Morgunblaðið - 21.08.1980, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 21.08.1980, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. ÁGÚST 1980 raðauglýsingar — raöauglýsingar — raðauglýsingar húsnæöi óskast Teiknistofa óskar eftir ca 150—200 ferm. húsnæði nú þegar eða frá 1. okt. Upplýsingar í síma 21875 eða 21694. tilboö — útboö Útboð Vegna fyrirhugaöra framkvæmda 1981 óska Rafmagnsveitur ríkisins eftir tilboðum í eftirtalið efni: 1) Aflspennar (Power Transformers) ÚtbOð RARIK 80032 2) Rafbúnaöur (Outdoor Equipment) Útboö RARIK 80033 Útboðsgögn fást keypt á skrifstofu Raf- magnsveitna ríkisins og kosta kr. 10.000,- hvert eintak. Tilboö samkvæmt lið 1) verða opnuð á skrifstofu Rafmagnsveitna ríkisins að Lauga- vegi 118, Reykjavík, miðvikudaginn 15. okt. n.k. kl. 14.00 og tilboð samkvæmt lið 2) verða opnuð á sama staö mánudaginn 22. sept. n.k. kl. 14.00. Tilboðin verða því að hafa borist fyrir áðurgreindan tíma. RAFMAGNSVEITUR RÍKISINS Innkaupadeild nauöungaruppboö Nauðungaruppboð Annaö og síöasta uppboð á verkstæðishúsi við Gagnheiði 20 á Selfossi, eign Sorphreins- unar Suöurlands, áður auglýst í 48., 52. og 55. tbl. Lögbirtingablaðs 1980, fer fram á eigninni sjálfri þriðjudaginn 26. ágúst 1980 kl. 13.45 samkvæmt kröfum Tryggingar h.f. og hrl. Brynjólfs Kjartanssonar. Sýslumaðurinn á Selfossi. Nauðungaruppboð Annað og síöasta uppboð á húseigninni Heimahaga 10 á Selfossi, eign Páls Símonar- sonar, áður auglýst í 48., 52. og 55. tbl. Lögbirtingablaðs 1980, fer fram á eigninni sjálfri þriðjudaginn 26. ágúst 1980 kl. 13.00 samkvæmt kröfum lögmannanna Jóns Ólafssonar og Jóns G. Zoéga. Sýslumaðurinn á Selfossi. Nauðungaruppboð Annað og síðasta uppboð á húseigninni Lambhaga 50 á Selfossi, eign Péturs Gissur- arsonar, áður auglýst í 48., 52. og 55. tbl. Lögbirtingablaðs 1980, fer fram á eigninni sjálfri þriðjudaginn 26. ágúst 1980 kl. 14.30 samkvæmt kröfum Veðdeildar Landsbank- ans, Tryggingastofnunar ríkisins og lands- banka Islands. Sýslumaðurinn á Selfossi. tilkynningar íþróttahús K.R. tekur til starfa 1. september n.k. Þau íþróttafélög og fyrirtæki er leigöu íþróttasali þar sl. starfsár og hyggja á tíma næsta vetur vinsamlega endurnýi umsóknir sínar strax eöa í síöasta lagi 25. ágúst n.k. íþróttahús K.R. Skattstjórinn í Austurlandsumdæmi Auglýsing samkvæmt 1. mgr. 98. gr. laga nr. 40 18. maí 1978 um tekjuskatt og eignarskatt meö síðari breytingum, um aö álagningu opinberra gjalda á árinu 1980 sé lokið á þá menn sem skattskyldir eru hér á landi samkvæmt 1. gr. greindra laga, þó ekki á börn sem skattlögð eru samkvæmt 6. gr. þeirra. Tilkynningar (álagningarseðlar) er sýna þau opinberu gjöld sem skattstjóra ber að leggja á á árinu 1980 á þessa skattaðila hafa verið póstlagðar. Kærur vegna allra álagðra opinberra gjalda sem þessum skattaðilum hefur verið tilkynnt um með álagningarseðli 1980 þurfa að hafa borist skattstjóra eða umboðsmanni hans innan 30 daga frá og með dagsetningu þessarar auglýsingar. Egilsstöðum, 21. ágúst 1980, Skattstjórinn íAusturiandsumdæmi, Bjarni G. Björgvinsson. Söluskattur Viðurlög falla á söluskatt fyrir júlímánuð 1980 hafi hann ekki veriö greiddur í síðasta lagi 25. þ.m. Viðurlög eru 4% af vangreiddum söluskatti fyrir hvern byrjaðan virkan dag eftir eindaga uns þau eru orðin 20%, en síðan eru viðurlögin 4.75% til viðbótar fyrir hvern byrjaöan