Morgunblaðið - 24.08.1980, Qupperneq 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. ÁGÚST 1980
Bilgreinasambandið 10 ára:
Brenglað verðlagskerfið er að
gera útaf við bílaverkstæðin
— segir Ingimundur Sigíússon, formaður sambandsins, m.a. i samtali við Mbl.
Bilaverkstæði heyra
„ALLT tal um að bilainn-
flutningur fari úr hömlu á
þessu ári. á ekki við rök að
styðjast,“ sagði Ingimundur
Sigfússon, formaður Bil-
greinasambandsins i samtali
við Mbl„ en i gær var aðal-
fundur sambandsins haldinn
og á honum var þess minnst,
að 10 ár eru liðin frá stofnun
þess.
„Til þss, að eðlileg endur-
nýjun fari fram á bílaflota
landsmanna þarf að flytja inn
á bilinu 8—10 þúsund bíla og
það er einmitt í þá tölu, sem
innflutningurinn stefnir á
þessu ári. I»á má ennfremur
geta þess, að i dag eyðum við
um 10% minna i bíla heldur
en árið 1972. Það er m.a.
vegna þess að samsetning
innflutningsins er önnur. I
dag eru keyptir minni, spar-
neytnari og ódýrari bílar
heídur en áður gerðist.
Afskipti ríkisins
af hinu verra
Afskipti ríkisins af þessum
málum, eins og reyndar flest-
um málum í viðskiptalífinu,
verða til þess eins að skekkja
stöðuna til óhagræðis fyrir
alla aðila, þegar til lengri tíma
er litið. Það hefur til að mynda
lítið upp á sig að setja á
innflutningshömlur, því þá
kemur einfaldlega flóðbylgja í
kjölfarið.
Þá má nefna það, að tekjur
ríkissjóðs af bílum og umferð
fara auðvitað hlutfallslega
lækkandi ef um fækkun er að
ræða. Hlutur tekna af bílum
og umferð í heildartekjum
ríkisins árið 1974 var um
18.7%, en þá var innflutning-
urinn með'allra mesta móti.
Strax árið eftir lækkar þetta
hlutfall verulega, eða niður í
15.3%. Það fer síðan stighækk-
andi næstu árin þar á eftir,
eða 15.7% árið 1976, 16.8%
árið 1977 og 18.8% árið 1978.
Þessar tekjur ríkisins eru toll-
ur, söluskattur og vörugjald af
bílum, varahlutum, bensíni,
olíu og viðgerðum auk þunga-
skatts og skráningargjalds,"
sagði Ingimundur.
fortíðinni til
á Austurlandi
Hver er staða bílaverkstæð-
anna? — „Hún er vægast sagt
heldur slök. Það er hreinlega
ekki hægt að reka bílaverk-
stæði við þetta brenglaða verð-
lagskerfi, sem við búum við í
dag, enda hafa fjölmörg bíla-
verkstæði, ekki síst úti um
land, lagt upp laupana. Það má
reyndar segja, að bílaverk-
stæði heyri fortíðinni til á
Austurlandi og ástandið er
mjög slæmt í Borgarfirði, því
er bílskúrsmenningin orðin
nær allsráðandi og hún hefur
stóraukist hér á Stór-Reykja-
víkursvæðinu. Það virðast allir
reyna að losna við að borga
söluskattinn, sem er orðinn
óhóflega hár og það er kannski
Bílar
Umsjón: JÓHANNES
TÓMASSON OG SIG-
HYATUR BLÖNDAHL
ekki svo óeðlilegt, en þegar til
lengri tíma er litið hlýtur
þetta að koma niður á neyt-
endunum sjálfum. Það tekur
lengri tíma að framkvæma
viðgerðir og allar aðstæður til
að framkvæma eru í engu
sambærilegar við það sem
þekkist á almennu verkstæð-
unum. Þá er ókleift að keppa
við verkstæði og áhaldahús
ríkis og sveitarfélaga, sem
ekki borga neinn söluskatt.
