Morgunblaðið - 24.08.1980, Page 14

Morgunblaðið - 24.08.1980, Page 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. ÁGÚST 1980 Bandaríkjastjórn hefur ákveðið að breyta stefnu sinni varðandi beitingu langdrægra kjarnorkuvopna. í stað þess, að þeim er miðað á stórborgir og iðnaðarhéruð í Sov- étríkjunum verður þeim beint gegn herstöðvum og pólitískum stjórn- stöðvum þar. Þessi breyting á stefnu Bandaríkjastjórnar kemur ekki á óvart, því að umræður um þetta mál hafa farið fram í langan tíma. í þessari breytingu felst ekki fráhvarf frá þeirri kenningu, sem gerir ráð fyrir því, að tilvist öflugs kjarnorkuherafla sé besta trygg- ingin fyrir því, að ekki komi til hernaðarátaka milli kjarnorku- veldanna (deterrence-kenningin). Hins vegar hefur hún í för með sér, að Bandaríkjamenn munu búa sig undir að heyja „takmarkað" kjarn- orkustríð í stað hins ógnarlega gjöreyðingarstríðs, sem að óbreyttri stefnu leiðir af beitingu kjarnorkuherafla þeirra. Málsvar- ar Sovétstjórnarinnar hafa brugð- ist við þessari ákvörðun Banda- ríkjaforseta af hinni mestu hörku og í Prövdu sagði, að hún bæri „hinu ofsalega stríðsæði í Wash- ington vitni" og væri merki um „skort á heilbrigðri dómgreind". Frá því í forsetatíð Dwight Eisenhowers hafa Bandaríkja- menn fylgt þeirri stefnu í beitingu langdrægra kjarnorkuvopna, sem á ensku er nefnd „Mutual Assured Destruction" — skammstöfuð MAD, á íslensku mætti kalla hana tryKKÍngu um gagnkvæma eyði- leggingu. Eins og nafnið gefur til kynna felst það í þessari stefnu, að komi til þess að kjarnorkuvopnum verði beitt geti bæði risaveldin verið viss um, að hvorugt þeirra verði í raun sigurvegari. Með þvi að varpa kjarnorkusprengjunum á andstæðinginn séu þau í raun að stíga skref til sjálfstortímingar. Á meðan Bandaríkin höfðu ótvíræða yfirburði í kjarnorkuvopnabúnaði var byggt á þeirri einföldu hug- mynd, að Vestur-Evrópu mætti verja fyrir árás með venjulegum vopnum með því einu að ráða yfir getu og hafa vilja til að valda hernaðarstefna Sovétmanna bygg- ist á því að geta háð kjarnorku- styrjöld og unnið hana. í herfræði- legum umræðum sínum nota Sov- étmenn alls ekki hugtök, sem lýsa fyrirbyggjandi áhrifamætti kjarn- orkuvopnanna. Hernaðarstefna þeirra byggist á því, að þeir geti staðist árás og snúið vörn í sókn og unnið hvaða stríð sem er. í þessum orðum felst, að Sovétmenn séu reiðubúnir að heyja kjarnorkustríð í trausti þess, að það leiði til sigurs þeirra. Langdrægar eldflaugar þeirra hafa orðið sífellt nákvæm- ari og marksæknari. í Evrópu hafa þeir komið SS-20 eldflauginni fyrir, en með henni er unnt að miða einungis á hernaðarleg mannvirki og stjórnstöðvar í allri Vestur-Evrópu. Hefur verið á það bent, að með þessum vígbúnaði kunni Sovétmenn að geta gert skyndiárás og eyðilagt í henni langdrægar kjarnorkueldflaugar Bandaríkjamanna á jörðu niðri, það er áður en þær eru sendar á loft til gagnárásar, og auk þess lamað herstjórnir Atlantshafs- bandalagsins í Evrópu. Miðað við þessa þróun telja bandarískir herfræðingar, að hót- un um gagnárás Bandarikjamanna á þéttbýl svæði í Sovétríkjunum hafi ekki lengur nægilega fyrir- byggjandi áhrif. Myndi Banda- ríkjaforseti senda kjarnorku- sprengjur á sovéskar borgir, ef Sovétmenn eyðileggðu tvo banda- ríska eldflaugaskotpalla? Margir herfræðingar eru þeirrar skoðun- ar, að forsetinn myndi ekki þora að grípa til svo róttækra gagnráðstaf- ana. I huga hans myndi vega þyngst hættan á því, að með slíkri gagnsókn