Morgunblaðið - 01.10.1980, Side 1
48 SÍÐUR MEÐ 8 SÍÐNA ÍÞRÓTTABLAÐI
218. tbl. 68. árg.
MIÐVIKUDAGUR 1. OKTÓBER 1980
Prentsmiðja Morgunblaðsins.
íranskar þotur ráðast
á kjarnorkustöð Iraka
Bagdad. 30. septeraber. — AP.
PHANTOM ÞOTUR íranska flughersins réðust í dag á
kjarnorkurannsóknarstöð. sem Frakkar reka í Bagdad.
en hæfðu ekki kjarnaofn íraka. sem þeir hafa fengið frá
Frökkum að sögn franska sendiráðsins. Lítið tjón varð í
árásinni og engan Frakka sakaði.
Eldsneytisgeymar raforkuvers Bagdads urðu einnig
fyrir árás og þykkan reykjarmökk Iagði yfir suðvestur-
úthverfi borgarinnar eftir árásina.
Sjónarvottar sáu nokkrar ír-
anskar þotur skotnar niður með
loftvarnaeldflaugum í árásunum á
Ragdad í dag. Sagt var að 10 hefðu
fallið og 85 særzt í loftárás á
orkuver borgarinnar.
íranir hafa ekki ráðizt á írösku
kjarnorkumiðstöðina í stríðinu
þar til nú. Jafnframt sögðu írakar
að þeir hefðu hrundið gagnárásum
í vesturhluta Irans, sem er á
þeirra valdi, og íranska stjórnin
hótaði sjóhernaði gegn öðrum
þjóðum við Persaflóa. Iranska
þingið hóf aftur umræður um
gíslamálið og skipaði sjö manna
nefnd til að kanna það.
Iranska herstjórnin sagði, að
sex íröskum skriðdrekum hefði
verið grandað í Vestur-íran í dag.
Hún sagði einnig, að 140 íröskum
skriðdrekum hefði verið grandað í
gær og fyrradag í hörðum átökum
á norðurhluta vígstöðvanna ná-
lægt Qasr-E-Shirin og 21 í viðbót
á suðurhlutanum.
írakar sögðu, að þeir hefðu tekið
útvarpsstöðina í Ahvaz, höfuðborg
Khuzestan, en íranar neituðu því
að írakar hefðu náð sjálfri borg-
inni. írakar sögðu, að þeir hefðu
misst sex hermenn fallna, 15
særða og fimm týnda síðasta
sólarhring.
Loftárásin á Bagdad í dag var
hin fyrsta síðan á laugardag og
beindist að suðvesturborgarhlut-
anum þar sem háskólinn er. Ráð-
izt var á Dora-hreinsunarstöðina
og nálægar herbúðir.
Mannfjöldi fagnaði Mohammed
Zia Ul-Haq Pakistansforseta þeg-
ar Saddam Hussein ók honum um
borgina. Zia kvaðst vongóður um
friðsamlega lausn að lokinni ferð
sinni til íraks og írans.
ÍRAKSKUR hermaður ber slasaðan mann frá orkuveri sem eldur kom
upp í eftir íranska loftárás í gær. Að minnsta kosti 10 Írakar biðu
bana og 85 slösuðust.
Sakar verkamenn
um samningsbrot
VarHjá. 30. september. — AP.
KAZIMIERZ Barcikowski vara-
forsætisráðherra sakaði leiðtoga
óháðra pólskra verkalýðsfélaga í
sjónvarpi i dag um brot á samn-
ingunum um lausn verkfallanna
fyrir mánuði með áskoruninni
um allsherjarverkfall i einn
klukkutima á föstudaginn og
„óhóflegum launakröfum’*.
Hann sagði. að þeir hefðu
tilkynnt þetta erlendum áróðurs-
miðstöðvum án þess að hafa fyrir
þvi að láta fulltrúa stjórnarinnar
vita. bessi ummæli eru hið fyrsta
sem fram kemur i pólskum fjöl-
miðlum um vinnustöðvunina.
„Samstaða", verkalýðssamband
Lech Walesa, ákvað að boða til
stöðvunarinnar til að sýna mátt
samtakanna og leggja áherzlu á
kröfur um launahækkun og aðgang
að fjölmiðlum. Walesa og stuðnings-
menn hans sögðu, að þeir myndu
hætta við verkfallið, ef háttsettur
ráðamaður kæmi fram í sjónvarpi og
héti því, að samningunum um lausn
verkfallsins yrði framfylgt í hví-
vetna.
Barcikowski sagði, án þess að
minnast á þetta skilyrði, að stjórn-
völd væru staðráðin í að hrinda
samkomulaginu í framkvæmd. Hann
sagði þó, að Pólverjar ættu að
spyrja hvort höfundar Gdansk-
samkomulagsins hefðu „raunveru-
lega áhuga á eðlilegu efnahagslífi og
kjarabótum". Hann sagði, að verk-
föllum „fylgdi alltaf tap og röskun í
efnahags- og þjóðfélagslífi", en sam-
félagið þyrfti skipulegt efnahagslíf
og innanlandsreglu. „Því miður verð
ég að segja, að ýmsir verkfallsleið-
togar taka þessi sannindi ekki alvar-
lega,“ sagði hann.