Nú fyrst ég er farinn að tala
um verðlagskerfið þá er ekki
úr vegi að nefna það, að það er
hreinlega ekki hægt að halda
úti neinum varahlutalager við
þessar aðstæður. Það hefur
enginn maður efni á því að
liggja með varahluti lengur og
því verður að sérpanta þá í
mjög mörgum tilfellum og
verða þeir því mun dýrari fyrir
bragðið, auk þess sem tækin
stoppa, sem er það dýrasta.
Það er mín skoðun, að ekkert
nema frjáls verðmyndun geti
komið þarna til, enda er það
hagur allra,“ sagði Ingimund-
ur ennfremur.
Þá kom það fram hjá Ingi-
mundi, að hagnaður fyrir skatt
af bílaviðgerðum hefur verið
breytilegur frá 1970, en þá var
hann tæplea 4%. Þetta er
vergur hagnaður fyrir skatt í
hlutfalli við vergar tekjur
fyrirtækjanna. Hann var svo á
bilinu 3—5% á árunum
1971-1977, en árið 1978 gerð-
ist það í fyrsta sinn, að hann
var neikvæður um tæplea 2%
og á síðasta ári og þessu
verður þetta hlutfall væntan-
lega enn lakara.
Bílaskoðun
aðalmál fundarins
Aðalfundur Bílgreinasam-
bandsins er eins og áður sagði
haldinn í dag að Laugarvatni,
og því þótti ekki úr vegi að
spyrja Ingimund hver yrðu
helztu mál aðalfundarins. —
„Það má segja, að fyrir utan
sérgreinafundi, þar sem
vandamál hverrar greinar
fyrir sig verða rædd, verða
umræður um bílaskoðun aðal-
mál fundarins. Steingrímur
Hermannsson þáverandi
dómsmálaráðherra skipaði á
sínum tíma starfshóp til að
gera tillögur í þessum efnum
og hefur hann skilað áliti. Þar
kemur m.a. fram sú tillaga að
framvegis verði fólki sett það í
sjálfsvald hvort það lætur
skoða bíla sína í Bifreiðaeftir-
litinu eða hvort skoðunin fari
fram hjá hinum almennu verk-
stæðum. Það er þó gert ráð
fyrir því, að fólk mæti með
ibíla sína til skoðunar hjá
Bifreiðaeftirliti ríkisins eftir
fjögur ár og eftir átta ár og á
hverju ári þaðaní frá. Þetta
mál er nú í höndum Friðjóns
Þórðarsonar, dómsmálaráð-
herra, sem hefur sýnt málinu
mikinn áhuga. Ég geri nú
fastlega ráð fyrir því, að hann
leggi fram frumvarp á Alþingi
þegar í haust um málið og það
nái fram að ganga í vetur,"
sagði Ingimundur.
Að síðustu kom það fram
hjá Ingimundi, að í Bílgreina-
sambandinu eru nú um 170
félagsmenn, bílainnflytjendur,
verkstæði og hjólbarðaverk-
stæði svo eitthvað sé nefnt.
Stjórn sambandsins skipa
níu menn og hefur Ingimundur
verið formaður þess sl. tvö ár,
en setið í stjórn þess frá
upphafi. Hann hyggst ekki
gefa kost á sér til endurkjörs
að þessu sinni. Aðrir í stjórn á
síðasta kjörtímabili voru: Þór-
ir Jónsson, varaformaður, Jón
Hákon Magnússon, Sigurður
Hansson, . Eysteinn Guð-
mundsson, Brynjar Pálsson,
Gunnsteinn Skúlason, Matthí-
as Guðmundsson og Gísli Guð-
mundsson.
