Morgunblaðið - 21.08.1980, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 21.08.1980, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 21. ÁGÚST 1980 3 FRANSKA seglskútan. sem farið var að svipast um eftir hér við land i gær. eins og sagt var frá í MorKunblaðinu. reyndist vera heil á höldnu í Vestmannaeyja- höfn. Ilafði Frakkinn reyndar komið til Reykjavíkur 29. júli sl. ok dvalið þar i hálfan mánuð. en til Vestmannaeyja kom hann 17. áKÚst. ÞeKar Frakkinn frétti um Kosið í Heklu ákvað hann að halda til lands ok fékk far með skipi frá Eyjum. Mun hann hafa farið að Kosstöðvunum og var skútan mannlaus i Vestmanna- eyjahöfn i gær. Óskar Þór Karlsson hjá Slysa- varnarfélaginu sagði, að hann hefði ekki fyrr verið kominn á skrifstofu sína í gær morgun, er þangað kom hafnsögumaður frá Reykjavíkurhöfn og tilkynnti hon- um að skútan hefði komið til Reykjavíkur 29. júlí sl. Fleiri höfðu einnig samband við Óskar og greindu frá ferðum skútunnar og þar á meðal Franska sendiráðið og Frakki, sem hafði hýst landa sinn í Reykjavík. Franska skútan, sem farið var að svipast um eftir hér við land i gær, þar sem talið var að ekkert hefði heyrst frá henni eftir að hún fór frá Ilalifax i Bandarikj- unum 2. júlí s.l. reyndist vera í Vestmannaeyjahöfn. Myndina tók Sigurgeir af skútunni í Eyj- um i gær. Franska skútan var í Vestmannaeyjum „Það kom í ljós að Frakkinn hafði haft samband við Franska sendiráðið í Reykjavík, þegar hann kom til Reykjavíkur og einnig við Björgunarmiðstöðina á Keflavíkurflugvelli. Starfsmenn Björgunarstöðvarinnar höfðu strax við komu Frakkans samband við Stjórnstöð Landhelgisgæsl- unnar og er líklegt að Frakkinn hafi einnig ætlast til að upplýsing- um um ferðir sínar yrði komið til Strandgæslunnar í Kanada og til Halifax. Sennilega hefur orðið misskilningur milli Landhelgis- gæslunnar og Björgunarmiðstöðv- arinnar, hvor ætti að láta Strandgæsluna í Kanada vita og málið hefur því lent ofan í skúffu hjá þeim í Keflavík," sagði Oskar. Fram kom hjá Óskari að Frakk- inn hefði sjálfsagt verið búinn að hafa samband við Strandgæsluna í Kanada áður en hann lagði upp, og þá beðið um að svipast yrði um eftir sér, ef hann kæmi ekki fram innan eðlilegs tíma. Þar sem engin boð hefðu borist vestur um haf um að Frakkinn væri kominn fram hér á landi, hefðu þeir óskað eftir því að svipast yrði um eftir honum. Frá Reykjavík til Vestmanna- eyja sigldi með Frakkanum Is- lendingur, en hann mun hafa slasast á fæti í ferðinni og var gert að meiðslum hans í Vestmanna- eyjum. Ráðuneytisstjóri samgönguráðuneytis Luxemhurg: Luxair hikandi vegna erfiðleika hjá Flugleiðum — viðræðurnar strönduðu ekki á eignaraðildinni „VIÐ teljum að stofnun nýs flugfélags sé, eins og allt er í pottinn búið, heppilegasta lausn- in og rikisstjórn Lúxemburg hef- ur boðið fram fjárhagslega að- stoð, ef til þess kæmi. Málið er sem stendur í höndum flugfélag- anna. Flugieiða og Luxair. og þau hafa ekki komizt að sam- komulagi, ekki ennþá. Ríkis- stjórn Luxemburg getur ekki komið inn i máiið á þessu stigi, en við vonum. að félögin tvö haldi viðræðum áfram og komist að sameiginlegri niðurstöðu,“ sagði