Morgunblaðið - 01.10.1980, Qupperneq 4
4
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. OKTÓBER 1980
Heimkominn úr Jór-
salaför, þakka ég öll-
um, sem vottað hafa
mér virðingu og vináttu
með bréfum, skeytum,
gjöfum og óskum í til-
efni afmælis 7. sept.
Lifið heil og sæl í Ijósi
Guðs friðar.
Árelíus
Níelsson
og njóta
lífsins.
Sumir halda að það
sé nóg að eiga gott
segulband
aðrir halda að
kassettan skipti
ekki miklu máli.
Hinir eru fleiri sem
vita betur.
. Fagmenn vita að við
I upptöku á túnlist þarf
l að hljóðrita og endur-
f spila sama lagstubbinn
mörgum sinnum áður
en endanlegur árangur
næst. Þessvegna nota
þeir ampex tðnbönd.
GÆÐA TÓNLIST KREFST
GÆÐA TÓNBANDS
Dreifing:
sidnui
sími 29575 Reykjavfk
spurðu um
AMPEX.
Á dagskrá hljóðvarps kl.
23.15 er þátturinn Slökun
gegn streitu í umsjá Geirs
Viðars Vilhjálmssonar sál-
fræðings, fyrsti þáttur af
þremur með rólegri tónlist
og leiðbeiningum gegn
streitu.
— Þarna er hlustendum
boðið upp á að taka þátt í
slökun með rólegri og and-
lega örvandi tónlist, sagði
Geir Viðar. — Streita er
mjög fjölþætt fyrirbrigði og
slökunaræfingarnar sem ég
kynni í kvöld eru undirbún-
ingsæfingar þar sem beitt
er skapandi ímyndunarafli
hugans til þess að slaka á
líkamanum jafnframt því
sem hagnýtt eru áhrif tón-
listarinnar sem er af toga
sígildrar tónlistar.
Ein af leiðunum til að vinna
gegn streitu er efling likam-
legrar og sálrænnar orku
mannsins: Einföld skýringar-
mynd aðalviðbragðssvæða.
ásamt útgeislun lifsorkunnar i
orkusviði likamans, eftir Josi
og Miriam Anguelles.
Slökun gegn streitu kl. 23.15:
Skapandi ímyndunarafl
og efling mótstöðu
1. þáttur af þremur í umsjá Geirs
Viðars Vilhjálmssonar sálfræðings
Geir Viðar sagði síðan: —
Líkamleg streita er skil-
greind sem afleiðing lang-
varandi álags á líffæra-
starfsemina, einkum kemur
streita í ljós í truflunum á
starfsemi sjálfvirka tauga-
kerfisins og hormónakerfis-
ins. Ýmsir líkamlegir sjúk-
dómar eru oft afleiðing
þessara truflana. Það er því
mikilvægt í heilsuvernd að
minnka of mikið álag og
þarf í því sambandi að
beina athyglinni að félags-
legu og andlegu álagi til
jafns við líkamlegt álag.
Efling mótstöðuafls líkam-
ans og einstaklingsins í
heild er önnur aðalleið til
varnar gegn streitu og
streitusjúkdómum, og hvíld
í slökun ásamt uppbyggi-
legum og tilfinningaríkum
tónlistaráhrifum geta þjón-
að hagnýtum tilgangi sem
fyrirbyggjandi heilsugæsla.
Hvað er að frétta? kl. 20.00:
Um samtök ungra
sjálfstæðismanna
Á dagskrá hljóðvarps kl. 20.00
er þátturinn Hvað er að frétta?
— frétta- og forvitniþáttur fyrir
ungt fólk í umsjá Bjarna P.
Magnússonar og Olafs Jóhanns-
sonar.
— í þessum þætti munum við
fjalla um samtök ungra sjálf-
stæðismanna, sagði Ólafur Jó-
hannsson, — og við fáum til
okkar þrjá menn, þá Jón Magn-
ússon, formann SUS, Pétur
Rafnsson, formann Heimadall-
ar, og Einar Guðfinnsson, vara-
þingmann Sjálfstæðisflokksins,
en hann er yngstur þeirra þing-
manna sem sátu á síðasta þingi.
