu mínútunni mis- tókst sókn hjá KR og eins og áður sagði skoraði Axel alveg í lokin. Markahæsturí liði KR var Björn Pétursson en þeir Björgvin Björgvinsson og Hannes Leifsson í liði Fram. Skoruðu þeir 5 mörk hver. Frekar var lítil reisn yfir útimótinu að þessu sinni. Lið Vals og Víkings tóku ekki þátt, og lið Fram mætti með ólöglegan leik- mann á móti Haukum. - þr. Handknattlelkur V..... ...............v Fyrirliði Fram, Hannes Leifsson, hampar sigurlaunum eftir að lið hans hafði sigrað í útimótinu í handknattleik í gærkvöldi. Hilmar tekur við landsliðinu HSÍ hefur gengið frá ráðningu Hilmars Björnssonar í stöðu landsliðsþjálfara fyrir komandi verkefni. Tekur Hilmar við af Jóhanni Inga Gunnarssyni sem hættir formlega 1. september. Hilmar þarf ekki að kynna, hann er einn fremsti þjálfari íslands og hefur yfirleitt náð hörkuárangri með þau lið sem hann hefur stjórnað. Hápunktin- um náði hann á síðasta keppnis- timahili er hann stýrði liði Vals í úrslit Evrópukeppni meistara- liða. HSÍ og reyndar þjóðin öll væntir góðs af Hilmari og von- andi tekst honum að halda þeim stiganda sem Jóhann Ingi var kominn með í liðið. • Hilmar Björnsson á fullri ferð með liði KR. Opna íslenska golfmótið Opna íslenska golfmeistaramótið fer fram á Nesvellinum 22.-24. ágúst 1980. TILHÖGUN MÓTSINS: Mótið hefst á föstudegi kl. 13.00 með 18 holu höggleik. a. Leikið skal af klúbbteigum. b. Raða skal í „holl“ eftir forgjöf og skal leyfi kylfinga ligga fyrir, ef forgjafarmunur er meiri en 6 innan „holls". c. Eftir því sem frekast er kostur skulu þeir, sem hafa lægsta forgjöf, ræstir fyrst. d. Ræst skal í þriggja manna „hollum". Mótið heldur áfram á laugardag fyrir hádegi með 18 holu höggleik. a. (breytileg regla) Skilyrði til áframhalds í mótinu er að hafa leikið á föstudag á SSS-vallar + 18 högg eða betur, eða að vera í 32ru sæti eða betri. b. Árangur á föstudag ræður rás- röð, þannig að þeir bestu skulu ræstir fyrst. c. Ræst skal í þriggja manna „hollum". Eftir hádegi á laugardag hefst holukeppnin. a. Þátttökurétt eiga (32) bestu úr 36 holu höggleiknum. b. Raðað verður eftir reglum um holukeppni í riðla. c. A-riðill 1—8, B-riðill 9—16, C-riðill 17-24, D-riðill 25-32. d. Ræsa skal út í holukeppnina, eftir því sem öruggar upplýs- ingar liggja fyrir um röð kepp- enda úr höggleiknum. e. Keppendur hafa ekki leyfi til að fara úr golfskálanum á milli höggleiks og holukeppni. Undanúrslit hefjast fyrir há- degi á sunnudag. a. Ræsa skal d-riðil fyrst síðan c, b og a síðastan. b. Skilyrðislaust skal leika af „klúbbteigum". Úrslit fara fram eftir hádegi sunnudag. a. Sama rásröð í undanúrslitum. b. Teigar eftir ákvörðun móts- stjórnar. Þátttaka tilkynnist til Nes- klúbbsins. Þróttur á Þróttarar halda enn i agnar- von um að halda sæti sínu i 1. deildinni i knattspyrnu, eftir að hafa onglað i stig gegn íslands- meisturum Vestmannaeyja á Laugardalsvellinum i gærkvöldi. Bæði liðin skoruðu eitt mark og komu þau bæði á tveimur siðustu minútum leiksins, er flestir hinna sárafáu áhorfenda höfðu hrakist heim vegna haustkulda. Falleg knattspyrna var ekki á boðstólum við þetta tækifæri, barátta var boðorð númer eitt tvö og þrjú. Eyjamenn pressuðu meira í fyrri hálfleik, áttu fjöldan allan af hornspyrnum og langskotum, en hætta varð ekki umtalsverð. Sveinn átti þó eitt hörkuskot rétt fram hjá og Tómas potaði rétt fram hjá frá markteig. Leikurinn var mun jafnari í síðari hálfleik og þá voru það Þróttarar sem áttu heldur hættulegri færi. T.d. varði Páll Pálma tvívegis naumlega frá nafna sínum Olafssyni og síðan „FH vinnur þesa kæru“ KNATTSPYRNUDEILD FH heí ur að undanfornu verið að afla sér gagna í kærumáli sínu gegn Fram. Hefur deildin nú undir höndum mjög greinargóða og mikla skýrslu frá formanni aga- nefndar Friðjóni Friðjónssyni og jafnframt frá Pósti