Morgunblaðið - 24.08.1980, Síða 22

Morgunblaðið - 24.08.1980, Síða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. ÁGÚST 1980 Svíþjóðarfarar — athugiö Til sölu og útflutnings er Ford Granada Station 1977 ekinn nær eingöngu á sænskum vegum. Er á sænsku númerl og selst ótollaöur til utanfarar á 2.5 millj. (6 Mkr. viröi hérlendis) Hugsanleg skipti á minni bíl. Elnstakt tækifæri fyrir þig sem ert á leið til dvalar aö taka meö þér bíl. Uppl. í síma 18492. Sýningin stendur yfir frá 23. ág. — 7. sept. Glæsilegar ítalskar eldhúsinnréttingar Höfum opnaö sýningu á ítölskum eldhúsinnréttingum og allskonar húsgögnum í verzlun okkar aö Skaftahlíö 24. Opið í dag kl. 1—7. Komiö og skoöiö glæsilega hönnun í húsgagnagerö. Húsgagnamiðstöðin Skaftahlíð 24, sími 31633. Rússnesk kona um Afganistanmálið: „Þetta verður einsog stríðið í Víetnam“ ÞRÁTT fyrir tilraunir sov- éskra yfirvalda til þess að leyna sovésku þjóðina hrak- förum rússneska hersins í Afganistan, er nú aö renna upp fyrir yfirvöldum í Kreml, að stríðsreksturinn hefur valdið talsverðum óróleika heimafyrir. Engar áreiðanlegar tölur liggja fyrir um mannfall, en and- ófsmaðurinn Andrei Sak- arov hefur sagt að „þúsund- ir“ sovéskra hermanna hafi Iútið lifið. Ættingjar og vin- ir hermanna hafa einnig orðið óþægilega varir við mannskaðann og Ijóst er að fjöldi fallinna er mikill. Starfsmenn í sendiráðum Evrópuríkja í Moskvu segja, að fallnir hermenn fái ekki lengur heiðursútför, eins og tíðkast hefur hingað til. Þetta er gert að því er virðist til þess að dylja fyrir al- menningi hve mannskaðinn er mikill. Særðir hermenn eru einnig fluttir í stórum hópum til Austur-Þýska- lands, í sama tilgangi, að því er talið er. „Um alla Moskvuborg heyrir maður nú í fyrsta skipti íbúana hvísla og spyrja hvern annan um hvað sé í ráun og veru á seyði í Afganistan," segir kaup- sýslumaður frá Evrópu. Margir Vesturlandabúar, sem komu til Moskvu meðan Ólympíuleikarnir stóðu yfir, sögðust hafa heyrt fólk kvarta og lýsa yfir óánægju sinni með stríðsreksturinn í Afganistan og oftast hóf fólkið máls á þessu að fyrra bragði. Blaðamaður varð vitni að einu slíku samtali og sagðist hann hafa hlustað á hóp fólks ræða Afganistan málið mjög opinskátt og hefði fólk- ið verið áhyggjufullt og því verið mikið niðri fyrir. Fyrst talaði ung kona og eftir stutta vangaveltu um hunds- un Vesturlanda á Ólympíu- leikunum sagði hún: „Við hefðum aldrei átt að leggja út í stríðið í Afganistan. Aldrei. Það á eftir að dragast á langinn í mörg ár og þetta voru mistök frá upphafi. Þetta stríð verður eins og stríðið í Víetnam." Þegar einhver benti á, að bráðum færu að koma þúsundir lík- kistna með föllnum her- mönnum heim til Sovétríkj- anna, sagði hún með „titr- andi rödd“. „Bráðum — hvað átt þú við? Þúsundir her- manna hafa þegar verið sendir heim í líkkistum og þetta er aðeins byrjunin." Blaðamaðurinn átti einnig samtal við mann, sem starf- aði við öryggisgæslu á Ólympíuleikunum: „Tveir vinir mínir hafa verið drepn- ir í Afganistan,“ sagði hann. „Annan þeirra hafði ég þekkt frá barnæsku og hann átti unga dóttur eins og ég. Þegar ég lít á dóttur mína verður mér hugsað til vinar míns og þá velti ég því fyrir mér hvort það hafi verið rétt af okkur að eignast börn. Það er ægilegt fyrir lítil börn að vita, að feður þeirra þurfi ef til vill að vera sendir í stríð." „Röddin var reiðileg og orðunum fylgdi fyrirlitning og viðbjóður," sagði blaða- maðurinn. Maðurinn sagði, að hingað til hefði verið skráð á legsteina fallinna hermanna: FÉLL FYRIR FÖÐURLANDIÐ, en nú fyrir þá sem falla í Afganistan, væri skrifað: FÉLL FYRIR ALÞJÓÐA HEILL. „Hvað meina þeir með alþjóða heill? Ekki veit ég það. En þetta skrifa þeir á legstein- ana.“ Fyrirlitningarsvipur- inn kom aftur fram á andlit hans. (The Times). Loksins hefur okkur tekist að finna fullkomió, nýtískulegt og vandaö litsjónvarpstæki á lægra verði en aðrir geta boöið. STÆRÐ VERO STAÐGR.VERÐ STRAUMTAKA 20 t. 670.000,- 636.500.- 85 wött 22 t. 730.000,- 693.500,- 85 wött 26 t. 850.000.- 807.500,- 95 wött BORGARTÚN118 REYKJAVÍK SlMI 27099 SJÓNVARPSBÚÐIN model 1980

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.