Þeir Jón og Pétur munu skýra
frá stefnu og starfi sinna félaga
og Einar segir okkur frá reynslu
sinni þann tíma sem hann sat á
þingi.
Sjónvarp kl. 22.40:
Stórveldin vissu
Á dagskrá sjónvarps kl. 22.40
er ný erlend fréttamynd um
valdatöku hersins í Tyrklandi 12.
september sl. Þýðandi er Gylfi
Pálsson.
— Gylfi sagði: — Evren hers-
höfðingi,- foringi byltingar-
manna, segist þar hafa verið að
binda enda á óstjórn sem ríkt
hafi í landinu og stjórnmála-
menn ekki ráðið við. Allir kraft-
ar þeirra hafi farið í þref á milli
flokka en hagsmunir þjóðarinn-
ar verið fyrir borð bornir. Fram
kemur í myndinni að þarna hafi
vinstri- og hægrimenn ást við og
segist Evren munu skila völdun-
um aftur í hendur þjóðkjörinni
ríkisstjórn eftir að ákveðnar
breytingar hafi verið gerðar á
stjórnarskránni. Talið er líklegt
að kommúnistar í A-Evrópu hafi
hvatt vinstri menn í Tyrklandi
til aðgerða — og Bandaríkin hafi
verið í vitorði með þeim sem
gerðu byltinguna.
Litli barnatíminn kl. 17.20:
Vetrarleikir
Á dagskrá hljóðvarps kl. 17.20
er Litli barnatíminn. Stjórn-
andinn, Oddfríður Steindórs-
dóttir, talar um útivist og vetr-
arleiki og varar við ýmsu í því
sambandi er lýtur að umferð í
þéttbýli.
— Ég les kafla úr bókinni Á
förnum vegi eftir Sigurð Pálsson
og úr bókinni Snúður og Snælda
á skíðum í þýðingu Vilbergs
Júlíussonar. Inn á milli verður
svo fléttuð umferðarfræðsla.
Útvarp ReykjavíK
AIIÐMIKUDkGUR
1. október.
MORGUNINN
7.00 Veðurfregnir. Fréttir.
Tónleikar.
7.20 Bæn.
7.25 Tónleikar. Þulur velur og
kynnir.
8.00 Fréttir.
8.15 Veðurfregnir. Forustugr.
dagbi. (útdr.). Dagskrá.
Tónlcikar.
9.00 Fréttir.
9.05 Morgunstund barnanna:
„Krókur handa Kötlu“ eftir
Ruth Park. Björn Árnadótt-
ir les þýðingu sína (6).
9.20 Tónleikar. 9.30 Tilkynn-
ingar. Tónleikar.
10.00 Fréttir. 10.10 Veður-
fregnir.
10.25 Kirkjutónlist
Orgelkonsert i C-dúr eftir
Michael Haydn: Daniel Chor-
zempa og Bach-hljómsveitin
þýzka leika; Helmut Winsch-
ermann stj.
11.00 Morguntónleikar.
Rena Kyriakou leikur á pí-
anó þrjár prelúdíur og fúgur
op. 35 eftir Felix Mendels-
sohn/ ítalski kvartettinn
leikur Strengjakvartett í
A-dúr op. 41 nr. 3 eftir
Robert Schumann.
12.00 Dagskráin. Tónleikar.
Tilkynningar.
12.20 Fréttir. 12.45 Veður-
fregnir. Tilkynningar.
Tónleikasyrpa.
Leikin léttklassísk lög, svo t
og dans- og dægurlög.
14.30 Miðdegissagan:
„Hvíti uxinn“ eftir Voltaire.
Gissur 0. Erlingsson les eig-
in þýðingu, fyrsta lestur af
þremur.
SÍÐDEGIO
15.00 Popp.
Dóra Jónsdóttir kynnir.
15.50 Tilkynningar.
16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15
Veðurfregnir.
