Morgunblaðið - 24.08.1980, Page 2

Morgunblaðið - 24.08.1980, Page 2
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. ÁGÚST 1980 Strandið við Kópasker: Sjópróf á Húsa- vík á þrið judag SKOÐUN á saltskipinu Paciíic River í Kópaskershöfn i fyrra- kvöid leiddi i ljós, að skipið er „anzi beyglað i botninn en ekki Ieki“, eins og Pétur Sigurðsson forstjóri LandhelgisKtczlunnar orðaði það i samtali við Mbl. i ííar. Axel Gislason, forstöðumað- ur skipadeildar SÍS sagði að skemmdir virtust minni, en menn hefðu átt von á, en frekari skoðun myndi fara fram i Húsa- vikurhöfn og eftir hana yrði ákveðið, hvort skipið þyrfti i slipp eða ekki. Axel sagði, að losað yrði úr skipinu á Kópaskeri á mánudag og síðan á Húsavík á þriðjudag og reyndist svo, að skipið þyrfti í slipp, færi það til þess á Akureyri. Að öðrum kosti myndi skipið fara ál Hvammstanga og losa þar. Sjópróf vegna strandsins við Kópasker fara fram á Húsavík á þriðjudaginn. Skipið náðist á flot aftur, þegar varðskipið Ægir var komið á staðinn. Skipherra á Ægi er Bjarni Helgason og heiðurs- gestur um borð er Eiríkur Krist- ófersson, fyrrum skipherra. Akureyri: Fagnaðarsamkoma fyrir Jónas Þórisson JÓNAS Þórisson kristniboði er nýkominn heim frá kristni- boðsstörfum í Eþíópíu eins og sagt hefur verið frá í Morgun- blaðinu. Á morgun, mánudag, verður fagnaðarsamkoma fyrir Jónas og fjölskyldu hans í kristniboðshúsinu Zíon á Akureyri, en Jónas er einmitt frá Akureyri. Hefst samkom- an kl. 20.30 og mun Jónas segja fréttir frá kristniboðs- starfinu í Afríku og segja frá starfi sínu þar. 13 arnar- ungar á flögri ÞRETTÁN hafarnarungar eru um þessar mundir að verða fleygir úr niu hreiðrum, en varp misfórst hins vegar hjá tólf arnarhjónum. Hræ af einum erni fannst. Var það ungur fugl 2—3 ára gamall. Hafði hann lent í grút í fjöru. Ekki var unnt að gera kerfis- bundna könnun á þessu ári á arnarstofninum en tala full- orðinna arna mun vera tæpir áttatíu fuglar. Vitað er um ellefu unga erni sem sáust það sem af er þessu ári og síðan þeir þrettán sem upp komust í ár. Þess má geta að 13. ágúst sl. sást örn á flugi yfir Skjerja- firði og flaug í austurátt. Eins og sl. 16 ár hefur Fuglaverndunarfélag íslands í samvinnu við Náttúrufræði- stofnunina haft eftirlit með íslenzka hafarnarstofninum. Ljósm. Mbl. Ágúst Ásgeirsson. Borgarfjarðarbrúin ekki vígð fyrr en á næsta ári — VIÐ höfum lagt til að Borgarfjarðarbrúin verði ekki vigð formlega fyrr en hún verður fullbúin næsta ár og slitlag verður komið á vegina að henni, sagði Snæbjörn Jón- asson vegamálastjóri i gær. — Það má heita að umferð sé komin á brúna allan sólar- hringinn. Við erum ennþá að vinna við brúna en þeim fram- kvæmdum lýkur innan skamms. Eftir það verður um- ferð um brúna alveg án hindr- ana, sagði Snæbjörn. Ráðinn hag- fræðiráðu- nautur for- sætisráðherra ÞÓRÐUR Friðjónsson hagfræð- ingur hefur verið ráðinn til starfa i forsætisráðuneytinu og fengiö ótimabundið leyfi frá störfum hjá Félagi islenzkra iðnrekenda. Þórður mun hefja starf sem hagfræðiráðunautur forsætis- ráðuneytisins í októbermánuði næstkomandi. 