Morgunblaðið - 21.08.1980, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 21.08.1980, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. ÁGÚST 1980 29 Ari T. Guðmundsson: Staða Islands og stríðshættan • Hver er staða íslands í stríðsbrölti risaveldanna? Ilvaða varnarstefnu ættu stjórnvöld á íslandi að hafa? Björn Bjarnason hefur reif- að þessi atriði og önnur skyldi á síðum Morgunblaðsins und- anfarið. Hann nefnir fimm atriði sem hann telur skýra stöðu Islands í síðustu grein sinni. Þau vil ég skoða nánar og vona að Björn svari mér. Raunar hef ég skrifað nokkra pistla um stríðshættuna og varnarmál undanfarið í dag- blöð en enginn haft fyrir því að krukka í neitt sem þar er að finna. Það hlýtur að vera viðkvæmri varnarmáiaum- ræðu til framdráttar ef menn talast við í gegnum dagblöð — jafnvel þótt þeir séu ósam- mála um æði margt. Við Björn erum a.m.k. sam- mála um eitt. Stríðshættan er meiri nú en áður og Sovétríkin í framsókn á þeirri hnífsegg- inni. Um eðli Sovétríkjanna, vináttu Bandaríkjamanna við sér minni þjóðir eða gagnsemi NATO-varna erum við hins vegar ósammála. Skoðum þá nánar greiningu Björns. 1. Kafbátahernaður Björn segir að hvorugt risaveld- anna myndi þola tómarúm á íslandi vegna þess að landið liggur í leið kafbáta í N-Atlantshafi. Rétt er það, en þetta á ekki síður við ferðir venjulegra skipa og jafnvel flugvéla að nokkru leyti. Fullkomnari tæknihlið vopna getur ekki komið í stað þeirrar sérstöðu sem sterk hern- aðaraðstaða á Islandi veitir stríð- saðila. Þess vegna er það ljóst að hernaðarlegt mikilvægi íslands er síst ofmetið og útilokað að landið fái að nvera í friði“ eins og menn vona helst. En hvað getur þá gerst ef styrjöld milli stórbandalaganna brýst út? Mér finnst rangt að ræða varnarmálin án þess að hugsa þær hugsanir til enda sem hljóta að vakna þegar menn velta fyrir sér stöðu ísíands. Er það feimnismál? Áleitin er sú hugmynd að Kefla- víkurstöðin dragi að sér kjarna- sprengju þegar í upphafi stríðs. Vissulega ber ekki að hafna mögu- leikanum. En hann er lítill vegna þess að stríðsaðilum ber nauðsyn til að nota landið til eftirlits- starfa, árása- eða verndaraðgerða fyrir eigin hertæki. Helstu mögu- leikar eru því bandarísk herseta, eða hernám ef íslensk yfirvöld hafna samvinnu, eða þá sovéskt hernám. Báðir kostirnir hefðu í för með sér hernaðarátök í land- inu og umhverfis það. Ég held því fram að íslendingar séu alls vanbúnir til þess að mæta svona atburðarás, hvað varðar stefnumörkun, almannavarnir og hvers kyns andóf ef þörf er á. Um hervarnir liggur allt á huldu eins og sýnt skal fram á síðar. 2. Sameiginlegt varnarkerfi NATO Björn segir að herstöðvar hér séu bæði nauðsynlegur hlekkur í sameiginlegum vörnum NATO- þjóðanna og öryggistrygging fyrir okkur. Fyrri staðhæfingin er vafalaust rétt frá bæjardyrum NATO að sjá. En það hefur hvílt hættuleg leynd yfir því hvað NATO hyggst fyrir með Island í stríði. Á að nota hlekkinn lífsnauðsynlega til þess eins að fá viðvaranir og gefa svo allt á bátinn sem er norðar en línan S-Grænland — Bretlands- eyjar eins og svartsýnir NATO- menn segja stundum? Eða á að fljúga í skyndingu með léttvopn- aða fótgönguliða til Islands eins og stundum er ýjað að? Seinni staðhæfing Björns, er vafasöm. Augljóslega er hverfandi vörn að núverandi NATO-búnaði á íslandi umfram viðvaranirnar til NATO í heild. Og eins og áður segir er allsendis óljóst hvernig NÁTO ætlar að verja ísland eftir að viðvaranirnar hafa borið til- ætlaðan árangur. Veit Björn það? Öryggistryggingin er fölsk af a.m.k. tveimur orsökum, vil ég staðhæfa. í fyrsta lagi hafa hug- myndir NATO um sameiginlegar heildarvarnir gert það að verkum að hver NATÓ-þjóð hefur misst allt frumkvæði og sjálfstæði í varnarmálum. Hver NÁTO-liður á að hafa sérstakt hlutverk. Ef andstæðingurinn snýr sér að þeim lið og gerir eitthvað óvænt, hrynur kerfið og viðkomandi land er ófært um að verjast. Noregur er gott dæmi. Þar er allt byggt á vörnum N-Noregs og hjálparleið- öngrum NATO. Ef Varsjárbanda- lagið snýr sér að S-Noregi líka eða sker á hjálparsveitaferðirnar, hvað þá? í öðru lagi er um að ræða rangar staðhæfingar um að er- lendir aðilar, fámenn eftirlitsstöð og vopnin ein veiti íslandi öryggi. Hið rétta er