16.20 Siðdegistónleikar.
Kornél Zimpléni leikur á
píanó með Ungversku ríkis-
hljómsveitinni Tilhrigði um
barnalag fyrir hljómsveit og
píanó eftir Ernö Dohnanyi;
György Lehle stj./ Sinfóníu-
hljómsveitin i Minneapolis
leikur „Myndir á sýningu“
eftir Modest Mússorgský;
Antal Dorati stj.
17.20 Litli barnatíminn.
Stjórnandinn, Oddfriður
Steindórsdóttir, talar um úti-
vist og vetrarleiki og varar
við ýmsu i þvi sambandi
gagnvart umferð i þéttbýli.
17.40 Tónleikar. Tilkynningar.
SKJÁNUM
MIÐVIKUDAGUR
1. október
18.00 Fyrirmyndarframkoma
Fljótfærni
Þýðandi Kristín Mántyla.
Sögumaður Tinna Gunn-
laugsdóttir.
18.05 Ovæntur gestur
Tiundi þáttur.
Þýðandi Jón Gunnarsson.
18.30 Maður norðurhjarans
Sjónvarpið mun á næstunni
sýna nokkra fræðsluþætti
um A1 Oeming, manninn
sem kom á fót griðastað
villtra dýra í Kanada.
Fyrsti þáttur er um hvita-
birni.
Þýðandi og þulur Bogi
Arnar Finnbogason.
19.00 Hlé
20.00 Fréttir og veður
20.25 Auglýsingar og dag-
skrá
20.35 Nýjasta tækni og vís-
indi
Umsjónarmaður Sigurður
H. Richter.
21.05 Hjól
Bandariskur framhalds-
myndaflokkur.
Þriðji þáttur.
Efni annars þáttar:
Erica Trenton slæst i för
með kappaksturshetjunni
Peter Flodenhale, sem er á
keppnisferðalagi um Evr-
ópu. Adam, eiginmaður
hennar, vinnur öllum
stundum að nýja bilnum,
en flest gengur honum i
óhag. Ilann kynnist ungri
konu, Barböru, sem starfar
á auglýsingastofu. og með
þeim tekst náin vinátta.
Greg, yngri sonur Trent-
on-hjónanna, er stokkinn
að heiman, er gerir vart við
sig öðru hverju.
Þýðandi Jón 0. Edwald.
22.40 Ný, erlend fréttamynd
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
KVÖLPID
19.00 Fréttir. Tilkynningar.
19.35 Einsöngur í útvarpssal:
Jón Þorsteinsson syngur lög
eftir Emil Thoroddsen, Jór-
unni Viðar og Hugo Wolf.
Jónina Gisladóttir leikur
með á pianó.
20.00 Hvað er að frétta?
Bjarni P. Magnússon og
ólafur Jóhannsson stjórna
frétta- og forvitnisþætti
fyrir ungt fólk.
20.30 „Misræmur“.
Tónlistarþáttur i umsjá
Ástráðs Haraldssonar og
Þorvarðs Árnasonar.
21.10 „Þegar ég var með Kön-
um“
Bárður Jakobsson segir frá
lúðuveiðum Amerikana við
ísland.
21.35 „í svarthvítu“, einleiks-
verk fyrir flautu eftir Iljálm-
ar Ragnarsson. Manuela
Wiesler leikur.
21.45 Utvarpssagan:
„Ryk“, smásaga eftir Kar-
sten Iloydal. Þýðandinn, Jón
Bjarman, les seinni hluta
sögunnar.
22.15 Veðurfregnir. Fréttir.
Dagskrá morgundagsins.
22.35 Milli himins og jarðar.
Sjöundi og siðasti þáttur:
Ari Trausti Guðmundsson
svarar spurningum hlust-
enda um himingeiminn.
23.15 Slökun gegn streitu.
Fyrsti þáttur af þremur með
rólegri tónlist og leiðbein-
ingum gegn streitu, í umsjá
Geirs Viðars Vilhjálmssonar.
23.45 Fréttir. Dagskrárlok.