16 ára, ölvaður og á stolnum bíl LÖGREGLAN í Reykjavík elti síðastliðna nótt uppi 16 ára gamlan pilt á stolnum bíl. Pilturinn var ölvaður og öku- réttindalaus. Hann náðist er til áreksturs kom milli lög- reglubíls og bílsins, sem pilt- urinn hafði tekið traustataki. Skemmdir urðu ekki miklar á bílunum og meiðsli engin. Ljósm: Kristinn ólafsson. Einn hinna átta rallbíla, sem enn eru eftir i keppninni. Honum aka þeir Bragi Guðmundsson og Matthias Sverrisson, og voru þeir i 4. sæti en þeir voru ræstir frá Sauðárkróki i gærmorgun. Ljómarallið: Aðeins 8 af 17 bíl- um eftir i keppninni LJÓMARALLINU lýkur í dag, er kvöld. Bílarnir munu aka þangað í Skoðanaskipti í Reykjavík um Madríd-fundinn Á ÞRIÐJUDAG fara fram i Reykjavik skoðanaskipti is- lenzkra embættismanna undir forystu Níels P. Sigurðssonar, sendiherra og Roger Harrison, fulltrúa bandariska utanrikis- ráðuneytisins. Skoðanaskipti verða um Madridfundina i vetur en þeir eru framhaldsfundir um framkvæmd Helsinkisamkomu- lagsins. Undirbúningsfundur undir Madrídfundina hefst 9. september en aðalfundahöldin hefjast 11. nóvember. Væntanlega mun utan- ríkisráðherra sitja aðalfundahöld- in. þátttakendur koma að Straums- vik eftir langa og stranga ferð um landið. Síðar munu bílarnir svo aka að Austurbæjarskólanum í Reykja- vík, og verða þar um klukkan 18 í röð, sá síðasti verður fyrstur, og sigurvegararnir koma síðastir. Alls fóru 17 bílar af stað í rallið, en í gærmorgun klukkan níu, er þeir voru ræstir frá Sauðárkróki, voru 8 eftir. Heimilissýningin í Laugardal: 4000 manns komu fyrsta daginn ALLS komu um 4000 manns á sýningu Kaupstefnunnar. Heimilið '80, fyrsta dag sýningarinnar, föstudag. t gær %r svo einnig stöðugt fólksstreymi, og i dag verður sýningin opin milii klukkan 13 og 23. Fjöldamörg fyrirtæki og samtök sýna þarna framleiðslu sina og þjónustu, tivóli er starf- rækt fyrir yngri kynslóðina, á svæðinu eru matsölustaðir og kaffi- stofur, og mikið um að vera allan timann. Bjarni Ólafsson framkvæmda- stjóri Kaupstefnunnar sagði í sam- tali við Morgunblaðið í gær, að sýningin liti vel út að sínum dómi og athygli vekti, að á þessari sýningu væri fjölmargt sem ekki hefði áður verið. Hér væri því alls ekki um endurtekningu á fyrri sýningum að ræða. t tfvoli i Laugardal. Að sögn Bjarna kostar eitt þúsund krónur inn á sýninguna fyrir börn, og þrjú þúsund krónur fyrir full- orðna. Kostnaður við leiktækin í tívolíinu er frá 300 krónum upp í 1700 krónur. Dýrust sagði Bjarni að bílabrautin væri, þar kostar 1700 krónur fyrir hverjar 3 mínútur, en tvö börn geta verið fyrir það gjald í sama bílnum. í hringekjurnar kost- ar 1500 krónur fyrir manninn í svipaðan tíma, 800 krónur kostar í flugvélabrautina, 500 krónur í hestaekju, síðan minna í skotbakka og önnur leiktæki. Bjarni sagði, að tíminn i leiktækjunum væri miðað- ur við venjur í Danmörku, en þó væri hann rýmri hér. Alltaf er miðað við lágmarkstíma, en stund- um er unnt að fá að vera lengur, sérstaklega ef minna er að gera. Allt fyrir öryggið Hann Óli Þórðar hjá Um- ferðarráði hlýtur að vera ánægður með öryggisútbún- aðinn hjá þessum knáa kappa, sem Kristján Einars- son ljósm. Mbl. rakst á á förnum vegi i gær, enda útbúnaðurinn allsráðandi svo vart sér i ökutækin. Nafn féll niður í frétt í Mbl. í gær um falleg- ustu garðana í Hafnarfirði féll niður nafn Báru Magnúsdóttur, sem er eigandi garðsins að Skers- eyrarvegi 3c ásamt manni sínum Jóni Gíslasyni. Garðurinn hlaut viðurkenningu fyrir skrúðgarð.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.