væri hann að kalla tortímingu yfir þegna sína í sov- éskri gjöreyðingarárás. Niðurstaða slíkra vangaveltna verður sú, að ekki sé unnt að telja hótunina um gagnárás Bandaríkjamanna á sov- éskar borgir trúverðuga, ef um takmarkaða kjarnorkuárás Sovét- manna er að ræða. Til þess að draga úr þessari hættu hafa Bandaríkjamenn einn- ig haft uppi ráðagerðir um það að setja langdrægar eldflaugar sínar K jarnorku v opnaken ningar, Island og afvopnunarmál Sovétríkjunum „óbætanlegu tjóni" með kjarnorkuvopnum. Þessi ein- falda stefna varð smátt og smátt flóknari bæði í framsetningu og framkvæmd, eftir því sem Sovét- menn juku vígbúnað sinn og nú er svo komið, að þeir eru taldir standa jafnfætis Bandaríkja- mönnum í kjarnorkuvopnavígbún- aði. Robert McNamara varnarmála- ráðherra John F. Kennedys hreyfði því 1962, að ef til vill væri unnt að beina kjarnorkueldflaug- unum aðeins á hernaðarleg mann- virki andstæðingsins og heyja þar með takmarkað kjarnorkustríð. Hann hvarf hins vegar frá áform- um um breytingar á stefnunni vegna kostnaðar og tæknilegra ástæðna. Ellefu árum síðar lagði James Schlesinger varnarmálaráð- herra Richard Nixons mikla áherslu á, að tekin yrði upp stefna takmarkaðrar kjbrnorkuárásar. Nú segir Schlesinger, að 80% af stefnunni hafi verið í framkvæmd síðan um sumarið 1973. Harold Brown núverandi varnarmálaráð- herra hefur sagt afdráttarlaust, að í stefnubreytingu Bandaríkja- stjórnar felist ekki ákvörðun um, að hún ætli að vera fyrri til að senda kjarnorkueldflaugar á loft. ★ Sérfróðir aðilar hafa með vax- andi þunga dregið í efa, að Sovét- menn viðurkenni gildi tryggingar- innar um gagnkvæma eyðilegg- ingu. Hefur verið bent á það með vísan til sovésks herbúnaðar, að heima fyrir á hreyfanlega skot- palla, svonefnt MX-kerfi. Kerfið byggist á því, að lagðar verði brautir neðanjarðar og eldflaugum síðan ekið eftir þeim með leynd, þannig að hugsanlegur árásaraðili hafi aldrei hugmynd um hvar þær eru og geti þess vegna ekki miðað á þær. Á nýafstöðnu flokksþingi demókrata í New York var sam- þykkt tillaga til stuðnings MX- áætluninni en framkvæmd hennar mun kosta marga tugi milljarða dollara og á að vinna að henni á nokkrum árum. Ákveður Banda- ríkjaforseti væntanlega fyrir árs- lok, hvar fyrstu skotpallarnir í hinu nýja kerfi verði. Þetta kerfi er talið vera óhjákvæmilegt til að unnt sé að framfylgja fyrirmælun- um um takmarkaða kjarnorkuár- ás, sem Jimmy Garter gaf nýlega, svonefndum „forsetafyrirmælum 59“. •k Athygli vekur, að í þann sama mund og þessi tíðindi eru að gerast, birtir blaðið The New York Times frétt þess efnis, að uppi séu vangaveltur um það meðal þeirra, er fjalla um bandarísk varnarmál, að endurvekja hugmyndina um gagneldflaugakerfi gegn lang- drægum eldflaugum, svonefnt ABM-kerfi (Anti Ballistic Missil- es). í SALT-1 samkomulaginu, sem undirritað var 1972, þótti það einna merkilegast, að Bandaríkja- menn og Sovétmenn sömdu um takmörkun á ABM-kerfinu. Þar segir, að aðeins á tveimur stöðum í hvoru iandi megi koma slíkum eldflaugum fyrir, við höfuðborgir landanna og eina skotstöð lang- drægra kjarnorkueldflauga. 