Innfluttir bilar standast ekki bandariskar öryggiskröfur:
Japanskir bílar fá sér-
staklega lélega einkunn
BANDARÍSKA samgönguráðu-
neytið sendi i vikunni frá sér
skýrslu um öryggi fólksbíla á
Bandaríkjamarkaði. Það at-
hyglisverðasta i niðurstöðum
skýrslunnar er, að 10 af 11
smábilum, sem athugaðir voru
og eru framleiddir ýmist i
Evrópu eða Japan. standast
ekki öryggiskröfur Bandarikja-
manna. Það kom hins vegar
fram, að bandarisku milli- og
smábilarnir standast þessar
kröfur nær undantekninga-
laust.
Á fundi með fréttamönnum,
þar sem skýrslan var kynnt var
Joan Claybroook, ráðuneytis-
stjóri, mjög harðorð i garð
framleiðendanna frá Japan. —
„Þeir hugsa greinilega bara um
útlitið, en láta öryggismálin
lönd og leið“.
Ráðuneytisstjórinn sagði það
alveg ljóst, að dauðaslysum í
umferðinni í Bandaríkjunum
myndi fjölga verulega á næst-
unni með stöðugt auknum inn-
flutningi smábíla, sem ekki
stæðust lágmarksöryggiskröfur.
Hún nefndi sem dæmi, að væru
lagðir 5 til 15 dollarar í endur-
bætur á öryggisbúnaði margra
innfluttu bílanna, myndu þeir
strax verða öruggari.
Við athugunina var bílunum
ekið á 56 kílómetra hraða á
steinvegg og eini erlendi bíllinn
sem stóðst kröfurnar var Fiat
Strada. Þeir, sem ekki stóðust
voru Honda Civic, Toyota Cor-
olla Tercel, Datsun 310, Subaru
GLF, Honda Prelude, Toyota
Corolla, VW Rabbit, Audi 4000,
Mazda 626 og Datsun 200 SX.
í skýrslunni segir, að ökumenn
þessarra bíla hefðu hlotið mjög
alvarleg meiðsl við þessar að-
stæður, en við athugunina voru
notaðar sérsmíðaðar dúkkur.
Þeir bandarísku bílar, sem
prófaðir voru og stóðust, voru
allir af 1980 árgerðinni eins og
innfluttu bílarnir. Þeir voru:
Chevrolet Citation, Pontiac
Phoenix, Oldsmobile Omega, Bu-
ick Skylark, Ford Mustang,
Mercury Capri, Plymouth Horiz-
on og Dodge Omni.
Ráðuneytisstjórinn sagði, að
með mjög litlum tilkostnaði
mætti bjarga 10—13 þúsund
mannslífa á ári, bara ef áhugi
væri fyrir hendi hjá framleið-
endum þessara bíla.
w KAUPMENN- VERSLUNARSTJORAR
AVEXTIR
IKUNHAR
Appelsínur — Sítrónur — Greipaldin —
Epli, græn — Bananar — Melónur gular
— Vatnsmelónur — Plómur — Ferskjur
—> Vínber græn
EGGERT KRISTJANSSON HF
Sundagörðum 4, simí 85300
Verkfall
hjá Times
London, 22. ásúst. AP.
BLAÐAMENN við Lundúnar-
blaðið Times hófu i dag verkfall
til stuðnings kröfum sinum um
21% launahækkun.
Framkvæmdastjóri blaðsins
sagði í dag að ákvörðun blaða-
manna um að hefja vinnustöðvun
væri „rothögg" fyrir útgáfu blaðs-
ins. Stjórn blaðsins hefur boðið
blaðamönnum 18% kauphækkun,
en blaðamenn ákváðu á fundi fyrr
í dag með 117 atkvæðum gegn 54
að hafna boðinu og hefja verkfall.
Stjórn blaðsins mun koma saman
til fundar á sunnudag og ræða það
ástand sem nú hefur skapast.
Formaður brezka blaðamannafé-
lagsins sagði í dag, að allt tal um
að útgáfu blaðsins yrði endanlega
hætt væru „innantómar hótanir".