Kiine, ráðuneytisstjóri i sam- gönguráðuneyti Luxemburg, i ÞANN 5. september næstkom- andi munu 25 helztu forráða- menn ortodoxu kirkjunnar halda hér á landi þing, þar sem þeir munu undirbúa viðræður við lút- ersku kirkjuna. Meðal fulltrúa á þingi þessu eru æðstu menn ortodoxu kirkjunnar i flestum austantjaldslandanna og Ísrael. Hópurinn mun þinga i Skálholti og verða þar sungnar morgun- og kvöldbænir, sem almenningi er heimill aðgangur að. Sunnudag- inn 7. september mun svo fyrsta ortodoxa messan sungin á ís- landi, nánar tiltekið í Dómkirkj- unni. samtali við Mbl. í gær. Kline sagði, að eftir þvi sem hann bezt vissi hefðu viðræðurnar ekki strandað á spurningunni um eignaraðild, heldur virtust ein- hverjir erfiðieikar vera hjá Flugleiðum, sem Luxair væri hikandi út af. Kline lýsti furðu sinni á þvi, að ríkisstjórn teidi sig geta beðið átekta vegna erfiðleika Flugleiða í Atlantshafsfluginu. „Ríkisstjórn Lúxemburg hefur fellt niður lend- ingargjöld Flugleiða og sú niður- felling er algjör og skilyrðislaus," sagði Kline. „Við settum engin „Þetta er mjög merkur kirkju- legur viðburður, því það er ekki oft, sem við höfum tækifæri á að kynnast helgisiðum annarra kirkjufélaga," sagði Bernharður Guðmundsson fréttafulltrúi þjóð- kirkjunnar í samtali við Mbl. „Þeir hafa ætíð þennan hátt á, að halda þing sín í lúterskum lönd- um, til að minna á tilvist sína, og til að kynna fólki kirkjusiði ortod- oxu kirkjunnar. Það er einstök upplifun að hlýða á messur þeirra, því söngurinn er sérlega fallegur og hrífandi og helgisiðir í mörgu frábrugðnir því sem við þekkjum," sagði Bernharður að lokum. skilyrði um samsvarandi aðgerðir íslenzku ríkisstjórnarinnar, en engu að síður erum við undrandi á því, að hún skuli hafa afgreitt málið með því einu að veita Flugleiðum gjaldfrest á lend- ingargjöldunum. Starfsemi Flug- leiða hlýtur að vera mál, sem íslenzka ríkisstjórnin þarf að láta til sín taka ekki síður en ríkis- stjórn Lúxemburg, því erfiðleikar félagsins hljóta að hafa sín áhrif á íslandi líka.“ Leiðrétting RANGLEGA segir í frétt Mbl. í gær um Fífuhvammsmálið að full- trúi Alþ.b. hafi setið hjá við atkvæðagreiðslu um kaupin. Allir fulltrúar Alþ.b. greiddu atkvæði með kaupunum, sem voru sam- þykkt með átta atkvæðum gegn þrem. Einn fulltrúi Alþ.b. As- mundur Ásmundsson, sat hins vegar hjá við atkvæðagreiðslu í bæjarstjórn um tillögu Guðmund- ar Ólafssonar (Alþf.) um að leggja málið undir atkvæði bæjarbúa. „Ég treysti mér ekki til að styðja þessa tillögu vegna þess að hún var að mínu áliti sýndarmennska", sagði Ásmundur í samtali við Mbl, „það var ekki svo mikið sem bar á milli frá fyrra tilboði sem Alþ.f. hafði samþykkt. Hins vegar vildi ég ekki greiða atkvæði gegn tillög- unni því ég aðhyllist lýðræðislega stjórnarhætti." 25 helztu forráðamenn ortodoxa þinga hér á landi Vertu sparsamur! enekki á kostnaó fjölskyldunnar... ISLÍOB 626 er rúmgóöurbíll meö nóg pláss fyrir alla fjölskylduna og farangurinn. 626 er lítiö dýrari en smábíll og benzíneyösla vart meiri á óbreyttu veröi um mánaðarmótin ágúst/september. B/LABORG HF. SMIDSHÖFDA 23 <281299

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.