Skömmu áður sagði ríkisútvarpið,
að framkvæmdastjórn kommúnista-
flokksins hefði boðað til allsherjar-
fundar flokksleiðtoga hvaðanæfa að
af landinu á laugardag til að ræða
viðhorfin í lar.dsmálum. Því hefur
verið spáð, að slíkur fundur muni
kalla saman flokksþing síðar í ár til
að fjalla um hinar víðtæku ákvarð-
anir flokksforystunnar í kjölfar
verkfallanna.
Slíkt þing gæfi Stanislaw Kania
flokksleiðtoga færi á að endurskoða
forgangsröð aðkallandi mála og
skipa stuningsmenn sína í trúnað-
arstöður í stað stuðningsmanna
Edvard Giereks.
Jafnframt hófst nýtt háskólaár í
dag, en námsmenn hafa hvatt til
lýðræðislegra umbóta og valddreif-
ingar í pólskum háskólum í anda
baráttu verkfallsmanna. Kania hef-
ur rætt við leiðtoga stúdenta.
Svíar leita enn að kafbátnum
Stokkholmi. 30. september. — AP.
SÆNSKI sjóherinn hélt áfram
leit sinni að erlenda kjarnorku-
kafbátnum i skerjagarðinum
nálægt Stokkhólmi i dag og
hafði tiltækar djúpsprengjur til
að varpa á hann.
Nítján 50 til 100 kílóa viðvör-
unar djúpsprengjum hefur verið
varpað nálægt bátnum í þau
fimm skipti sem hans hefur
orðið vart síðan 18. september.
Um 20 skip, þar á meðal
tundurspillirinn Halland, og
fjórar Vertol-þyrlur taka þátt í
leitinni að kafbátnum, sem er
annað hvort sovézkur eða pólsk-
ur, en hann var ófundinn síðdeg-
is í dag. Hans varð síðast vart á
sunnudaginn.
Erik Kornmark landvarnar-
ráðherra samþykkti í gær, að
djúpsprengjum skyldi beitt gegn
kafbátnum og kallaði atferli
hans „alvarlegasta brot á
sænskri landhelgi“ frá stríðslok-
um.
Kafbáturinn mun leynast á 30
til 90 metra dýpi og reynt verður
að varpa djúpsprengju í aðeins
um 15 metra fjarlægð frá hon-
um, þannig að hann verði fyrir
svo miklu tjóni að hann neyðist
til að koma upp á yfirborðið.
Játað er, að áhættan sé mikil og
djúpsprengjan geti farið of ná-
lægt kafbátnum þannig að hann
sökkvi.
Bandarískar
flugvélar til
Saudi-Arabíu
WashinKton. 30. septembor. — AP.
Bandariska landvarnaraðu-
neytið tilkynnti í dag. að fjórar
bandariskar A W ACS-rats jár-
flugvélar yrðu sendar til Saudi-
Arabiu að beiðni stjórnarinnar
þar. til að efla varnir landsins.
Flugvélunum fylgja urn 300
bandarískir hermenn og flutn-
ingavélar. Edmund Muskie utan-
ríkisráðherra ræddi í dag við
utanríkisráðherra íraks og lagði
áherzlu á þann ásetning Banda-
ríkjamanna að verja vini sína í
Miðausturlöndum og hindra stig-
mögnun stíðs íraks og írans.
Utanríkisráðherra Egypta
sagði á Allsherjarþinginu, að
Egyptar væru reiðubúnir að verja
ríki við Persaflóa gegn ógnunum
við fullveldi þeirra.
ísrael
hótað
New ^ork. 30. september. — AP.
SÝRLENDINGAR hvöttu AIls-
herjarþing SÞ í dag til að svipta
ísrael sæti hjá samtokunum. en
fulltrúar Araba, Bandaríkja-
manna og tsraels sögðu að lítil
líkindi væru til þess að tillagan
yrði samþykkt.
Jimmy Carter Bandaríkjaforseti
varaði við því í gær, að hvers konar
tilraun til að reka ísrael gæti stefnt
framtíðaraðild Bandaríkjanna að
SÞ í hættu.
Utanríkisráðherra Sýrlands, Abd-
ul Halim Khaddam, skoraði á Alls-
herjarþingið í ræðu að endurskoða
aðild Israels að samtökunum, þar
sem landið hefði brotið sí og æ í
bága við ákvarðanir þingsins og
samtakanna, „skipulega og með
þrákelkni“.
Arabískur fulltrúi kvaðst ekki
telja, að Sýrlendingar fengju nógu
mörg atkvæði ríkja Þriðja heimsins
til að útiloka Israel frá þinginu.
Aðalfulltrúi Bandarikjanna, Donald
McHenry og utanríkisráðherra Eg-
ypta, Kamal Hassan Ali, tóku í
sama streng. Ali sagði, að brottvís-
un ísrael mundi stríða gegn friðar-
þróuninni.
Neyddir
í herinn
Nýju I>t*lhi. 30. soptoraber. — AP.
UM 1200 afghanskir námsmenn
hafa verið teknir með valdi i
herinn siðustu daga samkvæmt
áreiðanlegum heimildum.
Þriðjungurinn var tekinn úr
Habibiya-gagnfræðaskólanum í
Kabul. Þúsundir nemenda hróp-
uðu vígorð þegar félagar þeirra
voru skráðir til herþjónustu í
skólanum. Þeir hrópuðu m.a.:
„Dauði yfir Brezhnev”, „Dauði yfir
Babrak Karmal" og „Dauði yfir
Carter, sem selur Rússum Afgh-
anistan".