mánuð, talið frá og með 16. degi næsta mánaðar eftir eindaga. Fjármálaráðuneytið, 15. ágúst 1980. Stöðvum landflótta Stjórn S.U.S. hefur ákveöið að sambandsráösfundur í októberbyrjun fjalli um .Stöðvun landflótta". Til að undirbúa sambandsráðsfundinn munu starfa sjö starfshópar, sem hefji störf á næstu dögum. Þeim, sem áhuga hafa á aö taka þátt í starfshópum, vinsamlega hafið samband við skrifstofu S.U.S., sími 82900. Þessir starfshópar starfa: 1. Atvinnuuppbygging — Atvinnutækifæri, aukin arðsemi og atytting vinnutíma. Stjórnandi: Pétur J. Eiríksson. 2. Skólakerfiö — Stytting námatima — Hagnýtara nám. Stjórnandi: Björn Búi Jónsson. 3. Fjárfesting — Lánamál — Verðbólga. Stjórnandi: Þórður Friðjónsson. 4. /Eskulýðs- og fjölskyldumál — Frístundaatörf og samskipta- möguleikar. Stjórnandi: Sveinn Guöjónsson. 5. Umhverfisvernd — Búseta og byggðarstefna. Stjórnandi Árni Sigfússon. 6. Skattamál og réttindi einstaklingsins. Stjórnandi: Hreinn Loftsson. 7. Kjördaamaskipan og kosningaráttur. Stjórnandi Kjartan Rafnsson. Stjórn S.U.S. Pétur J. Eiríksson Hreinn Loftsson Kjartan Rafnsson Sveinn Guöjónsson Þórður Frlöjónsson Árni Sigfússon Sveinn Borgþórsson Hafnarfirði - Minning Sveinn Borgþórsson, Slétta- hrauni 23 í Hafnarfirði, lést aðfaranótt 14. þ.m. eftir mjög stutta legu. Þótt við vissum að hann væri ekki heilsuhraustur þá grunaði okkur ekki að heilsa hans væri jafn tæp og raun bar vitni, enda var Sveinn dulur um eigin hagi. Sveinn var fæddur 7. nóvember 1930, sonur hjónanna Borgþórs Sigfússonar og Guðrúnar Sveins- dóttur. Hann hóf störf hjá Rafveitu Hafnarfjarðar sem línu- og teng- ingamaður árið 1956 og vann hér til ársins 1973, en þá fór hann að vinna hjá Olíufélaginu hf. Árið 1975 kom hann aftur til vinnu hjá Rafveitunni og starfaði hér til dauðadags, lengst af sem verkstjóri við jarðstrengjalagnir og skyld störf. Öll sín störf vann Sveinn af alúð og samviskusemi. Hann var dag- farsprúður og þægilegur í allri umgengni og vart hægt að hugsa sér betri vinnufélaga. Snyrtimennska var mjög ein- kennandi fyrir Svein, bæði í vinnu og utan. Eftirlifandi eiginkonu, Vilborgu Jóhannesdóttur, börnum þeirra, öldruðum föður og öðrum ástvin- um vottum við samúð okkar og biðjum þeim guðs blessunar í þeirra sorg. Að leiðarlokum þökkum við samfylgdina og geymum minn- ingu um góðan dreng og starfsfé- laga. Starfsfélagar hjá Rafveitu Hafnarfjarðar. Brlflge Umsjón: ARNÓR RAGNARSSON Bridgefélagið Ásarnir Kópavogi Draem þátttaka var í 10. sumarspilakeppni Ásanna, sl. mánudagskvold. Spiiað var í einum 14 para riðli. Efstu pör urðu: Sigríður Rögnvaldsdóttir — Einar Guðlaugsson 196 Þorgeir Eyjólfsson — Helgi Jóhannesson 183 Magnús Aspelund — Steingrímur Jónasson 182 Georg Sverrisson — Rúnar Magnússon 180 Sverrir Ármannsson — Guðmundur P. Arnars. 172 Meðalskor 156. Keppnis- stjóri var Hermann Lárusson. Staðan í heildarstiga- keppninni er afar jöfn og geta nánast allir hreppt titilinn: „stigakóngur" sumarsins, þótt aðeins 3 spilakvöldum sé ólok- ið í keppninni. En efstu ein- staklingar eru nú eftirtaldir: Georg Sverrisson 7,5 stig Valur Sigurðsson 6,5 stig Sigfinnur Snorrason 5 stig Þorgeir Eyjólfsson 5 stig Helgi Jóhannesson 5 stig Næsta spilakvöld er mánu- dagur 25. ágúst, spilað er á 2. hæð Félagsheimilis Kópavogs, og hefst keppni kl. 19.30.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.