Morgunblaðið - 24.08.1980, Side 7

Morgunblaðið - 24.08.1980, Side 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. ÁGÚST 1980 7 Umsjón: Gísli Jónsson Herra Guðbrandur Þor- láksson (1542—1627) segir í formála sálmabókarútgáfu sinnar (1589) að móðurmál okkar sé í sjálfu sér bæði Ijóst og fagurt og þurfi ekki að þiggja bögur eða brákað mál úr öðrum tungumálum. Svona gömul að minnsta kosti er íslensk málvöndun- arstefna. Hitt er svo annað mál, hversu Guðbrandi og samstarfsmönnum hans tókst að komast hjá því að taka til láns orð úr öðrum tungumálum. Enn eru menn brennandi í andanum að halda tungunni hreinni, búa til nýyrði yfir hvaðeina, sem okkur berst og áður var óþekkt, svo og að glæða gömul orð nýrri merkingu. Tryggvi Helgason á Akur- eyri var ekki fyrr búinn að gera orðið þeysa í staðinn fyrir rally (rall), en það var komið í blöðin og útvarpið og virðist ætla að festast fljótt í málinu. Tryggvi hefur ekki látið við þetta sitja, og er fleiri nýyrða hans áður getið. Enn hefur hann nokkuð til málanna að leggja. Útlenda orðið effekt er mikið notað um þessar mundir, ekki síst í sambandi við ýmsar list- greinar. Ég var einhvern tíma beðinn að reyna að finna gott íslenskt orð í þess stað, en gat ekki. Ég var því harla feginn, þegar Tryggvi, Helgason stakk upp á orðinu brigði sem einkum yrði þá notað í samsetningum. „Sound effect" í músík væru þá nefnt tónbrigði, hljóm- brigði, raddbrigði eða því- umlíkt og á öðru sviði mætti tala um leikbrigði o.s.frv. Þá minnist Tryggvi einnig á hljóðfráar þotur og þótti þetta nokkuð þunglamalegt. Fyrir kemur í fornum þulum orðið þura = ör. Varla fer hjá því að það orð, eins og þurs, sé skylt sögninni að þyrja (þátíð þurði), en hún merkir að geysast fram af miklum krafti. Nú er það uppástunga Tryggva, sem mér líst vel á, að „hljóðfráa" þotan sé greind frá hinni með þessu ágæta gamla orði, þura. Hún þýtur áfram eins og ör, vægast sagt. Lengi hef ég ætlað mér að taka upp bréfkafla sem birt- ist hér í blaðinu 27. júní sl. og læt nú af því verða, ekki vegna þess að um efni bréfs- ins hafi ég ekki áður fjallað, heldur vegna hins að góð vísa er seint of oft kveðin. Þórunn skrifar: „Ég hef orðið þess vör (auðkennt hér) í seinni tíð að ýmsir menn sem koma fram í fjölmiðlum — þar á meðal skólastjórar, sjónvarpsmenn, blaðamenn og þingmenn, hafa áráttu til nýrrar breyt- ingar kvenkynsorða sem enda á -ing. Þeir segja: Til eflingu, til lendingu, til bylt- ingu, til setningu í stað: Til lendingar o.s.frv., eins og tíðkast hefur hingað til. Nú ætla ég ekki slíkum mönnum að þeir kunni ekki algengar fallbeygingar, held- ur hljóta þeir, af einhverjum óskiljanlegum ástæðum, að gera þessa breytingu af ráðnum hug. Ef slíkir menn leggjast á eitt, kemst þessi breyting á. Ef svo fer, tel ég rökrétt að samræma þann urmul af samsettum orðum sem þessi nafnorð eru hluti af. Tek ég hér nokkur dæmi: Kerlingufjöll, Drekkinguhyl- ur, hegninguhús, rigningu- dagur, þekkinguskortur og 63. þáttur virðinguleysi. Ég vona að fyrrnefndir framámenn komi þessari breytingu sem fyrst á framfæri í fjölmiðl- um.“ Ég undirstrikaði orðið vör í bréfkafla Þórunnar, því að hún heldur áfram og ekki að ástæðulausu: „Ýmislegt fleira þykir mér kynlegt í útvarpi og blöðum. Iþróttafrömuður gat þess nýlega um sig og nokkra aðra að þeir hefðu orðið „var“ við eitthvað. Skyldi hann halda að orðið sé óbeygjanlegt...?