1969 samþykkti Bandaríkjaþing með eins atkvæðis meirihluta að ráðist skyldi í það að koma slíku kerfi upp í Bandaríkjunum. Frá því var horfið eftir undirritun SALT-1 samkomulagsins. Sovétmenn hafa ABM-kerfi við Moskvu. Rökin fyrir því, að samið var um að takmarka þetta kerfi voru margvísleg, og ekki síst þau, að kerfið þótti ekki nægjanlega öruggt og of dýrt. Tækninni hefur fleygt fram síðan og formlega er SALT-1 samkomu- lagið ekki lengur í gildi. Umræður um ABM-kerfið í Bandaríkjunum nú sýna, hve miklar áhyggjur menn hafa þar af framförum í vígbúnaði Sovétmanna og þykja einnig benda til þess, að menn velti því fyrir sér, hvort með slíku kerfi yrði ef til vill unnt að spara eitthvert fé við MX-áætlun- ina. ★ Áform þau, sem samþykkt voru á utanríkisráðherrafundi Atlants- hafsbandalagsins 12. desember síðastliðinn um að koma fyrir í Vestur-Evrópu meðaldrægum eldflaugum, sem bera kjarnorku- vopn, verður að skoða sem hluta af þessari heildarmynd. Helmut Schmidt kanslari Vestur-Þýska- lands var fyrstur stjórnarleiðtoga til þess að vekja athygli á nauðsyn slíkra vopna í Vestur-Evrópu í ræðu, sem hann flutti hjá Alþjóða- hermálastofnuninni í London haustið 1977. Ákvörðunina um að koma stýriflaugum og Pershing II eldflaugum fyrir í Vestur-Evrópu má rekja til ótta, sem einkum Þjóðverjar höfðu um það, að Bandaríkjamenn væru ef til vill ekki reiðubúnir til að beita lang- drægum eldflaugum sínum til varnar Vestur-Evrópu. Samhliða því sem slíkar pólitískar efasemdir komu fram, héldu herfræðingar á loft því sjónarmiði, að fyrirbyggj- andi áhrif kjarnorkuvopnanna nytu sín ekki nema á hverju stigi vopnabúnaðarins væri svarað í sömu mynt og bentu í því sam- bandi á SS-20 eldflaug Sovét- manna og sögðu, að Atlantshafs- bandalagið ætti ekkert sambæri- legt vopn. Kafbátar búnir kjarnorkueld- flaugum koma auðvitað til álita, þegar rætt er um fyrirbyggjandi áhrif kjarnotkuvopnanna. Segja má, að miðað við eldflaugar á landi og sprengjur um borð í flugvélum, séu kafbátarnir þeir skotpallar, sem auðveldast sé að leyna. Þeir sveima þögulir í hafdjúpinu með banvænan farm sinn. Eldflaugum þeirra yrði beitt á lokastigi kjarn- orkuátaka. Við það ér miðað, að kafbátarnir sendi eldflaugar sínar á stórborgir. Gagnkafbátaaðgerðir eins og þær, sem stundaðar eru frá Keflavíkurflugvelli, felast fyrst og fremst í leit að kafbátum og skrásetningu á ferðum þeirra. Slík upplýsingaöflun er óhjákvæmileg til að traust manna á kenningunni um tryggingu gagnkvæmrar eyði- leggingar dvíni ekki. ★ Hér hefur í stuttu máli verið leitast við að draga upp mynd af mjög flóknu viðfangsefni. Skoðan- ir eru skiptar um það, hvort nauðsynlegt sé frá herfræðilegu sjónarmiði að útfæra kjarnorku- vopnavígbúnaðinn með þeim hætti, sem nú á að gera. Og ekki eru allir stjórnmálamenn á einu máli um það heldur. Þó er unnt að fullyrða, að engin ríkisstjórn á Vesturlöndum mótmælir kjarna þeirrar stefnu, sem fylgt er. Gagn- rýnar umræður fara þó einungis fram á Vesturlöndum, því að fyrir austan járntjaldið eru þessi mál ekki á dagskrá nema í þeim eina tilgangi að ráðast á Vesturlönd fyrir viðbúnað þeirra gegn aukn- um sovéskum hernaðarumsvifum. Svo leynt er farið með herbúnað Sovétmanna, að þegar sest var til fyrstu SALT-fundanna sögðu vest- rænir sérfræðingar ýmsum sov- éskum viðmælendum sínum frá þáttum sovésks vopnabúnaðar, sem þeir virtust ekki hafa hug- mynd um. í öllum vestrænu kjarn- orkuveldunum, Bandaríkjunum, Bretlandi og Frakklandi fara nú fram miklar umræður um þessi mál og stjórnmálamenn skýra frá áformum sínum. Fyrir stuttu var greint frá því hér í blaðinu, hvaða viðhorf eru uppi í Frakklandi. í Bretlandi hefur ákvörðun verið tekin, um að þar verði bæði komið fyrir stýriflaugum og Pershing II

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.