og síma. I spjalli við Mbl. í gær sagði Bergþór Jónsson formaður FH að svo sterk væru rök FH-inga í málinu að hann gæti ekki séð annað en að þeir myndu vinna málið, og leika til úrslita gegn liði ÍBV í bikarkeppni KSI. — Þr. enn von ævintýralega, hörkuskot Jóhanns Hreiðarssonar á 87. mínútu. Og aðeins mínútu eftir það skoraði ÍBV. Bræðurnir Kári og Sigurlás opnuðu þá saman vörn Þróttar og bakvörðurinn Viðar Elíasson skoraði örugglega af stuttu færi. Þróttur náði aftur dauðahaldi á hálmstráinu á loka- sekúndunum, er Jóhann Hreið- arsson skallaði í net IBV eftir langt innkast Páls Ólafssonar. Snerti knötturinn síðast Eyja- mann áður en í netið kom. í stuttu máli: Islandsmótið í knattspyrnu, l.deild. Þróttur—ÍBV 1—1 (0—0). Mark Þróttar: Jóhánn Hreiðarss- on (90). Mark IBV: Viðar Elíasson (88). Áminningar: Jóhann Hreiðarsson. Áhorfendur: 200. gg. Stórsigur Sunderland Úrslitin í ensku knattspyrn- unni í gærkvöldi: Aston Villa — Norwich City 1 —0 Man. City — Sunderland 0—4 Nott. Forest — Birmingham 2—1 Stoke City — West Brom. 0—0 2. deild. Blackburn — Oidham 1—0 Derby — Chelsea 3—2 Newcastle — Notts County 1 — 1 Mál Trausta ekki tekið fyrir strax NÚ liggur ljóst fyrir að ekki er hægt að fjalla um kæru FH-inga vegna bikarleiksins við Fram fyrr en i fyrsta lagi næstkomandi þriðjudag þar sem héraðsdóm- stóll íþróttahandalags Hafnar- fjarðar er óstarfhæfur þar sem tveir meðlima hans eru erlendis, og ekki væntanlegir fyrr en í næstu viku. Þetta gæti orðið til þess að fresta þyrfti úrslitaleikn- um sem fram á að fara 31. ágúst. Vinni FH málið í héraði og Fram áfrýjar til dómstóls KSÍ þá má búast við að til frestunar komi. - þr. Ármann — Haukar leika í kvöld Einn leikur er á dagskrá í 2. deild íslandsmótsins i knattspyrnu í kvöld sam- kvæmt mótabók KSÍ. Er það viðureign Ármanns og Hauka sem fram á að fara á Laugardalsveilinum klukk- an 19.00. Þessi leikur heíur einkum þýðingu fyrir Ár- menninga, sem eru i fall- hættu i deildinni. Fjórir úr Fylki mæta Færeyjum ísland og Færeyjar leika tvo unglingalandsleiki um helg- ina. eða nánar tiltekið á laugardaginn og mánudags- kvöldið. Fyrri leikurinn hefst á laugardeginum klukkan 15.00 og fer hann fram á Akranesi. Siðari leik- urinn fer fram á Kópavogs- vellinum klukkan 19.00 á mánudaginn. Búið er að velja íslenska liðið, cn það skipa eftirtaldir strákar. IlrcitK'iöur ÁKÚBtsson ÍBV Bnldvin Guðmundsson KR Samúrl Grytvik ÍBV Kári Þorleitsson tBV l.oitur Ólafsson Fylki Ilörður Guðjónsson Fylkl Gisli lljalmtýsson Fylki Anton Jakobsson Fylki Ilermann Björnsson Fram Nikulás Jonsson Þrötti Ásbjörn Björnsson KA Bjarni Sveinbjörnsson Þör, Ak. Sarmundur Vejdfmarsson iBK Óli Þór MaKnússon IBK Þorsteinn Þorsteinsson Fram Trausti Ómarsson l)BK ísland og Danmörk meö sameiginlegt liö Unglingalandslið íslands í frjálsíþróttum hefur verið valið og keppir liðið á Norð- urlandamóti unglinga sem fram fcr í Malmö í Svíþjóð dagana 23. og 24. ágúst nk. Keppni þessi er stigakeppni milli norðurlandanna og sendir hver þióð tvo menn i hverja grein. Islendingar og Danir senda sameiginlegt lið til keppninnar og er því einn keppandi frá Islendingum og einn frá Dönum 4 hverri grein. íslendingar kepptu í fyrsta skipti í þessari keppni í fyrra og taka nú þátt i henni í annað skiptið. Möguleikar íslendinga og Dana í stigakeppninni eru ekki taldir verulegir til sig- urs, en einstakir keppendur í isienska liðinu ættu að geta gert það gott. Mesta mögu- leika til sigurs eða verð- launasæta hafa Vésteinn Ilafsteinsson sem hefur kastað kringlunni lengra i sumar heldur en sigurvegar- inn gerði í fyrra, Einar Vilhjálmsson á góða mögu- leika i spjótkastinu, Krist- ján Harðarson gæti átt möguleika í verðlaunum í langstökkinu og Unnar Vil- hjáimsson i hástokkinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.