“ Von er að Þórunn spyrji, því að mjög mikið er nú um þess konar notkun orðsins. Mér þykir þetta mjög undar- legt og hef ekki getað látið mér detta í hug aðra skýr- ingu en þá, að þetta séu áhrif frá lýsingarorðinu snar, þeg- ar það er stytting úr snar- vitlaus, því að þá er sagt við konu eða barn ekki síður en karl: Ertu bara alveg orðin snar? Hins vegar er ég ekki með þessari skýringartilraun að reyna að afsaka þá mál- fátækt sem Þórunn vakti athygli á. Eggert Hauksson Fögru- brekku 45 í Kópavogi sendir mér ljósrit úr Lögbirtinga- blaðinu, þar sem hvað eftir annað kemur fyrir að ráðu- neyti veitir hinum eða þess- um leyfi „til þess að mega starfa sem sérfræðingur" eða „til þess að mega stunda almennar lækningar" o.s.frv. Eggert spyr síðan: „Er ekki orðinu að mega ofaukið í orðasambandinu „leyfi til þess að mega stunda"? Þessari spurningu hlýt ég að svara játandi. Nú þarf enginn að fara í hurðalaust... Inni- og útihurðir i úrvali, frá 64.900.- fullbúnar dyr með karmalistum og handföngum Vönduð vara við vægu verði. HBÚSTOFN Aðalstræti 9 (Miðbæjarmarkaði) Símar 29977 og 29979 anœ r Urvalsferðir 1980 5. sept. Ibiza 1 og 3 vikur. Laus sæti. 12. sept. Mallorca 2 og 3 vikur. 10 sæti laus. 3. okt. Mailorca 3 vikur. Laus sæti. 3. okt. Mallorca eldri borgara ferð. Örfá sæti laus. Allir farseðlar: flugfarseðlar, skipafarseölar, járnbrautafarseðlar. FERDASKRIFSTOFAN URVAL VIÐ AUSTURVÖLL SÍMI 26900 l INTERNAnONAL Véladeild Sambandsins S-SERIES CARGOSTAR IH Diesel 170 og 210 hö. CO 1850 13,5 t heildarþyngd. CO 1950 16,5 t heildarþyngd. Sjálfskipting. 777 afgreiðslu strax. IH Diesel 160 og 210 hö. 10,0 og 22,5 t heildarþyngd. Framdrif fáanlegt. Afgreiðslufrestur 4—5 mánuðir. AUGLYSINQASTOfA SAMBANDSINS Ármúla 3 Reyk/avik Simi 38900 Höfum kaupendur að eftirtöldum verðbréfum: VERÐTRYGGÐ SPARISKÍRTEINI RÍKISSJÓÐS: Innlauanarverö 24. ágúst1980 Seölabankanm Kaupgengi m.v. 1 éra Yfir- pr. kr. 100.- tímabil (rá: gengi 1968 1. flokkur 6.241,83 25/1’80 4.711.25 32,5% 1968 2. flokkur 5.634,73 25/2 '80 4.455,83 26,5% 1969 1. flokkur 4.506,96 20/2 '80 3.303,02 36,4% 1970 1. flokkur 4.127,08 25/9 '79 2.284,80 80,6% 1970 2. flokkur 2.977,65 5/2 '80 2.163,32 30,3% 1971 1. flokkur 2.739,99 15/9 '79 1.539,05 78,0% 1972 1. flokkur 2.388,86 25/1 '80 1.758,15 35,9% 1972 2. flokkur 2.044,20 15/9 '79 1.148,11 78,1% 1973 1. flokkur A 1.531,35 15/9 '79 866,82 76,7% 1973 2. flokkur 1.410,79 25/1 '80 1.042,73 35,3% 1974 1. flokkur 973,69 15/9 '79 550,84 76,8% 1975 1. flokkur 794,49 10/1 '80 585,35 35,7% 1975 2. flokkur 598,92 1976 1. flokkur 568,10 1976 2. flokkur 461,37 1977 1. flokkur 428,48 1977 2. flokkur 358,91 VEÐSKULDA- Kaupgengi m.v. nafnvexti BREF:* 12% 14% 16% 18% 20% 38% 1 ár 65 66 67 69 70 81 2 ár 54 56 57 59 60 75 3 ár 46 48 49 51 53 70 4 ár 40 42 43 45 47 66 5 ár 35 37 39 41 43 63 *) Miöað er viö auömeljanlega famteign. Höfum seljendur að eftirtöldum verðbréfum: 1978 1. flokkur 292.46 1978 2. flokkur 230.85 1979 1. flokkur 195.22 1979 2. flokkur 151,47 1980 1. flokkur 117,41 fNÍRKffHKMPáM ÍMADf Hft VERÐBRÉFAMARKAÐUR, LÆKJARGÖTU 12 R. lönaðarbankahúsinu. Sími 2 05 80. Oplö aila virka daga tré kl. 9JO—1«.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.