að íslendingar sjálfir verða að vera viðbúnir og búa til varnarkerfi sem byggist á góðum almannavörnum, birgðasöfnun í landinu, margþættum hindrunum fyrir hernámslið og skipulögðu andófi. Ekki vil ég útiloka sam- vinnu við aðra á einhverjum öðrum grunni en stefnu NATO. 3. Vogarstöngin Björn segir að ekki sé hægt að greina milli Mið-Evrópu og N-Atl- antshafsins. Hættuástand í norðri myndi leiða til þess sama í Mið-Evrópu. Þess vegna leggi ís- land nú lóð á vogarskálar friðar í Evrópu. Hér er sjónsvið Björns allt of þröngt. Það bendir allt til þess að friður sé að fjarlægjast hröðum skrefum. Þrátt fyrir jafnvægi óttans í Evrópu eru Sovétríkin í stórsókn annars staðar um leið og Bandaríkin missa sín illa fengnu ítök. Þrátt fyrir sáttmála og yfirlýsingar, sem eru kannski jafn innantómar og Munchenar-sátt- máli Þjóðverja og Breta, stóreykst vígbúnaður risaveldanna. Það er því til lítils að einblína á Evrópu. Island gæti miklu fremur lagt sitt af mörkum fyrir frið með því að vinna gegn blekkingum, vígbúnaði og fallbyssupólitík risaveldanna um leið og landið kemur á sínum eigin vörnum — ef svo hátíðlega má til orða taka. Friðarvinnan felst með öðrum orðum í því að hægja á núverandi þróun eða snúa henni við, ekki með því að við- halda ógnarjafnvægi. Hún felst líka í því að efla eigin varnargetu í stað ósjálfstæðis og trausts á gereyðingarvopnum. Þessi þversögn er til komin af því að menn mega ekki taka þá áhættu að stríð geti ekki brotist út enn um sinn. 4. Ocean Safari og annað glingur Björn segir Island nauðsynlegt til þess að tryggja að liðsafli og birgðir komist frá Ameríku til Evrópu — en án slíks sé varnar- stefna NATO einskis virði. Þetta er að sumu leyti rétt. En mergurinn málsins er sá að fyrir- hugaðir flutningar NATO eru út í bláinn hvort sem bandalagið notar ísland eða ekki. Á tímum fullkomins hernaðar ætlar NATO nefnilega að flytja um 1.2 milljónir hermanna og 12 milljónir lesta af birgðum til Evrópu í styrjöld! Til þess á að nota nær allan kaupskipa- og almenningsflugflota Bandaríkj- anna undir hervernd. Þetta hefur komið fram í svonefndum Ocean Safari-æfingum NATO. Mótleikur Varsjárbandalagsins felst í því að mynda tangarsókn frá tveimur hliðum, norðan og sunnan að, og skera á þessa skrúðgöngu NATO. Það hafa austanmenn æft með Okean-æfingum síðan 1970. í ein- hver skiptin virðist hluti flota og flugvéla hafa átt að æfa árás á herstöðvar á Islandi sem varla geta breytt miklu í annarri eíns aðgerð og þarna er um að ræða. Mér er nær að halda að áætlanir NATO í þessum efnum séu ónot- hæfar og löngu úreltar. Það setur allt talið um NATO-varnir í Evr- ópu í nýtt ljós og styrkir það sem ég sagði um hættuna af því að gera hvert land að tannhjóli í brothættri hernaðarvél í stað sjálfs sín herra. 5. Óskastaða íslands Björn segir að lokum að núver- andi samvinna N-Ameríku og Evrópu sé óskastaða og skuli Islendingar berjast fyrir því að viðhalda núverandi skipan. I ljósi vaxandi stríðshættu og ónothæfrar hernaðarstefnu NATO tel ég núverandi skipan ekki óskastöðu. Hún var það enn síður áður en Sovétríkin urðu ríki arð- ráns og kúgunar. Veður skipast oft skjótt í lofti og óskastöður geta orðið harla ólíkar í hvert sinn. Núna sýnist mér viðbúnaður Islendinga stærsta vandamálið, það næst stærsta er NATO-aðildin og gerfivarnir þær sem NATO stendur fyrir. Að fremur lítt athuguðu máli sýnist mér per- sónulega óskastaðan vera þessi: — Island vinnur gegn stríðsbrölti og stríðsundirbúningi beggja risaveldanna. — Island eflir sinn eiginn viðbún- að við styrjöld. — ísland tengir þessa stefnu við úrsögn úr NÁTO í takti við ávinninga sína. — ísland lýsir yfir því markmiði að það vilji skipa sér í sveit hlutlausra ríkja í hvers kyns stórveldaátökum. Allavega verða menn að taka stríðshættuna og nauðsyn viðbún- aðar alvarlega. Þegar ég fletti dagblöðum frá 1938 og 1939 mætti halda að styrjöldin hefði hafist áratug síðar en raun varð á. Samtök er mót- mæla vildu töku pólitískra fanga í Dyfl- inni báru eld að sex almenn- ingsvögnum borgarinnar aðfaranótt þriðjudags með þeim afleiðing- um sem myndin sýnir. Simamynd AP. GENERAL ÆlQID ELECTRIC [hIhekiahf ; J Laugavegi 170 -172 Sími 212 40 < 5

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.