Morgunblaðið - 01.10.1980, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. OKTÓBER 1980
17
Erindi um
umhverfismál
VIÐ verkfræði- og raunvísinda-
deild Háskóla íslands verða á
næstu vikum flutt 10 erindi um
umhverfismál. Til þeirra er
stofnað fyrir nemendur i deiid-
inni. en aðgangur er öllum frjáls,
eins þeim. sem ekki eru nemend-
ur i Háskólanum. Gert er ráð
fyrir nokkrum umræðum á eftir
hverju erindi. Umsjón hefur Ein-
ar B. Pálsson. prófessor. og veitir
hann upplýsingar.
Erindin verða flutt á mánudög-
um kl. 17:15 í stofu 158 í húsi
verkfræði- og raunvísindadeildar,
Hjarðarhaga 6. Þau eru ráðgerð
svo sem hér segir:
29. september: Eysteinn Jóns-
son, fyrrv. ráðherra: Maður og
umhverfi.
6. október: Agnar Ingólfsson,
prófessor í vistfræði: Ýmis undir-
stöðuatriði í vistfræði.
13. október: Þorleifur Einars-
son, prófessor í jarðfræði: Jarð-
rask við mannvirkjagerð.
20. október: Ingvi Þorsteinsson
MS, Rannsóknastofnun landbún-
aðarins: Eyðing gróðurs og endur-
heimt landgæða.
27. október: Arnþór Garðarsson,
prófessor í líffræði: Rannsóknir á
röskun lífríkis.
3. nóvember: Unnsteinn Stef-
ánsson, prófessor í haffræði: Sjór-
inn sem umhverfi.
10. nóvember: Jakob Björnsson,
verkfræðingur, orkumálastjóri:
Orkumál og umhverfi.
17. nóvember: Jakob Jakobsson,
fiskifræðingur, Hafrannsókna-
stofnun: Auðlindir sjávar og nýt-
ing þeirra.
24. nóvember: Árni Reynisson,
framkvæmdastjóri Náttúruvernd-
arráðs: Náttúruvernd í fram-
kvæmd.
8. desember: Vilhjálmur Lúð-
víksson, verkfræðingur, fram-
kvæmdastjóri Rannsóknaráðs
ríkisins: Verkfræðilegar áætlanir
og valkostir.
(Fréttatilkynning)
Meira smygl
finnst í
Goðafossi
VIÐ frekari leit tollvarða I ms.
Goðafossi fundust 600 vodka-
flöskur til viðbótar s.l. föstudag
þegar skipið var komið til Reykja-
vikur. Áður höfðu fundizt 460
flöskur af vodka i skipinu þegar
leitað var i Vestmannaeyjum og
Þorlákshöfn eftir að Goðafoss kom
að utan í siðustu viku. Að sögn
Kristins ólafssonar tollgæslu-
stjóra er verðmæti smyglvarnings-
ins kringum 16,2 milljónir króna.
Skipverjar, sem hafa viðurkennt
að eiga smyglið eru þrír hásetar,
matsveinn vélstjóri og bátsmaður.
Þá sagði tollgæslustjóri það sér-
stakt við þetta smyglmál, að þær
600 flöskur, sem fundust í skipinu í
Reykjavíkurhöfn, hefðu verið faldar
í mastri þess. Gat hafði verið rofið á
mastrið og varningnum komið þar
fyrir. Kvað hann með þessu öryggi
hafa verið skert, en mastrið á að
geta þolað ákveðinn þunga við átak
bómunnar, en það væri mál skipafé-
lagsins hvað gert yrði í sambandi
við þetta atriði.
Lítil ásókn
í Ássókn
RUNNINN er út umsóknarfrestur
um prestsembættið í Ássókn í
Reykjavík. Umsækjandi er einn,
sr. Árni Bergur Sigurbjörnsson,
sóknarprestur í Ólafsvík. Árni
Bergur er 39 ára gamall, sonur
biskupshjónanna frú Magneu
Þorkelsdóttur og dr. Sigurbjörns
Einarssonar.
VERKSMIDJU-
SALA
SAMBANDSVERKSMIÐJANNA
SÝNINGAHÖLLINNIBÍLDSHÖFÐA
1.-11. OKTÓBER
opnar í dag
0PIÐ FRÁ KL. 1-6.
Strætisvagnaferðir fra Hlemmi
meö leiö 10.
Ullarteppi, teppi, teppabútar, áklæöi, gluggatjöld,
buxnaefni, kjólaefni, ullarefni, sængurveraefni,
Frá Torginu:
Dömu-, herra- og
barnafatnaður.
Frá Fatav.sm. Heklu:
Ulpur, gallabuxur, peysur, samfestingar, treflar og
Tískuvörur úr ull, peysur, fóöraöir
jakkar, prjónakápur, pils, vesti og ofnar
Frá verskm. Skinnu:
Mokkakápur, mokkajakkar,
mokkahúfur, mokkalúffur.
Einnig lítiö gallaðar vörur.
Frá Ylrúnu:
Sængur,
eppi.
koddar, svefnpokar,
Frá skóverksm. Idunni:
Karlaskór, kvenskór, unglingaskór
og fóðraðir kuldaskór.